Listi Hannesar Hólmsteins

Það kom í ljós þann 24-Nóvember-2013 að Hannes Hólmsteinn heldur lista yfir fólk sem er ósammála honum. Þetta er svo sem ekkert nýtt á Íslandi, enda er líklegt að Hannes hafi lært þetta af Framsóknarflokknum sem var farinn að halda lista yfir fólk sem var ósammála flokknum talsvert fyrir efnahagshrunið árið 2008. Ástæðan fyrir þessum lista Hannesar er áhugaverðari. Ástæðan fyrir þessum lista Hannesar er náttúrulegt óþol íslenskra hægri manna fyrir gagnrýni og skoðunum fólks á því rugli sem frá þeim kemur. Þetta er búið að vera svona á Íslandi í nokkra áratugi núna og flestir voru orðnir samdauna þessum ritskoðunartilraunum. Alveg fram að efnahagshruninu árið 2008 og komandi árum, þá dró aðeins úr þessu. Sérstaklega eftir að Sjálfstæðisflokkurinn var í stjórnarandstöðu síðasta kjörtímabil.

Núna á hinsvegar að taka upp gamla ósiði, eyðileggja húsgögnin og helst allt heimilið í leiðinni. Núna á að tryggja að þeir sem ekki eru sammála Sjálfstæðisflokknum þegi og núna á að gera það skriflega og hefur Hannes Hólmsteinn verið fenginn í verkið. Það er ekki nóg með að allir þeir eru á móti skuli skrifaðir niður. Heldur er einnig á virkan hátt reynt að þagga niður í þeim sem skrifa á móti allri vitleysunni og ýmis vitleysa er talin upp til þess að réttlæta þetta allt saman hjá Hannesi.

Það er áhugavert að Hannes þykist starfa í “[…] Ég styðst við og starfa í voldugri og áhrifamikilli stjórnmálahefð, sem á rætur að rekja til þeirra Johns Lockes og Adams Smiths. Þessi hefð er miðlæg í vestrænum stjórnmálum.[…]” [Hugmyndafræði Johns Lockes, hugmyndafræði Adam Smith, tengill #2]. Það virðist þó vera þannig að Hannes hefur litla hugmynd um hvaða hugmyndafræði þessir menn stunduðu á sínum tíma. Kemur lítið á óvart enda nennir Hannes ekki að kynna sér söguna og hugmyndafræðina sem er þarna á ferðinni. Það kemur mér lítið á óvart, enda virðist Hannes og samferðarmenn hans hafa lítinn áhuga á hugmyndafræðinni sem þeir þykjast boða. Þetta fólk hefur miklu meiri áhuga á því að hækka töluna á bankareikningum sínum heldur en að standa í einhverjum hugmyndafræðilegum vangaveltum um stöðu íslendinga og hag almennings á Íslandi. Slíkt er bara hentugir kosningafrasar og loforð sem hægt er að nota á almenning á Íslandi í hugum þessa fólks. Ég ætla ekki að nefna sjálfsblekkinguna sem er Hannes og fólkið sem hann umgengst lifir í, þessi sjálfsblekking útskýrir sig sjálf og er mjög augljós.

Heimssýn pantar óðaverðbólgu og kjaraskerðingu á Íslandi

Það er ekkert hærra á óskalista Heimssýnar en góð óðaverðbólga og kjaraskerðing almennings á Íslandi. Sérstaklega þar sem Heimssýn er í þjónustu sérhagsmunaklíkna Íslands. Sérstaklega LÍÚ og síðan Bændasamtaka Íslands, sem rétta þeim þó ekki nema nokkra smáaura í hverjum mánuði fyrir nokkur orð gegn Evrópusambandinu, sem LÍÚ sjálft stórgræðir á í hverjum mánuði. Enda jafnast ekkert á við að hafa tekjur í Evrum eins og LÍÚ gerir og borga síðan fátækum verkamönnum á Íslandi í ónýtum íslenskum krónum sem er hægt að gjaldfella eftir vild og hentugleika.

Evrópusambandið og evran stendur sterk í Evrópu. Heimssýn hinsvegar er hvorugt enda samtökin uppfull af bjánum og vitleysingum. Hérna er stjórn Heimssýnar og er leidd áfram af Vigdísi Hauksdóttir og Jóni Bjarnason.

