Krafan um að vera öll eins

Á Íslandi er undarlegt fyrirbæri sem er búið að vera til staðar mjög lengi. Þetta fyrirbæri er mjög einfalt. Þetta er í raun ekkert annað en tíska hjá fólki, sem hefur af einhverjum ástæðum þróast út í undarlegt félagslegt fyrirbæri á Íslandi. Þetta fyrirbæri krefst þess að allir á Íslandi séu meira og minna eins. Klæði sig eins, og í ákveðnum öfgafullum tilfellum hagi sér eins. Þetta fyrirbæri í íslensku samfélagi er afskaplega skaðlegt. Þar sem það elur af sér einelti, skömm og einsleitt þjóðfélag. Hvort sem er menningarlega eða félagslega.

Við erum öll öðrvísi. Það að vera öðrvísi eykur menninguna, gerir hana fjölbreyttari, öflugri og hún skilar meiru af sér félagslega. Sú einsleita menning sem er verið að ýta á að verði raunin á Íslandi er skaðleg og gerir íslenskt samfélag leiðinlegra. Enda er það augljóst að það er engin fjölbreytni í íslensku samfélagi þegar við erum öll eins. Slíkt getur ekki af sér menningu þar sem hugmyndir þrífast og blómstra.

Þegar öllu er á botninn hvolft með þetta allt saman

Ég er búinn að gera upp fortíðina við sjálfan mig. Þá sérstaklega eineltið, einangruna og höfnuna sem ég hef orðið fyrir í gegnum árin á Hvammstanga og almennt í samfélaginu. Svona eins og ég hef skrifað um undanfarið á blogginu mínu. Uppgjörið hefur ekki verið einfalt eða létt fyrir mig. Aftur á móti var þetta uppgjör hjá mér verið nauðsynlegt. Enda gengur ekki, og það er ekki hollt að bera svona innan með sér til lengri tíma.

Þessi upprifjun mín á þessu tímabili, og sú staðreynd að ég var í raun bara að brotna undan því andlega álagi sem fylgir því að bera svona hluti andlega. Upprifjun mín var sársaukafull og hafði þessar afleiðingar. Ég ákvað, á einhverju stiginu að gera endanlega upp við fortíðina. Alveg óháð því hversu erfitt það yrði. Það tókst. Niðurstaðan er sú að ég er kominn með nýtt upphaf. Hvert það upphaf mun leiða veit ég ekki nákvæmlega. Hinsvegar veit ég að sem persóna þá er ég að breytast. Enda er það svo að reynslan mótar okkur um alla framtíð og ákveður hvernig manneskjur við verðum. Það mun taka tíma fyrir mig að jafna mig á þessu. Sérstaklega uppgjörinu sjálfu. Hversu langan tíma þetta mun taka veit ég ekki. Það verður bara að koma í ljós.

Þó svo að ég hafi orðið fyrir leiðinlegri lífsreynslu. Þá þýðir það ekki að ég hafi hagað mér alltaf eins og best verði á kosið. Enda hef ég komist að þeirri niðurstöðu að örfáir einstaklingar eiga inni hjá mér afsökunarbeiðni. Hinsvegar veit ég ekkert hvort að ég muni fá tækifæri til þess að koma þessum afsökunarbeiðnum til skila. Það á einfaldlega eftir að koma í ljós. Þar sem ekki er víst að ég hitti viðkomandi einstaklinga á næstu árum vegna þeirra ákvarðana sem ég hef tekið.

Ég veit ekki hvaða leið verður farin fyrir mig persónulega á næstu árum. Þó er alveg ljóst að ég mun halda áfram búsetu minni í Danmörku. Aftur á móti er það stefnan hjá mér að flytja til Falklandseyja eftir 10 ár ef öllum skilyrðum er fullnægt til þess. Ástæðan fyrir því að þetta tekur svona langa tíma er einföld. Það er dýrt að flytja 13.400 km, einnig sem að ég þarf komast af örorkubótum áður en ég get flutt þangað. Síðan þarf ég einnig að fara til Falklandseyja sem ferðamaður áður en ég flyt þangað. Það er einnig þannig að ég þarf að sækja um leyfi til þess að búa á Falklandseyjum, sýna fram á tekjur og fleira þannig áður en ég get flutt til Falklandseyja. Allt saman tekur þetta tíma og vinnu. Það mun taka tíma fyrir mig að ná þessum takmarki. Það mun þó takast. Þó að það taki 10 ár fyrir mig.

Hefur einelti kostað mig ástina

Það verður engin einföld leið fyrir mig að koma þessu frá mér. Hinsvegar verð ég að koma þessu frá mér. Þar sem ég er að gera upp hluti við sjálfan mig og það umhverfi sem ég bjó í rúmlega 8 ár á Íslandi. Það er líklegt að þessi bloggfærsla muni særa einhverja einstaklinga. Þar sem þeir vita hverjir þeir eru reikna ég með við lestur þessar greinar. Ég ætla mér þó ekki að nefna nein nöfn í þessari bloggfærslu.

Hinsvegar ætla ég að byrja á upphafinu. Eineltinu. Ég hef aðeins talað um það í eldri bloggfærslum mínum um svipað málefni. Einelti er ekki eingöngu það að maður sé laminn eða talað illa um mann í grunnskóla. Útá við og á fullorðinsárum þá fer eineltið útí það að maður er hunsaður félagslega. Maður er einangraður frá hópnum. Maður er í raun ekki til í augum hópsins. Maður fréttir ekki af veislum hjá fólki ekki fyrr en þau eru hafin. Jafnvel ekki fyrr en daginn eftir eða vikuna á eftir. Maður fréttir í raun ekki af neinum viðburðum hjá fólki fyrr en seint og síðar. Ef maður fréttir þá almennt af þeim. Jafnvel hjá fólki sem maður taldi sig þekkja ágætlega. Ég drekk ekki áfengi og reyki ekki, og það er mitt val sem ég skammast mín ekkert fyrir. Ég þarf ennfremur ekkert að vera allt kvöldið í svona veislum. Slíkt er ekkert skylda síðast þegar ég gáði.

