Hámörkun gróðans

Nýfrjálshyggja er hugmyndafræði sem meðal annars kemur frá manni að nafni Milton Friedman (Wikipedia). Þessi maður er einn af aðalhöfundum íslensku frjálshyggjunar óbeint. Sérstaklega þar sem að hugmyndafræði hans var borin uppi af mönnum eins og Hannesi Hólstein og Davíð Oddssyni. Eitt af því sem Milton Friedman boðaði var hámörkun gróðans.

Þessari hugmyndafræði er haldið á lofti í dag á Íslandi af sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum. Félagslega skyldur fyrirtækja eru látnar eiga sig, og eru jafnvel ekki til staðar þar sem slíkt mundi trufla hin ofsafengna gróða sem reynt er að fá úr íslenskum fyrirtækjum. Án samfélagslegrar ábyrgðar eru fyrirtæki ekki neitt, þar sem án samfélagslegar ábyrgðar þá taka fyrirtæki bara en gefa ekkert af sér út til samfélagsins. Enda leitast fyrirtæki sem stunda svona hugmyndafræði við að borga lágmarkslaun til þeirra sem vinna hjá þeim. Nema eigendum og stjórendum viðkomandi fyrirtækja, þeir einstaklingar fá borgað milljónir og jafnvel milljarða í laun á mánuði, eða á ári, þar sem báðar útgáfur voru til staðar á Íslandi og eru ennþá til staðar á mörgum stöðum.

Þessi efnahagsstefna að hámarka gróða fyrirtækja og hlutafa er ein heimskulegasta hugmynd sem hægt er að vera með, enda er það svo að ekkert gott hefur komið útúr henni og má líklega rekja allt íslenska efnahagshrunið til þessar hugmyndafræði. Hinsvegar hafa þessir tveir stjórnmálaflokkar ekki látið sér segjast, heldur halda áfram að hámarka gróðan á kostnað almennings á Íslandi. Allt saman með skattalækkunum, niðurfellingu á auðlyndagjöldum, niðurskurði. Allt næsta kjörtímabil mun verða svona og það mun taka marga áratugi að laga til eftir þann skaða sem núverandi stjórnvöld munu valda á íslenska hagkerfinu með þessum hugsunarhætti og efnahagsstefnu. Í dag tók forseti Íslands það skref að hámarka gróða LÍÚ á kostnað almennins á Íslandi, þetta skref mun ekki eingöngu verða skaðlegt heldur mun þetta draga úr hagvexti á Íslandi og valda því að skuldir ríkissjóðs munu aukast allt næsta kjörtímabil.

Nánar um hugmyndafræði Milton Friedman

The Origin Of ‘The World’s Dumbest Idea’: Milton Friedman (Forbies.com)
The Social Responsibility of Business is to Increase its Profits (Milton Friedman, colorado.edu)

Ekki verður hlustað á almenning varðandi höfnun á lækkun veiðigjalda

Mér þykist ljóst að forseti Íslands mun ekki hafna lagabreytingu á lögum um veiðigjöld. Ástæðan er mjög einföld, spillingin er slík á Íslandi að LÍÚ mun einfaldlega koma í veg fyrir slíka höfnun forsetans með þrýstingi á embættið.

Forseti Íslands mun koma með langa afsökun afhverju hann þurfi að staðfesta lögin, og afhverju slíkt muni vernda atvinnulífið á Íslandi og fleira þannig atriði. Þetta verður hefðbundið kjaftæði sem er notað á íslenskan almenning, og það sem meira er. Almenningur mun á endanum kaupa þessar lygar, þó svo að hann sé á móti þessum breytingum núna í dag.

ESB andstæðingar tapa glórunni

Það er ljóst að ESB andstæðingar á Íslandi hafa endanlega tapað glórunni, eru búnir að sannfæra sjálfa sig um að þeir séu upphaf og endir alls á Íslandi. Þetta sést vel í orðum Ólaf Ragnars, Forseta Íslands sem er gjörsamlega búin að tapa því litla viti sem maðurinn augljóslega hafði. Enda er það svo að Ólafur Ragnar telur sig vera færan um að fullyrða eitthvað sem hann hefur enga hugmynd um, eins og flestir andstæðingar ESB hafa verið að gera undanfarna áratugi á Íslandi.

Staðan er lítið skárri hjá Heimssýn og Vinstri vaktin gegn ESB, báðir þessir aðildar hafa tapað glórunni fyrir nokkru síðan. Málflutningur þessara aðilda er stjórnlaus, og ekki í neinu samræmi við raunveruleikan. Það þarf ekki að gera annað en skoða staðreyndir um stöðu mála (ekki fréttir æsifréttamanna) innan Evrópusambandsins til þess að átta sig á því að staða mála er alveg ágæt, þrátt fyrir verstu efnahagskreppu í heiminum síðan árið 1929 (The great depression) sem olli síðan síðari heimsstyrjöldinni árið 1939.