Lélegasta efnahagsstefna í Evrópu

Á Íslandi er rekin lélegasta efnahagsstefna í allri Evrópu. Jafnvel Grikkir (sem eru ekki þekktir fyrir góðan efnahag) mundu skammast sín fyrir það sem er verið að gera á Íslandi núna í dag. Efnahagsstefnan á Íslandi núna í dag gengur útá nokkur einföld atriði.

  1. Halda í íslensku krónuna.
  2. Treysta á gengisfellingar bjargi hagnaði útflytjenda.
  3. Háu vaxtastigi á Íslandi.
  4. Hárri verðbólgu á Íslandi.
  5. Lágum launum almennings.

Þessi stefna tryggir nokkur atriði og þau eru öll almenningi í óhag. Þessi efnahagsstefna er nefnilega þannig uppsett að hún tryggir hagnað stórfyrirtækja á Íslandi en þó sérstaklega hagnað þeirra fyrirtækja sem eru í útflutningi á fiski og öðru sjávarfangi. Þetta nær einnig til landbúnaðarvara, þar sem launum bænda er haldið niðri með svipuðum hætti (þá sérstaklega sauðfjárbænda og bændur sem eru í framleiðslu á nautakjöti).

Það er síðan sú hryllilega staðreynd að útflytjendur á Íslandi þurfa að treysta á stöðugar gengisfellingar til þess að skila hagnaði segir sína sögu um stöðu mála í þessum fyrirtækjum. Þessi fyrirtæki eru í raun ekkert nema gjaldþrota tæknilega þar sem þeim tekst ekki að skila hagnaði nema með því að gjaldfella íslensku krónuna og hag alls almennings í leiðinni. Það er raunveruleg staða mála á Íslandi og þessi staða hefur ekkert breyst á síðustu áratugum og mun ekki gera það á næstunni. Ástæðan er mjög einföld fyrir því, það er nákvæmlega enginn pólitískur vilji fyrir því að breyta þessu kerfi á Íslandi og allar slíkar tilraunir til þess að breyta þessu rotna og fúna kerfi enda með því að sá stjórnmálaflokkur eða flokkar sem reyna slíkt eru myrtir í beinni útsendingu á Rúv og öðrum fjölmiðlum á Íslandi. Á meðan situr almenningur á Íslandi upp með fátæktina og skertan kaupmátt næstu áratugina. Á sama tíma og gjaldþrota útflutningsfyrirtæki græða á stöðugu gengisfalli íslensku krónunnar og stöðugt minnkandi verðgildi.

Efnahagslegur sannleikur um íslensku krónuna

Hérna er smá efnahagslegur sannleikur um íslensku krónuna.

Þann 1-Október-1981 var gengi íslensku krónurnar þetta hérna á miðgengi. Hérna nota ég USD, DKK og GBP þar sem þeir eru til allt þetta tímabil sem ég skoða. Aðrir gjaldmiðlar í Evrópu hafa hætt og evran hefur verið tekin upp í staðin í flestum tilfellum.

1 USD = 7,775 ISK.
1 GBP = 14,139 ISK.
1 DKK = 1,0658 ISK.

Þann 1-Október-1986 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 40,43 ISK.
1 GBP = 58,4535 ISK.
1 DKK = 5,2798 ISK.

Þann 1-Október-1991 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 59,4 ISK.
1 GBP = 103,7985 ISK.
1 DKK = 9,2286 ISK.

Þann 1-Október-1996 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 67,12 ISK.
1 GBP = 105,07 ISK.
1 DKK = 11,475 ISK.

Þann 1-Október-2001 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 100,56 ISK.
1 GBP = 148,4 ISK.
1 DKK = 12,325 ISK.

Þann 2-Október-2006 var þetta gengi íslensku krónunnar (gengi var ekki skráð þann 1-Október-2006 vegna þess að það var sunnudagur svo að ég tek næsta virka dag á eftir hérna).

1 USD = 70,12 ISK.
1 GBP = 131,39 ISK.
1 DKK = 11,945 ISK.

Þann 3-Október-2011 var þetta gengi íslenskur krónunnar (1 og 2-Október-2011 voru laugardagur og sunnudagur þannig að ég notaði næsta virka dag á eftir hérna).

1 USD = 118,48 ISK.
1 GBP = 184,15 ISK.
1 DKK = 21,286 ISK.

Þann 1-Október-2013 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 120,39 ISK.
1 GBP = 195,48 ISK.
1 DKK = 21,867 ISK.

