Matvælaöryggi þvælist fyrir Morgunblaðinu og Heimssýn

Þegar staðreyndir eru ekki athugaðar þá gerist ýmislegt. Sérstaklega þegar um er að ræða matvælaöryggi hjá Evrópusambandinu, sem er tekið mun alvarlegra en á Íslandi eins og dæmin hafa sannað. Öryggi matvæla virðist ekki vera hátt skrifað hjá Heimssýn eða Morgunblaðinu. Enda finnst þessum aðilum þessar reglur sem banna innflutning skelfisks til Evrópusambandsins og EES vera alger óþarfi, þó svo að kannanir hjá matvælaeftirliti Evrópusambandsins hafi leitt það í ljós að framleiðslu umrædds skelfisks var skortur hreinlæti og því réttlætanlegt að banna innflutning hans til Evrópusambandsins á meðan framleiðslan uppfyllti ekki kröfur Evrópusambandsins um matvælaöryggi og hreinlæti.

Bjánaleg grein Heimssýnar

Urmull af óþörfum ESB-tilskipunum (Heimssýn)

Upplýsingar um umræddan skelfisk og reglugerð Evrópusambandsins

Bivalve mollusks (e.g., clams, oysters, mussels, scallops) have an external covering that is a two-part hinged shell that contains a soft-bodied invertebrate (NOAA)
Bivalvia (Wikipedia)

REGULATIONS COMMISSION IMPLEMENTING REGULATION (EU) No 743/2013 of 31 July 2013 introducing protective measures on imports of bivalve molluscs from Turkey intended for human consumption (Text with EEA relevance) (EUR-Lex, ESB) – Ástæður innflutningsbannsins koma fram hérna.

REGLUGERÐ um verndarráðstafanir varðandi innflutning á samlokum frá Tyrklandi sem eru ætlaðar til manneldis.

Öfgaliðið snýst gegn EES samningum

Það mátti búast við þessu, öfgafólkið sem hefur verið að berjast gegn ESB aðild Íslands hefur snúið sér að EES samningum, og hef ég persónulega búist við þessu í lengri tíma núna. Þeir sem hvaða mest hafið sig í frammi gegn ESB aðild Íslands hafa ákveðið að taka skrefið og hafa núna hafið baráttuna gegn EES Samningum á fullu. Þetta eru lítil skref í upphafi hjá þessu fólki, en ég reikna með að á næstum mánuðum munu íslendingar fá að sjá fleiri fréttir og áróður gegn EES Samningum, og jafnvel EFTA ef svo ber undir.

Baráttuna gegn EES samningum er leidd af tveim aðilum, Ragnari Arnalds sem hefur frá upphafi verið á móti EES samningum (og EFTA aðild Íslands) og síðan Bændasamtökum Íslands sem sjá hag sinn í því að ljúga að almenningi um stöðu mála á Íslandi. Búast má við því fljótlega að Heimssýn verði blandað í þessa baráttu og þau samtök notuð til þess að breiða út öfganar til íslendinga eins og gert hefur verið í báráttu þessa öfgafólks gegn Evrópusambandinu og samvinnu íslendinga við önnur Evrópulönd.

Enda er það svo að gamla bændaveldið á Íslandi dreymir um nýtt alræðisvald á Íslandi, og fremstur í þeim flokki er Ólafur Ragnar sem hagar sér stöðugt meira eins og einræðisherra, frekar en forseti lýðveldsins Íslands. Hvað Bændasamtök Íslands varðar, þá legg ég til að þau verði lögð niður í núverandi mynd, öll ríkisstyrk verkefni færð til viðeigandi ráðuneyta og rannsókn verði gerði á hugsanlegum lögbrotum þessara samtaka á Íslandi síðustu áratugina.

Það er hinsvegar alveg ljóst að Heimssýn ætlar sér að herða áróðurinn fyrir einangrun Íslands á næstunni, með tilheyrandi fátækt og efnahagslegum óstöðugleika fyrir íslenskan almenning. Stefna sem mun aldrei verða til góðs á Íslandi, hvorki fyrir lýðræðið eða kjör almennings. Íslendingar þurfa að átta sig á því að fullyrðingar þessa fólks um Evrópusambandið og evrópu almennt er byggt á tómri dellu, spuna sem á ekki neinn grundvöll í raunveruleikanum. Staðreyndin er einnig sú að ESB andstæðingar eru vel fjármagnaðir af LÍÚ og síðan í gegnum Bændasamtök Íslands (með vafasömum aðferðum að mínu mati). Þetta fjármagn leyfir þeim að halda úti stöðugum árórði, þó handahófskenndur og lélegur sé, engu að síður er þetta áróður sem íslenska þjóðin trúir á, enda er lítið um fréttir af raunverulegri stöðu mála í Evrópu og Evrópusambandinu að finna í íslenskum fjölmiðlum.

