Ísland næstu tíu árin

Hérna er stutt lýsing á atburðum næstu tíu árin eða svo á Íslandi. Hérna er eingöngu verið að ræða um mannlega atburði. Ég tek það sérstaklega fram að þetta er byggt á líkindareikningi (Probability theory) sem ég framkvæmi reglulega. Ég er ekki skyggn, sé ekki framtíðina og hef aldrei gert. Ennfremur sem það eru 3% til 10% villumörk á þessu og villumörkin verða meiri eftir því sem lengra er spáð inn í framtíðina.

Ég hef notað það sem gerist í dag og undanfarin ár sem grunn-gagnasett í þessu hjá mér og miða útreikningana við það. Ástæða þess að ég skrifa þetta er smásaga sem Stefán Snævarr skrifaði og átti að gerast árið 2016. Mér fannst sagan byggja á óraunsönnum lýsingum og ákvað því að koma með það sem taldi réttari útgáfu af Íslandi næstu tíu ára.

Upphafsárið er 2011 og þetta er alls ekki tæmandi eða endilega réttur listi hjá mér.

árið 2011:
– Gjaldeyrishöft eru framlengt í Mars 2011 til loka September 2011.
– Forseti Íslands synjar nýjum Icesave samningi undirskrift sinni. Málið fer aftur í þjóðaratkvæði og er fellt þar með 70% á móti 30%.
– EFTA dómstólinn dómtekur Icesave málið fyrir að kröfu Breta og Hollendinga.
– Gjaldeyrishöft eru framlengd aftur í September 2011 til enda Apríl 2012.

árið 2012:
– Íslendingar tapa Icesave málinu fyrir EFTA dómstólnum og eru í kjölfarið skyldaðir til þess að borga alla upphæðina. Rúmlega 1200 milljarða með vöxtum og málskostnaði.
– Gjaldeyrishöft eru framlengd í enda Apríl 2012. Í þetta skipti er framlengingin varanleg á meðan núverandi efnahagsástand ríkir.
– Morgunblaðið verður gjaldþrota.

Árið 2013:
– Norðmenn ákveða að samkvæmt athugun sé EES samningurinn ekki þess virði að viðhalda í dag og segja honum upp frá og með 1. Janúar 2014. Þess í stað ætla norðmenn að fara Svissnesku leiðina í samskiptum sínum við ESB.
– Norðmenn ákveða einnig að fara úr EFTA í kjölfarið á því að segja upp EES samningum.
– Sviss og Lichtenstein ákveða í kjölfarið að segja sig úr EES (Lichtenstein) og EFTA (Sviss).
– Í kjölfarið dettur Ísland úr EFTA í kjölfarið og EES samningum er sjálfhætt á sama tíma. Við þetta reyna íslendingar að semja um sérlausn varðandi Schengen samstarfið og aðra hluti.
– Aðildarviðræður Íslands og ESB eru ennþá í gangi en gagna hægt vegna fiskveiðimála og landbúnaðarmála.
– Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda með því að mynda meirihluta með framsóknarflokknum.
– Vinstri Grænir klofna í tvo stjórnmálaflokka.
– Dómur fellur yfir Geir Haarde í Landsdómi.

árið 2014:
– Sjálfstæðisflokkurinn frystir aðildarviðræður Íslands og ESB ótímabundið. Það þykir ekki hentugt að draga umsóknina til baka og því er gripið þess þessa ráðs.
– Efnahagskreppan á Íslandi dýpkar á Íslandi til muna.
– Atvinnuleysi nær 12% á tólf mánaða tímabili.
– Gjaldeyrishöftin eru hert til muna vegna þess hversu djúp kreppan er orðin.
– Hrun verður í verslun innanlands og samdráttur verður gífurlegur.

