Íslendingar dæma sig til ævarandi fátæktar

Grunnur að hagsæld þjóða í hagkerfi heimsins eru viðskipti við aðrar þjóðir. Á þessu byggja mörg efnahags-bandalög í heiminum í dag. Enda er það svo að heimurinn er hægt og rólega að skiptast upp í efnahags-bandalög þjóða sem stunda viðskipti sín á milli og semja síðan sem ein heild við aðrar þjóðir eða önnur efnahags-bandalög í heiminum. Þessi bandalög eru eins misjöfn og þau eru mörg. Í Evrópu eru tvö slík bandalög til staðar. Það sem íslendingar tilheyra kallast EFTA og það sem 28 þjóðir eru í kallast Evrópusambandið í dag. Á Íslandi hefur alltaf verið barist gegn betri og sterkari tengslum Íslands við Evrópu af hálfu fólks sem er ekkert nema varðmenn kúgunar og verri lífskjara á Íslandi.
Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn stoppar aðild Íslands að Evrópusambandinu (þáverandi Kola og stálbandalag Evrópu) var það á árunum 1950 til 1960 þegar Framsóknarflokkurinn kom beint í veg fyrir aðildar umsókn Íslands að Evrópubandalaginu á þeim tíma. Síðan þá var málið í dvala til ársins 2009. Baráttan gegn EFTA er gott dæmi um slíkt á Íslandi, þá eins og í baráttunni gegn Evrópusambandinu í dag var talað um verra ástand [einnig hérna] við aðild. Jafnvel þó svo að raunveruleikinn hafi orðið allt annar. Slíkar fullyrðingar voru einnig hafðar uppi þegar aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu var samþykkt á Alþingi árið 1993. EFTA aðild Íslands með EES samningnum hefur reynst íslendingum afskaplega vel. Enda hefur þetta gengið vel í því umhverfi sem var til staðar fyrir íslendinga að sinna sínum viðskiptum. Heimurinn hefur hinsvegar breyst hratt síðan stofnað var til EES og EFTA. Í dag eru báðir þessir samningar í raun úreltir og þjóna ekki hagsmunum almennings og varla að þeir þjóni hagsmunum fyrirtækja sem starfa innan þeirra.

Nauðsynlegt er fyrir íslendinga að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja áhrif sín og tryggja hagsmuni sína. Með því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka eru íslendingar eingöngu að tryggja varanlega fátækt íslensks almennings og fyrirtækja. Enda er ljóst að í núverandi stöðu mun EES samningurinn ekki halda. EFTA aðild Íslands mun ennfremur ekki halda vegna svipaðra ákvæða þar er varða fjármagnsflutninga til og frá Íslandi. Það er ekki víst að EFTA verði til staðar mikið lengur vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í Sviss, en EFTA í dag er ákvæði um frjálst flæði fólks sem Sviss hefur nú hafnað í þjóðaratkvæði. Það kæmi mér ekki á óvart að EFTA einfaldlega hyrfi eftir 5 til 10 ár, jafnvel skemmri tíma ef þannig aðstæður skapast. Þeir stjórnmálaflokkar sem standa í dag gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu eru í raun að gera íslenskri þjóð gífurlegan óleik með þessari afstöðu sinni. Sá ó-leikur mun verða íslendingum mjög dýr til lengri tíma litið. Enda er hætta á algerri einangrun Íslands ef EFTA og EES hverfa úr samskiptum Íslands við Evrópu.

Það er ljóst að í núverandi stöðu mun hagvöxtur á Íslandi stoppa, hafi hann verið einhver fyrir utan vöxt í einkaneyslu íslendinga. Ljóst er að núna er að koma að mjög erfiðu tímabili í sögu íslensku þjóðarinnar. Tímabil sem mun einkennast af fátækt og miklu atvinnuleysi á Íslandi. Þetta er það sem íslendingar kusu yfir sig og þetta er það sem koma skal.