Hvað svo sem verður, þá er alveg ljóst að einangrunarstefna þessa fólks er skaðleg og mun alltaf verða skaðleg til lengri og skemmri tíma. Íslendingar munu fara að finna slíkt á eigin skinni fljótlega þegar stefna þessa fólks fer að birtast í stjórnarathöfnum ríkisstjórnar Íslands á næstu mánuðum og árum. Skaðinn verður langvarandi og mikill til lengdar, og almenningur á Íslandi ætti að búa sig undir það versta að mínu mati.

Vinstri vaktin gegn ESB snýst gegn EES samningum

Andstaða við hrátt kjöt og afstaðan til EES (blog.is)

Helstu talsmenn tollmúrum og einokunar á Íslandi kvarta undan tollum Evrópusambandsins

Það er talsvert sérstakt að sjá helstu talsmenn tollmúra og einkunar á Íslandi kvarta undan tollmúrum Evrópusambandsins (Evrópusambandið er tollabandalag). Í staðin fyrir að gera hið skynsamlega og styðja aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá ætla þessir aðildar að reyna semja um Evrópusambandið um 5.000 tonna tollkvóta inná markað Evrópusambandsins fyrir íslenskar mjólkurvörur. Það er Skyr, osta og eitthvað fleira. Það er alveg ljóst ólíklegt verður að teljast að Evrópusambandið muni samþykkja slíkar kröfur. Enda ber Evrópusambandinu ekki nein skylda til þess að heimila svona mikla aukningu á innfluttum mjólkurvörum. Enda er engin skortur á þessu innan Evrópusambandsins ennþá.

Hinn möguleikinn fyrir Mjólkursamsöluna er að flytja áfram út til Evrópusambandsins. Nema með þeim tollum sem þar eru uppsettir. Þetta er það sem Mjólkursamsalan hefur krafið íslenska ríkið um að gera varðandi innflutning á erlendum ostum og öðrum mjólkurvörum til Íslands. Þeir tollar eru allt að 400% af verði vörunnar. Auk annara gjalda sem eru lagðar á umrædda vöruflokka.

Hérna eru fréttir af þessu máli

Tollamúrar hamla meiri skyrútflutningi (mbl.is)
„Gætu tekið skyrið af okkur“ (mbl.is)

Viðskipti yfir landamæri á norðurlöndunum

Það eru settar fram ýmsar afsakanir af hálfu andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi varðandi verslun yfir landamærin. Það að líta slíkt jákvæðum augum virðist vera bannað hjá þeim. Enda er verslun yfir landamæri eitt af því sem Evrópusambandið stendur fyrir. Slíkt eykur samkeppni, lækkar verðlag og bíður fólki upp á hagstæðari verslun. Enda er það svo að danir versla talsvert í Svíþjóð og Þýskalandi vegna þess að vsk á matvæli er lægri þar (ásamt öðrum sköttum) en í Danmörku. Aftur á móti fara svíar talsvert til Danmerkur til þess að kaupa áfengi, eins og danir fara talsvert til Þýskalands til þess að kaupa áfengi líka. Til merkis um skilningsleysi andstæðinga Evrópusambandsins á þessu atriði. Þá er einn blaðamaður á Morgunblaðinu sem heldur því fram að þetta snúist bara um gengi gjaldmiðla hjá dönum og svíum. Þetta er ekki rétt hjá honum. Þar sem það er ekkert svo mikill munur á gengi dönsku krónunar og sænsku krónunar. Í dag er skiptagengið á þessum tveim gjaldmiðlum þetta hérna, 1 SEK = 0.835098 DKK 1 DKK = 1.19746 SEK, 1 DKK = 1.02244 NOK 1 NOK = 0.978048 DKK, 1 NOK = 1.17104 SEK 1 SEK = 0.853943 NOK, gengið er fengið af vefsíðunni XE. Eins og hérna má sjá. Þá munar ekkert svo miklu á gengi norrænu gjaldmiðlana. Nema íslensku krónunar sem ég tel ekki upp. Enda er hægt að skoða gengi íslensku krónunar á vef Seðlabanka Íslands.

