Óveðrið í Danmörku þann 28-Október-2013

Hérna eru myndir sem ég tók í gær og dag af því tjóni sem óveðrið sem gekk yfir Danmörku þann 28-Október-2013 olli. Tjón vegna þessa óveðurs er talið vera hið minnsta kosti 1 milljarður danskra króna við fyrstu athugun. Mikið af trjám brotnaði í óveðrinu og mörg féllu á hús og ollu þannig tjóni. Tjón á húsum vegna roks er umtalsvert en er misjafnt milli svæða. Samkvæmt fréttum hérna í Danmörku hafa minnst 30,000 manns slasast vegna roks og hluta sem fóru af stað í rokinu.

Hérna eru myndir af tjóninu sem varð í Padborg og Bov. Þar sem ég á heima. Myndinar eru teknar þann 28-Október-2013 og síðan 29-Október-2013.

2013-10-28-615

2013-10-28-617

2013-10-28-619

2013-10-29-621
Fugl sem leitaði skjóls undan veðrinu þegar nóttin kom.

2013-10-29-623

2013-10-29-625

2013-10-29-626

2013-10-29-628

2013-10-29-629

2013-10-29-630

2013-10-29-632

2013-10-29-633

2013-10-29-636

2013-10-29-637

2013-10-29-640

2013-10-29-642

2013-10-29-645

2013-10-29-647

2013-10-29-651

2013-10-29-653

2013-10-29-654

2013-10-29-657

2013-10-29-659

2013-10-29-660

2013-10-29-661

2013-10-29-662

2013-10-29-663

2013-10-29-665

2013-10-29-668

2013-10-29-669

2013-10-29-671

2013-10-29-673

2013-10-29-675

2013-10-29-677

2013-10-29-678

2013-10-29-680

2013-10-29-683

Þessar myndir útskýra sig sjálfar.

Bruni í Bov (Padborg)

Ég bý Danmörku. Í litlum smábæ sem heitir Bov, á svæði sem er almennt kennt við Padborg. Yfirleitt gerist ekki mikið á svona litlum stað. Enda búa hérna rétt í kringum 5000 manns í þessum smábæ. Í dag gerðist það hinsvegar að eldur braust út í hádeginu. Þessi eldur átti upptök sín í bílskúr sem er tengdur við íbúðarhús sem er ekkert svo langt frá mér (rétt um 390 metrar í beinni línu). Ég var á ferðinni í hádeginu þegar það kvikaði í bílskúr sem er tengdur við húsið. Þegar ég varð brunans var þá fór ég af stað til þess að finna út hvar þetta væri. Til þess að veita hjálparhönd ef þörf væri á og jafnvel hringja í 112 ef ekki væri búið að því. Nágrannar við þetta hús voru búnir að hringja í neyðaraðila þegar ég var kominn á staðinn og slökkuvliðið var komið á svæðið rétt rúmum tveim mínútum eftir að ég kom. Ég heyrði í þeim á leiðinni að húsinu. Það var því ekkert sem ég gat aðstoðað við í þessu ástandi sem þarna skapaðist. Enda allir neyðaraðilar (slökkvulið, sjúkrabílar og lögreglan) komin á svæðið innan við nokkrum mínútum eftir að kviknaði í.

Það sem er þó verst er að eftir að slökkvuliðið var búið að slökkva eldin kom í ljós að maður hafði dáið í bílskúrnum. Það er þó ekki ljóst ennþá hvort að um var að ræða glæpsamlegt athæfi eða hreinlega bara slys. Það er hugsanlegt að kviknað hafi út frá grilli sem þarna var geymt. Þó er ekki vitað ennþá hverjar ástæður þess að maðurinn dó eða hvers vegna það kviknaði í. Lögreglan segir einnig að maðurinn sé ekki þekktur á þessari stundu. Þetta er samkvæmt fréttum DR Syd. Þegar ég kom heim og fór fram hjá. Þá sá ég að nágrannanir voru margir hverjir búnir að flagga í hálfa stöng í kjölfarið á þessu andláti.

Frétt DR Syd

Lig fundet i udbrændt skur (DR.dk)
Dødsbrand ved Padborg (ekstrabladet.dk)

