Lygin á Evrópuvaktinni um landbúnaðarmál innan Evrópusambandsins

Þeir eru óhemju ósvífnir mennirnir sem reka vefinn Evrópuvaktina. Enda er annar þeirra fyrrverandi stjórnmálamaður, en engu að síður gjörsneiddur öllu siðferði og siðferðiskennd. Hinn er fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og hann skortir alla sómakennd í dag. Þó svo að hann viti fullvel að það sem kemur fram á þeim vef sem hann rekur og er í ábyrgð fyrir er lygi varðandi Evrópusambandið. Í nýlegri fullyrðinu Björns Bjarnarsonar, annars eiganda og ritstjóra Evrópuvaktarinnar er þessi hérna fullyrðing sett fram.

Þegar hlustað er á málflutning ESB-aðildarsinna draga margir örugglega þá ályktun að innan Evrópusambandsins ríki frelsi í framleiðslu og sölu á landbúnaðarafurðum. Ekkert er fjær lagi eins og sést til dæmis á einkarétti einstakra héraða eða landsvæða til að framleiða vörur sem aðeins má selja með upprunamerkingum. Óttast Þjóðverjar að þessi einkaréttur verði afnuminn með fríverslunarsamningi við Bandaríkin sem nú er til umræðu. […]

Fulla grein er að finna hérna. Vitnað Björn Bjarnarson í þann 22-Febrúrar-2015 klukkan 02:34.

Þetta er lygi hjá Birni Bjarnarsyni. Það er fullt viðskiptafrelsi með landbúnaðarvörur innan Evrópusambandsins. Einkaréttur er annað og verndar eingöngu sérstakar tegundir matar undir ákveðnum nöfnum. Mjólkursamsalan á Íslandi hefur sem dæmi sótt það fast núna innan Evrópusambandsins að fá einkaleyfi á orðinu “skyr” innan Evrópusambandsins og á þeim markaði í heild sinni. Þessi einkaréttur verður ekki afnumin og fullyrðingar um slíkt eru fáránlegar. Hvað viðskiptasamning Evrópusambandsins og Bandaríkjanna varðar. Þá er ýmislegt rætt þar og mikið sem á eftir að semja um á þessari stundu. Íslendingar eru ekki aðilar að þessum samningaviðræðum, enda ekki aðildarþjóð að Evrópusambandinu. Þó svo að íslendingar hafi reynt að sníkja sér leið inn í þessa samninga þegar þær hófust.

Þegar að því kemur að íslendingar fari að ræða landbúnaðarmál við Evrópusambandið (væntanlega eftir næstu kosningar) þá mun þetta atriði alveg örugglega koma fram. Enda hafa íslenskir framleiðsluaðilar talsverða hagsmuna að gæta varðandi einkarétt á íslenskum vörum sem eru eingöngu framleiddar á Íslandi. Ég er alveg viss um að Björn Bjarnarson mun væla eins og honum er einum lagið varðandi þær samningaviðræður, þegar þær hefjast aftur. Enda vantaði ekki vælið í manninum (og Styrmi) þegar aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins voru í fullum gangi á sínum tíma. Báðir þessir menn eru komnir á ellilaun og ættu að hætta að tjá sig um og skipta sér af málum sem koma þeim í raun ekki við í dag. Enda er Evrópusambandið og aðild Íslands málefni sem skiptir ungu kynslóðina máli í dag og hún ætti að fá að ráða því hvort og hvernig Ísland gengur í Evrópusambandið.

Ekki einhverjir gamlir menn sem eru orðnir steinrunnir í hugsun eins og tröllin í íslensku þjóðsögunum.

Ruglið í Evrópu-andstæðingum á Íslandi

Það er eins og að Evrópu-andstæðingar á Íslandi kunni ekki stjórnmál, skilji þau ekki og átti sig ekki á innihaldi hlutanna. Þetta á sérstaklega við þegar það kemur að umræðum um Evrópusambandið, sem þetta fólk er á móti, röksemdafærslur þessi, sem er reyndar of vel í gefið, standast ekki neina skoðun eða rök og hafa aldrei gert.

Þetta fólk veit fullvel að Evrópusambandið er samvinnuverkefni 28 aðildarríkja þess og allar reglur og lög sem þar eru sett eru samþykktar af öllum aðildarríkjum þess. Engin lög eða reglur sem þarna eru til staðar eru í andstöðu við eitthvað af aðildarríkjum þess. Fullyrðingar um annað eru lygi af hálfu þeirra sem setja þær fram.

Það er annað sem einkennir umræðu Evrópu-andstæðinga á Íslandi, það er tal um “bjölluat”[1] og að “kíkja í pakkann”[1]. Þetta er kjaftæði og þjónar eingöngu áróðurstilburðum þeirra að setja þetta svona fram. Íslendingar hafa alltaf vitað hvaða skyldur og reglur fylgja því að ganga í Evrópusambandið, eitthvað af þessum reglum er hægt að semja um, þar sem ekki allar reglur eða lög Evrópusambandsins ná til íslenskra aðstæðna (það er í raun óþarfi að semja um þessi atriði, það er þó hægt upp á formsatriðin að gera). Í þeim tilfellum þar sem þarf að semja um sér-reglur vegna Íslands þá verður það gert, gott dæmi um slíka þörf er innflutningur á lifandi dýrum sem þarf að njóta sérstakra reglna vegna aðstæðna lífríkis á Íslandi og þeirra dýrastofna sem eru á Íslandi. Hvort sem þeir eru náttúrulegir eða fluttir inn af mannavöldum til ræktunar matvæla.