Sú hegðun sem ég varð fyrir þegar ég bjó á Hvammstanga var í raun ekkert annað en einelti. Það er fullkomnlega eðlilegt að maður þekki ekki alla í rúmlega 500 manna þorpi, eða líki vel við alla ef útí það er farið. Enda telst félagslegur hópur í kringum mann rétt rúmlega 100 til 300 manns samkvæmt tilgátum og rannsóknum. Þetta kemur einnig inn á ástina og allt sem tengist því einnig.

Þegar maður er svona einangraður í samfélagi þá gerast eftirtaldir hlutir í þessum efnum. Þegar maður kynnist manneskju sem er hluti af hópnum. Sem ég gerði á endaum. Enda áttu kynnin sér á stað utan við mesta áhrifasvæði samfélagsins á Hvammstanga að mestu leiti. Ég var mikið inn og úti í framhaldsskóla á þessu tímabili. Ástæðan var félagsleg að mestu leiti, og að hluta til peningaleg (sem er ekki til umræðu hérna). Enda varð ég fyrir að ég tel svona einelti í framhaldsskóla jafn mikið og á Hvammstanga. Þar sem að einstaklingar sem ég var með í framhaldsskóla tengdust inn á Hvammstanga jafn mikið og ég. Þannig að þetta vandamál fylgdi mér hvert sem ég fór í raun að mestu leiti. Vegna þess að fólkið í kringum mig breyttist í raun lítið hvert sem ég fór. Ástæðunar fyrir því er að finna í þeirri staðreynd að íslenskt samfélag er lítið. Sérstaklega útá landi.

Hefur einelti kostað mig ástina. Alveg örugglega eins og ég hef sagt hérna að ofan. Líklega oftar en einu sinni, og örugglega oftar en tvisvar í gegnum tíðina. Það eru ekki nema rúmlega fimm ár síðan þetta gerðist síðast (eftir því sem minnið segir mér). Ég nefnilega taldi á þeim tíma að þetta væri næstum því komið. Viðkomandi var nýlega hætt með strák sem hún hafði verið með til lengri tíma. Ég hafði verið að kynnast viðkomandi í rólegheitum. Enda kynnist ég fólki yfirleitt hægt og rólega. Sérstaklega þegar ég er að takast á við aðstæður sem ég hef ekki lent í áður. Náin kynni eru þannig aðstæður hjá mér, og eru það í raun ennþá.

Áður en ég vissi af hinsvegar. Þá var viðkomandi stelpa byrjuð með öðrum strák. Þá strák sem hún hafði verið með í grunnskóla á sínum tíma. Þetta frétti ég í gegnum vinkonu hennar í kringum jólin árið 2009 (að mig minnir). Ég mun aldrei gleyma þeim sársauka sem kom þá í gegnum hjarta mitt það kvöld. Mig bókstaflega langaði að deyja, eða finna mér far útúr þessari vetrarbraut. Breytti engu fyrir mig þegar að þessum tíma var komið. Ég hélt þó áfram eitthvað um kvöldið á barnum á Hvammstanga. Aftur á móti gafst ég fljótlega upp og fór heim í tölvuna. Enda lítill tilgangur hjá mér að vera á barnum að reyna skemmta mér. Þegar ég var kominn með mölbrotið hjarta. Þetta var svo mikið áfall fyrir mig að ég er ennþá að týna upp brotin ennþá í dag. Enda sjaldan sem mér finnst ég hafa verið jafn mikið skilin eftir útaf samfélagslegum þrýstingi sem er í gangi á Íslandi. Þetta er í dag eitt af stærstu áföllum sem ég hef orðið fyrir. Enda er hérna verið að hafna mér á versta mögulega máta. Eingöngu vegna þess að ég þóknast ekki einhverjum samfélagslegum kröfum sem eru í gangi þá vikuna eða mánuðinn.

Umræddar aðstæður koma upp hjá mér á Íslandi ítrekað vegna þess að ég er sjálfstæður einstaklingur í hugsun. Ég tek áhættu, hugsa sjálfstætt og ég gef lítið fyrir félagslegan þrýsting og samfélagslega strauma sem eru í gangi á hverjum tíma fyrir sig. Síðan er ég einnig með aspergers heilkenni sem gera samskipti mín við fólk oft á tíðum flóknari og valda því að þau taka lengri tíma. Það að ég sé með aspergers heilkenni þýðir ekki að ég sé tilfinningalaus manneskja. Það hinsvegar þýðir að ég á erfiðara með að tjá tilfinningar mínar eða jafnvel geri það á öðrvísi hátt en fólk sem er ekki með einhverfu eða aspergers heilkenni. Ég er líka einstaklingur með aspergers heilkenni sem er með eðlilega greind og hegðun. Það eru engin stórvandamál með mig þó svo að ég sé með aspergers heilkenni.