Verðmunur á milli Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og síðan Þýskalands (að Danmörku) kemur til útaf tollum, vsk og fleiri gjöldum eins og áður nefnir. Hæst eru gjöldin í Noregi. Þar sem Noregur, eins og Ísland innheimtir tolla og gjöld af þeim vörum sem eru fluttar inn frá öðrum ríkjum. Þar á meðal Íslandi. Þetta á ekki við í Svíþjóð og Danmörku. Þar sem bæði löndin eru í Evrópusambandinu og tilheyra því sama tollasvæði, og vöruflutningur er tollfrjáls á milli þessara ríkja (að mestu leiti, það geta verið sér-reglur til staðar án þess að ég þekki til þeirra).

Verslun yfir landamæri yrði aldrei eins á Íslandi og á Norðurlöndunum vegna landfræðilegra aðstæðna. Aftur á móti yrði sú verslun sem á sér nú þegar stað einfölduð til muna við aðild að Evrópusambandinu. Þar sem tollar mundu falla niður og aðeins vsk verða rukkaður. Reikna má með að þessi verslun mundi aukast til muna á Íslandi við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Íslendingum til hagsbóta.

Frétt Pressunar af þessu máli

ESB andstæðingar ósáttir við RÚV: Fábjánar skrifa fréttirnar – Viðundur sem mylja undir ESB-sinna

Frétt DR um lægravöruverð í Svíþjóð.

Dagligvarer koster det halve i Sverige

Bloggfærsla uppfærð klukkan 20:37 UTC þann 10.04.2012.

Staðreyndaleysur Björns Bjarnarsonar á Evrópuvaktinni

Evrópuvaktin er eini vefurinn á Íslandi sem hefur verið styrktur um 23 milljónir króna til þess að fara með lygar ofan í almenning á Íslandi um Evrópusambandið. Heimssýn fékk 23 milljóanir til þess að verja hagsmuni einokunaraðila og sérhagsmunaaðila á Íslandi. Sem kjósandi á Íslandi, þá krefst ég þess að þessi peningur verði endurgreiddur hið snarasta. Ég kem með nánari útskýringar síðar, enda er þetta ekki efni þessar bloggfærslu. Efni þessar bloggfærslu eru rangfærslur Björns Bjarnarsonar um spænskt gos, Evrópusambandið og salt.

Rangfærslur Björns Bjarnarsonar á Evrópuvaktinni varðandi landbúnaðarmál, verðlag og annað slíkt eru hrikalegar. Enda ekki annars að vænta frá manni sem hefur þann starf að blekkja fólk varðandi Evrópusambandið og þau viðskipti sem þar eru stunduð.

Nýlega greip N1 til þess ráðs að flytja inn kóka kóla frá Spáni vegna óánægju með verðlagningu Vífilfells hér á landi. Þetta er spennandi tilraun til að sporna gegn óhóflegri verðlagningu. Hún kann að varpa ljósi á framtíðarþróun takist að grafa undan íslenskum landbúnaði með aðild að Evrópusambandinu. […]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Það vill nú þannig til að framleiðsla á gosdrykkum telst ekki til landbúnaðarframleiðslu. Hvorki á Íslandi eða annarstaðar í Evrópusambandinu. Á Íslandi er staðan sú varðandi gosdrykki að eingöngu eru fáir framleiðendur á markaðinu og lítið úrval af ódýrum gosdrykkjum til staðar. Í mjög svo einföldu máli. Þá er búið að skipta markaðinum niður á Íslandi og á honum ríkir einokun. Eitthvað sem mætti brjóta með aðild Íslands að Evrópusambandinu, þar sem þá kæmi til tollfrjáls innflutningur á gostengdum sem eru ódýari en þessar helstu gostengundir sem eru framleiddar á Íslandi.

