Óveðrið í Danmörku þann 28-Október-2013

Hérna eru myndir sem ég tók í gær og dag af því tjóni sem óveðrið sem gekk yfir Danmörku þann 28-Október-2013 olli. Tjón vegna þessa óveðurs er talið vera hið minnsta kosti 1 milljarður danskra króna við fyrstu athugun. Mikið af trjám brotnaði í óveðrinu og mörg féllu á hús og ollu þannig tjóni. Tjón á húsum vegna roks er umtalsvert en er misjafnt milli svæða. Samkvæmt fréttum hérna í Danmörku hafa minnst 30,000 manns slasast vegna roks og hluta sem fóru af stað í rokinu.

Hérna eru myndir af tjóninu sem varð í Padborg og Bov. Þar sem ég á heima. Myndinar eru teknar þann 28-Október-2013 og síðan 29-Október-2013.

2013-10-28-615

2013-10-28-617

2013-10-28-619

2013-10-29-621
Fugl sem leitaði skjóls undan veðrinu þegar nóttin kom.

2013-10-29-623

2013-10-29-625

2013-10-29-626

2013-10-29-628

2013-10-29-629

2013-10-29-630

2013-10-29-632

2013-10-29-633

2013-10-29-636

2013-10-29-637

2013-10-29-640

2013-10-29-642

2013-10-29-645

2013-10-29-647

2013-10-29-651

2013-10-29-653

2013-10-29-654

2013-10-29-657

2013-10-29-659

2013-10-29-660

2013-10-29-661

2013-10-29-662

2013-10-29-663

2013-10-29-665

2013-10-29-668

2013-10-29-669

2013-10-29-671

2013-10-29-673

2013-10-29-675

2013-10-29-677

2013-10-29-678

2013-10-29-680

2013-10-29-683

Þessar myndir útskýra sig sjálfar.

Þrumur og eldingar á suðurlandi og austurlandi

Samkvæmt eldingarkorti Veðurstofu Íslands þá gengur núna yfir suður og austurland mikið þrumuveður. Yfir 100 eldingar hafa mælst síðan þetta þrumuveður hófst á hádegi. Hægt er að skoða eldingakort Veðurstofu Íslands hérna.


Eldingar á Íslandi klukkan 15:36 UTC þann 27.01.2013. Höfundarréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þrumuveður í Danmörku þann 29. Júní 2012

Í nótt skall á þrumuveður með úrhelli hjá mér. Þar sem ég bý í Danmörku. Samkvæmt fréttum þá hefur mesta rigningin orðið 59mm á uþb 30 mínótum á ákveðnum svæðum í Danmörku. Ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið hefur rignt í dag þar sem ég bý í Danmörku. Þrumuveðrið ásamt úrhellinu mun ná til Kaupmannahafnar núna síðdegis, og hafa víst verið gefnar út viðvaranir vegna þessa.

Bloggfærsla uppfærð þann 30.06.2012 klukkan 00:09 UTC. Myndbandi af þrumuveðri bætt við.
Bloggfærsla uppfærð þann 30.06.2012 klukkan 00:57 UTC. Titill bloggfærslu lagaður.

Mikill kuldi á norðurlandi vestra

Hjá mér, klukkan 5:25 er -13.9C gráðu frost samkvæmt hitamælinum mínum. Sem er stafrænn mælir af ódýrri gerð. Samkvæmt vef Veðurstofunar er ennþá kaldra á sumum stöðum á landinu, en á Hveravöllum sem dæmi var -18.3C gráðu frost. Sem er talsvert, en örugglega ekki það mesta sem mælst hefur hérna á landi eða á Hveravöllum.

Ekkert ferðaveður í nágrenni Hvammstanga

Það er víst ekkert ferðaveður í nágrenni Hvammstanga. En hérna á Hvammstanga er óveður með snjókomu og skafhríð, þetta veður er einnig ríkjandi annarstaðar á norðurlandi og færð mjög slæm. Samkvæmt fréttum þá er björgunarsveitin á staðnum að bjarga fólki ofan af Holtavörðuheiði þessa stundina. Hérna er frétt mbl.is um ófærðina á heiðinni og ástandið annarstaðar á norðurlandi.

Uppfært: Veður hefur núna skánað á svæðinu í kringum Hvammstanga (þetta er skrifað klukkan 17:45 þann 28 Mars). Bent er á fréttir fyrir nýjar upplýsingar um færð og veður eða á vef Veðurstofunnar eða vef Vegagerðarinnar.