Eins og hérna má sjá þá hefur gengi íslensku krónunnar farið stöðugt versnandi með tímanum og verðgildi íslensku krónunnar minnkað á móti. Slæmt gengi íslensku krónunnar er ekki bara hluti af efnahagshruninu sem varð á Íslandi árið 2008. Þetta er hluti af miklu stærra vandamáli sem hefur verið til staðar á Íslandi mjög lengi og er ennþá í gangi. Þetta vandamál mun ennfremur aldrei hverfa á meðan íslendingar nota íslensku krónuna sem gjaldmiðil.

Þegar ég heyri íslenska stjórnmálamenn tala um að þeir vilji halda í íslensku krónuna sem framtíðargjaldmiðil íslensku þjóðarinnar. Þá ofbýður mér vitleysan og ruglið, enda veit ég að fullyrðingar þessara manna eru ekkert nema kjaftæði og hafa alltaf verið það.

Tölurnar eru fegnar af vefsíðu Seðlabanka Íslands.

Loftkastalar evrópuandstæðinga

Á Íslandi er stór hópur sem berst gegn Evrópusambands aðild Íslands, þessir hópar hafa það sameiginlegt að vera sérhagsmunahópar, vera í einokunarstöðu og stýðir af fólki sem er mjög þröngsýnt og með alvarlegan skort á framtíðarsýn. Eina framtíðarsýnin sem evrópuandstæðingar á Íslandi hafa er fátækt, verðbólga og lægri kaupmáttur íslendinga. Ásamt óstöðugleika í hagkerfi Íslands með tilheyrandi vandamálum, samdrætti og krepputímabilum. Þetta er stórt atriði sem evrópuandstæðingar einfaldlega horfa fram hjá í umræðunni, láta sem það skipti ekki máli og halda síðan áfram að tala illa um evruna og Evrópusambandið. Á meðan hæla þeir íslensku krónunni fyrir að hafa “bjargað” íslenskum efnahag á krepputímum og hag íslensku þjóðarinnar, á meðan staðreyndin er sú að íslenska krónan hefur aldrei þjónað íslendingum jafn illa og núna í dag.

Loftkastalar um að íslenska krónan hafi bjargað íslendingum eru nákvæmlega það og ekkert annað. Staðreyndin er sú að íslenska krónan bjargði ekki íslendingum og hefur aldrei gert það, þessi örgjaldmiðill íslendinga ber ábyrgð á lágum launum, skertum kaupmætti íslendinga. Árið 2008 voru laun íslendinga lækkuð um meira en 50% í upphafi kreppunar, reyndar var á tímabilið ástandið þannig að íslendingar voru fátækasta þjóð í allri Evrópu þó víðar væri leitað vegna íslensku krónunnar. Það hefur með gjaldeyrishöftum og öðrum aðgerðum tekst að draga úr þessum mun og er íslenska krónan þessa dagana á genginu 20 til 23 kr gagnvart dönsku krónunni (sem ég miða alltaf við þar sem ég er búsettur í Danmörku).

Daumsýn evrópuandstæðinga er nákvæmlega það sem hún er, draumsýn sem byggir ekki á neinu nema hugmyndafræði einangrunar og draumsýn um að Ísland geti staðið eitt fyrir utan hnattræn viðskipti og stefnur. Staðreyndin er sú að engar þjóðir geta leyft sér að standa fyrir utan viðskiptabandalög, enda hentar slíkt ekki neinum þjóðum og er gegn hagsmunum þeirra. Enda er það staðreynd að heimurinn hefur verið að skipta sér upp í svæðisbundin viðskiptabandalög sem stunda viðskipti sín á milli. Hérna er ágætt yfirlit yfir þau viðskiptabandalög sem eru nú þegar til staðar í heiminum.

