Fasismi og útlendingahatur í ríkisstofnunum og kærunefnd útlendingamála

Ákvörðun Kærunefndar Útlendingamála um Venúsela er byggð á lygum, blekkingum og þvælu og hefur alltaf verið aldrei neitt annað. Þingmaður fór í vetur í pontu á Alþingi og laug þar að þjóðinni, alþingi og öllum sem heyra vildu um stöðuna í Venúsela og fullyrti að til Íslands væru flugvélar að koma til Íslands fullar af fólki frá Venúsela. Íslenskir fjölmiðlar í sínu gagnleysi og meðvirkni gerðu ekkert með lygar þessa þingmanns, annað en að endurtaka þær og láta síðan gott heita. Í öðrum ríkjum hefði viðkomandi þurft að segja af sér og síðan settur í lögreglurannsókn í besta tilfelli. Ábyrgð Alþingis er engin og virðing Alþingis er engin.

Núna er búið að vísa 180 manns frá Venúsela í hendurnar á brjáluðum einræðisherra og enginn veit hvað verður um þetta fólk. Þar sem það er ekkert réttaríki í Venúsela, efnahagurinn er rúst og spillingin er algjör. Þessi málsmeðferð er mannréttindabrot og verður aldrei neitt annað.

Tengd frétt

180 Venesúelabúum flogið úr landi í gær (mbl.is)

Nasistinn í ríkisstjórninni

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra er nasisti. Það sést. Þjóðremba hans er skaðleg og brot á alþjóðlegum lögum sem speglast í þeim hryllingi sem kemur fram í útlendingafrumvarpi hans um flóttamenn á Íslandi. Öll þjóðremba er skaðleg og hefur alltaf verið það. Þetta verður sérstaklega skaðlegt þegar snar geðveikir einstaklingar eins og Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra kemst til valda og fer að valda þar miklum skaða. Þetta snýst um fleira en útlendinga og rafmagnsbyssur.

Ríkisstjórnin ætti að vera leyst upp og það ætti að boða til kosninga án tafar á Íslandi, þar sem það er ekki hægt að leyfa svona viðbjóð á Íslandi og öll þessi mannréttindabrot sem stjórnvöld eru núna að lögfesta gegn valdalausum og fátækum flóttamönnum.

Fréttir af þessu

Útlendingafrumvarpið loks komið til lokaafgreiðslu í fimmtu tilraun (Vísir.is)

Vinstri vaktin gegn ESB gerir út net-níðing

Það er til vefsíða á Íslandi sem heitir Vinstri vaktin gegn ESB. Þetta er eins og nafnið gefur til kynna vefsíða gegn ESB aðild Íslands og er vefsíðan rekin af Ragnari Arnalds sem stofnaði samtökin Heimssýn sem eru samtök fólks gegn ESB aðild Íslands og alþjóðlegum samskiptum íslendinga útá við. Á þessari vefsíðu [Vinstri vaktin gegn ESB] hefur núna lengi verið starfandi einstaklingur sem hefur þann einn starfa að hóta og tala niður til þeirra einstaklinga sem nenna að reyna standa í rökræðum við þá einstaklinga sem reka og skrifa á Vinstri vaktin gegn ESB. Þessi einstaklingur virðist starfa með fullu samþykki Ragnar Arnalds, enda hefur hann ekkert gert til þess að útiloka þennan einstakling frá því að skrifa þangað inn og hann hefur ennfremur ekki fjarlægt athugasemdir og hótanir sem þarna hafa verið settar fram. Nýjustu skrif þessa einstaklings sem kallar sig „palli“ er að finna hérna. Síðan vogar þetta fólk sér að kalla mig dónalegan eins og þarna er verið að gera.

Ég gerði tilraun til þess að kæra þetta net-níð til lögreglunnar árið 2012, en lögreglan tók ekki mark á þessu eins og sjá má í skjali sem ég fékk frá þeim um þetta mál. Það var því ekkert gert og grunar mig að pólitísk sambönd eigi þar hlut að máli (Ragnar Arnalds er fyrrverandi ráðherra á Íslandi).