Endalaus þvættingur í Evrópu-andstæðingum á Íslandi er orðin mjög þreytandi, sérstaklega delluna sem er að finna í Bændablaðinu um Evrópusambandið[2]. Þar sem ýmislegt sett fram um Evrópusambandið sem stenst ekki og oft á tíðum eru settir fram hlutir þar sem eru ekkert annað en uppspuni Bændablaðsins og Bændasamtaka Íslands sem reka blaðið. Hvers vegna Bændablaðið fær að komast upp með svona lyga áróður er ofar mínum skilningi, þar sem að í alvöru ríki væru aðrir fjölmiðlar búnir að taka þetta blað og rífa það sundur fyrir þann áróður sem þar er skrifaður.

Heimssýn og Evrópuvaktin hjá Birni Bjarnasyni eru gott dæmi um skipulagðan áróður sem stenst ekki neina skoðun. Þarna eru á ferðinni vefir og samtök sem standa fyrir það eitt að dreifa ranghugmyndum um Evrópusambandið á Íslandi. Heimssýn var á sínum tíma stofnuð upp úr andstöðunni við EES samninginn, samning sem hefur reynst íslendingum afskaplega vel á þeim tuttugu árum sem hann hefur verið í gildi.

Það versta sem íslendingar gera er að hlusta á þetta rugl sem er að finna hjá Evrópu-andstæðungum á Íslandi. Það hefur það sannast að þetta fólk hefur rangt fyrir sér og efnahagslega þá þýðir stefna þessa fólks að Ísland mun standa verr en það annars gerði. Heimurinn er að breytast og hefur verið að breytast síðustu 35 árin, ef íslendingar taka ekki þátt í þeim breytingum. Þá verða íslendingar einfaldlega skildir eftir, fátækir, einangraðir og með ónýtan gjaldmiðil auk þeirra láglaunastarfa sem fylgja slíkri stöðu landsins.

1: Forvitnin drap köttinn
2: http://www.bbl.is/baendabladid/

ESB andstæðingar fara á taugum

Þessa dagana eru ESB andstæðingar að fara á taugum. Þeir bulla núna út og suður um Evrópusambandið, koma fram með fullyrðingar sem eru ekkert annað en skáldskapur og lygar þeirra sjálfra. Síðan reyna ESB andstæðingar á Íslandi að stjórna fjölmiðlum með beinum og óbeinum hótunum í þeirra garð, ganga svo langt oft á tíðum að saka þá um lygar.

Íslendingar verða að átta sig á þeirri staðreynd að baki ESB andstöðunni á Íslandi er fólk sem starfar og vinnur eins og glæpamenn. Jafnvel þó svo að ekki í dag sé ekki búið að dæma það sem slíkt (enda verndað að félögum sínum í stjórnarflokkunum). Þessu fólki er alls ekki treystandi fyrir hagsmunum almennings eins og núna er að sannast í styrkja spillingarmáli Sigmundar Davíðs Forsætisráðherra Íslands (það er skömm að þessi maður skuli hafa þessa stöðu). Íslendingar verða að henda þessu fólki út nú þegar og hafna ESB andstöðunni sem þessu fólki fylgir.

Íslendingar dæma sig til ævarandi fátæktar

Grunnur að hagsæld þjóða í hagkerfi heimsins eru viðskipti við aðrar þjóðir. Á þessu byggja mörg efnahags-bandalög í heiminum í dag. Enda er það svo að heimurinn er hægt og rólega að skiptast upp í efnahags-bandalög þjóða sem stunda viðskipti sín á milli og semja síðan sem ein heild við aðrar þjóðir eða önnur efnahags-bandalög í heiminum. Þessi bandalög eru eins misjöfn og þau eru mörg. Í Evrópu eru tvö slík bandalög til staðar. Það sem íslendingar tilheyra kallast EFTA og það sem 28 þjóðir eru í kallast Evrópusambandið í dag. Á Íslandi hefur alltaf verið barist gegn betri og sterkari tengslum Íslands við Evrópu af hálfu fólks sem er ekkert nema varðmenn kúgunar og verri lífskjara á Íslandi.
Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn stoppar aðild Íslands að Evrópusambandinu (þáverandi Kola og stálbandalag Evrópu) var það á árunum 1950 til 1960 þegar Framsóknarflokkurinn kom beint í veg fyrir aðildar umsókn Íslands að Evrópubandalaginu á þeim tíma. Síðan þá var málið í dvala til ársins 2009. Baráttan gegn EFTA er gott dæmi um slíkt á Íslandi, þá eins og í baráttunni gegn Evrópusambandinu í dag var talað um verra ástand [einnig hérna] við aðild. Jafnvel þó svo að raunveruleikinn hafi orðið allt annar. Slíkar fullyrðingar voru einnig hafðar uppi þegar aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu var samþykkt á Alþingi árið 1993. EFTA aðild Íslands með EES samningnum hefur reynst íslendingum afskaplega vel. Enda hefur þetta gengið vel í því umhverfi sem var til staðar fyrir íslendinga að sinna sínum viðskiptum. Heimurinn hefur hinsvegar breyst hratt síðan stofnað var til EES og EFTA. Í dag eru báðir þessir samningar í raun úreltir og þjóna ekki hagsmunum almennings og varla að þeir þjóni hagsmunum fyrirtækja sem starfa innan þeirra.