Reyndar hefur mér verið hafnað svo oft að ég er kominn með óeðlilega neikvætt sjónarhorn á það að verða ástfanginn. Enda reikna ég alltaf með að mér verði hafnað. Þegar maður er kominn með svona neikvætt sjónarhorn þá býr maður til sinn eigin vítahring þar sem maður þorir ekki að taka skrefin sem þarf. Útaf ótta við að verða hafnað. Stundum er mér einfaldlega hafnað með þögninni einni saman. Það er ekki langt síðan það gerðist. Ég bauð stelpu út eftir langan umhugsunarfrest. Þar bjóst ég ekki við neinu, til þess að verða ekki fyrir miklum vonbrigðum. Það reyndist ágæt ákvörðun þegar á reyndi. Þegar ég fékk þöglu höfnunina á endanum.

Ég er núna að vinna í því að laga þetta neikvæða sjónarhorn mitt á lífið og ástina. Ein af mínum betri ákvörðunum í þeim efnum var sú að flytja til Danmerkur. Það reyndar gekk ekki alveg upp í fyrstu tilraun árið 2011. Aftur á móti virðist þetta vera að ganga upp hjá mér núna. Þrátt fyrir fjárhagsleg vandamál hjá mér. Hvað svo sem þeim líður. Þá er alveg ljóst að ég er ekkert á leiðinni aftur til Íslands. Þar sem að samfélög eins og það sem er að finna á Hvammstanga er að finna í flestum smábæjum á Íslandi. Formið er oftast ekki alveg það sama. Niðurstaðan er hinsvegar yfirleitt alltaf sú sama fyrir þá einstaklinga sem þar búa. Sérstaklega ef þeir eru einangraðir félagslega eins og ég lenti í þegar ég bjó á Hvammstanga í sjö ár. Ég er alveg viss um að einhverjir verða ekki sáttir við þessa bloggfærslu og munu tala um það næstu tvær vikunar á Hvammstanga. Mér er aftur á móti alveg sama um slíkt. Sérstaklega þar sem að ég hef ákveðið að koma þessu frá mér. Annars gerir þetta ekki annað en að éta mig upp að innan andlega eins og rafgeymasýra. Slíkt er ekki heilbrigt og alls ekki gott fyrir mig til lengri tíma litið.

Það er einnig orðið ljóst hjá mér að ég mun ekkert flytja aftur til Íslands. Enda hef ég engan áhuga á því að falla aftur í þetta félagslega munstur. Enda mundi það nákvæmlega gerast ef ég mundi flytja aftur til Íslands. Þessa 11 mánuði sem ég bjó á Íslandi árið 2011 til 2012 (lok Apríl). Þá gerðist nákvæmlega þetta. Ár skipta engu máli í þessu samhengi. Þar sem hegðun fólks breytist almennt ekki á nokkrum árum. Hegðun fólks breytist kannski á nokkrum áratugum, ef hún breytist þá eitthvað til að byrja með. Staðreyndin um fólk er sú að það breytist almennt séð lítið. Sérstaklega ef það ætlar sér að fylgja viðmiðum hópsins sem það tilheyrir. Þannig er það bara.

Nokkur orð um að vera maður sjálfur

Það er alltaf verið að segja manni að vera maður sjálfur. Þá í gengum fræðsluátök, fréttagreinar og annað slíkt. Ég er nákvæmlega þetta. Enda er ég búinn að prufa hitt. Það að vera eitthvað öðrvísi en ég sjálfur. Það virkaði ekki og mun aldrei virka. Aftur á móti er það að vera maður sjálfur ekki að virka fyrir mig heldur. Ástæðan er sú að flestum finnst ég augljóstlega vera óþægilegur þegar ég er „ég sjálfur“ við viðkomandi.

Ég er manneskja sem elskar staðreyndir, hvort sem þær eru óþægilegar eða þægilegar. Það breytir mig engu. Staðreynd er staðreynd, og ef ég tel að hún eigi erindi við fólk. Þá segi ég frá henni umbúðarlaust ef svo ber undir. Af tilfinningaástæðum. Þá held ég aftur af mér þegar það kemur af staðreyndum um fólk. Slíkt er eingöngu gert til þess að halda friðinn frekar en eitthvað annað. Enda sé ég enga ástæðu til þess að gera fólk af óvinum útaf engri ástæðu. Þá er betra að þegja oft á tíðum.

Það hefur gerst núna með skömmu tímabili af mér hefur sagt að, bæði beint og óbeint að ég óþægilegur einstaklingur. Einnig sem að sú afsökun var notuð það væri óþægilegt að tala við mig. Þar sem ég væri „óþægilegt að tala við ókunnunga“ yfir internetið. Sú afsökun er eitthvað sem gengur ekki upp hjá mér. Þar sem ég var búinn að tala við viðkomandi lengi þar á undan, og taldi að gengi vel. Aftur á móti verða viðkomandi einstaklingar að fá ráða þessu sjálfir. Þetta er þeirra líf og þeirra ákvörðun. Ég lofaði hinsvegar viðkomandi að ég mundi ekki hafa samband við þá aftur. Það er loforð sem ég mun standa við að fullu. Enda reyni ég alltaf að standa við það sem ég segi ef ég mögulega get og í mínu valdi að gera slíkt. Hvaða einstaklingar hérna er um að ræða mun ég ekki segja frá. Enda kemur engum það við nema mér.

Aftur á móti er punkturinn sá að mér er gert nærri því ómögurlegt að vera ég sjálfur. Vegna þess að fólki annaðhvort líkar ekki við það, eða hreinlega vill ekki heyra af því. Ást mín á staðreyndum heimsins er ekki að fara neitt. Ég mun halda áfram að kynna mér hluti í framtíðinni og læra meira um heiminn. Hvað er næst á dagskránni mun bara koma í ljós með tímanum. Ég get verið ég sjálfur. Svo lengi sem það er samþykkt af fólkinu sem ég hef samskipti við. Mér þykja þetta vera ljótur raunveruleiki fyrir mig til þess að lifa við.

