Sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju (MMDS) líkur árið 2017

Samkvæmt fréttatilkynningu þá mun sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju ljúka þann 1. Júlí 2017. Þetta kemur til vegna þess að færa á LTE (4G) þjónustu yfir á þetta tíðnisvið í samræmi við ákvörðun ESB um úthlutun tíðnisviða. Í dag ráða allir 4G farsímar við móttöku á 2600Mhz þó svo að það tíðnisvið sé ekki notað fyrir 4G þjónustu eins og er. Þá hefur einnig 2100Mhz verið opnað fyrir notkun á 4G þjónustu en í dag er þar eingöngu 3G þjónusta. Það er ljóst að með tímanum mun 4G þjónusta taka yfir alla þá notkun sem er núna á 2G (GSM) og 3G (UMTS) kerfum (tal og gagnamagn). Þessi breyting mun taka stökk uppá við þegar farið verður að loka fyrir GSM þjónustuna á Íslandi eftir einhver ár, mín ágiskun er að farið verður að loka fyrir GSM þjónustuna á Íslandi eftir rúmlega 10 til 15 ár.

Sú þróun að slökkt sé á GSM kerfum er nú þegar hafin erlendis. Hérna eru tvö dæmi frá Ástralíu, í Bandaríkjunum mun AT&T slökkva á sínu GSM kerfi 1. Janúar 2017.

Preparing your business for the 2G/GSM network shut down in Australia
Optus to kill 2G GSM network, Vodafone to keep it going

Fréttatilkynning Póst og Fjarskiptastofnunar

Beiðni Vodafone um endurnýjun á tíðniheimild fyrir MMDS sjónvarpsútsendingar synjað

Útsending N4 rugluð, nema fyrir notendur Vodafone afruglara

Fyrir nokkru síðan fór sjónvarpsstöðin N4 í útsendingu yfir dreifikerfi Vodafone yfir DVB-T2 senda sem þeir reka fyrir Rúv. Ég væri ekki að skrifa um þetta, nema fyrir þá staðreynd að N4 er ekki áskriftarstöð og hefur ekki verið auglýst þannig. Þannig að margir gætu því verið að velta því fyrir sér afhverju Vodafone ruglaði N4 eingöngu fyrir áskrifendur sína. Ástæðan er sú að með þessu getur Vodafone rukkað (undir loftnet) alla sem vilja horfa á N4 1067 kr eða 711 kr fyrir CAM afrulgara.

Í dag eru flest ný sjónvörp með DVB-T2 móttakara og því þarf fólk ekki að leigja sérstaklega afruglara af Vodafone til þess að geta horft á útsendingar sjónvarpsstöðvana, hvort sem það er DVB-T eða DVB-T2 útsending. Síðan er hægt að kaupa móttakara sem geta tekið á móti þessum útsendingum og af þeim þarf bara að borga eitt gjald (eins og af sjónvörpum). Með því að rugla sjónvarpsrásir sem annars væru ókeypis, eins og N4 hefur verið á undanförnum árum. Þá getur Vodafone leyft sér að rukka fólk fyrir aðgang að þessum rásum og í reynd neyða fólk í áskrift (bara að afruglara). Sú staðreynd að Vodafone er með einokunarstöðu á markaðnum fyrir sjónvarpsútsendingar og útvarpsútsendingar á Íslandi gerir þetta mun alvarlegra. Ég væri ekki að gera athugasemdir við þetta ef N4 væri áskriftarstöð og væri að selja áskriftir. Þetta jafngildir því að Vodafone færi að rugla Skjá einn einn daginn og eingöngu notendur afruglara Vodafone gætu séð rásina, þó svo að þeir væru ekki að borga neitt aukalega fyrir.

Pressan fór rangt með nafn mitt í frétt um eldfjallið Heklu

Fjölmiðlar á Íslandi eru stundum ótrúlegir. Þar sem margir fréttamenn virðast ekki einu sinni vera færir um að halda einbeitingunni yfir einni frétt sem þeir eru að skrifa. Þar er ég ranglega nefndur Jón Ingi í lok greinar. Þó byrjuðu þeir með rétt nafn í upphafi greinar. Ég veit ekki hvort að þetta er met hjá Pressunni, en þetta hlýtur að vera á einhverskonar stalli yfir villur sem er að finna í fréttum Pressunar.


Skjáskot af frétt Pressunar.