Hérna eru tvö dæmi um skrif þessa einstaklings sem gengur undir nafninu „palli“ á Vinstri vaktin gegn ESB og skrifar eingöngu þegar ESB andstæðingarnir hafa engin mótrök til staðar. Þetta er þó ekki það versta sem þessi maður hefur látið útúr sér þarna.

palli.22.09.2012.b.small

palli.22.09.2012.a.small

Myndirnar má nota hvar og hvenær sem er. Ég hef auðvitað skrifað um þetta áður en lítið virðist breytast í þessu máli. Þannig að ég mun halda áfram að skrifa um þessa siðlausu hegðun sem þarna er stunduð þangað til að eitthvað breytist eða þetta hættir endanlega. Hægt er að skoða allar athugasemdirnar hérna í þessu rar skjali sem er viðhengt þessari færslu. Ásamt svari lögreglunnar við kæru minni gegn þessu sem þarna fer fram. Það er gjörsamlega óþolandi að Ragnar Arnalds skuli leyfa þessu að gerast, þar sem hann er ábyrgðarmaður fyrir svona athugasemdum þegar þær eru ekki fjarlægðar. Ásamt þeim sem skrifaði þær að auki. Í umræðunni um net-níð á Íslandi þá er nauðsynlegt að fólk viti að svona net-níð á sér einnig stað á fleiri stöðum en bara bland.is í dag.

1579_001

Yfirgenglegar lygar Evrópuvaktarinnar um Evrópusambandið

Það er ótrúlegt að sjá hvernig Evrópuvaktin lýgur stöðugt að fólki um Evrópusambandið. Nýjasta dæmið er fullyrðing þess efnis að fjöldi þeirra laga sem eru tekin upp í aðildarríkjum Evrópusambandsins séu í kringum 78%. Þessi fullyrðing er haugalygi og ekkert sannleikanum samkvæm. Samkvæmt könnun sem ég fann frá árinu 2009 á vef hjá Bresku Evrópusamtökum. Þá kemur þar fram að fjöldi þeirra laga sem eru tekin upp í Bretlandi er ekki meiri en 8 til 10% að mestu er fjöldi laga frá Evrópuþinginu/Framkvæmdastjórn ESB/Ráðherraráðinu aldrei meiri 30% af þeim fjölda laga sem er tekinn upp á hverju ári hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Styrmir Gunnarsson kemur með þessa fullyrðingu í dag í færslu sem heitir „Yfirgengilegur hroki ESB„. Þar setur hann fram þessa hérna fullyrðingu.

[…] Hún fagnaði því að 70% af löggjöf Breta kæmi frá Brussel. Hún fullyrti að þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um ESB gæti ekki verið trúverðug. […]

Í þeirri könnun sem ég vitna í hérna að ofan kemur þetta hérna fram um uppruna þessar fullyrðingar.

[…] The 75 per cent figure used by one political party is as misleading as the claim of 84 per cent. It originates from a speech made by the-then President of the European Parliament, Hans-Gert Pottering, when he was emphasising the importance of the role of the Parliament because it had to consider and approve three-quarters of the EU’s legislation. This has been misrepresented as Mr Pottering claiming that 75 per cent of „Europe’s laws“ derive from the EU. […]

Hægt er að lesa greinina hérna í heild sinni.

Þeir einu sem eru hrokafullir á Íslandi eru Evrópuandstæðingar. Það er ekki nóg með að þeir séu hrokafullir. Þeim er einnig alveg sama um hagsmuni almennings, sem hefur hvað mesta hagsmuna að gæta við aðild Íslands að Evrópusambandsins með upptöku Evru [Eurozone] í kjölfarið (mundi einhver í alvörunni sakna stöðugu hruni íslensku krónunnar).

Varðmenn íslenskrar spillingar

Ég benti á það á Eyjunni í dag að þrátt fyrir að í nýjasta lekanum hefðu tölur verið hafðar rangar eftir úr umræddum gögnum. Þá væri Bjarni Benediktsson núverandi fjármálaráðherra Íslands engu að síður viðriðin gríðarstórt og umfangsmikið spillingarmál. Á hinum norðurlöndunum væri Bjarni Benediktsson komin í fangelsi með áratuga dóma fyrir þessa spillingu. Það gerist hinsvegar ekki á Íslandi. Það sem gerist á Íslandi er hinsvegar þetta hérna. Varðmenn spillingar og þjófa stökkva fram og fara að verja ógeðið af fullum krafti.