Nokkur orð um einmannaleika

Fyrir örlítið meira en ári síðan bjó ég á Hvammstanga. Reyndar bjó ég á Hvammstanga frá Júní til Ágúst 2011. Ástæðan var sú að ég hafði flutt aftur til Íslands frá Danmörku eftir að ég gerði mistök varðandi þann flutning til Danmerkur. Mistök sem ég geri ekki aftur núna þegar ég á ný fluttur til Danmerkur. Ástæða þess að ég ákvað að flytja frá Hvammstanga er í grunnin mjög einföld. Á Hvammstanga hef ég alltaf verið einmanna. Ég bjó á Hvammstanga í sjö ár. Það eru 84 mánuðir, og í miklum meirihluta þeirra var ég einmanna. Það var mjög algengt hjá mér að ég hitti ekki nokkura einustu manneskju svo dögum skipti. Sérstaklega ef ég átti ekki erindi í búðina, eða niður í banka eða eitthvað álíka erindi. Einmannaleiki er eitthvað sem er mjög tærandi fyrir persónuleika manns. Enda er allt fólk félagsverur. Það eru mjög fáir einstaklingar sem kjósa að lifa í algerri einangrun frá öðru fólki. Ég er ekki einn af þeim einstaklingum, og mun aldrei verða það.

Ég er með aspegers heilkenni. Það þýðir að ég er örlítið einhverfur. Það þýðir ekki að ég þurfi ekki á félagsskap að halda. Þar sem að í raun þá er ég mjög félagslyndur maður. Hinsvegar þá kann ég ekkert sérstaklega vel við mig í stórum hópum fólks. Sem dæmi þá má nefna böll, þorrablót og annað slíkt um atburði sem ég kann ekkert sérstaklega vel við. Þannig er ég bara, og það er ekkert að fara breyast.

Ég hef einnig ákveðið að drekka hvorki eða reykja. Eitthvað sem gerir mig „leiðinlegan“ samkvæmt samfélagslegum skilgreingum á Íslandi. Enda var það svo að á þessum sjö árum sem ég bjó á Hvammstanga. Þá var mér aldrei nokkurntíman boðið í partí meðal fólks sem ég þekkti, eða kannaðist við. Áhuginn á því að kynnast mér sem persónu var einfaldlega ekki til staðar, og er það í raun ekki ennþá. Ég hef reynt að brjótast útúr einmannaleikanum með því að fara í Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra. Það er nóg félagslíf í skólanum, og ég kynntist nýju fólki en bara í mjög takmarkað. Ég í raun eignaðist aðeins kunningja á meðal fólksins sem var þarna í námi. Ég í raun eignaðist ekki neina nýja vini þarna. Þannig að ég gafst upp á náminu. Enda finnst mér ekkert gaman að vera í skóla og kynnast ekki neinum almennilega. Ég átti auðvitað örfáa vini á Sauðárkróki, en eins og lífið er. Þá kláruðu þeir sitt nám og fóru annað. Síðan hafði fólk sem ég þekki sínar áætlanir stundum. Þannig að þegar maður þekkir fáa einstaklinga almennilega. Þá verður lítið úr félagslífinu hjá manni, oft á tíðum þá varð það ekki neitt hjá mér. Síðan spilar aldursmunurinn inn í þarna hjá mér. Ég er orðin eldri en þrjátíu ára, og flestir sem eru í FNV eru á aldrinum 16 til 23 ára. Fyrir einstakling sem er með aspergers. Þá getur verið erfitt að ná almenningu sambandi við fólk á þessum aldri. Enda er það oft þannig að ef maður fellur ekki beint inn í hópinn. Þá er maður einfaldlega skilinn eftir.

Ástæða þess að ég ákvað að flytja til Danmerkur eru aðalega tvær. Ég er að leita mér að félagsskap. Í dönsku þjóðfélagi þá eru mun meiri líkur á því að ég finni einhvern félagsskap til að vera með. Frekar en á Hvammstanga sem dæmi. Síðan er það einnig staðreynd að á Íslandi er mikið litið niður á fólk sem er öðrvísi. Það að vera með aspergers gerir aðstöðu mína mun verri, en ef að ég væri fullkomnlega eðlilegur einstaklingur án einhverfueinkanna. Ég gæti líklega fundið félagsskap ef ég hefði flutt til Reykjavíkur, eða í nágrenni við Reykjavík. Aftur á móti er það staðreynd að leigumarkaðurinn á Íslandi er afskaplega slæmur, og ekki hef ég efni á því að kaupa mér íbúð á Íslandi. Hvað þá á höfuðborgarsvæðinu. Enda getur maður lítið gert með örorkubætunar sem maður fær í dag.

Síðan er það einnig sorgleg staðreynd að ég varð, og hugsanlega hef orðið fyrir einelti é Hvammstanga. Ég varð fyrir einelti í grunnskóla. Ég geri mér illa grein fyrir því hvort að ég hef orðið fyrir einelti sem fullorðin einstaklingur. Ég hreinlega útiloka það ekki. Þó svo að ég þekki ekki einkenni slíks eineltis hjá fullorðnum einstaklingum. Þetta hefur einnig spilað inn í þær ákvarðanir sem ég hef tekið undanfarið. Þessar ákvarðanir eru ákvarðanir sem ég mun standa við. Þrátt fyrir erfiðleika þessa stundina peningalega (útaf örorkubótum og lélegu gengi íslensku krónunar undanfarið). Ég hef einnig ákveðið að láta slíkt ekki stöðva mig. Þrátt fyrir að ég muni lenda í tímabundnum erfiðleikum vegna þessa.