Hvað seinni hlutann varðar. Þá veit ég til þess að þessi möguleiki er til staðar í GSM og 3G farsímakerfinu. Ég reikna fastlega með að þessi möguleiki hafi verið tekin í notkun, þar sem þetta var í umræðunni fyrir nokkrum árum síðan að hafa slíkt kerfi til staðar ef að Hekla færi að gjósa á ný og ferðamenn væru á svæðinu. Ég veit að þetta er fullvel hægt og er notað í dag erlendis. Sjá dæmi um slíkt hérna og hérna. Það er þó ljóst að svona kerfi krefst samvinnu við þau farsímafyrirtæki sem eru á Íslandi núna í dag.

Þegar það fór að gjósa í Eyjafjallajökulli þá sendi Neyðarlínan SMS til allra íbúa svæðisins í einu. Þar er reyndar reikna ég með að símaskráin hafi verið notuð, frekar en þessi tækni sem hérna um ræðir. Ég viðurkenni það alveg að ég veit ekki hvort að þessi tækni hefur verið tekin í notkun, og leiðrétti það því hér með og mun gera það einnig á eldgosa og jarðskjálfta bloggsíðunni í nýrri færslu sem birtist þar á eftir.

Frétt Pressunar.

Er Hekla að fara að gjósa í dag? – Sama atburðarás í gangi nú og þegar fjallið gaus síðast

Háhraða klúður Símans

Það háhraðaverkefni sem farið var í fyrir nokkrum árum til þess að bæta internet samband til bænda á Íslandi hefur vægast sagt gengið illa. Þar sem það fjarskiptasamband sem íslenskir bændur fá í mörgum tilfellum uppfyllir ekki kröfur um háhraðasamband eins og þær eru skilgreindar í dag. Flestum bændum bjóðast eingöngu 2Mbps tenging, ef þeir ná svo miklum hraða til að byrja.

Verstur er hraðinn þar sem að fólk er á 3G sambandi, og einnig á svæðum þar sem að ADSL samband er slæmt. Það er einnig einkenni á 3G svæðum að það eru margir notendur á hverjum sendi. Þannig að þegar hámarksálag er í gangi þá er internetið hægt hjá öllum þeim sem nota viðkomandi 3G sendi. Vandamálið er það að eru of margir notendur á hvern sendir sem eru notaðir, og Síminn hefur ekki fjölgað sendum til þess að bæta ástandið hjá notendum sínum í þessu verkefni. Oft á tíðum fá notendur minna en 2Mbps hraða. Á sumum ADSL svæðum er línuhraðinn einnig talsvert lægri heldur en 2Mbps sem krafist er í háhraðaverkefnu.

Ástandið er einnig mjög slæmt hjá þeim sem eru á gervihnattasambandi. Þar fá notendur jafnvel ekki 1Mbps hraða niður þegar mesta álagið er til staðar. Þó svo að krafan sé 2Mbps til allra notenda í þessu háhraðaverkefni ríkissjóðs.

Það virðist þó vera að þó svo að ríkissjóður hafi borgað þetta verkefni og í reynd heimilað Símanum að hafa einokun á þessum svæðum um ókomna framtíð (önnur fjarskiptafyrirtæki fá ekki aðgang að þessum 3G sendum Símans sem dæmi. Þó svo að þeir séu borgaðir af íslenska ríkinu). Þeir sem svo endanum sitja uppi með vandamálin af þessu slæma kerfi eru íslenskir bændur sem bera kostnaðinn af því að vera með verri internet þjónustu þegar á reynir.

Einnig sem að íslenskir bændur njóta ekki sömu möguleika en aðrir á internetinu vegna þess hversu hæg internet tengingin er hjá þeim og uppfyllir ekki kröfur dagsins í dag. Áhuginn til þess að laga þetta og breyta þessu er svo auðvitað enginn þegar á reynir. Hvorki hjá Símanum eða íslenska ríkinu.

Slökkt á NMT kerfinu á morgun, 1 September 2010

Á morgun, þann 1 September 2010 verður slökkt á NMT kerfinu á Íslandi. Þá líkur sögu hliðrænna farsíma á Íslandi endanlega. Enda tilheyrir NMT kerfið 1G (fyrstu kynslóð) farsíma og er hliðrænt (analog). Saga NMT kerfisins á Íslandi er löng, enda hefur kerfið verið í rekstri síðan árið 1986. Á Íslandi var eingöngu notað NMT-450 kerfið, en ekki NMT-900 kerfi eins og var á sínum tíma notað í Evrópu um nokkura ára tímabil. Núna líkur allavegana sögu NMT kerfisins á Íslandi, nokkrum árum eftir að slökkt var á NMT kerfum nágrannalanda Íslands.