árið 2015:
– Aðildarviðræður Íslands og ESB ennþá í frosti.
– Sjálfstæðisflokkurinn reynir í örvæntingu sinni að koma efnahag Íslands af stað.
– Gjaldeyrishöft eru hert ennþá frekar.
– Hugmyndir um innflutningshöft á Íslandi til þess að spara gjaldeyri.
– Vandræði í helstu útflutningsgreinum íslendinga vegna hvalveiða. Enda eru þúsundir tonna af hvalkjöti inná frysti og það er farið að henda elsta hvalkjötinu inná frystunum þar sem þetta kjöt er geymt.

árið 2016:
– Innflutningshöft sett á íslenska ferðmenn í verslunar-leiðöngrum. Verslun á internetinu er takmörkuð til muna. Fólki er gert að sækja um leyfi áður en það kaupir sér vörur af internetinu.
– Verðlagshækkanir halda áfram frá fyrra ári. Matvælaverð á Íslandi er núna 95% hærra en í löndum á evrusvæðinu (EU-20, Danmörk, Svíþjóð, Lettland, Litháen, Pólland, Króatía, auki hinna upphaflegu aðildarríkja evrusvæðisins).
– Verslun á Íslandi dregst til muna á öðrum vöruflokkum en matvöru og nauðsynjavöru.
– Efnahagskreppan á Íslandi dýpkar ennþá.
– Efnahagskreppunni í heiminum loksins lokið eftir samfelldan hagvöxt síðustu þrjú árin þar á undan hjá helstu iðnríkjum heims.
– Innflutningshöft hert ennþá frekar. Einnig sem að gjaldeyrishöft eru hert ennþá frekar.

árið 2017:
– Sjálfstæðisflokkurinn tapar í kosningum til Alþingis. Kemst samt í meirihluta með hægri flokknum og Vinstri Grænum. Enginn stjórnmálaflokkur fær hreinan meirihluta í þessum kosningum.
– Íslendingar eru orðnir 275.000 og fer fækkandi.
– Enginn hagvöxtur á þessu ári, en kreppan er hætt að dýpka.
– Fiskistofnar í kringum Ísland hrynja vegna ofveiði.
– Verðbólgan fer af stað á nýju.

árið 2018:
– Ársverðbólga nálgast 170%.
– Allsherjarverkfall varir í rúmlega 20 vikur áður en Alþingi setur lög sem bannar verkfallið.
– Kreppan tekur að dýpka aftur.
– Álverð fer lækkandi í heiminum sem fer að valda íslendingum vandræðum.

árið 2019:
– Álverð hrynur í heiminum. Álverum er í kjölfarið lokað á Íslandi.
– Efnahagur íslendinga minnkar ennþá meira og kreppan heldur áfram að dýpka á Íslandi.
– Verðbólgan nálgast 300% á ári á Íslandi. Verðbólga í Evrópu er 0.7% á sama tíma.

árið 2020:

– Ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins, hægri-flokksins og Vinstri Grænna springur með látum. Boðað til alþingiskosninga í kjölfarið.
– Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn komast til valda og mynda meirihluta á Alþingi.
– Aðildarviðræður Íslands og ESB af-frystar í kjölfarið.
– Samið upp á nýtt í nokkrum lagaköflum vegna breytinga á Íslandi og innan ESB.
– Innflutningshöftum og gjaldeyrishöftum er aflétt og samið um útistandandi skuldir íslensku þjóðarinnar í kjölfarið.

árið 2021:
– Kosið um ESB aðildarsamninginn. Hann er samþykktur með 85% atkvæða, 5% atkvæða eru ógild og 10% eru á móti ESB aðild Íslands.
– Útflutningur frá Íslandi réttir hægt og rólega úr sér.
– Dregur úr atvinnuleysi (25%) og verðbólgu (550%).
– Ákveðið að leggja niður íslensku krónuna og stofna nýjan gjaldmiðil þar sem að hverjar 100 kr = 1 „ný-krónu“. Þessi gjaldmiðill er síðan festur við gengi evruna ár genginu 1 „ný-króna“ = 1.4326€.
– Ráðamenn sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins kærðir fyrir landsdóm og dæmir þar fyrir glæpi sína.
– Ákveðið er að lögfesta stjórnarskrána frá árinu 2011 – 2012 í kosningum verður verður boðað til árið 2023 í kjölfarið.