Nauðsynlegt er fyrir íslendinga að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja áhrif sín og tryggja hagsmuni sína. Með því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka eru íslendingar eingöngu að tryggja varanlega fátækt íslensks almennings og fyrirtækja. Enda er ljóst að í núverandi stöðu mun EES samningurinn ekki halda. EFTA aðild Íslands mun ennfremur ekki halda vegna svipaðra ákvæða þar er varða fjármagnsflutninga til og frá Íslandi. Það er ekki víst að EFTA verði til staðar mikið lengur vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í Sviss, en EFTA í dag er ákvæði um frjálst flæði fólks sem Sviss hefur nú hafnað í þjóðaratkvæði. Það kæmi mér ekki á óvart að EFTA einfaldlega hyrfi eftir 5 til 10 ár, jafnvel skemmri tíma ef þannig aðstæður skapast. Þeir stjórnmálaflokkar sem standa í dag gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu eru í raun að gera íslenskri þjóð gífurlegan óleik með þessari afstöðu sinni. Sá ó-leikur mun verða íslendingum mjög dýr til lengri tíma litið. Enda er hætta á algerri einangrun Íslands ef EFTA og EES hverfa úr samskiptum Íslands við Evrópu.

Það er ljóst að í núverandi stöðu mun hagvöxtur á Íslandi stoppa, hafi hann verið einhver fyrir utan vöxt í einkaneyslu íslendinga. Ljóst er að núna er að koma að mjög erfiðu tímabili í sögu íslensku þjóðarinnar. Tímabil sem mun einkennast af fátækt og miklu atvinnuleysi á Íslandi. Þetta er það sem íslendingar kusu yfir sig og þetta er það sem koma skal.

Yfirgenglegar lygar Evrópuvaktarinnar um Evrópusambandið

Það er ótrúlegt að sjá hvernig Evrópuvaktin lýgur stöðugt að fólki um Evrópusambandið. Nýjasta dæmið er fullyrðing þess efnis að fjöldi þeirra laga sem eru tekin upp í aðildarríkjum Evrópusambandsins séu í kringum 78%. Þessi fullyrðing er haugalygi og ekkert sannleikanum samkvæm. Samkvæmt könnun sem ég fann frá árinu 2009 á vef hjá Bresku Evrópusamtökum. Þá kemur þar fram að fjöldi þeirra laga sem eru tekin upp í Bretlandi er ekki meiri en 8 til 10% að mestu er fjöldi laga frá Evrópuþinginu/Framkvæmdastjórn ESB/Ráðherraráðinu aldrei meiri 30% af þeim fjölda laga sem er tekinn upp á hverju ári hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Styrmir Gunnarsson kemur með þessa fullyrðingu í dag í færslu sem heitir “Yfirgengilegur hroki ESB“. Þar setur hann fram þessa hérna fullyrðingu.

[…] Hún fagnaði því að 70% af löggjöf Breta kæmi frá Brussel. Hún fullyrti að þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um ESB gæti ekki verið trúverðug. […]

Í þeirri könnun sem ég vitna í hérna að ofan kemur þetta hérna fram um uppruna þessar fullyrðingar.

[…] The 75 per cent figure used by one political party is as misleading as the claim of 84 per cent. It originates from a speech made by the-then President of the European Parliament, Hans-Gert Pottering, when he was emphasising the importance of the role of the Parliament because it had to consider and approve three-quarters of the EU’s legislation. This has been misrepresented as Mr Pottering claiming that 75 per cent of “Europe’s laws” derive from the EU. […]

Hægt er að lesa greinina hérna í heild sinni.

Þeir einu sem eru hrokafullir á Íslandi eru Evrópuandstæðingar. Það er ekki nóg með að þeir séu hrokafullir. Þeim er einnig alveg sama um hagsmuni almennings, sem hefur hvað mesta hagsmuna að gæta við aðild Íslands að Evrópusambandsins með upptöku Evru [Eurozone] í kjölfarið (mundi einhver í alvörunni sakna stöðugu hruni íslensku krónunnar).

Kviknað í Evrópuandstæðingum

Í dag rann það upp fyrir mér að það er kviknað í Evrópuandstæðingum á Íslandi. Þessi sjálfíkveikja stafar af þekkingarleysi, þjóðrembu og almennri heimsku Evrópuandstæðinga. Enda er það svo að hinn almenni Evrópuandstæðingur á Íslandi lætur fóðra sig af röngum upplýsingum um Evrópusambandið eins og belja á bás að hætti Guðna Ágústssonar.