Á morgun mun 450Mhz bandið sem var notað undir NMT kerfið verða laust til umsóknar hjá Póst og fjarskiptastofnun.

Síminn og Póst og Fjarskiptastofnun um lokun NMT kerfisins.

NMT-kerfinu endanlega lokað 1. september nk. (Síminn)
Síminn hættir rekstri NMT farsímakerfisins hér á landi (PTA)

Innanlandsreiki á 3G kerfi Símans í sveitum landsins

Undanfarna mánuði hefur Síminn verið að byggja upp 3G farsímakerfi á Íslandi. Uppbygging 3G kerfisins hefur ekki eingöngu verið bundin við þéttbýli eins og hinna farsímafyrirtækjaana (Vodafone, Nova). Ástæðan fyrir því er mjög einföld. Síminn gerði samingin við Fjarskiptasjóð um uppbyggingu á umræddu 3G farsímaneti sem hluti af háhraðaverkefni íslenska ríkisins um uppbyggingu á háhraðasambandi þar sem ekki eru markaðslegar forsendur fyrir slíkri uppbyggingu af hendi markaðsaðila hérna á landi.

Það sem hefur þó gerst og er mjög alvarlegt er sú staðreynd að á þeim svæðum þar sem Síminn er að byggja upp háraðasambönd hefur hann algera einokunarstöðu. Þar sem það virðist vera raunin að Símanum er ekki gert skylt að bjóða reikisamninga, eða hleypa samkeppnisaðilum inná þessi sambönd. Í reynd hefur Síminn 6 mánaða einokunartímabil á umræddum svæðum þar sem hann byggir upp háhraðasambönd.

Í sumum tilfellum er verið að ræða um ADSL sambönd, eða WiMax sambönd. Hinsvegar er í langflestum tilfellum verið að ræða um hefðbundið 3G samband á annaðhvort 2100Mhz eða 900Mhz. Þar sem 3G samband er til staðar þá virka 3G farsímar eins og annarstaðar, nema þegar fólk er hjá öðru farsímafyrirtæki hérna á Íslandi. Þar sem Síminn hleypir ekki áskrifendum annara farsímafyrirtækja inná umrædd 3G sambönd vegna þess að hann er ekki krafin um slíkt. Þetta er auðvitað ekkert annað en einokun og veldur því einnig að nýtni á þessum 3G sendum verður verri en annars hefði verið.

Það þarf að laga þetta nú þegar að mínu mati, og koma í veg fyrir einokun Símans útí sveitum landsins þar sem 3G sambönd eru eingöngu til staðar. Það er nefnilega þannig að á mörgum þessara staða er ekkert GSM samband til staðar. Hvorki frá Símanum eða Vodafone, eða þá að sambandið er mjög slæmt og varla nothæft svo vel sé.

Hérna er kort af GSM/3G sambandi Símans eins og það er núna í dag.

ADSL tenginar Símans á landsbyggðinni

Það er nú ekki alveg rétt það sem kemur fram hjá Símanum í frétt á Rúv, að það sé dýrara að veita þjónustu á landsbyggðinni vegna þess að staðirnir eru svo langt frá ljósleiðarahringum. Staðreyndin er að ADSL tenging þarf ljósleiðarasamband út hvort sem um er að ræða ADSL eða ADSL2+. Þessi hérna fullyrðing hjá Símanum er því röng.

Margrét segir stefnu fyrirtækisins þá að allir landsmenn greiði sama verð fyrir þjónustu Símans, þótt misdýrt sé að veita hana. Hún segir að 50-60 staðir búi við takmarkaða sjónvarpsþjónustu. Þetta séu minni staðir á landsbyggðinni og langt frá ljósleiðarahringnum. ,,Eðlilega förum við fyrr í þá uppbyggingu þar sem einfaldara er að byggja þessa þjónustu upp,” segir Margrét.

Hérna á Hvammstanga er ljósleiðari inní bæinn. Samkvæmt því sem sagt er þá liggur ljósleiðarinn inní símstöðina hérna á staðnum, símstöðin er staðsett í pósthúsinu eins og oft er á minni stöðum útá Landsbyggðinni. Þrátt fyrir þetta er ég bara með 7Mbps hraða á ADSL-inu hjá mér. Staðreyndin er mjög einföld, Síminn einfaldlega tímir ekki að leggja í ADSL2+ uppbyggingu á minni stöðum á landsbyggðinni. Þar sem ódýrara er fyrir Símann að viðhalda lægra þjónustustigi á þessum stöðum. Heldur en að uppfæra ADSL búnaðinn í símstöðinni og færa viðskiptavininum þá þjónustu sem hann borgar fyrir. Á minni stöðum útá landi er alger einokun Símans í þjónustu á ADSL línum. Ef keypt er þjónusta frá öðrum aðila, þá er það í gengum kerfi Símans og Mílu.