Hérna eru tvö góð dæmi um slíkt.

sveinbjorn.kristinnsson.eyjan.is.30-Desember-2013
Hérna er ég sakaður um að brjóta lög og bótasvik. Viðkomandi sakar mig einnig um að lemja konur og börn, ég á reyndar ekki konu eða börn. Viðkomandi felur þetta síðan með því að þykjast fara bara í manninn. Ég drekk ennfremur ekki áfengi og hef aldrei gert það.

ragnhildur.kolka.30-Desember-2013.eyjan.is
Hérna er ég sakaður um að vera í Samfylkingunni. Stjórnmálaflokki sem ég hef ekki verið í síðan árið 2007 og skipti mér ekkert af í dag. Síðan kemur fleira bull um mig þarna og annað fólk sem er á móti svona spillingu á Íslandi.

Í þeim löndum sem íslendingar bera sig svo stoltir við fengju stjórnmálenn eins og Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ekki að vera við völd. Þar sem staðreyndin er mjög einföld. Þessir menn eru gjörspilltir og ekkert breytir þeirri staðreynd.

Varðmenn spillingar eru hinsvegar uppteknir á Íslandi að verja þessi verk Bjarna Benediktssonar. Á meðan Bjarni Benediktsson sjálfur kallar þetta allt saman lygi. Þó svo að fingraför hans séu yfir öllu saman í dag og samverkarmanna hans.

Ég hef því miður ekki ennþá getað kynnt mér nýjasta lekann. Það verður gert fljótlega eftir áramót. Frétt eyjunnar og ummæli í minn garð er hægt að lesa hérna.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 00:43 þann 31-Desember-2013.

Íslenskir ný-nasistar á ferðinni

Hérna eru ummæli sem Halldór Jónsson bloggari og rugludallur lét útúr sér hérna á bloggsíðu sinni á blog.is. Þetta eru ummæli sem eru notuð af tveimur hópum af fólki, ný-nasistum og síðan fólki sem stundar kynþáttahyggju (rasisma) af ýmsu tagi. Þessi orð Halldórs Jónssonar eru ógeðfelld og fordæmi ég þessi orð hans og hann sjálfan fyrir að láta svona útúr sér.

halldorjonsson.blog.is-23-August-2013
Orð Halldórs Jónssonar á blog.is þann 23-Ágúst-2013. Hægt er að lesa bloggfærsluna hans hérna í heild sinni.

Eins mikið ógeð og ég hef á trúarbrögðum (þar á meðal Islam). Þá er svo orð engan vegin réttlætanleg í garð nokkurs fólks. Enda er hérna um að ræða hreina fordóma sem byggja ógeðfelldri þröngsýni og heimsku. Þeir sem stunda svona hegðun eru ekki í lagi og ættu að leita sér sérfræðihjálpar án tafar.

Þegar íslenskir öfga-femininstar bönnuðu atvinnunekt

Í dag er grein á Reykjavík Grapevin þar sem fjallað er um kampavínsklúbba í Reykjavík og þá staðreynd að líklega er hægt að kaupa nektardans þar, sem er samkvæmt íslenskum lögum bannað og þar að leiðandi ólöglegt. Staðreyndin er sú að þetta bann er afleiðing öfgavæðingar í íslensku samfélagi og íslenskir öfga-femininstar hafa verið þar fremstir í að breiða út hugmyndafræði öfgafullra sjónarmiða sem byggja á því að svipta fólk frelsi til þess að gera það sem það vill með líkama sinn (það er sýna líkaman naktan gegn greiðslu).

