Einokunarstefna Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar

Á Íslandi er rekin einokunarstefna í verslun. Þessi einokunarstefna snýst um að koma í veg fyrir samkeppni í vöruflokkum sem varða kjötframleiðslu á Íslandi og síðan framleiðslu á vörum sem tengjast mjólkurvörum (smjör, osti og öðru slíku). Hart hefur verið gengið fram á undanförnum árum til þess að tryggja þess einokun og í tilfelli mjólkurframleiðslu er staðan sú að MS (Mjólkursamsölunnar) er í dag undanþegin samkeppnislögum og sanngjörnum viðskiptaháttum. Í tilfelli kjötframleiðslunnar þá eru einfaldlega sett fáránleg skilyrði sem í reynd koma í veg fyrir innflutning á ferskri kjötvöru.

Ofan á þetta er síðan allt saman tollað upp í þak og helst aðeins meira með því að nota reikniaðferðir sem eru gerðar til þess að halda tollum háum og gera innflutning eins óhagkvæman og hægt er (þetta var í boði Jóns Bjarnarsonar og Vinstri Grænna, hvorki framsóknarflokkur eða sjálfstæðisflokkur breyttu neinu þar um á síðasta kjörtímabili). Það er einnig þannig að ostar, smjör og annað slíkt er tollað uppí þak á Íslandi til þess að viðhalda einokunarstefnu íslensks landbúnaðar í gangi.

Afleiðingin af þessari stefnu er mjög augljós, miklu hærra matvælaverð á Íslandi en í nágrannalöndum (undanskilin eru ríkin Noregur, Sviss og Lichtenstein sem eru öll utan ESB og hafa einnig mjög hátt matvælaverð af svipaðri ástæðu). Þetta þýðir einnig verri gæði til neytenda á Íslandi og kemur ofan á það að íslenskir bændur geta ekki flutt umframframleiðslu til annara ríkja í Evrópu. Ef Ísland væri í Evrópusambandinu væri hægt að selja alla umframframleiðslu á lambakjöti á markað innan Evrópusambandsins. Framtíðarhugsun þessa fólks er nákvæmlega engin og þetta fólk virðist ekki hafa neina hugmynd hvernig á að stunda hagsæld viðskipti við umheiminn. Enda hefur þetta fólk farið í afgangsmarkaði, eins og Rússland (þar sem lambakjötið er selt á mjög lágu verði til neytenda þar í landi) til þess að selja lambakjötið, í stað þess að einbeita sér af betri mörkuðum eins og Evrópusambandinu og þeim ríkjum sem þar eru.

Í þeim mótrökum sem notuð hafa verið þá snúast þau nær eingöngu um andstöðu við innflutning á lambakjöti til Íslands. Þetta er fáránlegt, þar sem ljóst er að það verður ekki neinn innflutningur á lambakjöti til Íslands, sá markaður er alveg mettaður á Íslandi og hefur verið það lengi. Mest yrði um innflutning að ræða á nautakjöti, svínakjöti og kjúklingi, þar sem sá markarður er ekki mettaður og innlendir framleiðendur geta ekki framleitt nægjanlegt kjöt fyrir þann markað á Íslandi og hafa ekki náð að standa undir eftirspurn í mörg ár (eftir því sem ég kemst næst).

Það yrði mikið og stórt framfaraskref fyrir íslenska bændur ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Enda mundi það opna aðgang að 500 milljón manna markaði og stórauka útflutning og tekjur íslenskra bænda í kjölfarið. Enda væri þá hægt að selja alla umframleiðslu á lambakjöti á markað í Evrópu á góðu verði. Sú afstaða íslenskra bænda að vera andstæðir inngöngu í Evrópusambandinu jafngildir því að henda peningum útum gluggann og er fáránleg og jafnframt mjög heimskuleg efnahagslega og framleiðslulega.

Bændasamtökin og framsóknarflokkurinn blekkja íslensku þjóðina

Í fréttum kvöldins af búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands var það helst að frétta að Bændasamtök Íslands eru á móti verslun á Íslandi. Í þeim tilgangi er sú blekking notuð að vöruverð á Íslandi sé lægra en í nágrannalöndunum (Danmörk, Svíþjóð, Noregi). Sú fullyrðing er röng, enda er Ísland eitt af dýrustu löndunum af norðurlöndunum, eingöngu Noregur er dýrari (stundum) og dýrasta land í Evrópu er Svissland. Tölur frá árinu 2013 setja Noreg sem dýrasta land í Evrópu, þá var Ísland frekar neðarlega á þeim lista. Þessar tölur er hægt að skoða hérna.

Það sem er ekki tekið fram í þessari umræðu er sú staðreynd að á Íslandi er rekin láglaunastefna, á meðan matvæli og annað er mjög dýrt og stór hluti af kostnaði fólks sem er á mjög lágum launum. Staðreyndin er hinsvegar sú að langflestir íslendingar eru á mjög lágum launum þó svo að þeir vinni fullan vinnudag og séu jafnvel í tvöfaldri vinnu eða þrefaldri vinnu (unnið í sumarfríum).

Innflutt matvæli á Íslandi eru tollalögð upp í þak og eru tollar oft stór hluti af verðinu. Þetta er einnig orðið verra síðan Jón Bjarnarson (núverandi formaður Heimssýnar) breytti útreikningum varðandi tolla þannig að meira er borgað fyrir innfluttar vörur er áður var gert [sjá hérna, hérna og hérna]. Þetta hefur ýtt verðlagi upp á innfluttum vörum á síðustu árum. Framsóknarflokkurinn sem er núna með Landbúnaðarráðuneytið hafa ekki breytt þessu til baka og hafa engan áhuga á því.

Ef íslendingar vilja breytingar á matvælaverði og almennt breytingar á því hvernig hlutirnir eru á Íslandi. Þá verða þeir að hætta að kjósa framsóknarflokkinn og sjálfstæðisflokkinn til valda. Þar sem báðir þessir stjórnmálaflokkar eru afturhaldsflokkar sem stefna að einangrun Íslands á alþjóðlegum vettvangi. Eins og hefur sést hvernig haldið hefur verið á málum á núverandi kjörtímabili [2013 – 2017].

Fréttir af þessu máli

Verslunin taki of mikið til sín (Rúv.is)