Bannfíkn Ögmundar, Innanríkisráðherra

Ný lög Ögmundar Jónassonar, Innanríkisráðherra sem banna fólki að spila á erlendum spilasíðum eru fáránleg. Aftur á móti lýsa þau mjög þeim hugsunarhætti sem Ögmundur aðhyllist, sem er að allt sem hann getur ekki stjórnað skuli vera bannað. Enda er þetta ekki beint ný hugmynd hjá Ögmundi eins og ég sýni fram á hérna. Í meira en 20 ár hefur Ögmundur reynt að banna spilakassa á Íslandi með lögum. Það hefur alltaf mistekist, vegna þess að Ögmundur hefur aldrei haft nein völd til þess að svala bannfíkn sinni. Nema kannski núna. Þar sem Ögmundur er ráðherra í Ríkisstjórn Íslands. Það eru þó góðar líkur á því að þetta frumvarp hans drepist óþægilegum dauðdaga inn á Alþingi Íslendinga.


Frétt Morgunblaðsins árið 1999 um tilraun Ögmundar Jónassonar að reyna koma lögum til þess að banna spilakassa á Íslandi. Tekið af tímarit.is hérna.


Frétt tímaritsins Dags um Ögmund Jónasson að reyna banna spilakassa á Íslandi. Tekið af tímarit.is hérna.


Blaðsíða 9 af frétt blaðsins Dags hérna að ofan. Tekið af tímarit.is hérna.

Það er augljóst að Ögmundur Jónasson á við vandamál að stríða. Líklega er það spilavandamál. Það sem er þó verst er sú staðreynd að Ögmundur er að velta sínum eigin vandamálum og lausnum til þess að takast á við þessi vandamál yfir á alla íslensku þjóðina. Þá með því að reyna banna fólki að eyða sínum peningum í fjárhættuspil á internetinu. Árið 1999 var internetið ekki orðið mjög almennt, og þá reyndi Ögmundur að banna spilakassa á Íslandi. Þetta er nákvæmlega það sama og Ögmundur er að reyna gera núna í dag. Nema núna eru það spilakassar á internetinu, ekki í sjoppum sem eru skotmark Ögmundar.

Það eru alltaf til einstaklingar sem tapa stjórninni. Hvort sem það eru spilakassar, fjárhættuspil á internetinu, lottó, víkingalottó og fleira fram eftir götunum. Það er hinsvegar alger fásinna og heimska að banna heilli þjóð að gera þetta. Jafnvel þó svo að einhverjum örfáum einstaklingum takist ekki að hafa stjórn á sér í sinni eigin persónulegu græðgi.

Í hlekkjum Bændasamtaka Íslands

Það segir mikla sögu um það hvernig Bændasamtök Íslands eru í raun og veru. Þegar þau þola ekki einu sinni heimildarmynd sem bendir á einfaldar staðreyndir varðandi beit sauðfjár á viðkvæman gróður á Íslandi á hálendi landsins. Eins og Smugan bendir á. Þá hafa Bændasamtök Íslands núna framleitt áróðursmynd gegn heimildarmyndinni Fjallkonan hrópar á vægð, sem var sýnd á Rúv þann 14.10.2012.

Það sem er þó verst í þessu öllu saman er sú staðreynd að framsóknarflokkurinn ræðst á þessa heimildarmynd með þeim orðum að þetta sé “undirróðursáróðsheimildarmynd”. Ásamt fleiri ógeðfelldum orðum um Herdísi Þorvaldsdóttir. Einna verstur í þessum árásum er framsóknarþingmaðurinn Ásmundur Einar Daðason sem kallar umrædda heimildarmynd öllum illum nöfnum. Enda er það staðreynd að framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem er hvað mest í vasa Bændasamtaka Íslands núna um þessar mundir.

Ég legg því til að framsóknarflokkurinn í heild sinni verði rekinn af alþingi íslendinga í kosningum vorið 2013. Enda hafa íslendingar ekkert með svona spillta alþingismenn að gera.

Frétt Smugunar um þetta mál.

