Þeir sögðu þetta um Icesave 3 samninginn og dómsmálið

Þar sem ég er orðin þreyttur á liðinu sem afneitar núna afleiðingum þess að fella Icesave 3 samninginn árið 2011. Í þjóðaratkvæði þann 9. Apríl 2011. Þá hef ég tekið saman þessa hérna upprifjun á því sem sagt var af andstæðingum Icesave samningins og um dómsmálið, og Icesave málið sjálft.

Byrjum á formanni framsóknarflokksins. Honum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni.

[…]

Í öðru lagi er alls ekki víst að Íslendingar tapi þessu máli. Virtir lögfræðingar, íslenskir sem erlendir, hafa fært fyrir því rök að Ísland eigi mjög góðar líkur á að vinna slíkt mál fyrir EFTA dómstólnum. En eitt er víst: Bretum og Hollendingum hentar hvorki að vinna né tapa slíku máli. Hvers vegna?

Jú, Það hentar þeim augljóslega ekki að tapa dómsmáli, en ástæðan fyrir því að þeim hentar ekki að vinna það heldur er að þá hefur Evrópudómstóll komist að þeirri niðurstöðu að allar innistæður í öllum bönkum í Evrópu séu á ábyrgð viðkomandi ríkja. Breskum yfirvöldum ber þá að tryggja allar innistæður í breskum bönkum upp að 20.000 Evrum, hollenska ríkið ber þá ábyrgð á hollenskum bönkum og svo framvegis. Ekki aðeins er þetta algerlega andstætt samkeppnisreglum Evrópusambandsins heldur má einnig velta því fyrir sér hversu vænlegt það sé fyrir t.d. yfirskuldsett spænska ríkið að fá alla stórskuldugu spænsku bankana í fangið í einu vetfangi eftir slíkan dóm.

[…]

Í fjórða lagi er öruggt að aðeins íslenskur dómstóll getur dæmt íslenska ríkið til að greiða Bretum og Hollendingum skaðabætur vegna Icesave málsins (t.d. allar Icesave innistæður sem Bretar greiddu úr, eins og hræðsluáróðurinn hamast nú á). Þetta kom t.d. fram fyrir skömmu í bréfi frá ritara EFTA dómstólsins. Varnarþing íslenska ríkisins er í Reykjavík og ríkið verður ekki sótt fyrir öðrum dómstólum nema það samþykki það sjálft (t.d. eins og gert er í Icesave samningunum).

Ef Bretar og Hollendingar myndu ekki fallast á þá lausn sem íslendingar byðu í kjölfar EFTA dóms gætu þeir því höfðað skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

[…]

Í sjötta lagi er rétt að minnast þess að Icesave samningur losar íslenska ríkið ekki við málaferli vegna neyðarlaganna, og mismununnar á grundvelli þeirra, enda eru slík málaferli þegar hafin af hálfu annarra kröfuhafa.

Þegar staðreyndir málsins eru skoðaðar lið fyrir lið á skynsamlegan hátt er augljóst að sá hræðsluáróður sem nú er beitt til að hvetja Íslendinga til að samþykkja Icesave samningana er rakalaus.

Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Bretum og Hollendingum hentar hvorki að vinna né tapa dómsmáli, Advice.is

Maður að nafni Frosti Sigurjónsson kom einnig með ýmsar fullyrðingar um Icesave 3 samningin sem reyndust ekki halda þegar á reyndi.

[…]

2. Ef við fellum Icesave þá eru Bretar og Hollendingar illa sviknir
Þetta er rangt því neyðarlögin tryggja þeim mörg hundruð milljörðum hærri bætur en ef tryggingasjóðurinn hefði verið fullur af peningum. Þeir fá heila 1175 ma í stað aðeins 674 ma.