Stórveldisdraumar í súpuskál

Á Íslandi býr fólk, þetta fólk er ekki hægt að ræða við og það er gjöreytt allri skynsemi og rökhugsun um framtíðina og hvernig er best að haga málum þannig að allt gangi upp til lengri tíma litið. Það er ekki hægt að ræða við þetta fólk. Það er búið að ákveða að heimurinn sé samkvæmt þeirra heimsmynd og ekkert annað kemur til greina. Jafnvel þó svo að raunveruleikinn sé allt annar. Þetta fólk er blint á heiminn í kringum sig vegna þess að það neitar að sjá hann.

Þetta sama fólk er síðan með óraunhæfa stórveldisdrauma. Vilja stofna vestnorrænt-efnahagssvæði milli Íslands, Færeyja og Grænlands sem undanfara á því að sameina svæðin í eitt ríki. Þar sem Ísland yrði í fararbroddi um stjórnun og áhrifa innan þess svæðis. Slíkir draumar eru auðvitað ekkert annað en fásinna fáfróðra manna. Sérstaklega þar sem íslendingar geta ekki einu sinni haldið sínu eigin ríki á floti án vandræða. Þá er augljóst að íslendinga mundu aldrei geta haldið um slíkt efnahagssvæði eða nokkurn annan hlut af slíkri gerð. Það er nefnilega einfaldlega engin þekking til slíks á Íslandi og mun aldrei verða. Hið íslenska andverðleika-samfélag mun rækilega sjá til þess. Þetta eru því ekkert nema draumórar íslendinga sem munu aldrei rætast og það er væntanlega fyrir bestu.

Hin íslenska þröngsýni mun ekki gefast upp og það mun einfaldlega þýða sömu efnahagsvandamál á Íslandi næstu áratugina með tilheyrandi óstöðugri krónu og hárri verðbólgu og vöxtum. Það hefur sýnt sig að lítið þýðir að ræða við íslendinga sem taka ekki rökum og staðreyndum. Margir íslendingar sjá ennfremur ekki lengra en sem nemur út að girðingunni í garðinum heima hjá þeim með hræðilegum afleiðingum. Andstaðan við Evrópusambandið stafar af fámennum sérhagsmunahópum sem fara um Ísland eins og þeir eigi það allt saman og haga sér eins og það sé sturlungaöld á Íslandi, en það er önnur grein sem ég mun skrifa síðar.

Stefnir í gjaldþrot Íslands innan nokkura ára

Efnahagsstefna sem er ekki hægt að lýsa öðrvísi en heimskri hefur nú tekið við á Íslandi. Núna á að fara skerða niður, og á sama tíma að minnka tekjur ríkissjóðs um tugi milljarða með skattalækkunum, niðurfellingu veiðigjalda og auðlyndagjalda á fiskveiðar (íslendingar hafa ekkert annað í raun).

Staðreyndin er nefnilega sú að efnahagsstefna framsóknarflokkins og sjálfstæðisflokksins virkar ekki og hefur aldrei virkað. Þessi efnahagsstefna er grunnurinn að efnahagshruninu á Íslandi árið 2008, og eins og staðan er í dag þá þarf mjög lítið að gerast svo að íslenskur efnahagur fari aftur í kreppu. Það er þó alveg ljóst að þegar íslenska þjóðin fer á hausin eftir nokkur ár, þá verður ekkert sem getur bjargað þeim. Næsta gjaldþrot íslensku þjóðarinnar mun verða kallað olíugjaldþrotið. Það er allavegana hentugur titill, þar sem draumórar um olíuveldið Ísland munu eiga þátt sinn í þessu gjaldþroti.

Hvað það verða margar tómar og ónotað bygginar á Íslandi í kjölfarið á þessu gjaldþroti á eftir að koma í ljós. Ég er þó alveg viss um að það eiga eftir að verða margar byggingar, og mörg gjaldþrot munu fylgja í kjölfarið á því ævintýri.

Uppskrift að nýju efnahagshruni á Íslandi

Þessa dagana er framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn að leggja grunn að nýju efnahagshruni á Íslandi. Það er ekki langt í þetta efnahagshrun, svona 3 til 8 ár í mesta lagi. Ástæðan liggur í efnahagsstefnunni sem núna er verið að taka upp á Íslandi. Þessi efnahagsstefna er sú sama og gerði Ísland gjaldþrota árið 2008, og ölli stærsta efnahagshruni í Evrópu þangað til að efnahagur Grikklands hrundi nokkrum árum síðar.

