Ekkert eldgos að hefjast í Hamarinum

Mér þykir líklegt miðað við þann óróa sem er að koma fram á jarðskjálftamælum Veðurstofunar í kringum eldstöðina Hamarinn að eldgos sé að hefjast þar. Það eru allar líkur á því að þetta sé smá eldgos, en það gæti þó breyst án nokkurrar viðvörunar. Ég reikna með jökulflóði innan nokkura klukkutíma frá þessu svæði ef að vatnið sem bráðnar nær að brjóta sér leið undan jökli.

Hvar þetta eldgos er nákvæmlega hef ekki hugmynd um, en engir jarðskjálftar hafa komið fram ennþá sem gefa upp staðsetninguna á þessu eldgosi þessa stundina.

Eftir eina uppfærslu á óróanum á Skrokköldu SIL stöðinni. Þá er ljóst að ekkert eldgos er að hefjast í Hamarinum. Þetta er því bara fölsk viðvörun eins og þær gerast bestar.

Bloggfærlsa uppfærð klukkan 09:57 UTC þann 27. September 2011.

Nýjir jarðskjálftar í öskju Kötlu

Þegar það fór að draga úr óróanum á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu þá fóru að sjást aftur smáir jarðskjálftar á jarðskjálftamælunum. Þessir jarðskjálftar hafa líklega átt sér stað í alla nótt, en hafa væntanlega ekki sést vegna óróa sem hefur verið í gangi.

Það hefur komið fram að óróinn sé alveg dottin niður. Samkvæmt því sem ég sé á vef Veðurstofu Íslands þá hefur óróinn minnkað en hann er langt frá því að vera alveg dottinn niður. Enda eru mælanir ekki ennþá komnir niður í bakgrunnshávaðann sem alltaf á jarðskjálftamælum þegar ekkert er að gerast.

Eins og staðan er í dag þá er nauðsynlegt að hafa fullan varan á því sem er að gerast í Kötlu. Enda met ég það sem svo að þetta sé ekki búið það sem er að gerast í Kötlu. Þó svo að dregið hafi úr því sem gerðist núna í nótt eftir því sem liðið hefur á daginn.

Óróinn heldur áfram í Grímsfjalli

Þó svo að eldgosinu í Grímsfjalli (eða Grímsvötnum) virðist vera lokið þá er engu að síður mikill órói á jarðskjálftamælum Veðurstofunar í kringum Grímsfjall og í kringum Vatnajökull. Ég veit ekki ennþá hver ástæðan er fyrir þessum óróa eða hvað þetta þýðir nákvæmlega. Hinsvegar óttast ég (sem áhugamaður á þessu sviði) að þetta þýði frekari eldgos í Grímsfjalli á næstunni. Enda lít ég svo á að eldgosi sé ekki lokið fyrr en bakgrunnshávaða sé náð á mælum í kringum eldstöð. Bakgrunnshávaði er vindur, vatn, öldugangur á ströndinni og svoleiðis hlutir.

Hérna er óróagröf af vef Veðurstofu Íslands frá því klukkan 15:00 UTC.

Myndir teknar af vefsíðu Veðurstofu Íslands. Höfundarréttur þessara mynda tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og má sjá hérna er óróinn ennþá talsverður í Grímsfjalli. Jafnvel þó svo að hætt sé að gjósa í Grímsfjalli þessa stundina. Hvað sem þetta þýðir. Þá þykir mér ljóst að virknin í Grímsfjalli er væntanlega ekki ennþá lokið. Þó svo að einu eldgosi sé núna væntanlega lokið. Það er alveg ljóst að eldfjöll eru og hafa alltaf verið óútreiknanleg. Hvort sem það er á Íslandi eða erlendis.

Eldgosið líklega að verða búið í Grímsvötnum

Eins og hefur komið fram í fréttum þennan morguninn að eldgosið í Grímsvötnum er líklega búið. Það hefur komið fram að í fréttum að eingöngu gufa sé að koma upp úr gígnum í Grímsvötnum. Þessi minni virkni í Grímsvötnum er einnig staðfest á óróaplottum í kringum Vatnajökul og á Grímsfjalli.

Það er þó annað áhugavert hefur verið að gerast undanfarinn sólarhring og það eru hópur af jarðskjálftum SSA af Grímsfjalli. Ég veit ekki afhverju jarðskjálftar eiga sér stað þarna, en möguleg ástæða gæti verið kvikuinnskot inn á þetta svæði. Það er þó ekki staðfest og er ekkert nema bara getgátur á þessu stigi málsins.

Það er þó annað áhugavert er að óróinn er ennþá frekar hár þó svo eldgosinu sé lokið eða að ljúka. Ég er ekki viss afhverju það er.

Þetta eldgos virðist hafa breyst mikið síðasta sólarhring. Þar sem í gær leit ekki út fyrir að eldgosinu væri að ljúka með svona skömmum fyrirvara.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 07:54 UTC þann 25. Maí 2011.