Það er mikið sport hjá Evrópuandstæðingum að tala um efnahagsvandamál á Evrusvæðinu þessa dagana. Þetta gera þeir, án þess svo sem mikið að nefna íslensku efnahagskreppuna sem er ennþá í gangi á Íslandi, og sér ekki fyrir endan á. Íslenska verðbólgukreppan er ekki hafin ennþá, þó má búast við því að það vandamál hefjist fyrir alvöru ef stjórnarskipti verða á Íslandi eftir næstu alþingiskosningar.

Evrópuandstæðingar gera einnig mikið úr því að í Noregi er núna 75% andstaða við Evrópusambandsaðild Noregs. Evrópuandstæðingar átta sig ekki á því að um þessar mundir er gullöld í Noregi vegna olíuauðs sem hefur fært norsku þjóðinni milljarða ofan á milljarða í tekjur á undanförnum áratugum. Þegar gullöldin endar, hvort sem er á hefðbundin hátt eða með hvelli þá er ljóst að Norðmenn munu skipta um skoðun á aðild að Evrópusambandinu. Þetta hefur allt sinn náttúrulega feril, enda má ljóst vera að norðmenn ganga í Evrópusambandið þegar þeir eru tilbúnir til þess. Það gerist ekki fyrr.

Af þessu er ljóst að málflutningur Evrópuandstæðinga er allur að brenna upp í þessa dagana. Enda er hérna um að ræða sjálfsíkveikju með meiru.

Íslenska þjóðin sem fær það sem hún biður um

Íslendingar hafa gjarnan hrósað sér fyrir að vera bestir í hinu og þessu. Alla jafnan alveg óverðskuldað og alla jafna byggt á sögusögnum nútímans sem íslendingar hafa sjálfir skapað í gegnum tíðina. Ein stærsta sjálfsblekking íslendinga síðustu ár er sú blekking að á Íslandi sé grundvöllur fyrir efnahagslífi sem getur staðið fyrir utan hið alþjóðlega kerfi. Ennfremur er það mjög sterk sjálfsblekking að íslendingar geti rekið gjaldmiðil sinn svo vel sé. Þá er ég að tala um íslensku krónuna, sem síðan árið 1918 hefur fallið um 2200 danskar krónur á 94 árum. Enda var það svo að íslenska krónan og hin danska skildu jafnar árið 1918 á genginu 1:1. Á þessum tíma hefur danska krónan sjálf tapað einhverju af verðgildi sínu, enda er hætt að nota 10 og 25 aura í Danmörku.

Íslendingar hafa síðan árið 2008 kvartað mikið yfir því ástandi sem hefur skapast á Íslandi í kjölfarið á efnahagskreppunni, sem kom til vegna banka-sjálfsblekkingarinnar á Íslandi. Þar sem íslendingar trúðu því að hægt væri að stórt bankakerfi á ónýtum grunni sem hin íslenska króna vissulega er, og hefur alltaf verið. Þegar það litla sem hélt hinu íslenska bankakerfi uppi fór að gefa sig árin fyrir efnahagshrunið á Íslandi. Þá var slíkt alla jafna blásið af sem öfundsýki, árásir á íslenskt efnahagslíf og þar fram eftir götunum. Jafnvel var svo langt gengið af ráðherrum, þingmönnum og fleirum að allir þeir sem voguðu sér að benda á ónýtar undirstöður voru kallaðir öllum illum nöfnum, og að þeir jafnvel vissu ekkert hvað þeir væru að tala um. Enda var litið á það sem svo að á Íslandi væri ekkert að efnahagnum og allt í blóma.

Allt þetta hrundi í Október 2008 með látum þegar allt fjármálakerfið á Íslandi varð gjaldþrota. Bankanir og flest allir sparisjóðirnir á Íslandi. Einu sparisjóðirnir sem lifðu efnahagshrunið af voru þeir sparisjóðir þar sem ekki var verið að eltast við stofnbréfin í þeim, og síðan þeir sparisjóðir þar sem hluthafar samþykktu ekki söluna á stofnbréfum í viðkomandi sparisjóði. Áhrifin af þeirri blekkingu að hægt væri að græða á loftinu eru alvarlegar. Þá helst fyrir það fólk sem lét blekkja sig til þessara kaupa. Enda er margt af þessu fólki stórskuldugt í dag og hugsanlega er engin lausn fyrir það í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru með meirihlutavald með beinum og óbeinum hætti í öllum fjölmiðlum á Íslandi. Hvort sem það er staðarblaðið á Ísarfirði eða Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig mikil óbein völd á fréttablaðinu. Þrátt fyrir áróður um annað. Það sem munar er bara að þetta er annar armur sjálfstæðisflokksins, en sjálfstæðisflokkurinn er þetta engu að síður. Restin er síðan framsóknarflokkurinn með, þar sem því er við komið. Hugsanlega er vikublaðið DV eina blaðið sem er tiltölulega laust við áhrif þessara tveggja stjórnmálaflokka. Þess í stað tel ég hinsvegar að DV sé meira undir áhrif af Vinstri Grænum og tengdum aðilum. Ég álít pólitísk tengsl dagblaða eins og þau koma fram á Íslandi núna í dag vera stórt vandamál, og það fer aðeins versnandi.

