Framleiðsla í einokun

Ég sé í fréttum að mjólkurbændur á Vestfjörðum eru að hafa áhyggjur af því að Mjólkursamsalan muni gjörsamlega valta yfir þá og flytja alla framleiðslu suður. Staðreyndin er sú að þetta mun væntanlega gerast. Enda hefur Mjólkursamsalan verið að færa alla vinnslu á mjólk frá landsbyggðinni suður til Reykjavíkur í nafni hagræðingar. Eftir stendur ónýtt húsnæði og meira atvinnuleysi í þessum byggðarlögum þar sem mjólkurvinnslan er lögð niður.

Það sem er þó verst í þessu öllu saman er sú staðreynd að íslenskir mjólkurframleiðendur eru fastir með Mjólkursamsöluna. Þeir geta ekki farið eitthvað annað. Enda er ríkir einokun samkvæmt lögum á mjólkurmarkaðinum á Íslandi og hefur gert það síðan árið 1934 þegar Mjólkursamsalan var handvalin til þess að vera eini framleiðandi mjólkurvara á Íslandi. Samkvæmt eldri samkeppnislögum var Mjólkursamsalan undanþegin samkeppnislögum, ég veit hinsvegar ekki hvort að það er raunin núna í dag samkvæmt nýjum samkeppnislögum frá árinu 2005. Þar sem þau samkeppnislög eru byggð á EES/EFTA samningum. Það er hinsvegar staðreynd að landbúnaður eru undanþegin EES samningum og væntanlega einnig EFTA samningum, og þar að leiðandi er það nú bara þannig að Mjólkursamsalan er undanþegin samkeppnislögum eins og kemur fram í þessari hérna frétt (Vísir.is) frá árinu 2006. Þetta kemur einnig fram í ársskýrslu Mjólkursamsölunar frá árinu 2006.

Ég veit ekki hvernig eða hvar þessi undanþága frá samkeppnislögum er sett í lögum. Þetta er engu að síður staðreynd sem mjólkurbændur verða að lifa með og geta lítið gert í stöðu mála núna í dag varðandi þetta atriði.

Að þessu leiðir að íslenskir bændur þurfa að sætta sig við það sem Mjólkursamsalan gerir. Enda geta þeir ekki snúið sér með framleiðslu sína til samkeppnisaðila Mjólkursamsölunar. Vegna þess að það eru ekki neinir slíkir til staðar á Íslandi, og hafa ekki verið það síðan árið 1934. Mjólkurbændur skulu því búast við því að Mjólkursamsalan gjörsamlega hunsi kröfur þeirra þegar fram líða stundir, og að öll mjólkurvinnsla verði færður suður eins og hefur verið raunin undanfarin ár.

Frétt Morgunblaðsins af þessu einokunardæmi.

Bændur gagnrýna Mjólkursamsöluna

Útskýringar óskast frá andstæðingum Evrópusambandsaðildar á Íslandi

Það eru margir sem halda því fram að Samfylkingin hafi ekki neitt annað stefnumál en aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er rangt. Sérstaklega í ljósi þess að Samfylkingin er með mörg mál á stefnuskrá sinni, öll þessi stefnumál snúast um það að bæta lífsskilyrði og auka efnahagsstöðugleika á Íslandi. Sú mýta sem haldið er að almenningi á Íslandi að Samfylkingin sé bara með Evrópusambands aðild bara sem stefnumál er röng, aftur á móti skiptir Evrópusambands-aðild miklu máli við að ná fram þeim markmiðum sem Samfylkingin vill fá fram í íslensku þjóðfélagi.

Enda er stöðugleiki ekki ókeypis og það er erfitt að ná honum á Íslandi með ör-gjaldmiðil (320.000 manns standa undir íslensku krónunni), og örlítinn efnahag í samræmi við það. Það er söguleg staðreynd að ekki hefur tekist að halda vaxtastigi og gengi íslensku krónunnar stöðugu síðan íslenska krónan var stofnuð á pari við dönsku krónuna árið 1918. Það eru hvorki meira eða minna en 93 ár af efnahagslegum óstöðugleika á Íslandi (ef frá eru talin árin sem seinni heimsstyrjöldin stóð yfir og Ísland var einangrað frá heiminum). Þetta eru mörg ár af efnahagslegum óstöðugleika og kjararýrnun. Enda er það svo að margar kynslóðir íslendinga þekkja ekkert annað, og þær kynslóðir sem alast upp í dag þekkja ekkert annað en efnahagslega óstöðugleika og vandamál tengdum efnahag Íslands. Að öllu óbreyttu mun þetta ástand halda áfram, með tilheyrandi kjarnarýrnun og efnahagslegum vandræðum.