Félagslega ástæðan er einnig sú að mannlífið í Danmörku og Þýskalandi (ég er að flytja nærri landamærum Þýskalands) er mun fjölbreyttara en á Íslandi. Það að búa í fjölbreyttara samfélagi eykur einnig líkurnar á því að ég finni einhvern til þess að eyða tíma með í styttri eða lengri tíma (sambönd ganga ekkert alltaf upp hjá fólki).

Sérstakar þakkir

Ég vil þakka Láru Kristínu sérstaklega fyrir sín skrif á hennar eigin bloggi. Hennar skrif eru að hvetja mig til þess að tjá mig meira um Aspergers og hvernig það er. Sjónarhorn einstaklinga með einhverfu og aspergers heilkenni eiga alveg rétt á sér eins og önnur sjónarhorn. Fólk með einhverfu og aspergers á líka rétt á félagsskap, og að hafa val um það hvaða fólk það umgengst í sínu lífi. Það eru þeirra mannréttindi að hafa val á slíku.

Þegar manni er hafnað fyrir vera öðrvísi

Ég er með asperger heilkenni [Asperger syndrome, Wiki] eins og hefur áður komið fram hérna. Þessi grein hérna er áframhald á grein minni um reynslu mína af tilhugalínu, eða skort þar um væri nær að segja. Asperger veldur því að ég hef ekki áhuga á því sem fólkið í kringum mig hefur áhuga á. Þá á ég ekki við starfssvið eða nám sem fólk er endilega í. Þá á ég við þá menningu að verða drukkin um helgar, þetta er í raun menning þar sem gengur útá það að fólk nær í hvort annað og áfengi er notað til þess að losa um samskiptin á milli fólks. Margir sem eru með asperger drekka, og reykja líka. Aftur á móti hefur hvorugt heillað mig. Enda lít ég svo á að bæði skemmi mig líkamlega og jafnvel andlega, og það er eitthvað sem ég hef ekki áhuga á og mun aldrei hafa.

þetta væri svo sem ekki stórt vandamál hjá mér, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að ég er með asperger heilkenni. Það veldur því að á börum, eða skemmtunum almennt þá get ég orðið talsvert fjarlægur þegar líður á kvöldið. Enda vill það verða þannig á skemmtunum að eftir því sem fólk verður meira drukkið. Því erfiðara verður fyrir mig að skilja það, og sjá hvert það er að fara. Hvað tilfinningar sem losnar um þegar fólk drekkur. Þá er það eitthvað sem ég ræð við, og hef alveg ágæta þjálfun í að eiga við. Enda er það svo að þó svo að ég sé með aspergers heilkenni. Þá gerir það mig ekki tilfinningalausan, þó svo að útá við geti það sýnst vera þannig. Aftur á móti segir máltakið að útlit getur verið blekkjandi. Oft á tíðum finnst mér eins það sé verið að hafna mér útaf því að ég er öðrvísi en restin af því fólki sem maður er í kringum. Hvort sem um er að ræða skemmtanir (djamm) eða ekki. Það er einnig afskaplega slæm tilfinning að vera með. Það er einnig staðreynd að félagsleg einangrun gerir manni ekkert gott, eins og ég talaði um í fyrri grein minni.

Eins og kom fram í greininni hjá mér í gær. Þá hef ég fengið 100% neitun í tilraunum mínum til þess að ná mér í kærustu. Mér finnst slíkt vera auðvitað afskaplega pirrandi, sérstaklega þar sem þetta er langvarandi. Þar sem tilfinningin með að vera alltaf hafnað er ekkert góð, og hefur aldrei verið það, og mun aldrei verða það. Andlega séð þá hefur það að vera alltaf hafnað ekkert farið vel með mig. Enda er það svo að ég lít orðið á í dag að mér sé sjálfkrafa hafnað þangað til annað sannast. Þetta er ekki gott viðhorf til þess að hafa hjá mér að mínu mati, og er ég að reyna losa mig það. Það gengur hinsvegar illa á meðan ég þekki ekkert annað en höfnun. Þessi höfnun hefur oft á tíðum skilið mig eftir sáran andlega. Þó hef ég alltaf haldið kurteyslegu sambandi við viðkomandi stelpur eftir að mér hefur verið hafnað, enda er það mín skoðun að það sé alger óþarfi að vera dóni og leiðindi eftir að mér hefur verið hafnað af þeim. Hinsvegar hin síðari ár þá hef ég því vináttu sambandi sem ég hef við viðkomandi einfaldlega bara að deyja út í rólegheitum ef ekkert gerist. Í öllum tilfellum gerist ekkert meira og lífið heldur áfram sinn vanagang eins og alltaf.

Staðreyndin er sú að aspergers er ekki andlegur sjúkdómur. Þó má vel vera að einhverjir einstaklingar séu með andlega sjúkdóma í tengslum við aspergers (virðist stundum vera tilfellið, en það er ekki alltaf raunin hjá fólki með aspergers heilkenni). Þó svo að það tengist ekki asperger endilega. Það sem aspergers er að það kemur í veg fyrir skilning á umhverfinu. Síðan kemur asperger niður á skilningi einstaklinga eins og ég skrifaði um í gær. Það eru þó öllu alvarlegri afleiðinganar af stöðugri höfnun. Slíkt grefur undan sjálftrausti hjá manni, og veldur því eins og ég nefni hérna að ofan þá lít ég á að mér sé sjálfkrafa hafnað þangað til annað sannast. Jafnvel þó svo að það sé kannski ekki endilega raunin, og ég hafi ekki í sjálfu sér hugmynd um það vegna þess að ég skil líkamstjáninu ekki almennilega eða alls ekki.

