Villigötur Seðlabankastjóra

Það er ekki í boði, ef á að gera hagkerfið stöðugt að viðhalda hringrás verðtryggðra lána eins Það og gert hefur verið undanfarna áratugi á Íslandi. Allt kerfið verður að vera í óverðtryggðum lánum.

Það er framundan á Íslandi gjaldþrotahrina fólks sem er með verðtryggð húsnæðislán vegna stöðugra hækkana á þeim lánum í þeirri verðbólgu sem er núna á Íslandi. Þó svo að vaxtastig og afborganir á óverðtryggðum lánum virðist vera vandamál, þá er það almennt minna vandamál en ætla mætti. Þar sem laun hækka að einhverju leiti hraðar af vaxtahækkanir og afborganir af óverðtryggðum lánum. Verðtryggð lán og hækkanir á þeim halda hinsvegar i við hækkanir á launum og við verðbólgu, búa til umhverfi þar sem fólk getur ekki minnkað greiðsluálagið á þessi verðtryggðu lán hjá sér.

Seðlabankastjóri hefur rangt fyrir sér og það kemur mér ekkert á óvart. Verðtryggð húsnæðislán eru bölvun íslenska hagkerfisins og voru upphaflega sett til þess að leysa vandamál í óðaverðbólgu í kringum árin 1970 til 1982. Núna eru liðin 50 ár og íslendingar eru ennþá með verðtryggðu lánin og hagkerfi sem hrynur reglulega með fjöldagjaldþrotum fólks vegna þessara sömu verðtryggðu lána.

Verðtryggð lán virka aðeins í hagkerfi þar sem laun eru einnig verðtryggð.

Mitt ráð er að fólk taki ekki verðtryggð lán undir neinum kringumstæðum. Þurfi fólk að taka verðtryggt lán, þá er skásti kosturinn af öllum slæmum að taka blandað lán þar sem hluti er verðtryggt lán og síðan restin óverðtryggt lán. Síðan endurfjármagna yfir í óverðtryggt lán um leið og hægt er.

Frétt Morgunblaðsins

Úrslitastund fyrir óverðtryggð lán

Hámörkun gróðans

Nýfrjálshyggja er hugmyndafræði sem meðal annars kemur frá manni að nafni Milton Friedman (Wikipedia). Þessi maður er einn af aðalhöfundum íslensku frjálshyggjunar óbeint. Sérstaklega þar sem að hugmyndafræði hans var borin uppi af mönnum eins og Hannesi Hólstein og Davíð Oddssyni. Eitt af því sem Milton Friedman boðaði var hámörkun gróðans.

Þessari hugmyndafræði er haldið á lofti í dag á Íslandi af sjálfstæðisflokknum og framsóknarflokknum. Félagslega skyldur fyrirtækja eru látnar eiga sig, og eru jafnvel ekki til staðar þar sem slíkt mundi trufla hin ofsafengna gróða sem reynt er að fá úr íslenskum fyrirtækjum. Án samfélagslegrar ábyrgðar eru fyrirtæki ekki neitt, þar sem án samfélagslegar ábyrgðar þá taka fyrirtæki bara en gefa ekkert af sér út til samfélagsins. Enda leitast fyrirtæki sem stunda svona hugmyndafræði við að borga lágmarkslaun til þeirra sem vinna hjá þeim. Nema eigendum og stjórendum viðkomandi fyrirtækja, þeir einstaklingar fá borgað milljónir og jafnvel milljarða í laun á mánuði, eða á ári, þar sem báðar útgáfur voru til staðar á Íslandi og eru ennþá til staðar á mörgum stöðum.

Þessi efnahagsstefna að hámarka gróða fyrirtækja og hlutafa er ein heimskulegasta hugmynd sem hægt er að vera með, enda er það svo að ekkert gott hefur komið útúr henni og má líklega rekja allt íslenska efnahagshrunið til þessar hugmyndafræði. Hinsvegar hafa þessir tveir stjórnmálaflokkar ekki látið sér segjast, heldur halda áfram að hámarka gróðan á kostnað almennings á Íslandi. Allt saman með skattalækkunum, niðurfellingu á auðlyndagjöldum, niðurskurði. Allt næsta kjörtímabil mun verða svona og það mun taka marga áratugi að laga til eftir þann skaða sem núverandi stjórnvöld munu valda á íslenska hagkerfinu með þessum hugsunarhætti og efnahagsstefnu. Í dag tók forseti Íslands það skref að hámarka gróða LÍÚ á kostnað almennins á Íslandi, þetta skref mun ekki eingöngu verða skaðlegt heldur mun þetta draga úr hagvexti á Íslandi og valda því að skuldir ríkissjóðs munu aukast allt næsta kjörtímabil.

