Bölvað tölvu vesen

Það virðist sem svo að nýjustu uppfærslur hafi gert lítið úr síðustu uppsetningu minni á Gentoo Linux sem er aðal stýrikerfið hjá mér. En eitthvað er það sem veldur því að ég get ekki ræst það upp. Fæ bara fullt af “not found” villum. Þetta er eitthvað í sambandi við udev sem hefur breyst svona svakalega.

Það er spurning um að henda kerfinu upp á nýtt. Enda gengur þetta ekki. Ég síðast notaði útgáfu 2005.0 en núna er kominn 2005.1. Ég hef verið að leita að lausn, en enga fundið. Því miður fyrir mig.