[…]

8. Leiðin til að losna við Icesave málið er að samþykkja samninginn
Stjórnvöld leggja ofuráherslu á að ljúka Icesave málinu. “það sé þreytandi að hafa þetta hangandi yfir sér”. Með samningnum eru stjórnvöld að flytja málið af sínu borði til fólksins í landinu, sem mun burðast með málið í allt að 35 ár – í formi hærri skatta og minni velferðar.

[…]

10. Icesave samningurinn dregur úr líkum á að neyðarlögin falli
Sumir telja hald í því að hafa Breta og Hollendinga með sér í liði ef kemur til ágreinings um gildi neyðarlaganna og vilja því samþykkja Icesave. En þótt samningurinn verði felldur, þá hafa Bretar og Hollendingar gríðarlegan hag af því að neyðarlögin haldi og munu því ekki vilja hrófla við þeim.

Frosti Sigurjónsson , 10 Bábiljur um Icesave, Advice.is

Maður að nafni Jón Hjaltalín Magnússon hélt ýmsu fram, og bjóst við Icesave 4 samningi. Hann sá ekki fyrir dómsmálið, sem þó var augljóst fyrir öllum að mundi eiga sér stað ef Icesave 3 yrði fellt.

[…]

Það er deginum ljósara að allir þrír Innistæðutrygginagsjóðir þessara landa munu krefjast forgangs í bú Landsbankans með kröfur sínar þegar að útborgun kemur og sérstaklega sá íslenski samkv. “Hall-ákvæðinu” svokallaða um forgangskröfu lágmarksgreiðslna. Hvernig sem Skilanefnd Landsbankans ákveður útborganir sínar, þá munu Innistæðutryggasjóðir landanna þriggja leita til dómstóla til að hámarka greiðslur til sín úr búinu eins og aðrir kröfuhafar. Hvort sem men velja að segja Nei eða Já í kosningunum um ICESAVE á laugardag þá fer málið fyrir dómstóla. Því segi ég NEI og styrki þannig málflutning okkar færustu íslensku og erlendu lögfræðinga fyrir dómstólum hérlendis þegar þar að kemur og sem mun leiða til fjórða ICESAVE – samningatillögunar og vonandi án greiðslu nokkurra vaxta því þær eiga að lenda á þrotabúi Landsbankans, ef þær eiga nokkurn rétt á sér. Hingað til hafa þessar ICESAVE samningatillögur bara farið síbatnandi fyrir okkur Íslendinga!

[…]

Jón Hjaltalín Magnússon, Ég segi NEI við ICESAVE því málið fer hvort eð er fyrir dómstóla, Advice.is

Maður að nafni Sigurður Hannesson skrifaði grein, sem var bara tómt bull frá upphafi til enda. Hérna er sýnishorn af bullinu.

[…]

Hafa verður í huga að aðgerðir íslenskra stjórnvalda voru til þess fallnar að verja greiðslumiðlun Íslands gegn falli. Hefði það ekki verið gert hefðu eignir gamla Landsbankans rýrnað enn frekar þar sem verulegur hluti þeirra var innlendar eignir. Tjón Breta og Hollendinga hefði orðið mun meira en raun varð.

Því er haldið fram að dómstólaleiðin sé varhugaverð vegna þess að Ísland gæti verið dæmt fyrir mismunun vegna aðgerða sinna. Þá þarf hins vegar að sýna fram á að mismunun hafi valdið beinum og verulegum skaða. Svo er ekki.

Sigurður Hannesson, Hvaða skaða?, Advice.is

Maður að nafni Friðrik Hansen Guðmundsson kom með fullyrðingar sem hafa hreinlega ekki staðist.