Þessi öfgafulla stefna íslenskra femininsta gengur gegn mannlegri reisn og þeim réttindum sem fólk hefur til þess að taka ákvarðanir sem varða það eingöngu. Staðreyndin er sú að svona bönn valda eingöngu skaða, svona bönn hafa aldrei bjargað fólki, komið í veg fyrir glæpastarfsemi. Það svona þessi bönn hinsvegar gera er að auka glæpastarfsemi, auka völd og starfsvið glæpamanna á Íslandi. Þar sem núna er hægt að bjóða upp á ólöglegan nektardans og rukka hátt verð fyrir. Glæpamönnum er sama um áhættuna og hefur alltaf verið sama um áhættuna, enda eru það oftast smápeð innan þessa heims sem taka áföllin á sig á meðan stærri og valdameiri menn sleppa við refsingar. Svona bönn hafa einnig þann ágalla þau koma í veg fyrir að upplýsingar um mansal og slíka glæpastarfsemi berist til yfirvalda, þar sem enginn er tilbúinn að tala við lögregluna af ótta við afleiðinganar. Staðreyndin er einnig sú að þetta bann hefur skilið konur eftir réttindalausar á Íslandi, enda er það sem þær eru að gera bannað með lögum að viðlagri refsingu, og þegar fólk gerir slíkt og það er verið að brjóta á þeim af glæpamönnum. Þá fer það ekki til lögreglunar, og viðskiptavininir fara svo sannarlega ekki heldur til lögreglunar.

Það eru því mörg lífin sem íslenskir femininstar bera ábyrgð á núna í dag. Lífum sem hefði verið hægt að bjarga ef nektardans og kynlífsþjónusta væri lögleg á Íslandi, með eðlilegri lögvernd fyrir þá sem stunda hana ásamt tilkynningakerfi um hugsanleg afbrot til lögreglunar. Eins og staðan er núna þá tapa allir á stöðu mála, og þá sérstaklega þær konur (og jafnvel karlmenn) sem lenda í mansali og í höndum glæpamanna. Það er þó alveg ljóst að íslenskir femininstar munu ekki bjarga þessum konum, enda hafa lagasetningar íslenskra öfga-femininsta á Íslandi undanfarin ár tryggt það að þessum konum verður ekki bjargað á Íslandi.

Lögin um bann við nektardansi

Lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald

ESB andstæðingar tapa glórunni

Það er ljóst að ESB andstæðingar á Íslandi hafa endanlega tapað glórunni, eru búnir að sannfæra sjálfa sig um að þeir séu upphaf og endir alls á Íslandi. Þetta sést vel í orðum Ólaf Ragnars, Forseta Íslands sem er gjörsamlega búin að tapa því litla viti sem maðurinn augljóslega hafði. Enda er það svo að Ólafur Ragnar telur sig vera færan um að fullyrða eitthvað sem hann hefur enga hugmynd um, eins og flestir andstæðingar ESB hafa verið að gera undanfarna áratugi á Íslandi.

Staðan er lítið skárri hjá Heimssýn og Vinstri vaktin gegn ESB, báðir þessir aðildar hafa tapað glórunni fyrir nokkru síðan. Málflutningur þessara aðilda er stjórnlaus, og ekki í neinu samræmi við raunveruleikan. Það þarf ekki að gera annað en skoða staðreyndir um stöðu mála (ekki fréttir æsifréttamanna) innan Evrópusambandsins til þess að átta sig á því að staða mála er alveg ágæt, þrátt fyrir verstu efnahagskreppu í heiminum síðan árið 1929 (The great depression) sem olli síðan síðari heimsstyrjöldinni árið 1939.

Allur málflutningur þess efnis að Evrópusambandið geti ekki tekið því að íslendingar standi utan þess er fáránlegur. Sérstaklega þar sem Ísland er smáríki og hefur engin sérstök áhrif á gang mála í Evrópu (vegna þess að íslendingar vilja standa fyrir utan við Evrópusambandið). Það er ennfremur lygi í Ólafi Ragnari að Evrópusambandið hafi ekki getu til þess að klára samninga við íslendinga, staðreyndin er sú að þjóðir Evrópu hafa verið að semja um svona málefni í margar aldir (saga Evrópu er mjög flókin og löng), á sama tíma voru íslendingar að hýrast í moldarkofum með hor í nös og gátu ekki einu sinni komið sjálfum sér útúr þeim vegna heimsku og vanþekkingar. Það þurfti erlend áhrif á Íslandi áður en slíkt fór að gerast, og það tók engu að síður rúmlega 50 ár fyrir íslendinga að komast útúr moldarkofanum fyrir fullt og allt í upphafi 20 aldarinnar.