Kjarni efnahagsstefnu framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins er sú að gefa hinum ríku skattalækkanir og skera niður á móti. Þetta er nú þegar orðið augljóst í þeim yfirlýsingum sem hafa komið frá stjórnarþingmönnum undanfarna daga og vikur. Jafnvel IMF er farið að vara við þessari efnahagsstefnu og segir að hún gangi einfaldlega ekki upp, og muni ekki gera það. Þessi efnahagsstjórn sem núna er verið að tala um mun eingöngu leiða af sér meiri fátækt, aukið atvinnuleysi, verri lífsgæði á Íslandi. Síðan mun þetta leið af sér hærri stýrivexti og hærra verðlag á sama tíma.

Síðan er það spillingin sem ríkir í framsóknarflokknum og sjálfstæðisflokknum. Þessir tveir stjórnmálaflokkar hafa ekkert gert varðandi spillinguna sem ríkir innan þessara flokka, og hafa einfaldlega ekki áhuga á því að gera neitt. Þar sem öll yfirstjórn þessara flokka er einnig gjörspillt og ónýt.

Á meðan stjórnarflokkanir lækka tekjur ríkissjóðs, þá tala þeir bara um niðurskurð á móti lækkjandi tekjum. Aðgerðir sem eru ekki fallnar til þess að auka hagvöxt á Íslandi og hagsæld íslendinga. Vigdís Hauksdóttir talar um að það eigi að reka Ísland eins og bandarískt fyrirtæki. Það er bara ein gerð af stjórnmálum sem reka þjóðir eins og fyrirtæki, það eru stjórnmál öfgamanna, fasista og fólk sem stundar alræðisstefnu. Það kemur mér lítið á óvart að Vigdís Hauksdóttir skuli hallast að þeirri stefnu í sínum stjórnmálum, enda hefur hún sjálf upplýst um þessa pólitísku stefnu sína síðan hún byrjaði í stjórnmálum, og sérstaklega eftir að hún komst inn á Alþingi íslendinga. Það er auðvitað skelfing að Vigdís Hauksdóttir skuli vera komin með völd á Íslandi núna í dag, og ég er hræddur um að til þess að losna við hana þurfi íslendingar að gera alvöru uppreysn, ekki þetta tilgangslausa pottaglamur sem hefur fengið að hljóma undanfarin ár á Íslandi í mótmælum almennings.

Merki um yfirvofandi einræði

Það er svo merkilegt með stjórnamálaflokkana Sjálfstæðisflokkin og Framsóknarflokkin að þeir eru á móti breytingum sem styrkja og gera lýðræði á Íslandi skilvirkara og styrkara. Sérstaklega í ljósi þess að það var veikt lýðræði sem spilaði sitt hlutverk í árunum sem voru á undan efnahagshrun árinu 2008. Andstaða þessara stjórnamálaflokka gegn betra og sterkara lýðræði á Íslandi segir það að þeir vilja veikt lýðræði á Íslandi. Vegna þess að slíkt gefur fólki að bak við þessum stjórnmálaflokkum tækifæri til þess að hagnast með óeðlilegum hætti. Eins og toppanir í þessum stjórnmálaflokkum hafa í raun gert alla lýðræðissöguna í skjóli lýðræðis sem stendur höllum fæti á Íslandi.

Þetta er það sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa verið að gera síðan árið 2008. Komið í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á lýðræðinu, sem hugsanlega geta komið í veg fyrir annað efnahagshrun á Íslandi í líkingu við það sem varð árið 2008. Græðgin hefur hinsvegar ekkert siðgæði. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa snefil af siðgæði í dag, og haga sér samkvæmt því.

Hegðun Ólafs Ragnars Grímssonar, Forseta Íslands er síðan efni í aðra bloggfærslu. Þar er líka skortur á siðgæði, og þar er einnig að finna merki um einræðistakta sem er mjög slæmt mál.

