Þegar Bashar al-Assad skipaði hernum gegn almenningi í Sýrlandi

Þegar Arabíska vorið gekk yfir miðaustur lönd þá risu upp mótmæli í Sýrlandi. Þetta voru lítil mótmæli vegna nokkura handtekinna unglingsdrengja. Þessi mótmæli í Sýrlandi snérust fljótlega upp í mótmæli gegn Bashar al-Assad og stjórn hans en þessi fjölskylda hefur verið einráð í Sýrlandi undanfarna áratugi og stjórnað með harðri hendi. Þegar mótmæli gegn Bashar al-Assad fóru af stað þá skipaði Bashar al-Assad hernum einfaldlega að taka þetta fólki af lífi án dóms og laga. Auk þess sem skipun var gefin um að bæla niður mótmælin með harðri hendi eins fljótt og hægt væri. Það mistókst hjá Bashar al-Assad og ríkisstjórn hans og borgarastríð braust út í kjölfarið.

Síðan hafa ýmsir hópar uppreisnarmanna (sem berjast stundum innbyrðis um landsvæði) verið í þessum átökum. Ásamt hryllingnum sem isis (hryðjuverkasamtök) komu fram með á því landsvæði sem þau stjórnuðu til lengri tíma. Ég ætla ekki að skrifa sérstaklega um þátt Kúrda, þar sem það er bara einn hópurinn af mörgum sem tekur þátt í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Innrás Tyrklands inn í Sýrland og Írak á landsvæði Kúrda er ólögleg samkvæmt alþjóðlegum lögum, þar sem þar er brotið gegn fullveldi Sýrland og Íraks á grófan hátt.

Á síðustu árum hafa Rússar blandað sér í átökin af fullum krafti og núna er hafin áróðursherferð sem málar grimmdarverk og stríðsglæpi ríkisstjórnar Bashar al-Assad í jákvæðu ljósi. Það er að sjá á skýrslum og fréttum að allir uppreisnarhópar í Sýrlandi (með undantekningu fyrir Kúrdum eins og stendur) hafi framið grimmdarverk og stríðsglæpi gegn almennum borgurum í þessari borgarastyrjöld. Það mun taka marga áratugi að komast að því hverjir frömdu hvaða glæpi þegar þessu loksins líkur ef það verðu einhverntímann hægt, sem er langt frá því að það sé hægt.

Rússland hefur tekið þá afstöðu að styðja af fullum krafti ríkisstjórn Bashar al-Assad og það þýðir að dreifa áróðri um hans ríkisstjórn og stöðu hans í þessu borgarastríði. Bandaríkin hafa lítið skipt sér af þessu eftir slæma reynslu í Afganistan. Ríkisstjórn Obama ákvað að eingöngu skyldi þjálfa Kúrda til þess að berjast á móti isis, her Sýrlands og uppreisnarhópum sem voru að reyna koma á sínu eigin einveldi. Það var ekki fyrr en Bashar al-Assad fór að nota efnavopn gegn almennum borgurum og uppreisnarmönnum að Bandaríkin gerðu loftárásir á valin skotmörk hjá Sýrlenska hernum. Hvað ríkisstjórn Donald Trump gerir er ekki ljóst en það sem hefur gerst er að Bandaríkin hafa dregið svo til allan stuðning frá Kúrdum opinberlega að skipun Donald Trump.

Upphaf borgarastríðsins í Sýrlandi

Syria: Defectors Describe Orders to Shoot Unarmed Protesters (2011, hrw)
Syria: The story of the conflict (2016, BBC News)
When did protest against the Assad government turn to war in Syria? (The Independent, 2017)