Heimskulegar takmarkanir í e-bókar búðum

eBækur eru ekki einar um að sýna af sér svona heimsku. Þetta er þekkt hjá Amazon (UK allavegana) og er mjög illa liðið af notendum þeirrar síðu. Enda fara margir og kaupa sínar ebækur annarstaðar en á Amazon. Mér finnast svona takmarkanir mjög heimskulegar. Þar sem þær koma í veg fyrir sölu á ebókum og takmarka því útbreiðslu rithöfundana. Þeta er ekki höfundarréttarvandamál. Nema útaf því að höfundarréttarhafanir (í þessu tilfelli útgáfufyrirtækin) gera þetta að vandamáli hjá sjálfum sér. Ég er búsettur í Danmörku, og get ekki keypt ebækur frá Íslandi þó svo að ég gjarnan vildi.


Af ebækur.is. Skjáskot sem ég tók sjálfur. Smellið á myndina fyrir fulla stærð.

Það er því ljóst hvar ég mun ekki gefa út mínar ebækur. Hjá eBækur.is. Enda vil ég hafa sem fæstar takmarkanir á því hvar og hvenar fólk mun geta keypt mín ritverk í framtíðinni. Innan Evrópu er ennfremur orðið ljóst að svona takmarkanir á ebókum eru heimskulegar og þjóna nákvæmlega engum tilgangi og eru eingöngu til þess fallnar að auka sjóræningjastarfsemi og minnka tekjur höfunda.

Frétt frá því í sumar af þessu

Ebooks shouldn’t be restricted by European borders (The Guardian)