Þegar öllu er á botninn hvolft með þetta allt saman

Ég er búinn að gera upp fortíðina við sjálfan mig. Þá sérstaklega eineltið, einangruna og höfnuna sem ég hef orðið fyrir í gegnum árin á Hvammstanga og almennt í samfélaginu. Svona eins og ég hef skrifað um undanfarið á blogginu mínu. Uppgjörið hefur ekki verið einfalt eða létt fyrir mig. Aftur á móti var þetta uppgjör hjá mér verið nauðsynlegt. Enda gengur ekki, og það er ekki hollt að bera svona innan með sér til lengri tíma.

Þessi upprifjun mín á þessu tímabili, og sú staðreynd að ég var í raun bara að brotna undan því andlega álagi sem fylgir því að bera svona hluti andlega. Upprifjun mín var sársaukafull og hafði þessar afleiðingar. Ég ákvað, á einhverju stiginu að gera endanlega upp við fortíðina. Alveg óháð því hversu erfitt það yrði. Það tókst. Niðurstaðan er sú að ég er kominn með nýtt upphaf. Hvert það upphaf mun leiða veit ég ekki nákvæmlega. Hinsvegar veit ég að sem persóna þá er ég að breytast. Enda er það svo að reynslan mótar okkur um alla framtíð og ákveður hvernig manneskjur við verðum. Það mun taka tíma fyrir mig að jafna mig á þessu. Sérstaklega uppgjörinu sjálfu. Hversu langan tíma þetta mun taka veit ég ekki. Það verður bara að koma í ljós.

Þó svo að ég hafi orðið fyrir leiðinlegri lífsreynslu. Þá þýðir það ekki að ég hafi hagað mér alltaf eins og best verði á kosið. Enda hef ég komist að þeirri niðurstöðu að örfáir einstaklingar eiga inni hjá mér afsökunarbeiðni. Hinsvegar veit ég ekkert hvort að ég muni fá tækifæri til þess að koma þessum afsökunarbeiðnum til skila. Það á einfaldlega eftir að koma í ljós. Þar sem ekki er víst að ég hitti viðkomandi einstaklinga á næstu árum vegna þeirra ákvarðana sem ég hef tekið.

Ég veit ekki hvaða leið verður farin fyrir mig persónulega á næstu árum. Þó er alveg ljóst að ég mun halda áfram búsetu minni í Danmörku. Aftur á móti er það stefnan hjá mér að flytja til Falklandseyja eftir 10 ár ef öllum skilyrðum er fullnægt til þess. Ástæðan fyrir því að þetta tekur svona langa tíma er einföld. Það er dýrt að flytja 13.400 km, einnig sem að ég þarf komast af örorkubótum áður en ég get flutt þangað. Síðan þarf ég einnig að fara til Falklandseyja sem ferðamaður áður en ég flyt þangað. Það er einnig þannig að ég þarf að sækja um leyfi til þess að búa á Falklandseyjum, sýna fram á tekjur og fleira þannig áður en ég get flutt til Falklandseyja. Allt saman tekur þetta tíma og vinnu. Það mun taka tíma fyrir mig að ná þessum takmarki. Það mun þó takast. Þó að það taki 10 ár fyrir mig.

Hefur einelti kostað mig ástina

Það verður engin einföld leið fyrir mig að koma þessu frá mér. Hinsvegar verð ég að koma þessu frá mér. Þar sem ég er að gera upp hluti við sjálfan mig og það umhverfi sem ég bjó í rúmlega 8 ár á Íslandi. Það er líklegt að þessi bloggfærsla muni særa einhverja einstaklinga. Þar sem þeir vita hverjir þeir eru reikna ég með við lestur þessar greinar. Ég ætla mér þó ekki að nefna nein nöfn í þessari bloggfærslu.

Hinsvegar ætla ég að byrja á upphafinu. Eineltinu. Ég hef aðeins talað um það í eldri bloggfærslum mínum um svipað málefni. Einelti er ekki eingöngu það að maður sé laminn eða talað illa um mann í grunnskóla. Útá við og á fullorðinsárum þá fer eineltið útí það að maður er hunsaður félagslega. Maður er einangraður frá hópnum. Maður er í raun ekki til í augum hópsins. Maður fréttir ekki af veislum hjá fólki ekki fyrr en þau eru hafin. Jafnvel ekki fyrr en daginn eftir eða vikuna á eftir. Maður fréttir í raun ekki af neinum viðburðum hjá fólki fyrr en seint og síðar. Ef maður fréttir þá almennt af þeim. Jafnvel hjá fólki sem maður taldi sig þekkja ágætlega. Ég drekk ekki áfengi og reyki ekki, og það er mitt val sem ég skammast mín ekkert fyrir. Ég þarf ennfremur ekkert að vera allt kvöldið í svona veislum. Slíkt er ekkert skylda síðast þegar ég gáði.