Tengsl hagsmunaaðila við stjórnmálaflokka á Íslandi er stórt vandamál, enda bíður það upp á spillingu og valdníðslu. Eins og hefur verið að gerast á undanförnum árum. Þetta er hluti af vandamálinu á Íslandi, og mun halda áfram að grafa undan efnahag Íslands og stjórnkerfinu nema að þessu verði breytt.

Það þýðir lítið að tala um efnahagsmál við íslendinga. Til þess eru þeir of stoltir til þess að hlusta, og láta hagsmunaaðila sem berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa of mikil áhrif á sig. Á meðan svo er munu íslendingar vera með ónýtan gjaldmiðil og síðan sveiflukennt efnahagslíf með tilheyrandi vandamálum. Mér þykir ljóst að íslendingar þurf að fara alveg á botninn áður en það verður breyting hjá Íslensku þjóðinni. Íslendingar munu þurfa að fara svipað á botninn og Grikkir hafa verið gera undanfarið. Það sem mun lærast verður bæði erfitt og dýrt fyrir íslendinga, en alveg þess virði þegar fram líða stundir fyrir íslenska þjóð.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup þá er sjálfstæðisflokkurinn kominn með 33% fylgi, og framsóknarflokkurinn 13% fylgi. Það er því ekki langt að bíða þangað til að nýr botn næst á Íslandi í efnahagsmálum og vandræðum þeim tengdum.

Staðreyndaleysur Björns Bjarnarsonar á Evrópuvaktinni

Evrópuvaktin er eini vefurinn á Íslandi sem hefur verið styrktur um 23 milljónir króna til þess að fara með lygar ofan í almenning á Íslandi um Evrópusambandið. Heimssýn fékk 23 milljóanir til þess að verja hagsmuni einokunaraðila og sérhagsmunaaðila á Íslandi. Sem kjósandi á Íslandi, þá krefst ég þess að þessi peningur verði endurgreiddur hið snarasta. Ég kem með nánari útskýringar síðar, enda er þetta ekki efni þessar bloggfærslu. Efni þessar bloggfærslu eru rangfærslur Björns Bjarnarsonar um spænskt gos, Evrópusambandið og salt.

Rangfærslur Björns Bjarnarsonar á Evrópuvaktinni varðandi landbúnaðarmál, verðlag og annað slíkt eru hrikalegar. Enda ekki annars að vænta frá manni sem hefur þann starf að blekkja fólk varðandi Evrópusambandið og þau viðskipti sem þar eru stunduð.

Nýlega greip N1 til þess ráðs að flytja inn kóka kóla frá Spáni vegna óánægju með verðlagningu Vífilfells hér á landi. Þetta er spennandi tilraun til að sporna gegn óhóflegri verðlagningu. Hún kann að varpa ljósi á framtíðarþróun takist að grafa undan íslenskum landbúnaði með aðild að Evrópusambandinu. […]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Það vill nú þannig til að framleiðsla á gosdrykkum telst ekki til landbúnaðarframleiðslu. Hvorki á Íslandi eða annarstaðar í Evrópusambandinu. Á Íslandi er staðan sú varðandi gosdrykki að eingöngu eru fáir framleiðendur á markaðinu og lítið úrval af ódýrum gosdrykkjum til staðar. Í mjög svo einföldu máli. Þá er búið að skipta markaðinum niður á Íslandi og á honum ríkir einokun. Eitthvað sem mætti brjóta með aðild Íslands að Evrópusambandinu, þar sem þá kæmi til tollfrjáls innflutningur á gostengdum sem eru ódýari en þessar helstu gostengundir sem eru framleiddar á Íslandi.

[…]Þessi málflutningur starfsmanns Já Íslands sannar enn hve mönnum þar á bæ þykir litlu skipta að hafa það sem sannara reynist. Skýrslan sem Sema Erla nefnir var ekki samin á vegum utanríkisráðuneytisins eða fyrir samningahóp þess. [Uppfært: Mér hefur verið bent á að þetta sé ekki rétt – ráðuneytið og hópurinn hafi staðið að baki því að skýrslan yrði gerð en með því skilyrði að henni yrði ekki beitt í áróðri gegn bændum í anda Semu Erlu.] Hún er liður í viðleitni Bændasamtaka Íslands til að skilgreina stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart Evrópusambandsaðild, hvernig umgjörð um hann muni breytast og hagræn áhrif inngöngu á rekstrarskilyrõi ólíkra greina landbúnaðarins. Niðurstöðurnar veita innsýn í það verkefni sem Íslendingar standa frammi fyrir í aðildarviðræðum. […]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Hérna sannar Björn Bjarnarson ekki mál sitt með neinum staðreyndum. Hann vísar í bloggfærslu Semu Erlar á DV.is. Þó án þess að vísa í alla bloggfærsluna sem um ræðir. Slíkt er auðvitað bara til þess að blekkja lesendur, enda geta þeir þá ekki kannað heimildir á sínum eigin forsendum.