Frétt Rúv um þetta mál.

Fullt verð fyrir minni þjónustu

Slökkt á NMT kerfinu 1. September 2010

Núna í haust verður slökkt á NMT kerfinu. Þetta er samkvæmt tilkynningu frá Póst og fjarskiptastofnun. Þangað til að slökkt verður á NMT kerfinu er kerfið rekið á tímabundnu tíðnileyfi þangað til að því verður lokað.

Það er alls óvíst hvaða kerfi tekur við af NMT kerfinu, þar sem augljóst er að GSM 900 og GSM 1800 kerfin henta ekki til langdrægrar farsímaþjónustu hérna á landi. Enda virka þau kerfi eingöngu best í sjónlínu frá sendi, og drægni þeirra er takmörkuð. Jafnvel þó svo að sendanir séu öflugri (kallað á Íslandi langdrægt GSM) en hefðbundnir GSM sendar sem drífa eingöngu 32 km.

Það er hinsvegar til GSM kerfi sem vinnur á 450Mhz. Þetta kerfi kallast GSM 450 (eða GSM 400). Hinsvegar er GSM 450 lítið notað í heiminum núna, aðalega vegna þess að þess hefur ekki verið þörf í Evrópu eða annarstaðar í heiminum. Hinsvegar mundi GSM 450 henta mjög vel fyrir Ísland að mínu mati, og það þýðir einnig að notendur slíkrar þjónustu mundu ekki þurfa að skipta um farsíma þegar þeir færu útúr hefðbundinni útbreiðslu GSM 900 eða GSM 1800. Slíkt er kostur fyrir notandan, þar sem hann þarf þá ekki að vera með mörg tæki þegar farið er á svæði sem hafa slæmt GSM samband í dag, og væntanlega í framtíðinni.

Tæknilega er ekkert sem stoppar farsíma frá því að vera GSM 450/850/900/1800/1900 og einnig 3G 900/2100. Slíkt tæki yrðu auðvitað mjög hentug uppá fjöllum, enda hefur GSM tæknin sannað sig mjög vel í mörg ár núna.

4G tilraunanet opnar í Noregi og Svíþjóð

Fjarskiptafyrirtækið TeliaSonera hefur opnað fyrir tilrauna 4G fjarskiptanet í Olsó og Stokkhólmi. Þessi 4G fjarskiptanet eru fær um að ná allt að 80Mb/sec hraða til notenda þessa kerfis. Það sem er áhugavert við 4G er að kerfið er bæði fært um að flytja mikið af gögnum og er einnig fært um að flytja símtöl eins og í venjulegum 2G (GSM) og 3G farsímum.

Sem stendur hafa hinsvegar ekki verið framleidd nein símtæki fyrir 4G, þar sem þarna er verið að prufa er eingöngu gagnaflutningur til notenda, og hafa þessir sem nota kerfið fengið sérstaka 4G lykla til notkunar.

Nánari fréttir af þessu.

4G mobile phone network comes to Scandinavia
4G network goes live for lucky few

Gunnar Rögnvaldsson andstæðingur ESB er að blekkja fólk

Það er merkilegt fylgjast með því hvaða vitleysa kemur andstæðingum ESB. Á bloggi Evrópusamtakanna heldur Grunnar Röngvaldsson því fram að ADSL og internet tenginar séu dýrar og lélegar í Danmörku. Þær fullyrðingar sem Gunnar Rögnvaldsson setur fram á bloggi Evrópusamtakanna eru einfaldlega rangar og eiga ekki við nein rök að styðjast.

Fullyrðing Gunnars er þessi hérna.

Sæl frú Evrópusamtök.

Ég er ekki samtök. Þú ert velkomin að skrifa aths. hjá mér. Get ekki svarað til saka fyrir aðra. Ég borga 21.000 ISK á mánuði fyrir 25 Mbit niðurhal línu með 0,75 Mbit upload hraða. Það eru þó til ódýrari línur fyrir fólk sem hefur mikla þolinmæði og mikinn tíma, t.d. 2 Mbit línur.