Það er því til marks um ótrúlega skammsýni og þröngsýni að fara fram á viðræðuslit eins og Heimssýn vill núna að stjórnvöld geri. Það er einnig til marks um þröngsýni og skammsýni að báðir stjórnarflokkanir skuli vera á móti Evrópusambands aðild Íslands. Þetta ætti reyndar ekki að koma á óvart, yfirstéttin á Íslandi hefur alltaf verið bæði hrokafull, þröngsýn og heimsk svo öldum skiptir og það er ekkert að fara breytast á næstunni. Frekar láta þeir alla íslendinga lepja dauðan úr skel frekar en að skipta um skoðun. Síðan koma hinir íslensku sérhagmunir inn í Evrópusambands málið, á meðan LÍÚ gerir upp í evrum að mestum hluta (einhverjir gera upp í bandarískum dollurum), þá borga þeir starfsmönnum sínum í íslenskum krónum fyrir aðeins brot af þeim hagnaði sem uppgjör þeirra í evrum skilar sér. Enda sleppa fyrirtækin innan LÍÚ við kerfisbundin óstöðugleika íslensku krónunar með því að gera upp í evrum eins og núna er gert. Fyrirtækin græða en almenningur situr uppi með reikninginn endalausa á Íslandi.

Bændasamtök Íslands eru einnig á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, enda geta þau ekki hugsað sér samkeppni á Íslandi eða leyft íslenskum bændum að komast upp úr þeirri fátækt sem þeir lifa við. Bændasamtök Íslands geta ekki hugsað sér samkeppni og það geta verslanir á Íslandi ekki heldur, þar sem þá er ekki hægt að hækka verðlag upp úr öllu valdi reglulega og mokgræða á því í leiðinni. Samkeppni eykur einnig þjónustu og gæði verslunar, slíkt má ekki sjást í dag á Íslandi. Þjónustan er öll eins lítil og hægt er að komast upp með og eins ódýr og hægt er að komast upp með það. Þetta er eitthvað sem Bændasamtök Íslands geta ekki hugsað sér að gerist, og verslun á Íslandi ekki heldur þegar á reynir. Til hvers að selja fólki góða vöru þegar hægt er að selja almenningi á Íslandi vonda vöru á dýru verði.

Á meðan evrópuandstæðingar stjórna umræðunni þá mun umræðan alltaf verða byggð á loftköstulum og draumsýn íslendinga um eigið ágæti og hæfileika. Það er hinsvegar lítið hægt að treysta á þessa draumsýn og loftkastala, enda er næsta víst að þeir muni hvorki koma með peninga í kassan eða bæta lífsgæði íslendinga á næstu árum og áratugum.

Stefnir í gjaldþrot Íslands innan nokkura ára

Efnahagsstefna sem er ekki hægt að lýsa öðrvísi en heimskri hefur nú tekið við á Íslandi. Núna á að fara skerða niður, og á sama tíma að minnka tekjur ríkissjóðs um tugi milljarða með skattalækkunum, niðurfellingu veiðigjalda og auðlyndagjalda á fiskveiðar (íslendingar hafa ekkert annað í raun).

Staðreyndin er nefnilega sú að efnahagsstefna framsóknarflokkins og sjálfstæðisflokksins virkar ekki og hefur aldrei virkað. Þessi efnahagsstefna er grunnurinn að efnahagshruninu á Íslandi árið 2008, og eins og staðan er í dag þá þarf mjög lítið að gerast svo að íslenskur efnahagur fari aftur í kreppu. Það er þó alveg ljóst að þegar íslenska þjóðin fer á hausin eftir nokkur ár, þá verður ekkert sem getur bjargað þeim. Næsta gjaldþrot íslensku þjóðarinnar mun verða kallað olíugjaldþrotið. Það er allavegana hentugur titill, þar sem draumórar um olíuveldið Ísland munu eiga þátt sinn í þessu gjaldþroti.

Hvað það verða margar tómar og ónotað bygginar á Íslandi í kjölfarið á þessu gjaldþroti á eftir að koma í ljós. Ég er þó alveg viss um að það eiga eftir að verða margar byggingar, og mörg gjaldþrot munu fylgja í kjölfarið á því ævintýri.

Ísland gjaldþrota árið 2017

Það er orðið ljóst að Ísland verður orðið gjaldþrota ríki strax árið 2017 miðað við þær tölur sem eru að koma upp úr kjörkössunum á Íslandi þessa stundina. Hinir gjörspilltu stjórnmálaflokkar framsóknarflokkur og sjálfstæðisflokkur munu sjá rækilega til þess að ríkisfjármálin á Íslandi verða lögð í rúst. Ásamt hinu almenna velferðarkerfi á Íslandi. Á næstu árum mun dekur og skattalækkanir á auðmenn taka við. Ásamt því að blásið verður í duglega og innihaldslausa efnahagsbólu á Íslandi með álverum og virkjunum.