[…]Efni skýrslunnar á ekkert skylt við matarverð. Þar er fjallað um ESB-áhrif á verð til bænda. Endanlegt útsöluverð vöru rennur aldrei í vasa bænda. Lætur nærri að bændur fái upp undir helming útsöluverðs þegar hlutur þeirra er mestur og þá fyrir lítt unna vöru; annars fá þeir mun minna.[…]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Verð til bænda á Íslandi ræðst af leiri þáttum en bara aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það ræðst að styrkjum, útsöluverði, smásöluverði og síðan endanlegu slátursverði til bænda. Reikna má með að verðlag til íslenska bænda hækki umtalsvert við aðild Íslands að Evrópusambandinu (þegar breytingum á landbúnaðarkefinu er lokið, getur tekið alveg 5 til 10 ár í heildina). Munar þá mest um aukna styrki til íslenskra bænda, sem þá munu ekki byggja á því hversu framleitt er, eða hversu mikin kvóta bændur eru með. Í tilfelli íslenskra bænda er nauðsynlegt að athuga það að CAP verður breytt árið 2013, styrkjum verður breytt og staða bænda sem framleiðanda styrkt til muna. Einnig sem að mjólkurkvótar verða lagðir niður hjá mjólkurbændum og styrkir þar hugsanlega auknir. Hérna er vefsiða ESB um CAP eftir árið 2013. Samningaviðræður varðandi CAP eftir árið 2013 eru ekki búnar, og því er þetta atriði háð breytingum á næstu mánuðum.

[…]
Hvernig væri að Sema Erla skilgreindi fyrir lesendum sínum verðmyndun á kóka-kóla sem flutt er inn frá ESB?[…]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Verðmyndun á gosdrykkjum er háð skattakerfi viðkomandi aðildarríkis Evrópusambandis. Það þýðir að umtalsvert ódýrara getur verið að kaupa gos yfir landamæri ef landið við hliðina er með lægri skatt á gosi en heimaland viðkomandi. Þetta gildir í Danmörku sem dæmi. Þar sem gos ber 25% og sérstakt plast gjald (kallað pant), sem reyndar fæst endurgreitt þegar flaskan er skilað til endurvinnslu. Yfir landamærin í Þýskalandi er ekkert slíkt gjald á gosi sem er selt til Danmerkur í landamærabúðum (gæti vel verið að svona gjald sé á gosi sem er selt til þjóðverja, hef þó ekki ennþá kynnt mér það. Þykir það þó líklegt). Í tilfelli Íslands þá mundi verðmundun á gosi ekki breytast neitt mikið, nema að samkeppni mundi aukast sem væntanlega mundi lækka gosverð á Íslandi í kjölfarið. Íslenskir neytendur mundu því græða á því að Ísland gengi í Evrópusambandið. Aðrar breytingar yrðu þó ekki á gossölu á Íslandi. Enda er ríkjum innan Evrópusambandsins í sjálfsvald sett hvernig þau skattleggja sælgæti og gosvörur. Þau þurfa hinsvegar að sætta sig við samkeppni frá vörum sem eru framleiddar í öðrum ríkjum, og þá hugsanlega ódýari vegna þess.

[…]N1 sætti sig ekki við kókverð hjá Vífilfelli og ákvað að flytja inn kók frá Spáni (Spánverjar eiga nú Vífilfell). Hin ódýrari innflutta ESB-vara lækkaði ekki í verði til neytenda – eða hvað? Bændur hafa bent á að hið sama kunni að gerast við óheftan innflutning á matvælum. Verð til neytenda breytist ekkert. […]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Hvernig eru tollar á innfluttu gosi ? Ég veit að VSK er 7% á þessari vöru á Íslandi. Aftur á móti hefur ekki komið fram hversu mikið gosið hækkaði við innflutningin til Íslands. Verðlagning N1 kemur til vegna skorts á samkeppni eins og svo oft áður á Íslandi. Hefur ekkert með Evrópusambandið að gera eins og Björn Bjarnarson reynir hérna að vísa í á mjög svo óheiðarlegan hátt. Það er ennfremur staðreynd að verðlag á Spáni er mjög lágt miðað við Ísland, og munar þar mjög miklu í evrum talið.

[…]Fréttastofa RÚV leggur sig mjög fram um að gæta hags neytenda. Enginn árt á bæ hefur hins vegar látið sig innflutning á hinu ódýra ESB-kóki varða og smásöluverðið hér á landi. Athygli er ekki beint að Vífilfelli, kókverði Spánverja hér og þar eða milliliðagróðanum. Ölgerðin er hins vegar undir smásjánni vegna innflutnings á salti sem notað hefur verið árum saman. Hvað segja Samtök verslunar og þjónustu um verðmyndun á kóki? Þótt kók sé ekki framleitt af bændum er það að nokkru landbúnaðarvara vegna sykursins svo að Sema Erla og fréttastofa RÚV ættu að hafa áhuga á því.[…]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Innflutningur á ódýrara kóki til Íslands ætti að skila sér til neytenda. Það er þó ekki vænlegs til árángurs þegar um er að ræða litla sendingu (40.000 flöskur) og verslanir sem hafa litla til enga samkeppni á markaðinum. Enda er verðlag á bensínstöðum meira og minna það sama á Íslandi. Það verðlag er mjög hátt, og ég ekki von á því að það breytist fyrr en eftir að Íslendingar verða orðnir aðildar að Evrópusambandinu.