[…]Þessi málflutningur starfsmanns Já Íslands sannar enn hve mönnum þar á bæ þykir litlu skipta að hafa það sem sannara reynist. Skýrslan sem Sema Erla nefnir var ekki samin á vegum utanríkisráðuneytisins eða fyrir samningahóp þess. [Uppfært: Mér hefur verið bent á að þetta sé ekki rétt – ráðuneytið og hópurinn hafi staðið að baki því að skýrslan yrði gerð en með því skilyrði að henni yrði ekki beitt í áróðri gegn bændum í anda Semu Erlu.] Hún er liður í viðleitni Bændasamtaka Íslands til að skilgreina stöðu íslensks landbúnaðar gagnvart Evrópusambandsaðild, hvernig umgjörð um hann muni breytast og hagræn áhrif inngöngu á rekstrarskilyrõi ólíkra greina landbúnaðarins. Niðurstöðurnar veita innsýn í það verkefni sem Íslendingar standa frammi fyrir í aðildarviðræðum. […]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Hérna sannar Björn Bjarnarson ekki mál sitt með neinum staðreyndum. Hann vísar í bloggfærslu Semu Erlar á DV.is. Þó án þess að vísa í alla bloggfærsluna sem um ræðir. Slíkt er auðvitað bara til þess að blekkja lesendur, enda geta þeir þá ekki kannað heimildir á sínum eigin forsendum.

[…]Efni skýrslunnar á ekkert skylt við matarverð. Þar er fjallað um ESB-áhrif á verð til bænda. Endanlegt útsöluverð vöru rennur aldrei í vasa bænda. Lætur nærri að bændur fái upp undir helming útsöluverðs þegar hlutur þeirra er mestur og þá fyrir lítt unna vöru; annars fá þeir mun minna.[…]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Verð til bænda á Íslandi ræðst af leiri þáttum en bara aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það ræðst að styrkjum, útsöluverði, smásöluverði og síðan endanlegu slátursverði til bænda. Reikna má með að verðlag til íslenska bænda hækki umtalsvert við aðild Íslands að Evrópusambandinu (þegar breytingum á landbúnaðarkefinu er lokið, getur tekið alveg 5 til 10 ár í heildina). Munar þá mest um aukna styrki til íslenskra bænda, sem þá munu ekki byggja á því hversu framleitt er, eða hversu mikin kvóta bændur eru með. Í tilfelli íslenskra bænda er nauðsynlegt að athuga það að CAP verður breytt árið 2013, styrkjum verður breytt og staða bænda sem framleiðanda styrkt til muna. Einnig sem að mjólkurkvótar verða lagðir niður hjá mjólkurbændum og styrkir þar hugsanlega auknir. Hérna er vefsiða ESB um CAP eftir árið 2013. Samningaviðræður varðandi CAP eftir árið 2013 eru ekki búnar, og því er þetta atriði háð breytingum á næstu mánuðum.

[…]
Hvernig væri að Sema Erla skilgreindi fyrir lesendum sínum verðmyndun á kóka-kóla sem flutt er inn frá ESB?[…]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Verðmyndun á gosdrykkjum er háð skattakerfi viðkomandi aðildarríkis Evrópusambandis. Það þýðir að umtalsvert ódýrara getur verið að kaupa gos yfir landamæri ef landið við hliðina er með lægri skatt á gosi en heimaland viðkomandi. Þetta gildir í Danmörku sem dæmi. Þar sem gos ber 25% og sérstakt plast gjald (kallað pant), sem reyndar fæst endurgreitt þegar flaskan er skilað til endurvinnslu. Yfir landamærin í Þýskalandi er ekkert slíkt gjald á gosi sem er selt til Danmerkur í landamærabúðum (gæti vel verið að svona gjald sé á gosi sem er selt til þjóðverja, hef þó ekki ennþá kynnt mér það. Þykir það þó líklegt). Í tilfelli Íslands þá mundi verðmundun á gosi ekki breytast neitt mikið, nema að samkeppni mundi aukast sem væntanlega mundi lækka gosverð á Íslandi í kjölfarið. Íslenskir neytendur mundu því græða á því að Ísland gengi í Evrópusambandið. Aðrar breytingar yrðu þó ekki á gossölu á Íslandi. Enda er ríkjum innan Evrópusambandsins í sjálfsvald sett hvernig þau skattleggja sælgæti og gosvörur. Þau þurfa hinsvegar að sætta sig við samkeppni frá vörum sem eru framleiddar í öðrum ríkjum, og þá hugsanlega ódýari vegna þess.

[…]N1 sætti sig ekki við kókverð hjá Vífilfelli og ákvað að flytja inn kók frá Spáni (Spánverjar eiga nú Vífilfell). Hin ódýrari innflutta ESB-vara lækkaði ekki í verði til neytenda – eða hvað? Bændur hafa bent á að hið sama kunni að gerast við óheftan innflutning á matvælum. Verð til neytenda breytist ekkert. […]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Hvernig eru tollar á innfluttu gosi ? Ég veit að VSK er 7% á þessari vöru á Íslandi. Aftur á móti hefur ekki komið fram hversu mikið gosið hækkaði við innflutningin til Íslands. Verðlagning N1 kemur til vegna skorts á samkeppni eins og svo oft áður á Íslandi. Hefur ekkert með Evrópusambandið að gera eins og Björn Bjarnarson reynir hérna að vísa í á mjög svo óheiðarlegan hátt. Það er ennfremur staðreynd að verðlag á Spáni er mjög lágt miðað við Ísland, og munar þar mjög miklu í evrum talið.