Ég hef ákveðið að gefast ekki upp, eins og kom fram hjá mér í fyrri færslu um þetta málefni. Það er þó alveg ljóst að ég ræð hvorki örlögum, tilviljunum eða nokkrum öðrum sköpuðum hluti í þessum alheimi sem ég lifi í. Ég vona þó að þetta komi hjá mér einn daginn. Hvernig og hvar veit ég ekkert um. Það að vera með aspergers á ekki að dæma mann til eilífrar félagslegrar einangrunar og útilokunar í samfélaginu.

Þessu tengdu. Þá hef ég einnig tekið eftir því að karlmenn sem eru með aspergers virðast frekar eiga í vandræðum með að finna sér félaga heldur en konur sem eru með aspergers. Ég veit ekki af hverju þetta er. Þetta er hinsvegar eitthvað sem ég hef verið að taka eftir undanfarið eftir því sem ég kemst í kynni við fleira fólk með aspergers. Aftur á móti þá er ekkert víst að þetta sé rétt hjá mér. Þar sem hópurinn af fólki sem ég hef verið að tala við og er með aspergers er mjög lítill núna í dag. Eftir því sem ég kynnist fleiri einstaklingum með aspergers. Þá fæ ég vonandi skýari mynd á þetta atriði.

Félagslíf og tilhugalíf einstaklinga með asperger

Eins og áður hefur komið fram hérna hjá mér áður. Þá er ég einstaklingur með Asperger heilkenni. Það að vera með Asperger heilkenni veldur ýmsum vandamálum í samskiptum mínum við fólk. Þessi vandamál eiga uppruna sinn í skilningsleysi á því hvernig samfélagið virkar oft á tíðum, og síðan hvernig samskipti milli fólks ganga fyrir sig almennt séð. Ég ætla að skipta þessari bloggfærslu upp í tvo hluta. Þar sem að skrifin núna snúast um hluti sem eru ólíkir, en engu að síður skyldir í sjálfu sér.

Félagslíf

Félagslíf einstaklinga með Asperger getur verið mjög snúið. Skrif mín um þetta miðast eingöngu við mína reynslu. Enda hef ég ekki neitt annað viðmið þegar það kemur að þessu. Hjá öðrum einstaklingum ráðast þessi samskipti eftir hversu sterkt asperger er hjá þeim, og síðan hvort að viðkomandi hafi mikin áhuga á því að stunda félagsleg samskipti. Það er nefnilega þannig með einstaklinga sem eru með asperger að þeir hafa ekkert alltaf áhuga á því að vera í samskiptum við fólk. Það á hinsvegar ekki við mig, og hefur í raun aldrei verið þannig. Félagsleg samskipti milli einstaklinga byggja að mestu leiti á óskrifuðum reglum. Þessar reglur eru stöðugt breytilegar og eru mismunandi milli hópa einstaklinga, og það eru jafnvel mismunandi óskrifaðar reglur hjá fólki eftir því hvort að tala saman úti í búð, eða jafnvel úti á götu. Þar sem að ég er með asperger þá hættir mér til þess að nota sömu reglunar við allar aðstæður. Alveg óháð því hvort að viðkomandi félagslegar reglur eiga við eða ekki. Þetta hefur valdið mér minniháttarvandræðum séð frá mér. Það er þó alveg hugsanlegt þessi tilfelli hjá mér hafi verið í raun mun vandræðalegri án þess að skildi það, eða einfaldlega uppgvötaði það. Það veldur einnig talsverðum vandræðum í samskiptum mínum við fólk að ég kann ekki, og er mjög klaufalegur að tjá mig með líkamanum. Enda er líkamstjáning eitthvað sem kemur skilaboðum til fólks í kringum mann. Það að þessi skilaboð komi ekki rétt frá manni, eða alls ekki hefur mikið að segja hverning manni gengur félagslega þar sem maður er staddur. Sú ákvörðun að hvorki drekka áfengi eða reykja hefur einnig gert mig talsvert einangraðan. Þar sem að áfengi er mikið notað sem félagslegt form á Íslandi milli einstaklinga. Það að fara út án þess að drekka virðist vera svo til ómögulegt á Íslandi svo vel sé. Ég allavegana endist ekki lengi á skemmtunum í dag þar sem áfengi er til staðar, og því fer ég fljótlega heim að gera eitthvað annað. Horfa á sjónvarpsþætti eða eitthvað álíka.

Þetta skilningsleysi mitt á félagslegum reglum hefur valdið því að ég hef einangrast mikið í gegnum tíðina. Eitthvað sem mér persónulega hefur fundist alveg hrikalega slæmt. Enda er ekkert hollt fyrir mig andlega að vera einn heilu dagana og vikunar ef til þess kemur. Þau ár sem ég bjó á Hvammstanga þá minnir mig að ég hafi yfirleitt aldrei fengið neina heimsókn sem heitið getur. Það kom fyrir að fólk leit inn til mín, og stoppaði stutt. Það voru þá helst ættingar. Ég get ekki sagt að ég eigi neina vini á Hvammstanga. Ég á kunningja og fólk sem ég get talað við úti á götu. Annað er það ekki. Þó bjó ég á Hvammstanga í heil 7 ár, eða frá árinu 2004 til ársins 2011. Mér þykir það afskaplega slæmt, og það í raun var og er mjög slæmt fyrir mig sérstaklega. Þar sem að einvera er ekki eitthvað sem mér þykir þægilegt eða gott. Jafnvel þó svo að einstaka sinnum vilji ég vera einn og einbeita mér að því verkefni sem ég hef áhuga á þann daginn eða vikuna. Skortur á félagslegum samskiptum við fólk gerir mig hinsvegar dapran, og áhugalausan á öllu mögulegu. Enda hef ég fundið það út að það hentar mér betur að búa í stærri bæjarfélögum heldur en minni.