[…]

Samþykkjum við Icesave 3 þá þarf ríkissjóður að greiða þessar 674 ma. óháð því hvað fæst úr þrotabúi Landsbankans. Með því að samþykkja Icesave 3 þá er verið að skuldsetja ríkissjóð um 674 ma. Þessi dómur sem féll í dag að heildsölulán eru forgangskröfur verður til þess að minna er til skiptana úr þrotabúinu upp í þessa Icesave reikninga. Það þýðir að væntingar um að lítið sem ekkert muni falla á ríkissjóð samþykkjum við Icesave 3 eru gufaðar upp. Verði neyðarlögunum hnekkt nú í framhaldinu þá verður þrotabú Landsbankans ekki til ráðstöfunar upp í þessa 674 ma. sem er þá orðin að skuld ríkissjóðs við Breta og Hollendinga.

Því er svo haldið fram að með því að auka skuldsetningu ríkissjóðs um 674 ma. þá verði auðveldara að fá lán hjá erlendum fjármálafyrirtækum.

Því er svo haldið fram að þau lán sem bjóðast eftir að við eru búin að auka skuldsetningu ríkissjóðs um sem samsvarar hálfri landsframleiðslu að þau verða þá á lægri vöxtum en þau lán sem bjóðast í dag.

[…]

Það er ljóst að það er fullt af fólki í þessu samfélagi sem er búið að missa algjörlega áttirnar í þessu máli.

Við skulum ekki láta þetta fólk segja okkur að með því að skuldsetja ríkissjóð um hálfa landsframleiðsluna þá verði auðveldara að fá lán í útlöndum og þau lán fáist á lægri vöxtum. Við skulum ekki láta þetta fólk segja okkur að hvítt sé svart og svart sé hvítt.

Kjósum NEI við Icesave og tryggjum hér á komandi árum að minnsta kosti óbreytta stöðu ef ekki betri í framboði á erlendum lánum og að minnsta kosti óbreytta vexti ef ekki betri vexti á þessum lánum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, Hvernig getur skuldsetning ríkissjóðs upp á 674 ma. aukið lánshæfi hans?, Advice.is

Maður að nafni Þorstein Hjaltason hélt að mundi ekkert gerast ef íslendingar höfnuðu Icesave 3 samningum.

[…]

Hvað ef við segjum nei við Icesave?

Það sem við segjum með nei-inu er, að við teljum okkur ekki lagalega ábyrg og erum tilbúin til að láta á það reyna fyrir dómstólum. Sama hver niðurstaða slíks máls yrði þá er trúlegt að hún myndi leiða til breytinga á innistæðutryggingakerfinu í ESB og ekki er alveg víst að áhugi sé fyrir slíku og þar með ekki dómsmáli.

Hvað ef við segjum já?

Ef við segjum já föllumst við á að ríkisábyrgð sé á þessum skuldbindingum og verðum að haga okkur í samræmi við það. Við getum ekki barið höfðinu við steininn og sagt, »Tja við skulum borga núna en að sjálfsögðu er okkur það ekki skylt og gerum það ekki næst.« Við yrðum að leggja til grundvallar að bankar eru á ábyrgð ríkisins hvað þetta varðar og því verður ríkið að hafa verulega meiri hemil á þeim. Margt verður að fara yfir t.d. það að ef samstarf í ESB eða EES krefst þess íslenskum bönkum sé heimilt að starfa alls staðar á svæðinu, höfum við þá efni á því að taka þátt í því samstarfi að óbreyttu innistæðutryggingakerfi ESB?

[…]

Þorstein Hjaltason, Eftir Icesave, Advice.is

Síðan hélt Advice hópurinn ýmsu fram um hvað mundi gerast ef íslendingar mundu fella Icesave. Eins og hægt er að sjá í þessari auglýsingu þeirra hérna.


Smellið á myndina til að fá fulla stærð.

Síðan voru það hópar eins og Samstaða þjóðar gegn Icesave sem voru í umræðunni. Sá hópur var reyndar að mestu leiti skipaður hægri öfgamönnum sem höfðu, og hafa í dag ekkert vit á því sem Icesave snýst um. Síðan voru það einnig þingmenn, sem eru yfir sig hissa á dómsmálinu núna í dag vegna Icesave sem vildu málið fyrir dóm og voru að hvetja fólk til þess að fella Icesave samningin í þjóðaratkvæði. Guðlaugur Þór, þingmaður sjálfstæðisflokksins var einn af þessum mönnum ásamt fleirum.