Fluttur á ný til Danmerkur

Þegar þessi bloggfærsla er birt. Þá sit ég upp í flugvél Icelandair og er á leiðinni til Danmerkur, . Þangað er ég nefnilega að flytja aftur eftir 11 mánaða búsetu á Íslandi. Þessi auka búseta mín á Íslandi kom til útaf stórkostlegum fjárhagsvandræðum sem ég lenti í núna í Mars og Apríl 2011. Það tók mig reyndar minna en 11 mánuði að laga þessi vandræðin með fjármálin hjá mér. Lausin hjá mér var reyndar bara sú að borga niður skuldinar eins hratt og ég komst upp með það, og það tókst hjá mér. Engu að síður þá reikna ég fastlega með fjárhagsvandræðum á næstunni. Þar sem það er langt því frá auðvelt að lifa af örorkubótum. Hvort sem maður er búsettur í Danmörku eða á Íslandi. Enda er það stefna hjá mér að losna af örorkubótum sem fyrst, og losna þar með úr viðjum fátæktar sem öryrkjar á Íslandi sitja fastir í núna í dag, og geta lítið breytt stöðu sinni almennt séð. Ég gafst upp á því, og ákvað að breyta minni stöðu varanlega. Það verður örugglega ekki létt verk, en alveg örugglega þess virði fyrir mig að losna í fjötrum fátæktar og þeirrar eymdar sem fylgir því að vera fátækur.

Þessa 11 mánuði sem ég hef verð á Íslandi hefur ekkert breyst. Allt er við það sama, og lítið hefur breyst. Einhver vandamál hafa verið leyst á Íslandi. Þó svo að fólk sé jafnvel í afneitun varðandi þær lausnir. Það sem hefur versnað á Íslandi er sú staðreynd að íslendingar eru neikvæðir í garð Evrópusambandsins núna í dag. Síðan eru íslendingar orðnir jákvæðir í garð sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins. Sjálfra stjórnmálaflokkana sem eru valdir af stærstu efnahagsbúsifjum á Íslandi síðan landið var sjálfstætt árið 1944.

Síðan toppar vitleysan allt saman með þeirri staðreynd núna á að fara gefa út nýjan 10.000 kr seðil á Íslandi. Vegna þess að verðbólgan heldur stöðugt að vaxa og kaupmáttur fer stöðugt minnkandi. Þannig að það er alltaf þörf á stöðugt stærri peningastærðum í íslenska hagkerfinu. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, og hefur aldrei nokkurntíman verið góðs viti í sögu íslensks hagkerfis.

Ég veit ekki hvort að ég mun flytja aftur til Íslands. Hinsvegar þykir mér það mjög ólíklegt eins og staðan er í dag. Enda hef ég lítið að sækja til Íslands eins og málin standa í dag. Þá bæði félagslega og peningalega séð. Ég get fylgst með eldgosum og jarðskjálftum á Íslandi frá Danmörku án vandræða eins og tæknin er í dag.

Styttist í flutning á ný til Danmerkur

Þessa dagana er ég að leggja lokahönd á það að flytja á ný til Danmerkur. Ástæða þess að ég kom aftur til Íslands var að laga til í fjármálunum hjá mér. Það tókst alveg. Enda er ég núna í dag orðin skuldlaus við bankann. Það eina sem ég skuldaði á sínum tíma var yfirdráttarlán, og var það orðin talsverð upphæð þegar ég flutti aftur til Íslands í Júní 2011. Þar sem ég er orðin skuldlaus á Íslandi. Þá er ekkert sem heldur í mig lengur á Íslandi. Ég tel víst að eldfjöll muni ekki draga mig til Íslands. Þó svo að ég hafi mikin áhuga á þeim. Ég ætti að getað rekið jarðskjálftamæla netið mitt án vandræða frá Danmörku, enda er það svo að ég kemst hvort sem er ekkert alltaf til þess að laga það sem bilað er hvort sem er. Þannig að ég reikna ekki með að rekstur og viðhald á jarðskjálftamælanetinu verði eitthvað vandamál hjá mér til lengri tíma litið. Verðlag á Íslandi hefur hækkað mikið þessa 11 mánuði sem ég hef verið hérna. Á sama tíma hefur það staðið í stað, eða lækkað í Danmörku svona að mestu leiti sýnist mér.

Það eina sem ég reikna með að verði vandamál eru peningar, eins og í fyrra. Þó með öðrum forsendum en áður. Þar sem ég er ekki að borga neinar skuldir niður í bankanum núna. Það er vandamálið er íslenska krónan og afskaplega slæmt gengi hennar núna um þessar mundir. Það verður hinsvegar bara tekið á því þegar fram líða stundir. Síðan vonast ég til þess að auka tekjur mínar í dönskum krónum þegar fram líða stundir með útgáfu rafrænna bóka, og jafnvel prent-bóka þegar fram líða stundir.

Staðan á Íslandi þessa 11 mánuði sem ég hef búið hérna hefur ekkert breyst, hvorki batnað eða versnað sem neinu nemur núna frá því í fyrra eftir því sem ég kemst næst. Svona undir það síðasta er ég þó farinn að hallast að því ástandið sé farið að byrja versna. Þá sérstaklega vegna aukinnar verðbólgu, áróðurs stjórnarandstöðunar (sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum) og fleiri þannig hlutum.