Ég lagði ekki í 3 Mbit symmetríska línu svo ég gæti hýst minn eigin vefþjón því svoleiðis lína kostar 90.000 ISK á mánuði. Því borga ég líka vistun á vefhóteli. Það eru eru um 100.000 heimili í Danmörku sem geta ekki fengið neitt betra en ISDN (125k). Danmörk er svo stórt land og erfitt að grafa í sandinn, hann er svo djúpur, að símafélögin leggja ekki í þann mikla kostnað sem það er að hafa DSL-stöðvar fyrir alla sem búa úti á landi. Svo það eru um 100.000 heimili fá ekki neitt nema módem eða ISDN. Fasteignaverð þessara húsa er ekki hátt, skiljanlega.

Allt er svo gott í ESB.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.11.2009 kl. 14:13

Tekið héðan.

Fyrir það fyrsta, þá er gjörsamlega vonlaust að setja fram verðið í íslenskum krónum. Vegna þess að gengi íslensku krónunar gagnvart dönsku krónunni, gengið í dag er núna 1DKK = 25 ISK. Þannig að augljóst er að það verð sem Gunnar gefur upp í Íslensku er villandi, enda er Gunnar bara að borga rúmlega 840DKK fyrir internetið í Danmörku samkvæmt hans fullyrðingu, sem er örugglega dýrasta internetið í Danmörku, þar sem að 20Mb tenging hjá Telia kostar 329 DKK á mánuði, og þykir Telia vera nokkuð dýrt fyrirtæki í Danmörku. Sjá verðskrá Telia hérna.

Önnur fullyrðing hjá Gunnari að margt fólk í Danmörku hafi ekki aðra tengingu en ISDN og þaðan af minni tenginu. Þetta er rangt, þar sem samkvæmt OCED og öðrum aðilum þá leiðir Danmörk í fjölda ADSL tenginga, og tengina sem bjóða uppá svipaðan hraða og ADSL og ADSL2+ tengingar. Samkvæmt þessum mælingum þá höfðu 99% dana aðgang að háhraða tengingum þann 20. Janúar 2009, þetta 1% sem ekki höfðu háhraða internet teljast vera um 21,000 heimili og fyrirtæki í allri Danmörku sem höfðu ekki háhraða internet á þessum tíma. Líklegt er að það sé búið að loka þessu gati sem þarna var til staðar, annaðhvort með ADSL tengingum eða sambærilegu. Síðan er boðið uppá háhraðatenginar í Danmörku á 450Mhz tíðnisviðinu, en þar er notuð CDMA tækni til slíks. Þannig að heildarútbreiðsla háhraðanets í Danmörku er 100%, sem talsvert meira en á Íslandi um þessar mundir. Þó svo að háhraðaverkefni ríkisins sé að loka því gati fljótt um þessar mundir.

Það er ennfremur vert að benda á þá staðreynd að í Finnlandi er það orðin lögvarin réttur að vera með lámarki 1Mb tenginu við internetið.

Sá máflutningur sem Gunnar heldur uppi í athugasemdum og á bloggsíðum er ekki neinum manni bjóðandi. Enda er maðurinn einfaldlega að blekkja og ljúga með því að rangtúlka gögn og henda út þeim gögnum sem ekki henta málflutningi hans. Það versta er þó að fólk trúir Gunnari og hefur ekki fyrir því að kanna sannleiksgildi þeirra fullyrðinga sem Gunnar setur fram á blogginu sínu og þeirri vefsíðu sem hann heldur úti. Sá málflutningur sem Gunnar stundar er því miður ekkert einsdæmi, svona rangfærslur eru mjög algengar hjá andstæðingum ESB og Heimssýn. Enda er einfaldara fyrir andstæðinga ESB að höfða til almennings með hræðsluáróðri heldur en með því að ræða þær staðreyndir um ESB og hvað er raunverulega að gerast þar í málefnum, stefnum og lífsgæðum sem Evrópbúar innan ESB njóta í dag.

Það er orðið ljóst að upplýst umræða um ESB er eitthvað sem andstæðingar ESB vilja alls ekki að eigi sér stað á Íslandi. Vegna þess að þá munu íslendingar kjósa að ganga í ESB, með þeim kostum og göllum sem því fylgir að vera aðili að ESB.

Nánari upplýsingar.

Telia Bredbånd

ICE.NET Denmark

99% of danish households have access to broadband internet

Ireland falls in broadband rankings; Denmark heads the 30 member countries of OECD; Irish penetration less than half Denmark’s

Finland makes broadband access a legal right