Dómsmál er hinsvegar það sem íslendingar vildu, og það sem íslendingar fengu. Það að Evrópusambandið vilji aðild að þessu dómsmáli kemur ekkert á óvart. Aftur á móti mun Evrópusambandið ekki hafa neitt með niðurstöðu EFTA dómstólsins að gera. Enda er EFTA dómstólinn sjálfstætt dómsvald innan EFTA ríkjanna, og nær bara til þeirra en ekki Evrópusambandsins. Eins og látið er liggja að í umræðunni þessa dagana.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 18:11 UTC þann 12.04.2012.

Staðan í Icesave er það sem óskað var eftir

Sú staða sem er komin upp í Icesave málinu kemur ekkert á óvart. Þannig að það þýðir lítið fyrir fólkið sem hvatti til þess að Icesave 3 samningurinn yrði felldur í kosningum að væla núna yfir stöðu mála. Þetta var það sem þau vildu, og fengu. Enda er það, eins og bent var á. Það er betra að semja um málin heldur en að takast við þau í gegnum dómsmál.

Þetta væl sem Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra birtir núna á heimsíðu sinni í kvöld er því bara hlægilegt. Maðurinn hefði sjálfur getað sagt sér að þetta mundi gerast ef að Icesave færi í dómsmál. Aftur á móti vildi Ögmundur fá Icesave sem dómsmál með því að hafna samningaleiðinni, og því er þessi staða sem núna er komin upp meðal annars á hans ábyrgð.

Þetta kjaftæði Ögmundar um að Evrópusambandið vilji Ísland á hnéin er ekkert nema marklaus þvæla. Íslendingar vildu ekki semja um málið, og því þurfti að fara dómsmálaleiðina til þess að leysa úr málinu. Reyndar er alveg ljóst að íslendingar munu tapa Icesave málinu. Það er bara spurning hversu slæmt þetta tap verður þegar á reynir.

Hvað Ögmund og hans líka varðar. Þá hef ég aðeins þetta að segja. Ykkur var nær að vera með þennan helvítis hroka og yfirlæti. Ég kenni ykkur um þessa stöðu og engum öðrum, og ég tek ekki mark á afneitun ykkar þar sem þið eruð að afneita eigin gjörðum í Icesave málinu og þeirri stöðu sem er komin upp.

Siðlausir lygarar í Icesave dómsmálinu

Það er ekki að spurja að því. Þeir sem börðust sem harðast gegn Icesave samningum reyna núna að grafa undan þeirri stöðu sem þeir komu íslendingum í. Þetta á sérstaklega við hópana eins og InDefence og Advice sem fullyrtu að dómsmál mundi ekki verða höfðað ef að íslendingar felldu Icesave samningin, og ef að dómsmál mundi verða höfðað. Þá mundu íslendingar bara vinna það eins og ekkert væri. Annað er núna að koma á daginn. Enda er það sem ég hef alltaf vitað. InDefence og Advice eru ekkert nema hópar sem kerfisbundið hafa logið að íslensku þjóðinni varðandi Icesave málið og komið í veg fyrir hagsælda og farsæla lausn á Icesave málinu.

Hérna eru fullyrðingar Advice hópsins fyrir kosninganar 9. Apríl 2011.

[…]

Dómstólaleiðin er betri kostur
Það er siðaðra þjóða háttur að leysa úr ágreiningsmálum fyrir dómsstólum. Við eigum ekki að óttast niðurstöðu dómstóla. Góð rök hafa verið færð fyrir því að yfirgnæfandi líkur séu á því að Íslendingar myndu vinna dómsmál um Icesave yrði slíkt mál höfðað. Jafnframt hefur verið á það bent að fyrirliggjandi samningur sé engu betri en tapað dómsmál.