Allur málflutningur þess efnis að Evrópusambandið geti ekki tekið því að íslendingar standi utan þess er fáránlegur. Sérstaklega þar sem Ísland er smáríki og hefur engin sérstök áhrif á gang mála í Evrópu (vegna þess að íslendingar vilja standa fyrir utan við Evrópusambandið). Það er ennfremur lygi í Ólafi Ragnari að Evrópusambandið hafi ekki getu til þess að klára samninga við íslendinga, staðreyndin er sú að þjóðir Evrópu hafa verið að semja um svona málefni í margar aldir (saga Evrópu er mjög flókin og löng), á sama tíma voru íslendingar að hýrast í moldarkofum með hor í nös og gátu ekki einu sinni komið sjálfum sér útúr þeim vegna heimsku og vanþekkingar. Það þurfti erlend áhrif á Íslandi áður en slíkt fór að gerast, og það tók engu að síður rúmlega 50 ár fyrir íslendinga að komast útúr moldarkofanum fyrir fullt og allt í upphafi 20 aldarinnar.

Evrópusambandið hefur því alveg getuna, og þekkinguna til þess að semja við íslendinga. Ég efast hinsvegar um að íslendingar hafi getuna til þess að semja við Evrópusambandið án þess að fara á nokkura mánaða námskeið í svona samningaviðræðum. Það er einnig staðreynd að ESB andstæðingar á Íslandi eru sjálfir ábyrgir fyrir þeim töfum sem urðu á aðildarferlinu, helstu ábyrgarðmenn á þessum töfum eru fyrrverandi ráðherrar Vinstri Grænna. Þar ber helst að nefna Jón Bjarnarson og Ögmund Jónasson sem stóðu fremst í því að tefja aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu eins lengi og hægt er.

Evrópuandstæðingar á Íslandi tala síðan eins og allt sé á hallandi fæti í Evrópu. Staðreyndin er sú að Evrópuandstæðingar hafa alltaf (neðst á blaðsíðunni) talað svona, og það verður engin breyting á þessum málflutningi á næstunni. Enda er hérna um að ræða skipulagðan pólitískan áróður af hálfu ESB andstæðinga á Íslandi, og þeir hafa engan áhuga á því að hætta honum á næstunni.

Staðreyndin er sú að andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi er eingöngu að finna hjá fólki sem hefur annað hvort ekki kynnt sér málið, er fastur kredduhugmyndum um Evrópu og Evrópusambandið. Síðan er það andstaða sérhagsmunahópa á Íslandi, samtaka eins og LÍÚ, Bændasamtaka Íslands, Heimssýn og fleiri aðila sem berjast í dag gegn Evrópusambands aðild Íslands án þess að hafa fyrir því neitt annað en sína eigin kreddu og þröngsýni.

Ef þú vilt kynna þér nánar glórulósan málflutning ESB andstæðinga á Íslandi. Þá er hægt að gera það hérna fyrir neðan.

Ólafur Ragnar: ESB vill ekki Ísland (DV.is)
Ólafur Ragnar sagði stjórnarskrána hafa staðið af sér allar helstu prófraunir (Vísir.is)
Annar veruleiki í Evrópusambandinu (mbl.is)
ESB hefur þá lítinn áhuga á okkur eins og staðan er (blogg Heimssýnar)
Mikið ósætti í Evrópu um ESB – stór hluti þjóðanna á móti aðild (blogg Heimssýn)
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður við ESB á þessari stundu er út í bláinn (blogg Heimssýn)
Forsetinn talar gegn ESB-aðild: Segir sambandið hvorki hafa vilja né getu til að klára viðræður (Eyjan.is)
ESB hættir ekki á þriðju höfnunina (Rúv.is)

Endalok lýðveldisins Íslands þann 1. Ágúst 2012

Í dag (1. Ágúst 2012) endar lýðveldið Ísland. Ólafur Ragnar er orðin einvaldur yfir Íslandi með stuðningi óheiðarlegra stjórnmálaflokka. Sem meðal annars gerðu Ísland gjaldþrota með starfsemi sinni árið 2008. Þar á ég við stjórnmálaflokkana sjálfstæðisflokkin og framsóknarflokkin, sem tryggðu Ólafi Ragnari það fylgi sem hann fékk í forsetakosningum þann 30. Júní 2012.

Valdarán eru ekki öll framin með blóðugri byltingu, sum valdarán eru framin hægt og rólega. Án láta, og án þess að nokkur taki eftir þeim ef allt gengur upp. Þökk sé örfáum klúðrum af hálfu sjálfstæðisflokksmanna og framsóknarflokksmanna. Þá tók ég eftir þeirri sérhönnuðu atburðarrás sem var sett rétt áður en forsetakosningar áttu sér stað.

