Iðnaðarsalt í matvælum á Íslandi

Samkvæmt frétt Rúv. Þá hefur iðnaðarsalt verið notað í matvælum á Íslandi síðustu 13 ár. Ekki kemur fram hversu margir matvælaframleiðendur þetta eru, en reikna má með að þetta sé umtalsverður hópur af fyrirtækjum sem framleiða matvæli á Íslandi. Það er ennfremur staðreynd að það eru ekkert svo mörg matvælafyrirtæki á Íslandi í dag. Iðnaðarsalt (Unrefined salt) er ætlað til notkunar við gerð framleiðslu á sápu, snyrtivörum og annað slíkt. Iðnaðarsalt er þyngra og það eru fleiri efni í því sem henta ekki og eru jafnvel bönnuð í matvælum vegna áhrifa þeirra.

Þetta hefur þó ekki stoppað íslensk fyrirtæki í að nota iðnaðarsalt í matvæli á Íslandi síðustu 13 árin. Þetta er rosalega langur tími fyrir lögbrot að eiga sér stað. Enda er ljóst að þetta gert viljandi og ásetningurinn er mjög augljós. Hérna er verið að spara með því að taka áhættuna á heilsu fólks sem borðar umrædd matvæli. Slíkt er algerlega óásættanlegt með öllu. Það er ennfremur ljóst að það rannsókn á að fara fram núna þegar á þessu máli. Einnig sem það á að afturkalla allar þær vörur á markaðinum sem eru með iðnaðarsalt í sér. Reyndar er hætta á því að margar íslenskar vörur hverfi af markaðinum við þessa aðgerð, en ekki er hægt að taka áhættuna með heilsu fólks.

Eftir þessa síðustu uppljóstrun. Þá er það orðin staðreynd að matvælaöryggi íslenskra matvæla er ekki neitt. Enda er alltaf verið að svindla á því og svíkja fólk um það sem borgar fyrir. Hefði Ísland verið í Evrópusambandinu. Þá hefði þetta ekki getað gerst. Enda rekur Evrópusambandið stofnanir sem taka matvælaöryggi mjög alvarlega. Enda er matvælaöryggi ekkert grín í Evrópusambandinu eins og á Íslandi.

Heilsa og Neytendur (Vefsíða Evrópusambandsins)
Evrópska Matvælaöryggisstofnunin (EFSA)

Aðeins um Salt.

Sodium chloride (Wiki)
Salt (Wiki, Gerðir salts)

Fréttir af þessu máli.

Iðnaðarsalt í matvæli (Rúv.is)

Núna á að rannsaka afhverju Íbúðarlánasjóður fór ekki á hausinn

Mér finnst það fáránlegt að það eigi að rannsaka Íbúðarlánarsjóð fyrir það eitt að fara ekki á hausinn. Tímanum væri einfaldlega betur varið í það að rannsaka afhverju hlutinir eru svona á Íslandi eins og þeir eru. Það er alveg ljóst að Rannsóknarskýrsla Alþingis var mikilvægt upphafskref varðandi uppgjör á efnahagshruninu á Íslandi. Hinsvegar er ljóst að fleiri slíkar rannsóknir þarf að gera í anda Rannsóknarskýrslu Alþingis á efnahagshruninu á Íslandi.

Mér finnst ennfremur fáránlegt að rannsaka Íbúðarlánasjóð fyrir það eitt að hafa ekki farið á hausinn.

Frétt Morgunblaðsins um þetta.

Rannsókn gerð á Íbúðalánasjóði (mbl.is)