Jón Frímann bloggar opnar aftur

Eftir tvö ár í fjarveru. Þá hef ég ákveðið að opna vefsíðuna Jón Frímann bloggar aftur. Ástæðan er helst sú að ég vil skrifa um íslensk samfélagsmál án þess að þurfa að treysta á fjölmiðla til þess að dreifa þeim skrifum eins og ég hef verið að gera undanfarna mánuði.

Það er möguleiki á því að einhverjir gallar sýni sig á næstunni. Þar sem ég var að setja síðuna alveg upp af öryggisafriti sem ég tók fyrir tveimur árum síðan. Ég laga alla þá galla sem ég finn þegar þeir koma í ljós en eins og er þá er ég ekki að sjá að neitt sé bilað.

Vefsíðan lokar

Ég hef ákveðið að loka þessari vefsíðu varanlega um helgina. Það mun koma ný vefsíða í staðinn hingað inn fljótlega eftir helgi. Það er orðið vonlaust að skrifa um íslensk málefni með beittum hætti án þess að eiga á hættu lögsókn vegna misnotkunar á meiðyrðalöggjöfinni á undanförnum árum og réttarfarsbreytingu sem hefur komið í kjölfarið, þar sem hörð gagnrýni er ekki heimil með neinum hætti á fólk, stjórnmálamenn, auðmenn og aðra slíka.

Það mun ekkert tapast þar sem ég mun taka varanlegt afrit af öllu saman hérna til geymslu.