Flutningsdagur hjá mér er um miðja næstu viku. Ég mun setja sjálfvirkan blogg póst um það þegar þar að kemur.

Af hverju valdi ég Danmörku til þess að búa í

Núna í vor þá flyt ég aftur til Danmerkur. Í þetta skiptið ætla ég mér ekki að koma aftur til Íslands, enda er ég búinn að tryggja það að verða engar skuldir skildar eftir á Íslandi. Síðan er ég einnig komin með smá tekjur í dönskum krónum sem hjálpa til við að broga reikninga svona stundnum (bara það að ná að borga reikninga með þessum tekjum er gott að mínu mati). Enda er staðan sú hjá mér að ég er svo gott sem skuldlaus á Íslandi. Ég er orðin alveg skuldlaus við bankan varandi yfirdrátt á debit korti. Ég lokaði kredit kortinu mínu núna í Júní 2011, og ég sé bara ekkert eftir því. Debit kortinu lokaði ég síðan núna í Desember, enda var ég ekkert að nota það lengur og sá engan tilgang með því að borga undir það lengur. Þó er ennþá hjá mér smá mínus hjá mér á greiðsluþjónstu reikningi, og síðan skulda ég smá í farsímum sem ég var að kaupa á árinu. Allt saman skuldir sem verða horfnar á næstu mánuðum hjá mér og af þeim sökum hef ég engar áhyggjur af þeim.

Ólíkt því sem margir íslendingar halda. Þá er ódýara að búa í Danmörku á Íslandi. Minnsti munur á verðlagi er eitthvað í kringum 20%, en mesti munur á verðlagi er eitthvað í kringum 60%. Mestur er verðmunurinn á mat, en minnstur á húsgögnum, raftækjum og öðru slíku. Þetta kemur til af mörgu. Þó telst Danmörk ekki vera ódýrasta landið í Evrópu, en er engu að síður talsvert ódýra en Íslands samkvæmt mælingu Eurostat og Hagstofu Íslands. Síðan er það mikilvægasta fyrir mig. Danmörk er aðildarríki að Evrópusambandinu, en Danmörk hefur verið aðili að Evrópusambandinu síðan árið 1973 og var meðal fyrstu ríkja sem gekk í það eftir stofnun þess (ásamt Bretlandi og Írlandi.)

Efnahagslega þá finnst mér það að flytja til Danmerkur mjög skynsamlegt. Enda er það svo að verðbólga er frekar lítil í Danmörku miðað við Ísland. Í Danmörku er verðbólgan eitthvað í kringum 2%, en verðbólgan er eitthvað í kringum 6.5% á Íslandi núna í dag. Það er kostur. Það er einnig staðreynd að kaupmáttur hefur aukist eitthvað í Danmörku á síðustu árum. Slíkt er bara gott að mínu mati. Slíkt er andstaðan við það sem hefur verði að gerast undanfarið á Íslandi, þar sem kaupmáttur launa hefur verið að minnka stöðugt síðan efnahagskreppan skall á.

Það er einnig þannig að þar sem Danmörk tilheyrir norðurlöndum. Þá er mun einfaldara fyrir mig að skrá mig inn í landið. Þó svo að EES og EFTA aðild Íslands geri það mun einfaldara fyrir mig að flytja til Danmerkur og annara norðurlandanna heldur en til annara ríkja í Evrópu. Jafnvel þó svo að það sé orðið talsvert einfalt í dag miðað við hvernig það var fyrir árið 1994, þegar Ísland gekk inn í EES samninginn.

Síðan er það ennfremur stór kostur að lifa við gjaldmiðil sem sveiflast afskaplega lítið (ecb.int) og er mjög stöðugur til lengri tíma litið. Eitthvað sem er ekki til staðar á Íslandi, og hefur í raun aldrei verið það.

Mér er alveg sama þó svo að fólk kalli mig öllum illum nöfnum fyrir það að vilja flytja til Danmerkur og Evrópusambandsins, eins og gerðist í fyrra þegar ég flutti til Danmerkur. Því miður mistókst sá flutningur vegna peningamála og þess bráður ég var með að ákveða hlutina. Eitthvað sem mun ekki endurtaka sig hjá mér. Enda er ég skuldlaus á Íslandi og í Danmörku eins og áður segir. Sú staða var ekki til hjá mér í fyrra, þar sem ég var talsvert skuldugur eftir flutningana til Danmerkur á yfirdrætti. Síðan bætti ég við skuldina þegar ég flutti aftur til Íslands í Júní 2011. Ég ætlaði mér aldrei að flytja aftur til Íslands, aftur á móti varð ég að borga mínar skuldir. Jafnvel þó svo að þýddi að lifa í herbergjum í nokkra mánuði yfir árin 2011 og árin 2012.

