Ætla að kæra Vinstri vaktin gegn ESB fyrir meiðyrði og hótanir gegn mér í athugasemdum

Ég hef tekið þá ákvörðun að kæra bloggsíðuna Vinstri Vaktin gegn ESB fyrir óhróður sem er rekin gegn mér í athugasemdum þess blogg af hálfu nafnlausra aðila. Vinstri Vaktin gegn ESB hefur ennfremur ekki svarað í neinu eða gert neitt af sinni hálfu til þess að kom í veg fyrir umræddan óhróður, hótanir og meiðyrði í minn garð. Jafnvel eftir að ég bað stjórendur vefsins að koma í veg fyrir umræddar athugasemdir og jafnvel bannað viðkomandi einstakling. Af þeim sökum þá lít ég réttilega svo á að Vinstri vaktin gegn ESB taki ábyrgð á umræddum athugasemdum og hugsanlega þeim aðila sem setti þær inn. Umræddur aðili hefur meðal annars hótað mér líkamsárásum og hefur kvatt til þess að ég drepi sjálfan mig. Einnig sem að umræddur aðili sem kallar sig “palli” hefur kvatt annað fólk til þess að drepa sjálft sig. Þetta hefur viðkomandi gert oftar en einu sinni, án þess að stjórnendur vefjaranis hafi nokkuð gert í málinu eða komið í veg fyrir þessa hegðun á þeirra bloggi. Það er þannig að frjáls umræða er ekki það sama og stjórnlaus umræða. Frelsi fylgir alltaf ábyrgð. Það á við í þessu tilfelli eins og annarstaðar.

Af minni hálfu þá hef ég gert allt sem er í mínu valdi stendur til þess að stoppa þetta af. Þá án þess að þurfa leita til lögreglunar á Íslandi. Enda lít ég á það skref sem síðasta skrefið ef allt annað hefur klikkað. Ég reikna fastlega með að senda kæruna til Lögreglunnar í Reykjavík ásamt viðbótargögnum í fyrstu viku Október 2012 (vika 40). Enda tekur úrvinnsla gagna smá tíma hjá mér.

Hérna eru síðustu ummæli einstaklings sem kallar sig “palli” gegn mér. Þetta er ófögur lesning. Hægt er að sjá þetta í heild sinni hérna (væntanlega í einhvern tíma eftir að þessi bloggfærsa kemur fram á vef Vinstri vaktin gegn ESB á blog.is).


Ég sé enga ástæðu til þess að sitja undir svona hótunum og vera sagt að ég eigi að drepa sjálfan mig. Þetta er einnig rafrænt einelti í sinni verstu mynd. Enda er umræddur maður að reyna þagga niður í mér með hótunum um líkamsárásir og annað slíkt. Ég sé einfaldlega enga ástæðu til þess að lýða slíkt. Ég er tilbúinn til þess að koma þeim sem standa í svona hegðun fyrir dómstóla. Ég er einnig tilbúinn til þess að koma þeim fyrir dómstóla sem heimila svona hegðun. Í þessu tilfelli er það Vinstri vaktin gegn ESB.

Þær athugasemdir sem ég fengið frá þessum manni sem kallar sig “palli” telja í tugum. Allar eru þær á sama veg. Þetta hérna að ofan er þó það versta sem hefur komð frá umræddum manni hingað til. Hefur slóð athugasemda hans hingað til ekki verið fögur eða verið til eftirbreitni.

Vinstri vaktin gegn ESB getur komið í veg fyrir þessa kæru með því að taka ábyrgð á því sem er skrifað í athugasemdir á þeirra blogg. Þá með því að eyða og útiloka umræddan mann sem kallar sig “palli”. Að öðrum kosti hef ég ekki neinn annan valkost en að kæra Vinstri vaktin gegn ESB til lögreglunar í Reykjavík, ásamt umræddum manni sem kallar sig “palli”.

Uppfært: Ég gef Vinstri vaktinni gegn ESB færi á að taka til hjá sér. Enda er lögsókn mikið mál, tímafrekt og ekkert nema leiðindi fyrir alla aðila. Aftur á móti eru fyrstu viðbrögð eins og hægt er sjá hérna ekkert upplífgandi. Enda er notandinn “Elle” tengdur Vinstri vaktinni gegn ESB, aftur á móti veit ég ekki hvort að viðkomandi hafi einhver áhrif á ritstjórnarstefnu Vinstri vaktin gegn ESB. Ef þetta er viðhorfið hjá stjórendum umræddar bloggsíðu (þeir eru fleiri en einn). Þá mun ég senda þetta mál sína leið í gengum íslenska dómskerfið. Með öllum þeim kostnaði og leiðindum sem fylgja slíku ferli.

Uppfært klukkan 22:54 UTC þann 22.09.2012.