Tilhugalíf

Ég er eins og flest fólk þegar það kemur að tilhugalífi. Það á ég við að ég vil eignast kærustu eins og flestir karlmenn á mínum aldri, og þetta hefur lengi verið löngun hjá mér. Þó er það þannig að vera með asperger veldur vandamálum hérna eins og annarstaðar þar sem félagsleg samskipti koma við sögu. Þetta þýðir þó ekki að einstaklingar með aspergers geti ekki náð sér í maka. Núna í dag er fullt af einstaklingum sem hafa náð sér í maka og hafa átt börn, og hafa það svona almennt bara gott í lífinu með sinni fjölskyldu. Það er ennfremur staðreynd að það eru margir einstaklingar einhleypir í dag. Bæði karlar og konur. Þetta fólk, ólíkt mér. Hefur verið í samböndum þar á undan. Hvort sem þau eru til lengri tíma eða styttri tíma. Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei reynt, og hef enga reynslu af. Ég hef þó séð það er fullt af fólki, bæði karlmönnum og konum á mínum aldri sem er í svipuðum sporum og ég. Þó er væntanlega stór hluti þessara einstaklinga sem eru ekki með aspergers til þess að valda þeim vandræðum í samskiptum.

Mín helstu vandamál þegar það kemur að nánum samskiptum er það að ég er algerlega blindur á þau merki sem fólk notar í nánum samskiptum. Ef að asperger kemur einhverstaðar illa niður á mér. Þá er það þarna. Mér er það gjörsamlega ómögulegt að sjá þessi merki. Vegna þess að ég virðist hreinlega vera þannig tengdur að ég sé ekki þessi merki. Jafnvel þó svo að þau standi fyrir framan mig í bókstaflegri merkinu. Þetta hefur líklega valdið því að einhver tækifæri hafa hreinlega labbað frá mér, þá án þess að ég fattaði það. Ég get lítið gert til þess að laga þetta. Ég hef þó reynt að læra einhver af þessum merkjum með því að lesa mig til, en það segir þó bara innan við hálfa söguna. Varla það ef útí það er farið. Þessi skortur hjá mér á skilningi pirrar mig oft mjög mikið. Enda er þetta í raun ekkert nema blinda á félagsleg samskipti milli kynjana, og það að sjá þessi merki ekki finnst mér vera mjög slæmt.

Þar sem ég skil ekki þau merki sem fólk í makaleit gefur úti á lífinu (þar sem atburðarrásin getur verið mjög hröð). Þá ætti það lítið að koma á óvart að ég kann ekki, og mun hugsanlega aldrei getað komið slíkum merkjum frá mér sjálfur. Þar sem þessi blinda er tvíhliða, en ekki bara einhliða eins og halda mætti. Þannig að þegar ég hef áhuga á einhverri stelpu. Þá er mér gjörsamlega ómögulegt að koma upplýsingum um þann áhuga áfram með líkamstjáninu, eða öðrum hefðbundum leiðum. Margir nota áfengi til þess að komast yfir þennan þröskuld. Hinsvegar drekk ég ekki áfengi, og hef ekki áhuga á því. Síðan ákvað ég að bæta þeirri reglu við að ég fer ekki heim með fullum stelpum. Þar sem ég komst að þeirri niðurstöðu að slíkt væru meiri vandamál en ég kærði mig um. Þar sem ég hvorki kann almennilega að lesa þessi merki frá stelpum, eða senda slík merki sjálfur. þá hef ég einfaldlega ákveðið að spurja beint út viðkomandi beint út. Niðurstaðan í upphafi af því var ekkert glæsileg, enda hef ég fengið 100% nei hingað til. Þannig að ég hef breytt aðferðinni aðeins, og tala núna þess í stað lengur við viðkomandi áður en ég læt flakka. Þetta gefur mér einnig tíma til þess að komast að því hvort að einhver áhugi er til staðar eða ekki. Hingað til hinsvegar þá veit ég ekki um neina konu á mínum aldri eða öðrum sem hefur áhuga á mér fyrir það sem ég er. Þar sem ég er orðin hinsvegar mjög góður í að taka höfnun. Þá hef ég ákveðið það að ef ég fæ höfnun, hversu erfið sem hún getur verið. Þá haldi ég bara áfram, enda er þarna fleira fólk

Enda má ljóst vera að ég mun ekki breytast, og það er ekki hægt að neyða fólk til þess að breytast. Enda er það nú bara þannig að fólk breytist ekki svo einfaldlega, og alls ekki á einni nóttu.

Þau vandamál sem ég á við hérna er ekki eitthvað sem ég get þjálfað í burtu. Þetta er nefnilega ekki eins og að læra að teikna. Þetta er ástand sem er harðtengt inn í heilanum á mér, og fátt ef ekki neitt fær því breytt. Þó svo að heilinn í okkur öllum sé ekki settur endanlega í stein þá breytist hann mjög lítið yfir lífið. Nema þá helst að heilinn verði fyrir skaða af einhverjum ástæðum. Í flestum tilfellum þá gerist það. Reynsla er eitthvað sem er lærist með tímanum. Ég læri af reynslunni, en þar sem ég er félagslega blindur. Þá mun það ekki breytast neitt. Ekkert frekar en sú staðreynd að ég get ekki reiknað tölur í stærfræði vegna hugsanlegar talnablindu sem ég er líklega með.