Hvað saltið varðar. Þá er það mun alvarlegra mál heldur en verðmyndun á gosdrykkjum sem eru fluttir inn. Þó svo að einokunin sé rannsóknarinnar yrði. Ég er þó hræddur um að eftirlitsstofnaninar sem Björn Bjarnarson sá um að gelda séu ekki ennþá færar til þess að koma í veg fyrir einokun og hátt verðlag á Íslandi sem stendur. Það þarf að gera við þessar eftirlitsstofnanir eftir skemmdarverk sjálfstæðisflokksins undanfarin 13 ár, og þar er langt og erfitt verk framundan. Evrópusambands aðild Íslands mundi flýta því verki umtalsvert. Enda kröfur Evrópusambandsins miklar, og þeim er fylgt eftir af hörku ef til þess kemur.

Björn Bjarnarson hefur væntanlega áhuga á því að útskýra þetta fyrir útlendingum varðandi saltið. Svona sérstaklega þar sem þetta er farið að fréttast fyrir utan Íslands hvað var í gangi á Íslandi síðustu 13 árin með saltið. Saltmálið allt saman gerðist þegar sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn á Íslandi með framsóknarflokknum. Það hófst árið 1999 og endaði ekki fyrr en árið 2012. Síðan er Björn Bjarnarson ósáttur við það að ekki sé hægt að eitra aðeins meira fyrir íslendingum og græða á því. Það er rannsóknarefni afhverju Björn Bjarnarson og sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram að eitra fyrir íslendingum með óöruggu salti.

Sænsk frétt um salt hneykslið á Íslandi. Þetta hefur ekki ennþá ratað í aðra erlenda fjölmiðla sýnist mér, það mun þó breytast á næstu dögum.

Isländskt vägsalt blev matsalt (dn.se)

Einokunarklúbbar Íslands

Á Íslandi eru starfræktir klúbbar sem hafa það eitt markmið að viðhalda einokun og háu vöruverði á Íslandi. Þessi klúbbar eru sjálfstæðisflokkurinn, framsóknarflokkurinn, Vinstri-Grænir, Heimssýn og síðan hópur sem kallast Evrópuvaktin. Allir þessir klúbbar hafa það eitt markmið viðhalda verslunar einokun fárra á Íslandi. Ásamt því að viðhalda háu vöruverði á Íslandi. Með fullþingi ráðherra Vinstri Grænna. Þá sérstaklega Jóns Bjarnarsonar, Ögmundar og fleiri aðilum í ráðherra og þingliði Vinstri Grænna.

Þessir klúbbar lifa í fornum heimi. Heimi sem var til á Íslandi árið 1947 til 1971 þar sem ríku höft af ýmsum toga, þegar loksins fór að losna um höftin sem þá voru við lýði á Íslandi. Höftin komu öll í einu, en voru ekki tekin af almennilega fyrr en árið 1971 þegar Ísland gekk í EFTA. Í andstöðu við marga stjórnmálaflokka og einstaklinga á Íslandi í dag. Í dag eru margir af þessum sömu einstaklingum sem voru á móti EFTA aðild Íslands á móti Evrópusambands aðild Íslands. Þetta fólk er enda algerlega blint á þau tækifæri sem þrífast í opnu og frjálsu markaðshagkerfi. Þar sem tollar eru ekki vandamál við helstu viðskiptalönd í Evrópu. Þetta fólk vill frekar kjósa að búa við höft, skammtanir og efnahagsleg vandamál. Allt saman vegna þess að það þráir gamla tíma og þetta fólk sér tækifæri í þessu öllu saman til þess að hagnast óheiðarlega á einhvern hátt. Hvort sem það er í gegnum spillingu eða einokun.

Veðmálið gegn íslensku þjóðinni

Í dag er búið að taka veðmál gegn íslensku þjóðinni. Þeir sem hafa tekið þetta veðmál gegn íslensku þjóðinni eru í samtökum sem kallast Heimssýn, samtök sem hafa það að markmiði að viðhalda kjaraskerðinu íslendinga í gegnum íslensku krónuna, verðbólgu og háa vexti. Allt þetta veðmál gegn íslensku þjóðinni er til þess að þjóna hagsmunum fárra. Íslendingar ættu að þekkja þetta fólk. Þetta er fólkið sem fór í gegnum efnahagshrunið og það sér ekki einu sinni á því. Sigmundur Davíð, formaður framsóknarflokksins sem er á móti Evrópusambandsaðild Íslands á 600 milljónir inn á bankabók í hreinan hagnað. Hann hefur tekið veðmál gegn íslensku þjóðinni. Bjarni Ben, núverandi formaður sjálfstæðisflokksins tapaði milljörðum en er ekki gjaldþrota og á milljarða inn á bankabók. Hann er líka á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Steingrímur J, er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu vegna þess að hann dreymir gamla tíma einangrunar og skömmtunar. Þar sem ráðherrar á Íslandi höfðu svo gott sem alræðisvald yfir almenningi á Íslandi, og spilling fékk að þrífast óáreitt á Íslandi. Þetta eru þeir tímar sem Steingrím J, og fleiri dreymir um að komi aftur til baka á Íslandi.