Áframhald á eldgosinu í Grímsvötnum

Það hefur dregið umtalsvert úr eldgosinu í Grímsvötnum eins og komið hefur í fréttum. Þetta er í samræmi við hegðun Grímsvatnagosa undanfarin ár. Það er ekkert ennþá sem bendir til þess að eldgosið muni taka sig upp aftur.

Öskuframleiðslan fer einnig minnkandi og er öskuskýið í kringum 3 til 5 km hátt á þessari stundu. Hversu lengi það varir á hinsvegar eftir að koma í ljós. Hvort að þarna verður hraungos á einnig eftir að koma í ljós með tímanum. Það er hinsvegar ljóst að ef eldgosið stendur nógu lengi. Þá mun fara hraun að renna þarna. Það er hinsvegar staðreynd að hefðbundin eldgos í Grímsvötnum vara frá fimm dögum og upp í tvær vikur.

Hver þróunin á þessu eldgosi verður hinsvegar að koma í ljós með tímanum. Það er þó ljóst að þetta eldgos mun vara í nokkra daga í viðbót virðist vera.

Hver vill bera ábyrgð á fyrsta flugslysinu vegna öskuskýsins

Það er mikið talað á móti lokunum á flugleiðum vegna öskuskýsins úr Grímsvötnum. Ég ætla að minna þá sem tala á móti þessum lokunum að það þarf ekki nema 1mm af lagi af ösku til þess að eyðileggja þotuhreyfil.

Þetta magn af ösku skemmir ekki flugvélar eins og þær sem Ómar Ragnarsson notar. Vegna þess þær eru með loftsíu sem svipar til loftsíu í bílum. Þær ráða að mestu leiti við þessa ösku úr eldgosum.

Hérna er frétt um skemmdir sem urðu á F-16 herþotum í fyrra þegar þær fóru í gegnum þunnt öskuský. Þeir þotuhreyfilar sem eru notaðir í herþotum eru um margt svipaðir þeim þotuhreyflum sem eru notaðir í farþegaflugvélum.

Þeir sem tala á móti lokunum vegna öskuskýsins eru að taka á sig mikla ábyrgð með þessum málflutningi sínum. Sérstaklega þar sem að hann er ábyrgðarlaus og úr samhengi við staðreyndir málsins.

Lítið dregur úr eldgosinu í Grímsvötnum

Eftir því sem ég kemst næst. Þá dregur lítið úr eldgosinu í Grímsvötnum miðað við óróamælingar Veðurstofu Íslands. Það er hugsanlegt að eitthvað hafi dregið úr öskuframleiðslunni ef að vatn er hætt að koma í gígana sem eru að gjósa í Grímsvötnum. Það er þó ekki með fullu vitað vegna þess að ekkert hefur verið hægt að komast nálægt eldstöðvunum vegna öskuskýs.

Það er vonlaust að segja hversu lengi þetta eldgos mun vara. Það er þó ljóst að þetta eldgos er hættulegt. Þar sem hættan er á að nýjar gossprungur opnist síðar í þessu eldgosi. Þá mun nýtt tímabil öskufalls hefjast á meðan vatn kemst í nýja gíga sem opnast í Grímsvötnum. Það verður þó bara að bíða og sjá til hvað gerist í Grímsvötnum á næstu dögum.

Eldgosið í Grímsvötnum

Eldgosið í Grímsvötnum er ennþá mjög öflugt. Þó svo að líklega hafi eitthvað dregið úr kraftinum í eldgosinu síðan í gær. Það sem er áhugavert við þetta eldgos er sú staðreynd að jarðskjálftar hafa haldið áfram í nágrenni við Grímsvötn þó svo að eldgosið sé hafið. Í kjölfarið á hverri jarðskjálfahrinu þá virðist eins og krafturinn aukist smá stund í eldgosinu. Hvað þetta þýðir veit ég ekki. Það er hinsvegar augljóst að eldgosið í Grímsvötnum er mjög stórt og langtum stærra heldur en eldgosið árið 2004 í Grímsvötnum.

Það er vonlaust að átta sig á því hversu lengi þetta eldgos mun vara í Grímsvötnum, en venjulega hafa eldgos í Grímsvötnum varað í nokkra daga upp í tvær vikur.

Eldgos er hafið í Grímsvötnum

Eins og komið hefur fram í fréttum. Þá er eldgos hafið í Grímsvötnum. Mér sýnist við fyrstu skoðun að þetta eldgos sé stærra en eldgosið í Grímsvötnum árið 2004. Ég mun þó reyna að koma með meiri upplýsingar síðar, eftir því sem ég hef tök á.

Eldgos líklega að hefjast í Grímsfjalli

Mér sýnist á gögnum frá vef Veðurstofu Íslands að eldgos sé líklega að hefjast í Grímsfjalli. Ég er ennþá að bíða eftir staðfestingu á þessu frá Veðurstofunni og Rúv. Þetta er hinsvegar það sem gögnin benda til á þessari stundu.

Ég kom mun koma með meiri upplýsingar þegar ég veit meira um hvað er að gerast.