Hættulegar skoðanir

Ég hef undanfarið verið að taka þátt í umræðu á DV. Þá vegna þess að ég vogaði mér að vera ósammála þeirri fullyrðingu sem var sett fram í frétt DV um orsök og afleiðingu. Í stuttu máli. Þá er ég orðinn vondi maðurinn vegna þess að ég er ósammála þeirri fullyrðingu að börn séu heilalaus verkfæri fjölmiðla og alls þess efnis sem kemur þar fram. Núna í lokin er búið að kalla mig stuðningsmann nauðganga. Þetta er auðvitað bara uppspuni hjá viðkomandi og um mig, enda hef ég krafið viðkomandi um afsökunarbeiðni en ég mun líklega aldrei nokkurntíman fá þessa afsökunarbeiðni.


Athugasemdin þar sem ég var sakaður um að styðja nauðganir. Ég ritskoða ekki nöfn á fólki. Sé nákvæmlega enga ástæðu til þess. Það sagði þetta opinberlega og verður bara að lifa við þá ákvörðun sína.

Þessi umræða sem átti sér stað á vefsíðu DV sýnir fyrir mér fyrst og fremst það að er illa hægt að vera með aðra skoðun á Íslandi, og færa rök fyrir henni. Vegna þess að þá er bara farið að ljúga upp á mann hlutum og síðan er manni sagt að halda kjafti í þokkabót (var líka gert) vegna þess að maður er ekki á sömu skoðun og fólkið með kyndlana og hey-kvíslanar. Þá hlítur maður að vera vondur og það er bara opið skotleyfi á mann fyrir það eitt.

Það er því ekki nema von að það sé illa komið fyrir íslendingum með þennan hugsunarhátt í gangi hjá sér. Frétt DV með athugasemdum er hægt að lesa hérna.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 20:15 UTC. Titli bloggfærslunar breytt.

Fábjánar Vol. 1

Hérna eru tvær athugasemdir sem tveir fábjánar gerðu núna í dag. Takið eftir því að þessar athugasemdir halda fram einhverju sem mun ekki gerast og er ósatt þar að auki. Þessir menn þykjast þekkja fasisma, sem er eiginlega talsvert mikið rangt hjá þeim. Þar sem að þeir mundu ekki þekkja fasisma ef að hann tæki í hendina á þeim, sem er reyndar það sem hefur gerst. Þessir menn dýrka og dá þann fasisma og einangrunarhyggju sem er stunduð á Íslandi af fólki eins og þeim. Enda er það ekkert nema ákveðin fasismi sem byggir á þeirri trú að íslendingum sé best borgið efnahagslega einangruðum og fátækum. Enda boðar leið þessara manna ekkert annað á Íslandi.


Svona er málflutningur andstæðinga ESB aðildar á Íslandi. Þetta er tekið héðan.

Það er ennfremur ljóst að hvorki Spánn eða Portúgal eru á leiðinni úr ESB. Slíkt er bara fullyrðingar andstæðinga ESB sem dreyma um hrun ESB í Evrópu. Slíkur er sjúkleikinn hjá þessu fólki.

Umræðan á Íslandi

Hérna er gott dæmi um það hvernig umræðan á Íslandi er mikið til skammar. Ég ætla ekki að sýna þessu fólki þá kurteysi að gera það nafnlaust í þessum bloggi. Ef að það vill ekki rata í svona gagnrýni hjá mér og annarstaðar. Þá á fólk að hafa vit á því að láta ekki svona frá sér fara. Jafnvel þó svo að sá glæpur sem þarna um ræðir sé skelfilegur fyrir viðkomandi konu. Þá réttlætir ekkert þessa hegðun hjá þessu fólki, eða ummæli þess við þessari frétt á DV.


Þetta er tekið úr umræðum við þessa hérna frétt hjá DV.is. Smellið á myndina til að fá hana í fulla upplausn.

Það kemur mér lítið á óvart hvernig umræðan er á Íslandi. Sérstaklega þegar þetta virðist vera hinn viðurkenndi þröskuldur umræðunnar á Íslandi. Þetta er auðvitað til háborinnar skammar og hefur alltaf verið það. Staðreyndin er hinsvegar sú að íslendingum er nákvæmlega sama um sem heitir sómi í umræðunni.

Mér finnst það gjörsamlega fyrir utan allt siðgæði að hóta morðum eins og gert þarna við þessa frétt á DV.is. Slíkt mundi venjulega kalla á lögreglurannsókn á ummælum viðkomandi einstaklinga, en ekki á Íslandi. Það er einnig alveg ljóst að DV ber einnig umtalsverða ábyrgð á því að leyfa þessum ummælum að standa óhreyfðum við þessa frétt hjá sér.