LÍÚ er nú þegar komið í Evrópusambandið, enda á LÍÚ margar af stærstu útgerðum innan Evrópusambandsins. Allt frá Spáni til Finnlands. Þeir nota evru til þess að gera upp bókhaldið hjá sér og borga reikninga. Þeir eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Bændasamtök Íslands eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þrífast í spillingu og eftirlitsleysi. Vilja flytja út meira lambakjöt til Evrópusambandsríkja en á sama tíma vilja þau takmarka innflutning á landbúnaðarvörum til Íslands. Svo að íslenskir sláturleyfishafar geti nú örugglega haldið verði háu úti búð en lágu til íslenskra bænda á sama tíma. Þarna er búið að taka veðmál gegn íslensku þjóðinni. Þessir menn njóta síðan stuðnings Jóns Bjarnarsonar Land og Sjávarútvegsráðherra. Manni sem hefur fyrir löngu síðan staðið á sama um hagsmuni almennings og ver þess í staðinn hagsmuni fyrirtækja og samtaka sem hafa það eitt markmiði að arðræna íslenskan almenning með beinum og óbeinum hætti.

Þetta styðja síðan samtökin Heimssýn og vefsíðan Evrópuvaktin. Þetta endar þó ekki þar. Þar sem það er meira í þessu en bara óheiðarleg samtök og fyrirtæki sem hafa tekið stöðuna gegn almenningi á Íslandi.

Eitt af því sem markar málflutning þeirra sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu er sú staðreynd að þetta fólk vill halda í ónýtt efnahagskrefi sem hefur ekki virkað í rúmlega 93 ár, og mun ekkert virka upp úr þessu. Það er talað um að gengisfall krónunar hafi bjargað almenningi. Á meðan staðreyndin er sú að almenningi á Íslandi blæðir út vegna íslensku krónunar. Háir stýrivextir og neikvæðir raunvextir eru bein merki þess. Á meðan hafa þeir ríku, og síðan fyrirtækin og stjórnmálamenninir tengdir þeim örugglega aðgang að gjaldeyri til þess að tryggja hagsmuni sína. Almenningur á Íslandi fær síðan að svelt og sagt að svona sé þetta bara.

Þetta er það kerfi sem Heimssýn og Evrópuvaktin vilja standa vörð um. Kerfi sem refsar og jafnvel níðist á almenningi á Íslandi. Fyrir þessu er almenningur svo gott sem ráðalaus og hefur hingað til verið það. Það urðu lagaumbætur með aðild Íslands að EFTA, og síðar með aðild Íslands að EES samningum. Þar sem dregið var úr valdi ráðherra í bæði skiptin með alþjóðlegum samningum íslendinga við Evrópusambandið, og þar á undan með aðild Íslands að EFTA.

Það er algjörlega nauðsynlegt að minnast á þá staðreynd að þeir sem eru (tóku þátt í umræðunni á sínum tíma) á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu í dag. Voru á sínum tíma á móti aðild Íslands að EFTA og síðar EES samningum. Sumt af þessu fólki vill að Ísland fari úr bæði EFTA og EES og nefnir þar ýmsar vafasamar ástæður fyrir því. Ástæður sem eru ekki neitt nema uppspuni þessa fólks og tilheyrir bara hugarheimi þess og engu öðru.

Allt þetta fólk sem stendur að baráttunni gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu á það sameiginlegt að standa gegn hagsmunum almennings á Íslandi. Enda er það almenningur á Íslandi sem borgar fyrir þá óráðsíu að vera með íslensku krónuna sem gjaldmiðil. Borgar fyrir óhagstæðara vöruverð, vexti, verðbólgu og allt annað sem er óhagstætt að vera með minniháttar gjaldmiðil sem er bæði dýr og óhagstæður í rekstri. Þetta er það sem þessi 93 ár með íslensku krónuna sem gjaldmiðil ættu að hafa kennt íslendingum nú þegar. Hinsvegar blekkir lygaáróður andstæðinga Evrópusambandsins mjög mikið, og þar liggur veðmálið gegn íslensku þjóðinni.

Það er veðjað á það að íslenskur almenningur samþykki niðurstöðu sem er verri fyrir þá sjálfa, en góð fyrir fólkið sem stendur á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þessi niðurstaða sem er góð fyrir ríka fólkið, og fyrirtækin og samtök sem eru tengd þeim er að íslendingar hafni aðild Íslands að Evrópusambandinu. Upp á það er veðjað og ekkert annað. Niðurstaðan sem er vond fyrir ríkja fólkið, og fyrirtækin og samtökin sem eru tengd þeim er að íslendingar samþykki aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Það er því augljóst að íslendingar eiga að samþykkja aðildarsamning Íslands og Evrópusambandsins þegar hann liggur fyrir. Annars verður bara haldið áfram að níðast á almenningi á Íslandi, og ríka fólkið verður bara ríkara í kjölfarið á kostnað almennings. Þetta er nú þegar að gerast. Lesið bara fréttinar.