Að vera með aspergers heilkenni

Ég er einn af þeim einstaklingum á Íslandi sem er með Aspergers-heilkenni. Þetta háði mér lengi vel, eins og svo mörgum öðrum sem eru með þetta þegar ég var ungur. Enda er það þannig á Íslandi að lítill skilningur var lengi vel, og er jafnvel ennþá sýndur fólki sem er með þetta. Þar sem fólk með aspergers-helkenni er ekki nægjanlega einhverft til þess að vera inn á stofnun, en er engu nægjanlega einhverft til þess að lenda í vandræðum félagslega. Enda á ég erfitt með að skilja óbein samskipti, það eru samskipti sem eru með augnarráði, líkamstjáningu og öðru slíku. Ég hef þó á undanförnum árum æft mig í að taka eftir slíkum skilaboðum. Það gengur þó upp og ofan að skilja slíkt, þar sem að fólk er mismunandi hvernig það notar þetta form tjáningar.

Hvað mig persónulega varðar. Þá passa ég illa inn í íslenskt samfélag. Þar sem ég hvorki reyki eða drekk. Sem betur fer hefur dregið úr reykingum á Íslandi, áfengisneysla er hinsvegar alltaf jafn mikil og áður fyrr. Ég hef í dag orðið mikla reynslu af því að vera í framhaldsskólum á Íslandi. Enda hef ég verið í Iðnskólanum í Reykjavík (þegar hann var til), Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra, Verkmenntaskólanum á Akureyri, og núna síðast fór ég aftur í Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra. Námið hefur gengið svona upp og ofan hjá mér, núna síðustu ár hefur það gengið ágætlega. Þó svo að námið hafi gengið ágætlega hjá mér núna síðustu ár. Þá get ég ekki sagt að félagslegi þátturinn hafi gengið vel hjá mér. Enda hef ég varið síðustu önnum einn inn á herbergi heimavistar FNV á Sauðárkróki. Ástæðan er auðvitað sú að ég náði ekki að tengjast neinum almennilega. Það breytti ekki neinu þó svo að ég reyndi, ekkert gekk og hefur ekki gengið síðan ég hóf nám aftur í skóla vorönnina árið 2008 (námið stundaði ég með hléum). Þar sem ég þoli illa að vera einn þá hefur þetta grafið undan náminu hjá mér og áhuganum á því að vera í skóla á Íslandi. Þetta má rekja til þess að ég hvorki drekk eða reyki eins og áður segir og ég stunda lítið skemmtanir vegna þess að ég þoli illa fullt fólk og hvernig það hagar sér.

Síðan hafa fjárhagsleg vandræði hjá mér alltaf átt sinn þátt í lélegri andlegri líðan hjá mér. Því er ég þó að reyna að breyta núna með því að gera það sem ég er góður. Það er skrif á bloggsíður og síðan að reyna að skrifa smásögur og bækur sem ég ætla mér að gefa út á internetinu fyrir lesbækur (Amazon Kindle osfrv). Enda komst ég að þeirri niðurstöðu fyrir nokkru síðan að bætur öryrkja eru ekkert nema félagsleg fátækrargildra sem enginn ætti að lifa við. Þar sem lítill er viljin hjá stjórnvöldum að breyta þessu til batnaðar. Þá ákvað ég að breyta þessu sjálfur og þá fyrir sjálfan mig og ég hef unnið að því núna undanfarna mánuði, og gengur ágætlega. Þó svo að ég eigi langt í land með að ná þangað sem ég vill fara í þessum efnum.

Ég hef aftur á móti fundið minn stað í tilverunni núna. Sá staður er í dag Danmörk. Þar sem ég hef ekki efni á því að búa í Kaupmannahöfn. Þá ætla ég að búa í bæ sem heitir Sønderborg og er nálægt landamærunum að Þýskalandi. Reyndar er það þannig að ég hef gaman að landamærum af einhverjum ástæðum, og því er þetta ekkert slæm staðsetning fyrir mig þannig séð. Ég vil ekki búa á Íslandi af mörgum ástæðum. Helsta ástæðan er sú að íslenskt þjóðfélag virðist henta mér illa. Þar sem ég þrífst afskaplega vel í fjölbreytni og fjölmenni. Eitthvað sem erfitt er að fá á Íslandi í dag. Ég reyndar held að það hafi alltaf verið svona á Íslandi af margvíslegum aðstæðum.

Ég er eins og svo margir með Aspergers mjög svo heiðarlegur og er illa við rangfærslur og fullyrðingar sem ganga gegn þeim gögnum sem liggja fyrir. Enda reyni ég persónulega að hafa allt eins rétt og ég þekki hlutina. Þó svo að stundum vill það gerast að ég er að fara eftir röngum upplýsingum. Í þeim tilfellum þá leiðrétti ég mig og nota nýju upplýsinganar upp frá því.

Það eina sem ég þó sakna í gegnum tíðina er að hafa ekki átt neina kærustu. Ég vonast þó eftir því að það breytist með nýju umhverfi. Þessi málaflokkur hefur reynst mér hvað erfiðastur í gegnum tíðina, og ég á ekki von á því að það breytist neitt á næstunni.

Ég hef fyrir löngu síðan hætt að reyna vera „venjulegur“. Hvað svo sem það þýðir í raunveruleikanum.

Aðrar bloggfærslur um þetta sama.

Sjálfhverfa bloggið (WordPress.com)
Ég er geimvera (innihald.is)

Fréttir af einstaklingum með Aspergers á Íslandi.

„Ég gat bara ekki logið“ (mbl.is)
Einhverfuröskun ekki skammarleg (Vísir.is)

Um Asperger heilkenni.

Asperger syndrome (ncbi.nlm.nih.gov)
Asperger syndrome (Wiki)