Síðan mun þetta allt saman springa í loft upp og íslenska þjóðin verður gjaldþrota í kjölfarið. Enda ekki búnin að borga niður síðasta skuldahala sem þessir tveir stjórnmálaflokkar skildu eftir sig á árunum 1995 til 2007.

Hafið ekki áhyggjur af kosningaloforðunum

Íslendingar þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af kosningaloforðum framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins. Þessir flokkar hafa aldrei ætlað sér að standa við það sem þeir hafa lofað í kosningabaráttunni núna undanfarið.

Hafið því engar áhyggjur. Ísland verður í væntanlega orðið gjaldþrota strax árið 2017 og ég reikna fastlega með því að danir taki yfir allt draslið í kringum árið 2022. Enda geta íslendingar augljóslega ekki stjórnað sér sjálfir.

Óstöðugleiki íslensku krónunar

Það er reyndar eins og að reyna að tala við vegg þegar maður nefnir þetta við íslendinga. Þó ber að nefna að íslenska krónan er alveg skeflilega óstöðug. Íslendingar eru hinsvegar orðnir svo vanir þessum óstöðugleika að þeir eru hættir að taka eftir því. Nema þegar það er nöldrað yfir þessum óstöðugleika á hátíðisdögum. Þessi óstöðugleiki var hvergi sýnilegri en þegar íslenska krónan hrundi árið 2008. Enda var það svo að þann 9. Október 2008 var gildi íslenskrar krónu gagnvart evru var 350 kr (samkvæmt Wikipedia).

Þeir sem hvað harðast tala gegn Evrópusambandinu og evrunni hafa þessa staðreynd að vettugi og sleppa því að minnast á hana. Þar sem þessi sannleikur er óþægilegur. Sérstaklega fyrir evrópuandstæðinga og þá sem tala gegn evrunni sérstaklega. Þetta sama fólk er hinsvegar tilbúið til þess að fórna hagsmunum almennings fyrir andstöðu sína gegn Evrópusambandinu og evrunni. Jafnvel þó svo að ljóst sé að ekki er hægt að halda gengi íslensku krónunar eins og það er í dag til lengri tíma. Eitthvað mun gefa eftir og þá mun allt kerfið hrynja í heild sinni.

Ég vona bara að vera laus undan íslenskum örorkubótum þegar slíkt gerist. Ég er nógu fátækur fyrir án þess að þurfa að þola slíkt áfall.

Skipbrot hægri-stefnunar á Íslandi

Í tilefni þess að sögufalsaranir og raðlygaranir á AMX-Mogganum eru núna farnir að tala um “Skipbrot vinstri­stefnunnar” (varúð. Linkur fer inn á AMX-Mogga.

* Lögðu efnahag Íslands í rúst.
* Gerðu Seðlabanka Íslands gjaldþrota.
* Lögðu íslensku krónuna í rúst.
* Lögðu íslenska bankakerfið og sparisjóðskerfið í rúst.
* Skuldir Íslands jukust undir stjórn hægrimanna í kjölfarið á efnahagshruninu.
* Afneita ábyrgð sinni á íslenska efnahagshruninu.
* Staðið vörð um sérhagsmuni einkafyrirtækja á kostnað hagsmuna almennings.

Það má líka telja upp spillingu, valdagræðgi og annað slíkt. Allt saman þekkt hegðun á undanförnum áratugum. Staðreyndin er sú að hægri menn á Íslandi eru bölvun íslendinga. Hvort sem horft er til fortíðar eða framtíðar. Sjálfstæðisflokkurinn, með fullþingi framsóknarmanna af heiðum Íslands hafa haldið íslenskum efnahag í heljargreipum undanfarna áratugi og eru líklegir til þess að gera slíkt í næstu framtíð.

Tveir íslenskir hægri-menn. Stefna annars þeirra setti Ísland á hausinn. Einnig sem að hann setti Seðlabanka Íslands á hausinn. Hinn setti banka á hausinn, fór sjálfur á hausinn. Einnig sem að öll fyrirtæki sem hann rak fóru á hausinn. Þessir aðilar eiga engu að síður milljónir í peningum hafa persónulega lítið orðið varir við efnahagshrunið á Íslandi. Gjaldþrotin sem þeir urðu valdir af angra þá hinsvegar ekki neitt. Báðir afneita þeir sögunni, og eru að reyna endurskrifa söguna þessa mánuðina.