[…]Fréttastofa RÚV leggur sig mjög fram um að gæta hags neytenda. Enginn árt á bæ hefur hins vegar látið sig innflutning á hinu ódýra ESB-kóki varða og smásöluverðið hér á landi. Athygli er ekki beint að Vífilfelli, kókverði Spánverja hér og þar eða milliliðagróðanum. Ölgerðin er hins vegar undir smásjánni vegna innflutnings á salti sem notað hefur verið árum saman. Hvað segja Samtök verslunar og þjónustu um verðmyndun á kóki? Þótt kók sé ekki framleitt af bændum er það að nokkru landbúnaðarvara vegna sykursins svo að Sema Erla og fréttastofa RÚV ættu að hafa áhuga á því.[…]

Björn Bjarnarson, Kók frá Spáni – rangfærslur Já Íslands – áhugaleysi RÚV, Evrópuvaktin 16.01.2012.

Innflutningur á ódýrara kóki til Íslands ætti að skila sér til neytenda. Það er þó ekki vænlegs til árángurs þegar um er að ræða litla sendingu (40.000 flöskur) og verslanir sem hafa litla til enga samkeppni á markaðinum. Enda er verðlag á bensínstöðum meira og minna það sama á Íslandi. Það verðlag er mjög hátt, og ég ekki von á því að það breytist fyrr en eftir að Íslendingar verða orðnir aðildar að Evrópusambandinu.

Hvað saltið varðar. Þá er það mun alvarlegra mál heldur en verðmyndun á gosdrykkjum sem eru fluttir inn. Þó svo að einokunin sé rannsóknarinnar yrði. Ég er þó hræddur um að eftirlitsstofnaninar sem Björn Bjarnarson sá um að gelda séu ekki ennþá færar til þess að koma í veg fyrir einokun og hátt verðlag á Íslandi sem stendur. Það þarf að gera við þessar eftirlitsstofnanir eftir skemmdarverk sjálfstæðisflokksins undanfarin 13 ár, og þar er langt og erfitt verk framundan. Evrópusambands aðild Íslands mundi flýta því verki umtalsvert. Enda kröfur Evrópusambandsins miklar, og þeim er fylgt eftir af hörku ef til þess kemur.

Björn Bjarnarson hefur væntanlega áhuga á því að útskýra þetta fyrir útlendingum varðandi saltið. Svona sérstaklega þar sem þetta er farið að fréttast fyrir utan Íslands hvað var í gangi á Íslandi síðustu 13 árin með saltið. Saltmálið allt saman gerðist þegar sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn á Íslandi með framsóknarflokknum. Það hófst árið 1999 og endaði ekki fyrr en árið 2012. Síðan er Björn Bjarnarson ósáttur við það að ekki sé hægt að eitra aðeins meira fyrir íslendingum og græða á því. Það er rannsóknarefni afhverju Björn Bjarnarson og sjálfstæðisflokkurinn vill halda áfram að eitra fyrir íslendingum með óöruggu salti.

Sænsk frétt um salt hneykslið á Íslandi. Þetta hefur ekki ennþá ratað í aðra erlenda fjölmiðla sýnist mér, það mun þó breytast á næstu dögum.

Isländskt vägsalt blev matsalt (dn.se)

Rangfærslur um iðnaðarsalt

Það eru margar rangfærslunar sem núna eru settar fram í umræðunni um iðnaðarsaltið sem hefur verið notað í íslensk matvæli síðustu 13 ár (notkunin hófst árið 1999). Það er vissulega rétt að saltið sem slíkt er ekki vandamál. Heldur er vandamálið hérna þau aukaefni sem fylgja iðnaðarsaltinu. Magn þessara aukaefna er frá því að vera ekki neitt yfir í því að vera margfalt það magn sem leyfilegt er. Það er engin leið að vita fyrirfram hversu mikið magn þessara aukaefna er. Nema þá með því að prufa alla pokana í sendingunni. Geymsluaðferð iðnaðarsalts er ennfremur önnur að salts sem ætlað er til matvælaframleiðslu. Í slíkum geymslum er hætta á að mengun berist í saltið, kannski ekki í miklu magni en engu að síður til þess að valda vandræðum við endurtekið át á slíku salti í matvælum. Í iðnaðarfamleiðslu er þetta ekki vandamál, þar sem þessi aukaefni eru fjarlægð í seinni stigum framleiðsluferlisins áður en endanleg vara tilbúin fyrir neytandan.