Evrópusambandið hefur því alveg getuna, og þekkinguna til þess að semja við íslendinga. Ég efast hinsvegar um að íslendingar hafi getuna til þess að semja við Evrópusambandið án þess að fara á nokkura mánaða námskeið í svona samningaviðræðum. Það er einnig staðreynd að ESB andstæðingar á Íslandi eru sjálfir ábyrgir fyrir þeim töfum sem urðu á aðildarferlinu, helstu ábyrgarðmenn á þessum töfum eru fyrrverandi ráðherrar Vinstri Grænna. Þar ber helst að nefna Jón Bjarnarson og Ögmund Jónasson sem stóðu fremst í því að tefja aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu eins lengi og hægt er.

Evrópuandstæðingar á Íslandi tala síðan eins og allt sé á hallandi fæti í Evrópu. Staðreyndin er sú að Evrópuandstæðingar hafa alltaf (neðst á blaðsíðunni) talað svona, og það verður engin breyting á þessum málflutningi á næstunni. Enda er hérna um að ræða skipulagðan pólitískan áróður af hálfu ESB andstæðinga á Íslandi, og þeir hafa engan áhuga á því að hætta honum á næstunni.

Staðreyndin er sú að andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi er eingöngu að finna hjá fólki sem hefur annað hvort ekki kynnt sér málið, er fastur kredduhugmyndum um Evrópu og Evrópusambandið. Síðan er það andstaða sérhagsmunahópa á Íslandi, samtaka eins og LÍÚ, Bændasamtaka Íslands, Heimssýn og fleiri aðila sem berjast í dag gegn Evrópusambands aðild Íslands án þess að hafa fyrir því neitt annað en sína eigin kreddu og þröngsýni.

Ef þú vilt kynna þér nánar glórulósan málflutning ESB andstæðinga á Íslandi. Þá er hægt að gera það hérna fyrir neðan.

Ólafur Ragnar: ESB vill ekki Ísland (DV.is)
Ólafur Ragnar sagði stjórnarskrána hafa staðið af sér allar helstu prófraunir (Vísir.is)
Annar veruleiki í Evrópusambandinu (mbl.is)
ESB hefur þá lítinn áhuga á okkur eins og staðan er (blogg Heimssýnar)
Mikið ósætti í Evrópu um ESB – stór hluti þjóðanna á móti aðild (blogg Heimssýn)
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður við ESB á þessari stundu er út í bláinn (blogg Heimssýn)
Forsetinn talar gegn ESB-aðild: Segir sambandið hvorki hafa vilja né getu til að klára viðræður (Eyjan.is)
ESB hættir ekki á þriðju höfnunina (Rúv.is)

Öfgaliðið snýst gegn EES samningum

Það mátti búast við þessu, öfgafólkið sem hefur verið að berjast gegn ESB aðild Íslands hefur snúið sér að EES samningum, og hef ég persónulega búist við þessu í lengri tíma núna. Þeir sem hvaða mest hafið sig í frammi gegn ESB aðild Íslands hafa ákveðið að taka skrefið og hafa núna hafið baráttuna gegn EES Samningum á fullu. Þetta eru lítil skref í upphafi hjá þessu fólki, en ég reikna með að á næstum mánuðum munu íslendingar fá að sjá fleiri fréttir og áróður gegn EES Samningum, og jafnvel EFTA ef svo ber undir.

Baráttuna gegn EES samningum er leidd af tveim aðilum, Ragnari Arnalds sem hefur frá upphafi verið á móti EES samningum (og EFTA aðild Íslands) og síðan Bændasamtökum Íslands sem sjá hag sinn í því að ljúga að almenningi um stöðu mála á Íslandi. Búast má við því fljótlega að Heimssýn verði blandað í þessa baráttu og þau samtök notuð til þess að breiða út öfganar til íslendinga eins og gert hefur verið í báráttu þessa öfgafólks gegn Evrópusambandinu og samvinnu íslendinga við önnur Evrópulönd.

