Skipulagsleysi íslenskrar ferðaþjónustu

Það er mjög dæmigert fyrir græðgi íslensku ferðaþjónustunnar að ekki er hugsað fram í tímann um stöðu mála. Gott dæmi um þetta sinnuleysi er sólmyrkvinn í dag (20-Mars-2015). Þegar það loks rann upp fyrir ferðaþjónustunni á Íslandi hvaða tækifæri væru í því að þjónusta þá ferðamenn sem kæmu til Íslands til þess að fylgjast með sólmyrkvanum þá var stokkið til og lagt af stað í kaupa sérstök gleraugu fyrir sólmyrkvann. Eitthvað sem var og er alltaf seint viku fyrir sólmyrkvann, hvað þá nokkrum dögum áður en hann á sér stað.

Það skipulagsleysi sem einkennir ferðaþjónustuna á Íslandi er skaðlegt. Sérstaklega þar sem skortur á skipulagi gæti komið af stað hruni í íslenskri ferðaþjónustu fyrr en annars væri. Sérstaklega þar sem að ljóst er að núverandi bóla í íslenskri ferðaþjónustu mun ekki vara að eilífu.

Frétt Rúv

Byrjaðir að kalla sólmyrkvann sálmyrkva