Gömul og ný íslensk króna

Það virðist vanta talsvert mikið upp á söguþekkinguna hjá Lilju Mósesdóttur. Staðreyndin er sú að íslendingar eru búnir að reyna þessa aðferð. Enda var tekin upp ný króna á Íslandi þegar tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1982. Niðurstaðan af þeirri tilraun er sú að íslenska krónan hefur fallið stöðugt frá þeim tíma. Ástæðan eru kerfisbundnar gengisfellingar íslenskra stjórnvalda á þessum tíma, og síðan hrun íslensku krónunar árið 2008.

Það er alveg ljóst að taka upp nýja íslenska krónu mun ekki leysa nein vandamál. Enda er búið að reyna þá leið, og sú leið mistókst gjörsamlega árið 2008. Lilju Mósesdóttur er auðvitað frjálst að endurtaka tilraunina með íslensku krónuna aftur komist hún í ríkisstjórn. Aftur á móti er ljóst að sú tilraun mun mistakast aftur, á svipuðum tímaramma og sú fyrr. Sá tímarammi er rúmlega 30 ár.

Fréttir af þessum bjánaskap.

Vill kasta krónunni og búa til Nýkrónu (Vísir.is)
Samstaða leggur fram Nýkrónur (DV.is)

Íslenska krónan mun ekki bæta neitt

Þeir ætla sér seint að gefast upp aðdáendur íslensku krónunnar. Þetta er fólk sem er í öllum stjórnmálaflokkum Íslands, í öllum samfélagsstöðum á Íslandi. Íslenska krónan var aðskilin frá dönsku krónunni árið 1918 á skiptagenginu 1:1. Það þýðir að ein íslensk króna var jafngild einni danskri krónu að verðgildi. Árið 1922 kom síðan fyrsta íslenska myntin út. Þessi króna var notuð frá árinu 1918 til ársins 1982 þegar verðgildi íslensku krónunar var fellt hundraðfalt og íslenska krónan var aftur á pari við dönsku krónuna. Þó eingöngu rúmlega það.

Á þessum rúmlega 29 árum síðan gengi íslensku krónunar var fellt 100 falt á Íslandi. Þá hefur gengi íslensku krónunar lækkað 23 falt á þessum tíma. Það þýðir einfaldlega að fyrir hverja 1 danska krónu fást í dag rúmlega 23 íslenskar krónur. Það er hentugt að nota dönsku krónuna sem viðmið í þessari umræðu. Þar sem íslenska krónan var aðskilin frá dönsku krónunni á sínum tíma.

Það breytir ekki neinu hverju íslenskir stjórnmálamenn lofa varðandi íslensku krónuna. Íslenska krónan mun alltaf verða stærsta hagfræðivandamál íslendinga, og það mun ekkert breytast fyrr en annar gjaldmiðill verður tekinn upp á Íslandi. Það er auðvitað ómögurlegt að taka upp annan gjaldmiðil á Íslandi einhliða (íslendingar hafa ekki efni á því að taka upp anann gjaldmiðil einhliða). Þannig að íslendingar geta í raun aðeins tekið upp evruna sem gjaldmiðil með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Allt tal um stöðuga íslenska krónu er ekkert nema draumórar. Enda er það svo að hvorki Seðlabanki Íslands eða íslenska ríkið hafa burði til þess að viðhalda stöðugleika íslensku krónunar. Þetta er orðið mjög augljóst af efnahagssögunni síðan árið 1918. Enda fór allt nánast í kaldakol þegar íslendingar fór að gefa út sína eigin mynt. Síðan þá hefur ferlið bara verið niður á við, og er það í raun ennþá. Þar sem að algert efnahagshrun vofir ennþá yfir Íslandi þrátt fyrir að allt bankakerfið á Íslandi hafi orðið gjaldþrota árið 2008 með hrikalegum efnahagslegum afleiðingum fyrir íslensku þjóðina.

Þeir sem tala fyrir íslensku krónunni sem lausn fyrir framtíðina eru eingöngu að tala fyrir höftum, bæði inn og útflutnings höftum og mjög óstöðugum efnahag á Íslandi. Annað standa talsmenn íslensku krónunnar ekki fyrir og hafa í raun aldrei gert annað.

Allt tal um að hægt sé að tala niður íslensku krónuna er ennfremur tóm þvæla. Eins og gert er hérna.

Bjarni: Óábyrgt að tala niður krónuna (vb.is)