Sú hegðun sem ég varð fyrir þegar ég bjó á Hvammstanga var í raun ekkert annað en einelti. Það er fullkomnlega eðlilegt að maður þekki ekki alla í rúmlega 500 manna þorpi, eða líki vel við alla ef útí það er farið. Enda telst félagslegur hópur í kringum mann rétt rúmlega 100 til 300 manns samkvæmt tilgátum og rannsóknum. Þetta kemur einnig inn á ástina og allt sem tengist því einnig.

Þegar maður er svona einangraður í samfélagi þá gerast eftirtaldir hlutir í þessum efnum. Þegar maður kynnist manneskju sem er hluti af hópnum. Sem ég gerði á endaum. Enda áttu kynnin sér á stað utan við mesta áhrifasvæði samfélagsins á Hvammstanga að mestu leiti. Ég var mikið inn og úti í framhaldsskóla á þessu tímabili. Ástæðan var félagsleg að mestu leiti, og að hluta til peningaleg (sem er ekki til umræðu hérna). Enda varð ég fyrir að ég tel svona einelti í framhaldsskóla jafn mikið og á Hvammstanga. Þar sem að einstaklingar sem ég var með í framhaldsskóla tengdust inn á Hvammstanga jafn mikið og ég. Þannig að þetta vandamál fylgdi mér hvert sem ég fór í raun að mestu leiti. Vegna þess að fólkið í kringum mig breyttist í raun lítið hvert sem ég fór. Ástæðunar fyrir því er að finna í þeirri staðreynd að íslenskt samfélag er lítið. Sérstaklega útá landi.

Hefur einelti kostað mig ástina. Alveg örugglega eins og ég hef sagt hérna að ofan. Líklega oftar en einu sinni, og örugglega oftar en tvisvar í gegnum tíðina. Það eru ekki nema rúmlega fimm ár síðan þetta gerðist síðast (eftir því sem minnið segir mér). Ég nefnilega taldi á þeim tíma að þetta væri næstum því komið. Viðkomandi var nýlega hætt með strák sem hún hafði verið með til lengri tíma. Ég hafði verið að kynnast viðkomandi í rólegheitum. Enda kynnist ég fólki yfirleitt hægt og rólega. Sérstaklega þegar ég er að takast á við aðstæður sem ég hef ekki lent í áður. Náin kynni eru þannig aðstæður hjá mér, og eru það í raun ennþá.

Áður en ég vissi af hinsvegar. Þá var viðkomandi stelpa byrjuð með öðrum strák. Þá strák sem hún hafði verið með í grunnskóla á sínum tíma. Þetta frétti ég í gegnum vinkonu hennar í kringum jólin árið 2009 (að mig minnir). Ég mun aldrei gleyma þeim sársauka sem kom þá í gegnum hjarta mitt það kvöld. Mig bókstaflega langaði að deyja, eða finna mér far útúr þessari vetrarbraut. Breytti engu fyrir mig þegar að þessum tíma var komið. Ég hélt þó áfram eitthvað um kvöldið á barnum á Hvammstanga. Aftur á móti gafst ég fljótlega upp og fór heim í tölvuna. Enda lítill tilgangur hjá mér að vera á barnum að reyna skemmta mér. Þegar ég var kominn með mölbrotið hjarta. Þetta var svo mikið áfall fyrir mig að ég er ennþá að týna upp brotin ennþá í dag. Enda sjaldan sem mér finnst ég hafa verið jafn mikið skilin eftir útaf samfélagslegum þrýstingi sem er í gangi á Íslandi. Þetta er í dag eitt af stærstu áföllum sem ég hef orðið fyrir. Enda er hérna verið að hafna mér á versta mögulega máta. Eingöngu vegna þess að ég þóknast ekki einhverjum samfélagslegum kröfum sem eru í gangi þá vikuna eða mánuðinn.

