Ríkisstjórn Íslands hefur tapað lögmæti sínu

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa tapað lögmæti sínu með aðgerðum sem eru þvert á Stjórnarskrá Íslands. Ofan á þessi brot hefur ríkisstjórn Íslands ákveðið að hunsa vilja almennings á Íslandi og ætlar sér ennþá að slíta aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Það er skylda ríkisstjórna að standa vörð um hagsmuni almennings og kjósenda sinna. Það er ekki hluti af verkefnum ríkisstjórna eða þingmanna að þjónusta sérhagsmunaöfl og sérhagsmuni ríkra einstaklinga á Íslandi og fyrirtækja eins og gert hefur verið á þessu kjörtímabili.

Ofan á þetta eru síðan stjórnar-þingmenn farnir að brjóta stjórnarskrána beint með því að krefjast ritskoðunar fjölmiðla eða þeir muni hljóta verra af. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slíkt hefur gerist þegar skorið var niður á Rúv til þess að stjórna beint fréttaflutningi þar. Nýjustu ritskoðunartilburði er hægt að sjá hérna (Rúv.is), hérna (eyjan.is), hérna (DV.is). Ríkisstjórn Íslands á að segja af sér nú þegar. Að öðrum kostir hefur almenningur á Íslandi ekki annan kost nema að fjarlægja ríkisstjórn Íslands með valdi.

Merki um yfirvofandi einræði

Það er svo merkilegt með stjórnamálaflokkana Sjálfstæðisflokkin og Framsóknarflokkin að þeir eru á móti breytingum sem styrkja og gera lýðræði á Íslandi skilvirkara og styrkara. Sérstaklega í ljósi þess að það var veikt lýðræði sem spilaði sitt hlutverk í árunum sem voru á undan efnahagshrun árinu 2008. Andstaða þessara stjórnamálaflokka gegn betra og sterkara lýðræði á Íslandi segir það að þeir vilja veikt lýðræði á Íslandi. Vegna þess að slíkt gefur fólki að bak við þessum stjórnmálaflokkum tækifæri til þess að hagnast með óeðlilegum hætti. Eins og toppanir í þessum stjórnmálaflokkum hafa í raun gert alla lýðræðissöguna í skjóli lýðræðis sem stendur höllum fæti á Íslandi.

Þetta er það sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa verið að gera síðan árið 2008. Komið í veg fyrir nauðsynlegar breytingar á lýðræðinu, sem hugsanlega geta komið í veg fyrir annað efnahagshrun á Íslandi í líkingu við það sem varð árið 2008. Græðgin hefur hinsvegar ekkert siðgæði. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa snefil af siðgæði í dag, og haga sér samkvæmt því.

Hegðun Ólafs Ragnars Grímssonar, Forseta Íslands er síðan efni í aðra bloggfærslu. Þar er líka skortur á siðgæði, og þar er einnig að finna merki um einræðistakta sem er mjög slæmt mál.