Dómstólaleiðin útilokar greiðslufall vegna Icesave samnings
Jafnvel þótt íslenskir dómstólar myndu dæma ríkið til að greiða eitthvað, þá yrðu þær kröfur ávallt í íslenskum krónum. Þar með er greiðslufall ríkisins vegna Icesave útilokað, ólíkt því sem væri ef krafan er í erlendri mynt eins og raunin er í fyrliggjandi samningi.

[…]

Tekið af heimasíðu Advice hópsins þann 22. Desember 2011.

[…]

2. „Dómstólaleiðin”: Ólíklegt er að B&H vilji fara í mál vegna þess að það hentar þeim hvorki að vinna né tapa. Það væri afleitt fyrir Evrópulönd sem þegar eru í ríkisskuldakreppu að fá dæmda á sig ábyrgð á allt of stórum og löskuðum bankakerfum sínum. Ef farið yrði í mál getur aðeins íslenskur dómstóll dæmt íslenska ríkið til greiðslu skaðabóta. Það hefur EFTA-dómstóllinn staðfest. Hvergi er að finna ríkisábyrgð á innistæðutryggingum en jafnvel þótt hinn íslenski dómstóll liti framhjá því er óhugsandi að B&H yrði dæmt meira en algjört skaðleysi í málinu (þ.e. sama og núverandi drög gera ráð fyrir

[…]

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Formaður Framsóknarflokksins. Tekið af heimasíðu Advice þann 22. Desember 2011. Sigmundur Davið Gunnlaugsson var einnig í InDefence hópnum þegar hann var upprunalega stofnaður, áður en hann varð formaður Framsóknarflokksins.

Afstaða InDefence var ennfremur ekkert betri heldur en afstaða Advice. Eins og má sjá hérna (pdf, Vísir.is).

[…]

Áhættan sem fylgir dómsmáli er mun meiri fyrir Breta og Hollendinga en Íslendinga. Tapi þeir málinu getur það sett fjármálakerfi Evrópu í uppnám en tapi Íslendingar þurfa þeir í mesta lagi að era það sama og ætlast er til að þeir geri samkvæmt núverandi tilboði.

Rétt er að hafa í huga að þótt EFTA-dómstóllinn geti gefið álit þarf að sækja peninga til ríkisins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og Hæstarétti.

[…]

Bloggsíða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formann Framsóknarflokksins. Tekið af heimasíðu Sigmundar Davíðs þann 22. Desember 2011.

Bloggarinn Baldur McQueen hefur einnig gott yfirlit yfir þær rangfærslur sem Bjarni Bendiktsson fór með fyrr á árinu 2011 um Icesave og áhættuna á dómsmáli. Það er hægt að lesa hérna.

Þegar Icesave dómsmálið tapast. Þá legg ég til að þeir sem voru á móti því (sirka 60 til 93% þjóðarinnar) verði rækilega minntur á það í heilan mánuð. Þá sérstaklega að þetta fólk lét vitleysinga hafa sig að fíflum með því að ljúga upp í opið geðið á því um hvað mundi gerast ef að Icesave samningum yrði hafnað. Enda sést það vel þegar núna er skoðað að þeir sem stóðu í farabroddi gegn Icesave samningum lofuðu því að dómsmál vegna Icesave yrði ekki höfðað og allt yrði í góðu þegar íslendingar höfnuðu síðustu Icesave samningum. Þetta er og hefur alltaf verið lygi eins og núna er að koma á daginn.

Þetta fólk sem laug til þess að fram sína niðurstöðu í Icesave kosningunni fyrr á árinu er núna aftur farið af stað vegna dómsmálsins. Það er mitt mat að þetta fólk eigi að halda kjafti. Enda búið að valda nægum skaða nú þegar.