Hörð viðbrögð framsóknarþingmanna við mynd Herdísar

Ábending til Tryggingarstofnunar og Þjóðskrá

Í dag fékk ég bréf frá Þjóðskrá Íslands, sem var byggt á tölvupósti frá Trygginastofnun Íslands frá því í Október 2011. Efni bréfsins var það ég lá undir grun um það að hafa rangt lögheimili á Íslandi. Þá á þann hátt að ég væri með lögheimilið á Íslandi, en væri í raun búsettur í Danmörku. Fyrir það fyrsta þá er þetta gjörsamlega glórulaust og gengur ekki upp. Þar sem að ég hafði skráð mig í skóla, og ég var í skóla þegar í Október. Það er þó ekki nóg, þar sem að ég hafði verið í sumarvinnu hjá Húnaþingi Vestra (samkvæmt vinnusamningi við Tryggingarstofnun varðandi öryrkja). Þetta er ennþá undarlegra. Þar sem að maður þarf að vera með lögheimilið skráð í Danmörku til þess að fá húsaleigubætur þar, annars fær maður ekki neitt og mundi þurfa að borga fulla leigu. Á núverandi gengi íslensku krónunnar, þá er það mjög dýr leiga í Danmörku án húsaleigubóta.

Það sem er merkilegast í öllu þessu, er sú staðreynd að Trygginarstofnun fer af stað eftir ábendingu í Október 2011 (þegar ég er í Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra við nám). Hvaðan sú ábending kom stendur ekki. Hinsvegar má ljóst vera að þessi ábending var ekkert nema uppspuni, og ekki byggð á neinu handbærum staðreyndum sem hefðu átt að vera Trygginarstofnun augljósar. Ég hafði ennfremur leiðrétt heimilsfangið hjá Tryggingarstofnun í Júlí, vegna þess að stofnunin var að senda mér bréf á heimilsfangið í Danmörku þar sem ég hafði búið, en var fluttur frá. Þrátt fyrir að ég hafi verið mánuðinn þar á undan tilkynnt þjóðskrá í persónu um flutningin til Íslands (þeir ljósrituðu ökuskírteinið mitt). Þetta þurfti ég að gera, vegna þess að þau bréf sem ég átti að fá frá Tryggingarstofnun voru að fara á vitlaust heimilsfang (vegna þess að gagnagrunnur Trygginastofnunar hafði augljóslega ekki uppfærst á réttan hátt). Þetta virðist ekki hafa neinu breytt. Enda virðist sem svo að eftirlit Trygginarstofnunar athugi ekki hvort að einstaklingar hafi skilið eftir sig pappírsslóð á Íslandi eða ekki. Það er merki um búsetu og annað slíkt. Aðferðin virðist einfaldlega vera sú að senda allt á Þjóðskrá og biðja þá um að kanna málið. Engin tilraun virðist hafa verið gerð til þess að athuga málið í Danmörku hjá dönsku þjóðskránni, sem hefði kannað málið hjá viðkomandi leigufélagi sem á umrædda íbúð þar sem ég bjó.

Síðan ofan á það. Þá hafði ég staðfest við Sjúkratrygginar Íslands að ég væri búsettur á Íslandi, og afhverju ég hafði ekki skilað inn E-104 vottorði, sem var ekki krafa um það leiti sem ég flyt aftur til Íslands (þetta var ekki svona, en íslendingar breyttu reglunum einhliða virðist vera og gera núna kröfu um að E-104 vottorði sé skilað við flutning til Íslands). Þetta virðist þó ekki breyta neinu fyrir Tryggingarstofnun, sem að mér sýnist ekki hafa samskipti við neinar aðrar stofnanir til þess að kanna búsetu fólks sem flytur til Íslands á ný.

Ef að ég hefði ekki brugðist við þessu. Þá hefði þjóðskráin á Íslandi einhliða fært heimilsfangið mitt aftur til Danmerkur, á gamalt heimilsfang þar sem ég á ekki lengur heima. Það er mín skoðun að starfsferlar hjá Trygginarstofnun þá sérstaklega þurfi að fara í endurskoðun. Það má einnig fara að endurskoða starfsferla Þjóðskrár. Enda gengur ekki að opinberar stofnanir séu að væna fólk um að svindla og blekkja eins og hérna er í raun verið að gera.

Hvað mig varðar. Þá flyt ég á ný til Danmerkur núna í lok Apríl. Hversu lengi sú búseta verður veit ég ekki, en ég er þó að búast við að vera í Danmörku núna í örlítið meira en í eitt ár áður en ég flyt aftur til Íslands. Hvað þetta mál allt varðar. Þá ætla ég að senda Þjóðskrá staðfest afrit um það að ég hafi verið í skóla á þessum tíma, á Íslandi.