Í iðnaðarsalti geta verið efni sem valda krabbameini, hormónavandræðum, efnaskiptavandræðum, ófrjósemi og fleira í þeim dúr. Hvenar og hversu alvarleg þessi áhrif verða koma kannski ekki í ljós fyrr en eftir 10 til 20 ár í viðbót, með tilheyrandi kostnaði fyrir íslenskt samfélag. Eitthvað af áhrifum af notkun þessa iðnaðarsalts eru væntanlega komin fram nú þegar. Þó svo að ég geti ekki sagt til um hvað það er. Slíkt er lækna að finna út með viðeigandi rannsóknum.

Viðhorf eins og þau sem Vígdís Hauksdóttir hefur uppi um að þetta mál sé notað til þess að tala niður íslenska framleiðslu eru ennfremur til skammar. Staðreyndin er sú að þegar þetta fréttist almennilega erlendis. Þá verður skaðinn af því mikill og mun vara til lengri tíma. Enda er ljóst að matvælaútflutningur íslendinga mun verða tortryggður eftir þetta mál kom upp. Enda er matvælaeftirlit ekkert grín í Evrópu. Þar er það full alvara og tekið föstum tökum á lögbrjótum.

Það eina rétta fyrir þau fyrirtæki sem hafa notað þetta salt í matvælaframleiðslu er að innkalla allar þær vörur sem voru framleiddar með þessu iðnaðarsalti.

Iðnaðarsalt í matvælum á Íslandi

Samkvæmt frétt Rúv. Þá hefur iðnaðarsalt verið notað í matvælum á Íslandi síðustu 13 ár. Ekki kemur fram hversu margir matvælaframleiðendur þetta eru, en reikna má með að þetta sé umtalsverður hópur af fyrirtækjum sem framleiða matvæli á Íslandi. Það er ennfremur staðreynd að það eru ekkert svo mörg matvælafyrirtæki á Íslandi í dag. Iðnaðarsalt (Unrefined salt) er ætlað til notkunar við gerð framleiðslu á sápu, snyrtivörum og annað slíkt. Iðnaðarsalt er þyngra og það eru fleiri efni í því sem henta ekki og eru jafnvel bönnuð í matvælum vegna áhrifa þeirra.

Þetta hefur þó ekki stoppað íslensk fyrirtæki í að nota iðnaðarsalt í matvæli á Íslandi síðustu 13 árin. Þetta er rosalega langur tími fyrir lögbrot að eiga sér stað. Enda er ljóst að þetta gert viljandi og ásetningurinn er mjög augljós. Hérna er verið að spara með því að taka áhættuna á heilsu fólks sem borðar umrædd matvæli. Slíkt er algerlega óásættanlegt með öllu. Það er ennfremur ljóst að það rannsókn á að fara fram núna þegar á þessu máli. Einnig sem það á að afturkalla allar þær vörur á markaðinum sem eru með iðnaðarsalt í sér. Reyndar er hætta á því að margar íslenskar vörur hverfi af markaðinum við þessa aðgerð, en ekki er hægt að taka áhættuna með heilsu fólks.

Eftir þessa síðustu uppljóstrun. Þá er það orðin staðreynd að matvælaöryggi íslenskra matvæla er ekki neitt. Enda er alltaf verið að svindla á því og svíkja fólk um það sem borgar fyrir. Hefði Ísland verið í Evrópusambandinu. Þá hefði þetta ekki getað gerst. Enda rekur Evrópusambandið stofnanir sem taka matvælaöryggi mjög alvarlega. Enda er matvælaöryggi ekkert grín í Evrópusambandinu eins og á Íslandi.

Heilsa og Neytendur (Vefsíða Evrópusambandsins)
Evrópska Matvælaöryggisstofnunin (EFSA)

Aðeins um Salt.

Sodium chloride (Wiki)
Salt (Wiki, Gerðir salts)

Fréttir af þessu máli.

Iðnaðarsalt í matvæli (Rúv.is)