Það liggur fyrir að leiðin útúr þessum vítahring er aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptaka evrunnar sem gjaldmiðils á Íslandi. Það er leiðin til þess að losna við óstöðugleika á Íslandi, svo lengi sem íslendingar standa sig og haldi rétt á málunum. Enda er það nú bara þannig að hægt er að klúðra öllu ef illa er staðið að þeim. Upptaka evrunar mundi þó koma í veg fyrir óstöðugleika í genginu og slíkt yrði strax mikil framför fyrir íslendinga.

Núna er það stóra málið, eftir þennan stutta formála.

Í málflutningi andstæðinga Evrópusambands aðildar Íslands. Þá hef ég aldrei heyrt þá nefna það eða útskýra hvernig þeir ætli sér að ná efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Það er ekki orð um þetta í málflutningi þeirra stjórnmálaflokka sem eru andstæðir Evrópusambandsaðildar Íslands á Alþingi. Ekki einn bókstafur um þessa staðreynd í málflutningi þeirra.

Reyndar er ekkert í málflutningi andstæðinga Evrópusambands aðildar á Íslandi sem útskýrir fyrir fólkinu á Íslandi hvernig það að standa fyrir utan Evrópusambandið bætir hag þess til framtíðar. Enda er það þannig að Ísland stendur núna fyrir utan Evrópusambandið og efnahagur almennings á Íslandi er ekkert góður, og fer ekki batnandi þessa dagana. Ég túlka þögn andstæðinga Evrópusamband aðildar Íslands um þetta atriði slíkt að þeir hafi ekki neinn áhuga á því að leysa þetta vandamál, sem lendir allt saman á íslenskum almenningi í dag og til framtíðar.

Það er ennfremur staðreynd að andstæðingar Evrópusambands aðildar Íslands tala málflutningi einokunar og sérhagsmunaraðild á Íslandi. Þar ber helst að nefna Bændasamtök Íslands og undirfélög, LÍÚ (sem réði Davíð Oddsson sem ritstjóra Morgunblaðsins), Mjólkursamsalan (sem er undanþegin samkeppnislögum á Íslandi).

Það er áhugaverð staðreynd að hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri Grænir hafa útskýrt fyrir almenningi á Íslandi hvernig þeir ætla sér viðhalda efnahagslegum stöðugleika og hagsæld á Íslandi. Jafnframt því að standa fyrir utan Evrópusambandsins og evrunnar á sama tíma. Sérstaklega í ljósi þess að reynsla síðustu áratuga að því að standa fyrir utan Evrópusambandið er ekkert voðalega góð fyrir almenning á Íslandi.

Andstæðingum Evrópusambands aðildar á Íslandi er að frjálst að útskýra fyrir mér hérna hvernig þeir ætla sér að viðhalda efnahagslegum stöðugleika á Íslandi, og á sama tíma að standa fyrir Evrópusambandið og evruna.

Ég tek það fram að ég er ekki meðlimur í Samfylkingunni og hef ekki verið það núna í lengri tíma.

Einokunarsamtök berjast gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Samtök afurðarstöðva í mjólk og kjöti (SMK) skuli berjast gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Það er staðreynd að mjólkurfyrirtæki eru undanþegin samkeppnislögum á Íslandi og hafa því algera einokunaraðstöðu á Íslandi. Kjötvinnslufyrirtæki eru ekki undanþegin samkeppnislögum á Íslandi, en fara mikið á svig við þau virðist vera.

Þetta eru helstu andstæðingar Evrópusambands aðildar á Íslandi. Sérhagsmunasamtök sem vilja viðhalda einokun sinni á Íslandi um alla framtíð. Enda mundi Evrópusambands aðild á Íslandi þýða endalok einokunar á ýmsum vöruflokkum á Íslandi.

Fréttir af þessu.

Vilja að fallið verði frá aðildarumsókn (mbl.is)
Segir aðildarumsóknina sundra þjóðinni (Vísir.is)