Ég er líklega kominn til að vera í Danmörku, enda reikna ég með að sækja um danskan ríkisborgararétt eftir 7 til 8 ár. Enda sé ég enga ástæðu til þess að flytja frá þjóðfélagi sem er stöðugt þjóðfélagslega og efnahagslega. Þó gæti hugast að ég flytji til Kanarí eyja eftir 10 ár ef þannig stendur á hjá mér. Þær hugmyndir eru þó bara í skoðun, og eru líklegar til breytinga eða niðurfellingar þegar fram líða stundir. Ég reikna ekki með að flytja aftur til Íslands eftir að ég flyt frá Íslandi á næstu tveim mánuðum.

Blogg póstur uppfærður þann 18.02.2012 klukkan 08:38 UTC.

Þegar hlutir ganga ekki upp í fyrstu tilraun

Fyrir ári síðan þá var ég að undirbúa flutning til Danmerkur á fullu. Pakka saman í kassa búslóðinni og allt þetta sem fylgir því að flytja til Danmerkur. Ástæður mínar fyrir því að flytja til Danmerkur eru efnahagslegar og félagslegar. Enda er það mitt mat að ég á mjög lítið sameiginlegt með íslenskri menninu. Hvort sem það er í þröngum eða víðum skilningi þess orðs. Af þeim sökum þá tók ég þá ákvörðun árið 2010 að flytja til Danmerkur. Sú áætlun er reyndar eldri en að ég hafi tekið þessa ákvörðun árið 2010. Ég hafði verið að skipuleggja þetta í rólegheitum frá árinu 2007, þegar ég skrapp í smá ferð til Danmerkur og fann það út að ég kunni bara mjög vel við mig þar. Af margvíslegum ástæðum þá ákvað ég hinsvegar ekki að koma þessari áætlun af stað fyrr en haustið 2010. Þegar ég hafði fengið meira en nóg af íslenskri menningu, íslenskum hugsunarhætti og íslensku þjóðfélagi. Ég gat ekki, og ég get ekki ennþá í dag lifað sáttur á Íslandi. Einnig er það þannig að menntamál verða væntanlega einfaldari fyrir mig í Danmörku en á Íslandi. Enda reikna ég með að klára framhaldsskólan og allt mitt háskólanám í Danmörku á næstu árum. Hversu langan tíma þetta tekur veit ég ekki ennþá. Það mun koma niðurstaða í það þegar ég er kominn til Danmerkur og Sønderborg-ar.

Því miður varð það svo að þetta gekk ekki upp hjá mér í fyrstu tilraun. Þannig að ég þurfti að flytja aftur til Íslands í Júní 2011. Þó hafði ég eingöngu skipulagt þann flutning þannig að ég ætlaði mér eingöngu að lifa eins ódýrt og hægt væri á meðan ég væri á Íslandi. Enda var ástæða þess að ég þurfti að flytja aftur til Íslands skuldir, og ekkert annað. Ég ákvað því við flutningin til Íslands núna í Júní 2011 að borga niður allar mínar skuldir og flytja síðan aftur til Danmerkur. Það tókst hjá mér, og næsta skref er núna í fullum undirbúningi. Það skerf er að flytja aftur til Danmerkur. Ég reikna fastlega með að því skrefi verði endanlega lokið á tímabilinu Maí til Júlí. Það veltur samt á því hvenar ég fæ íbúð í Sønderborg, þar sem ég ætla mér að búa. Í þetta skiptið þá tryggi ég að þetta mun ganga upp hjá mér. Ég reikna hinsvegar alls ekki með að þetta verði einfalt. Reyndar reikna ég með að þetta verði þrælerfitt og vel það. Enda er ég ennþá að mestu leiti eingöngu með örorkubætur sem tekjur, og oft á tíðum ekkert annað og örorkubætur eru ekki miklar tekjur í dag. Sérstaklega í dönskum krónum talið.

Engin árangur af landamæraeftirliti Danmerkur

Fyrr á þessu ári þá hófu Danir aftur landamæraeftirlit á landamærum sínum við Þýskaland og Svíþjóð. Þetta landamæraeftirlit var síðan endað þegar ný ríkisstjórn komst til valda í Danmörku núna í September. Í gær birti Danska Ríkisútvarpið (DR) niðurstöðu könnunar um það hversu vel þetta landamæraeftirlit hafði virkað. Niðurstaðan af þeirri könnun var sú að þetta landamæraeftirlit hafði engin áhrif á fjölda ólöglegra efna og erlendra glæpamanna í Danmörku. Árangurinn af þessu landamæraeftirliti var því nákvæmlega enginn, eins og fullyrt hafði verið á í Danmörku þegar þetta landamæraeftirlit var tekið upp fyrr á þessu ári í Danmörku.

Frétt DR Nyheder um þetta mál.

Ingen virkning af øget grænsekontrol (DR)