Hvað gerist núna er góð ágiskun. Ég hef ekkert svar við því. Það verður bara að koma í ljós. Mig grunar þó að ekkert gott muni koma útúr þessu til lengri tíma fyrir íslendinga.

Komandi svik sjálfstæðismanna við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands

Það er hætt við að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson muni vakna upp við slæman draum á næsta ári. Þegar sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn hafa náð aftur völdum á Alþingi íslendinga. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisflokkurinn er að nota Ólaf Ragnar til þess að ná fram sínum pólitísku markmiðum. Þetta sást mjög vel þegar stuttbuxnadeildin SUS fagnaði endurkjöri Ólafs Ragnars í gær, og var sýnt beint frá á Rúv.

Svona atburðarrás er þekkt í sögunni. Það sem er að gerast á Íslandi er í raun afbrigði af leppríki. Þó eingöngu upp að því marki að Ólafur Ragnar gerir það sem hentar sjálfstæðisflokknum, í staðinn fær hann stuðning þeirra á næstu mánuðum á meðan þeir eru í stjórnarandstöðu á Alþingi. Þetta hefur meðal annars tryggt endurkjör Ólaf Ragnars sem forseta Íslands næstu 4 árin. Þá verður Ólafur Ragnar búinn að sitja óeðlilega lengi, eða í 20 ár sem forseti Íslands. Það er ennfremur ekki víst að Ólafur Ragnar fái mótframboð eftir 4 ár, því gæti seta Ólaf Ragnars sem forseti Íslands orðið ennþá lengri en 4 ár. Það er í raun hætta á því að Ólafur Ragnar verði forseti Íslands til dauðadags.

Breytingar verða aldrei án einhverra átaka. Það er þó hætta á því að á Íslandi muni hreinlega brjótast út borgarastyrjöld ef mál þróast eins og þau hafa verið að gera síðan eftir efnahagshrun. Sérstaklega ef að sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið undanfarin ár. Það er að vernda hagsmuni auðmanna, LÍÚ, Bændasamtaka Íslands og annara aðila sem eru nátengdir honum peningalega (þ.e spilling). Sturlungaöldin á Íslandi á 13 öld hófst í svipuðum skilyrðum og þeim sem núna eru að koma upp á Íslandi. Þá á ég við mikla eigna og auðsöfnun fárra aðila á Íslandi sem síðan veldur því að almenningur þjáist fyrir það með fátækt og verri lífsgæðum. Þetta á alveg jafnvel við í dag og á 13 öldinni. Borgarastríð hafa alltaf einhvern aðdragana. Í mínum huga þá hófst aðdragandinn að borgarastríði á Íslandi fyrir meira en áratug. Það er því hætt við að púðurtunnan springi í loft upp þegar þolmörk almennings bresta á næsta kjörtímabili. Þegar sjálfstæðisflokkurinng og framsóknarflokkurinn verða komnir aftur til valda á Íslandi (í krafti sinna flokksmanna, en ekki almennings á Íslandi). Hvernig svo sem þetta mun fara á Íslandi. Þá er ljóst að það verður almenningur sem mun á endanum borga fyrir græðgi fárra með einum eða öðrum hætti.

Lesefni um sturlungaöldina:

Hvað var Sturlungaöld? – Vísindavefur HÍ
Sturlungaöld – Wikipedia

Rúmlega 200.000 kjósendur vilja ekki Ólaf Ragnar sem forseta Íslands

Þeir hægri og vinstri menn (öfga flestir af þeim eftir því sem ég kemst næst) færðu í dag Forseta Íslands undirskriftarlista með undirskriftum rúmlega 31.700 kjósenda (eftir mikið erfiði og framlegda undirskriftarsöfnun og smölun að auki). Þetta þýðir að það eru rúmlega 200.000 kjósendur á Íslandi sem vilja ekki Ólaf Ragnar sem Forseta Íslands.

Þar sem að þetta er undirskriftarlisti, en ekki könnun. Þá er ekki hægt að nota aðferðir skoðanakanna á þennan undirskriftarlista. Þetta þýðir í prósentum talið að aðeins 15,85% kosningabærra manna vilja Ólaf Ragnar sem forseta Íslands. Það þýðir einnig að í prósentum talið að rúmlega 84,15% kosningabærra manna vilja ekki Ólaf Rangar sem Forseta Íslands, þar sem undirskriftarlistinn var til stuðnings honum og nýju framboði hans til þess embættis eftir samfellda 16 ára valdasetu í því (sem er alveg meira en nóg).

Ólafur Ragnar stefnir kannski að því að vera annar Forseti Íslans sem deyr í embætti. Enda er það svo að Ólafur Ragnar er orðin gamall maður, og er ekkert að yngjast þessi árin.

Það er augljós staðreynd, sem er öllum sjáanleg. Nema kannski Ólafi Ragnari sjálfum.