Nánar um hugmyndafræði Milton Friedman

The Origin Of ‘The World’s Dumbest Idea’: Milton Friedman (Forbies.com)
The Social Responsibility of Business is to Increase its Profits (Milton Friedman, colorado.edu)

Fjármálablekkingin um íslensku krónuna

Þessi grein hérna (hun.is) hefur farið nokkrar umferðir á Facebook nú þegar. Þessi grein er að mínu mati kjaftæði að hluta til. Einu sönnu punktanir í henni eru þeir að maður safnar skuldum þegar maður eyðir meira en maður hefur í tekjur. Það eiginlega segir sig bara sjálft.

Það sem er ekki talað um í þessari grein er sú staðreynd að verðbólga brennir upp sparnað fólks á Íslandi og hefur alltaf gert það. Mesti bruni á sparnaði fólks átti sér stað á árunum í kringum 1970 til árins 1982 þegar verðbólgan fór upp í rúmlega 100% á tímabili og verðlag hækkaði stöðugt á Íslandi (ásamt launum). Þegar tekin voru 2 núll af íslensku krónunni til þess að auka verðgildi hennar á ný (5000 gISK = 50 ISK dagsins í dag). Eftir að tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1982 jafngildi 1 ISK = 1 DKK. Í dag er gengið 1 DKK = 23 ISK. Gengisfelling á þessum tíma hefur verið rosalega mikil og langt yfir 100% sýnist mér.

Verðtrygging er í raun ekkert nema vextir, eins og bent er vel og vandlega á í þessari grein hérna (dv.is). Á Íslandi virkar verðtrygging húsnæðislána þannig að verðtrygging (vextir) eru lagðir ofan höfuðstól húsnæðisláns. Það þýðir í raun að afborgun lánsins hækkar með hverri afborgun á meðan þessu stendur. Það er yfirleitt 50 til 60% af lánstímanum sem þetta er svona (hægt að sjá þetta í rauntölum í reiknivél bankanna). Gott dæmi um þetta er að ég notaði bara sjálfgefnar tölur sem komu upp í reiknivél Landbankans.

Ég miðaði við 5,20 verðbólgu yfir 40 ára tímabil sem er ekkert of mikið að mínu mati. Lánstíminn er 40 ár. Um er að ræða jafnar greiðslur.

Lánið er 17.000.000.
Markaðsvirði fasteignar er 25.000.000.

Fyrsta greiðsla þessa láns er 68.839 kr.
Lokagreiðsla þessa láns er því 519.963 kr.

Heildargreiðsla þessa láns eftir 40 ár er því 107.141.553 kr.

Til samanburðar. Þá eru hérna tölur úr láni með sömu fjárhæðum. Nema óverðtryggt og með breytilegum vöxtum upp á 6,75% (miðað við stýrivexti þann 22.02.2013). Um er að ræða jafnar greiðslur í þessu dæmi.

Lánið er 17.000.000.
Markaðsvirði fasteignar er 25.000.000.

Fyrsta greiðsla þessa láns er 102.691 kr.
Lokagreiðsla þessa láns er 102.691 kr.

Heildargreiðsla þessa láns eftir 40 ár er því 49.291.483 kr.

Það sem gæti breytt þessari upphæð er auðvitað stýrivaxtabreiting hjá Seðlabanka Íslands. Hvort sem er upp eða niður. Verðbólga hefur ekki mikil áhrif á þetta dæmi.

Þarna munar meira en helming og það breytir í raun engu þó svo að laun hafi hækkað umfram verðlag síðan árið 1989 eins og haldið er fram í greinni sem ég vísa í hérna að ofan. Greiðslubyrðin af verðtryggðum lánum verður óbærileg hjá fólki eftir minna en helminginn af lánstímanum þegar um er að ræða verðtryggð lán á Íslandi. Það breytir engu hversu varlega fólk fer peningalega í þessu dæmi. Verðtryggingin mun alltaf valta yfir fjárhaginn hjá fólki og leggja hann í rúst. Þetta er staðreynd og hún er ekkert að fara breytast.

Það er aftur á móti staðreynd að íslendingar eru ekkert að fara losna við íslensku krónuna og verðtrygginguna núna á næstunni. Upptaka annars gjaldmiðils einhliða á Íslandi er eitthvað sem ekki er hægt eins og er þessa dagana. Ef íslendingar vilja losna við verðtrygginguna og þær sveiflur sem fylgja íslensku krónunni (sem hefur áhrif á verðlag, vexti og verðbólgu á Íslandi). Þá verða íslendingar að stefna á inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evrunnar. Þetta ferli verður hvorki einfalt eða auðvelt. Enda eru íslendingar búnir að skapa sér sitt eigið sjálfskaparhelvíti með núverandi peningastefnu og efnahagsstefnu sem setur allt í þrot reglulega á Íslandi.

Þeir sem eru að tala fyrir íslensku krónunni eru í raun bara að tala fyrir óbreyttu efnahagsástandi á Íslandi og staðreyndin er sú að þetta fólk hefur ekki neinar lausnir. Innganga í Evrópusambandið og upptaka evrunnar er þó allavegna lausn á hluta af þeim vandamálum sem íslendingar eru að kljást við.