Enda er það svo að gamla bændaveldið á Íslandi dreymir um nýtt alræðisvald á Íslandi, og fremstur í þeim flokki er Ólafur Ragnar sem hagar sér stöðugt meira eins og einræðisherra, frekar en forseti lýðveldsins Íslands. Hvað Bændasamtök Íslands varðar, þá legg ég til að þau verði lögð niður í núverandi mynd, öll ríkisstyrk verkefni færð til viðeigandi ráðuneyta og rannsókn verði gerði á hugsanlegum lögbrotum þessara samtaka á Íslandi síðustu áratugina.

Það er hinsvegar alveg ljóst að Heimssýn ætlar sér að herða áróðurinn fyrir einangrun Íslands á næstunni, með tilheyrandi fátækt og efnahagslegum óstöðugleika fyrir íslenskan almenning. Stefna sem mun aldrei verða til góðs á Íslandi, hvorki fyrir lýðræðið eða kjör almennings. Íslendingar þurfa að átta sig á því að fullyrðingar þessa fólks um Evrópusambandið og evrópu almennt er byggt á tómri dellu, spuna sem á ekki neinn grundvöll í raunveruleikanum. Staðreyndin er einnig sú að ESB andstæðingar eru vel fjármagnaðir af LÍÚ og síðan í gegnum Bændasamtök Íslands (með vafasömum aðferðum að mínu mati). Þetta fjármagn leyfir þeim að halda úti stöðugum árórði, þó handahófskenndur og lélegur sé, engu að síður er þetta áróður sem íslenska þjóðin trúir á, enda er lítið um fréttir af raunverulegri stöðu mála í Evrópu og Evrópusambandinu að finna í íslenskum fjölmiðlum.

Hvað svo sem verður, þá er alveg ljóst að einangrunarstefna þessa fólks er skaðleg og mun alltaf verða skaðleg til lengri og skemmri tíma. Íslendingar munu fara að finna slíkt á eigin skinni fljótlega þegar stefna þessa fólks fer að birtast í stjórnarathöfnum ríkisstjórnar Íslands á næstu mánuðum og árum. Skaðinn verður langvarandi og mikill til lengdar, og almenningur á Íslandi ætti að búa sig undir það versta að mínu mati.

Vinstri vaktin gegn ESB snýst gegn EES samningum

Andstaða við hrátt kjöt og afstaðan til EES (blog.is)

Heimir Hannesson sendir mér tölvupóst og óskar eftir ritskoðun

Hinn gjörspillti Heimir Hannesson hefur sent mér tölvupóst. Tölvupóstin er hægt að lesa hérna fyrir neðan. Einnig sendi hann mér óbirta grein sem hann ætlar sér að birt á Pressunni á morgun. Greinina hans er einnig hægt að lesa hérna fyrir neðan. Höfundarréttin að greinni á Heimir Hannesson auðvitað. Hann hinsvegar bauð mér að lesa greinina og núna ætla ég að bjóða öllum öðrum að lesa þessa grein hans með mér. Ég birti öll svona gögn mér til varnar og mínum málflutningi.

Síðan er gott fyrir Heimir Hannesson að gera sér grein fyrir því að ég meina það sem ég segi. Allt sem hann sendir mér í tölvupóst, bréfpósti eða með öðrum hætti (símtöl þar á meðal) verður birt. Vilji Heimir Hannesson sækja mál fyrir dómstólum. Þá getur hann gert það fyrir réttinum í Aabenraa, Danmörku. Þar sem ég hef lögheimili.

Heimir.Hannesson
Smellið á myndina fyrir fulla stærð. Nota má þessa mynd hvar sem er. Þessi mynd er án höfundarréttar og er notkun hennar gjaldfrjáls með öllu.

fjölmiðlafár og fjárdráttur (Grein Heimir Hannessonar. Höfundaréttur þessar greinar tilheyrir Heimi Hannessyni.)

