Lögbrot Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra

Nýleg lög um útlendinga sem samþykkt voru á Alþingi eru og hafa alltaf verið lögbrot miðað við þau lög sem gilda um Mannréttindi á Íslandi. Flóttamenn sem koma til Íslands hafa rétt á því að mál þeirra sé tekið fyrir af íslenskum stjórnvöldum. Þetta er samkvæmt sáttmála sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir hjá Sameinuðu Þjóðunum í kringum árið 1950.

Útlendingahatur og kynþáttahatur (þessi hugmyndafræði er byggð á lygi frá 15 öldinni) er til skammar og verður alltaf til skammar. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og öll ríkisstjórn Íslands er til skammar og það ætti að boða til kosninga sem fyrst. Forseti Íslands ætti einnig að neita að skrifa undir þessi lög, þar sem þau eru andstæð góðri stjórnsýslu og byggð á lygum og hatri á útlendingum.

Mannhatursfrumvarp Jóns Gunnarssonar samþykkt á Alþingi

Það er Alþingi til ævarandi skammar að hafa samþykkt mannhatursfrumvarp Jóns Gunnarssonar, núverandi dómsmálaráðherra, sem hann lagði gegn flóttamönnum og útlendingum. Vegna þess að þessi maður er rasisti og fasisti og elur á útlendingahatri og goðsögnum um flóttamenn. Jón Gunnarsson er maður sem trúir á lygi frá 15 öldinni, lygi sem fann upp og bjó til rasisma og það mannhatur sem plagar mannkynið á 21 öldinni.

Þetta frumvarp, þessi lög eru og verða Alþingi til ævarandi skammar og niðurlægingar. Núna er á Forseta Íslands að stöðva þessi ólögmætu lög og síðan á að boða til nýrra kosninga, þar sem ekki er réttlætanlegt að hafa svona fasisma við völd á Íslandi. Þar sem það sem Jón Gunnarsson er að koma í gegn hérna, í sambandi við rafbyssuvæðingu lögreglunnar á Íslandi er fasismi og ekkert annað og það verður að stöðva með öllum ráðum.

Fréttir af þessu

Útlendingafrumvarpið samþykkt (mbl.is)
Útlendingafrumvarp samþykkt á Alþingi (Rúv.is)

Útlendingahaturs frumvarp Dómsmálaráðherra (Jóns Gunnarssonar)

Á Alþingi á að troða núna í gegn frumvarpi Jóns Gunnarssonar um ný lög um útlendinga. Þetta frumvarp sem á að koma í gegn fjarlægir þau litlu réttindi sem flóttamenn og umsækjendur um stöðu flóttamanna á Íslandi hafa í dag. Það er stór hneyksli að svo skuli vera að gera núna, enda er Ísland með eina af sterkustu útlendingalöggjöf í Evrópu vegna þess að fasistanir í sjálfstæðisflokknum eru að smala atkvæðum nasista og annara hópa af fasistum sem er að finna á Íslandi.

Þetta frumvarp og löggjöf um útlendinga á Íslandi eru til skammar og alltof ströng og byggja ekki á neinum rökum. Hérna er eingöngu um hræðslu að ræða, hræðslu sem er fundinn upp í ímyndunarveiki öfgafólks sem er gjörsamlega úr sambandi við allan raunveruleika. Þessu frumvarpi Jóns Gunnarssonar á hafna án tafar og það á að leysa Jón Gunnarsson af hans embætti sem dómsmálaráðherra.