Fleira er það ekki í þessu. Hinsvegar ég ítreka ég það að þetta er byggt á líkum og þessar líkur byggjast á atburðum dagsins í dag. Það á hinsvegar eftir að koma í ljós hversu réttir þessir útreikningar eru hjá mér þegar á reynir.

6 Replies to “Ísland næstu tíu árin”

  1. Mikið óskaplega væri gaman að sjá forsendur þínar fyrir þessum skrifum og svo hvernig þú færð þetta út úr þeim forsendum sem þú leggur upp með. Að auki væri gaman að sjá á hverju þessar forsendur séu svo byggðar og hvaðan það kemur og hvernig það er uppbyggt o.s.fv.

    Svo er bar eitt „word of advice“ Wikipedia er ekki góð heimild, aldrei. Það er allt í lagi að nota hana til að fá svna smá innsýn en síðan verður að halda annað. Ég hef séð að þú (og margir aðrir) nota Wikipedia sem heimild en það er því miður bara ekki trúverðuggt utan bloggheima.

    1. Forsendunar eru allt í kringum þig. Dags daglega, alla daga. Alltaf.

      Hvað heimildir varðar þá er ég ekki að skrifa heimildarritgerð. Það hefur ennfremur verið sýnt fram á það að Wikipedia er álíka gott heimildarlega séð og önnur alfræðirit. Þannig að þetta ráð þitt getur bara fokkað sér í burtu þaðan sem það kom.

      Heimild, http://news.bbc.co.uk/2/hi/technology/4530930.stm

      Að koma með svona fullyrðingar eins og þú gerir hérna Magnús er aldrei trúverðugt. Bæði innan og utan bloggheima. Þú lítur bara út eins fífl fyrir vikið. Sérstaklega í ljósi þess að þú komst ekki með neina heimild fyrir fullyrðingu þinni um Wikipedia.

  2. Gef nú lítið fyrir þetta svar þitt „Forsendunar eru allt í kringum þig. Dags daglega, alla daga. Alltaf.“ enda svarar þetta í engu hvaðan þú hefur þínar upplisyngar. Það að menn vilji ekki undirgangast hvaða þrugl sem er þíðir ekki að allt sé að fara til fjandans því fer fjærri.

    Wikipedia er ekki skrifað af „höfundi“ þannig að það er með öllu óhæft sem formleg tilvitnun – svo einfalt er það. Alfræðirit eru líka bara til uppflettingar ekki til að nota sem gagnagrun nema sem „secondary“ heimild.

    Það að bölva og kalla fólk fífl er heldur ekki merkileg aðferð – hún er hins vegar partur af þessari Íslensku hefð að fara í „manninn en ekki boltan“ þannig að betra væri að sleppa því amk. ef sá sem er ekki á sömu skoðun gerir það ekki af fyrra-bragði.

    1. Ef að þú sérð ekki forsendunar sem ég legg til grundvallar þessu hjá mér. Þá hefur þú ekki verið að fylgjast með fréttum undanfarin þrjú ár (rúmlega).

      Það breytir afskaplega litlu þó svo að Wikipedia sé ekki skrifuð af höfundi. Sérstaklega í ljósi þess að þetta stenst nánari skoðun samkvæmt frétt sem ég vísaði í.

      Ég kalla fífl fífl þegar það á við. Það er ekkert að fara í manninn frekar en rökin. Ég tók ennfremur rökin hjá þér og fór yfir þau og sýndi vel og vandlega fram á það á hverju þetta byggir. Þú átt greinilega í stórum vandræðum með að sætta þig við það svar og kemur síðan hérna og þykist vita betur.

      Mat mitt á þér er rétt. Þú ert fífl og neitar að breytast að auki.

Lokað er fyrir athugasemdir.