Allir frekari tölvupóstar sem Heimir Hannesson verða birtir án tafar. Ásamt öllum fylgiskjölum sem hann sendir með þeim. Ég mun taka myndir af þeim skjölum sem verða send mér í pósti (hefðbundnum) ef svo ber undir, eða þá að ég fer niður á bókasafn og skanna þau inn og birti í heild sinni sem mynd hérna. Þegar ég segist muni birta eitthvað. Þá meina ég það fullkomnlega og geri það án þess að vera hræddur við nokkurn mann. Ég hef nefnilega litlu að tapa. Enda á ég ekkert nema skuldir og ég er svo sannarlega ekki búsettur á Íslandi núna í dag.

Uppfærsla 1: Ég svaraði honum í tölvupósti. Svar mitt er hægt að lesa hérna fyrir neðan.

Heimir.Hannesson.svar.1
Smellið á myndina fyrir fulla stærð. Nota má þessa mynd hvar sem er. Þessi mynd er án höfundarréttar og er notkun hennar gjaldfrjáls með öllu.

Ég meina það sem ég segi og mun ekki hika við að halda mig við það.

Uppfærsla 2: Ég þurfti víst að skrifa annað svar vegna minnar eigin gleymsku.

Heimir.Hannesson.svar.2
Smellið á myndina fyrir fulla stærð. Nota má þessa mynd hvar sem er. Þessi mynd er án höfundarréttar og er notkun hennar gjaldfrjáls með öllu.

Ég mun einnig birta mín svör hérna án þess að hika við það. Enda sé ekki ástæðu til annars í svona málum.

Uppfærsla 3: Verði mér stefnt fyrir dómi eins og Smugunni á Íslandi. Þá mun ég ekki taka mark á þeim dómi. Enda er hérna þá um að ræða „Libel tourism“ (lögfræðilegan ferðamann) gagnvart mér. Þar sem ég er ekki búsettur á Íslandi dag og er ekki með lögheimili þar. Þessi vefsíða er ekki hýst á og mun ekki verða hýst á Íslandi að neinu leiti. Verði farið í mál við mig á Íslandi. Þá mun ég fara í gagnmál að undangenginni lögreglurannsókn inn í umrædda spillingu Heimars Hannerssonar á Íslandi. Ég mun biðja um beina lögreglurannsókn á Íslandi svo að hægt sé að afla gagna máli mínu til stuðnings ef til þess kemur og ég meti þörf á slíku (þarf þó ekki endilega að gerast).

Ég hef ennfremur ákveðið að öll póstlög skjöl sem ég fæ frá Íslandi frá lögfræðistofum og tengjast þessu máli verða send til baka til Íslands við fyrsta hentuga tækifæri. Ég mun auðvitað taka myndir af slíkum skjölum áður en þau verða endursend til skráningar. Ég mun einnig fara fram á það við danska dómstóla (eða þýska dómstóla ef ég verð fluttur til Þýskalands) að allir dómar sem falla mér ekki í vil á Íslandi verði dæmdir óframkvæmanlegir í Danmörku og öllu Evrópusambandinu, auk EES og EFTA ríkjum (nema Íslandi auðvitað). Ég mun ennfremur fara fyrir Mannréttinda dómstól Evrópu ef ég tel þörf á því og fá alla dóma sem falla gegn mér á Íslandi dæma ógilda. Ásamt því að ég mun krefjast skaðabóta og borgun kostnaðar ef svo ber undir. Það er auðvitað undir Heimi Hannessyni að ákveða hvað hann vill eyða tíma sínum í.

Ég mun hinsvegar verja frelsi mitt til þess að fjalla um svona spillingu að fullum krafti og án þess að hika við það. Prentfrelsi og frelsi til þess að fjalla um svona spillingu á Íslandi og annarstaðar er ekki umsemjanlegt í mínum huga. Frelsi fjölmiðla og bloggara til þess að fjalla um mál á eðlilegan hátt verður að virða. Það hefur ekki verið gert á Íslandi hingað til og hafa íslenskir dómstólar fengið dóma Mannréttindadómstóls Evrópu gegn þessari hegðun. Enda hefur þetta framferði á Íslandi verði dæmt ólöglegt nú þegar.