Umræddar aðstæður koma upp hjá mér á Íslandi ítrekað vegna þess að ég er sjálfstæður einstaklingur í hugsun. Ég tek áhættu, hugsa sjálfstætt og ég gef lítið fyrir félagslegan þrýsting og samfélagslega strauma sem eru í gangi á hverjum tíma fyrir sig. Síðan er ég einnig með aspergers heilkenni sem gera samskipti mín við fólk oft á tíðum flóknari og valda því að þau taka lengri tíma. Það að ég sé með aspergers heilkenni þýðir ekki að ég sé tilfinningalaus manneskja. Það hinsvegar þýðir að ég á erfiðara með að tjá tilfinningar mínar eða jafnvel geri það á öðrvísi hátt en fólk sem er ekki með einhverfu eða aspergers heilkenni. Ég er líka einstaklingur með aspergers heilkenni sem er með eðlilega greind og hegðun. Það eru engin stórvandamál með mig þó svo að ég sé með aspergers heilkenni.

Reyndar hefur mér verið hafnað svo oft að ég er kominn með óeðlilega neikvætt sjónarhorn á það að verða ástfanginn. Enda reikna ég alltaf með að mér verði hafnað. Þegar maður er kominn með svona neikvætt sjónarhorn þá býr maður til sinn eigin vítahring þar sem maður þorir ekki að taka skrefin sem þarf. Útaf ótta við að verða hafnað. Stundum er mér einfaldlega hafnað með þögninni einni saman. Það er ekki langt síðan það gerðist. Ég bauð stelpu út eftir langan umhugsunarfrest. Þar bjóst ég ekki við neinu, til þess að verða ekki fyrir miklum vonbrigðum. Það reyndist ágæt ákvörðun þegar á reyndi. Þegar ég fékk þöglu höfnunina á endanum.

Ég er núna að vinna í því að laga þetta neikvæða sjónarhorn mitt á lífið og ástina. Ein af mínum betri ákvörðunum í þeim efnum var sú að flytja til Danmerkur. Það reyndar gekk ekki alveg upp í fyrstu tilraun árið 2011. Aftur á móti virðist þetta vera að ganga upp hjá mér núna. Þrátt fyrir fjárhagsleg vandamál hjá mér. Hvað svo sem þeim líður. Þá er alveg ljóst að ég er ekkert á leiðinni aftur til Íslands. Þar sem að samfélög eins og það sem er að finna á Hvammstanga er að finna í flestum smábæjum á Íslandi. Formið er oftast ekki alveg það sama. Niðurstaðan er hinsvegar yfirleitt alltaf sú sama fyrir þá einstaklinga sem þar búa. Sérstaklega ef þeir eru einangraðir félagslega eins og ég lenti í þegar ég bjó á Hvammstanga í sjö ár. Ég er alveg viss um að einhverjir verða ekki sáttir við þessa bloggfærslu og munu tala um það næstu tvær vikunar á Hvammstanga. Mér er aftur á móti alveg sama um slíkt. Sérstaklega þar sem að ég hef ákveðið að koma þessu frá mér. Annars gerir þetta ekki annað en að éta mig upp að innan andlega eins og rafgeymasýra. Slíkt er ekki heilbrigt og alls ekki gott fyrir mig til lengri tíma litið.

Það er einnig orðið ljóst hjá mér að ég mun ekkert flytja aftur til Íslands. Enda hef ég engan áhuga á því að falla aftur í þetta félagslega munstur. Enda mundi það nákvæmlega gerast ef ég mundi flytja aftur til Íslands. Þessa 11 mánuði sem ég bjó á Íslandi árið 2011 til 2012 (lok Apríl). Þá gerðist nákvæmlega þetta. Ár skipta engu máli í þessu samhengi. Þar sem hegðun fólks breytist almennt ekki á nokkrum árum. Hegðun fólks breytist kannski á nokkrum áratugum, ef hún breytist þá eitthvað til að byrja með. Staðreyndin um fólk er sú að það breytist almennt séð lítið. Sérstaklega ef það ætlar sér að fylgja viðmiðum hópsins sem það tilheyrir. Þannig er það bara.

Nokkur orð um að vera maður sjálfur

Það er alltaf verið að segja manni að vera maður sjálfur. Þá í gengum fræðsluátök, fréttagreinar og annað slíkt. Ég er nákvæmlega þetta. Enda er ég búinn að prufa hitt. Það að vera eitthvað öðrvísi en ég sjálfur. Það virkaði ekki og mun aldrei virka. Aftur á móti er það að vera maður sjálfur ekki að virka fyrir mig heldur. Ástæðan er sú að flestum finnst ég augljóstlega vera óþægilegur þegar ég er „ég sjálfur“ við viðkomandi.

Ég er manneskja sem elskar staðreyndir, hvort sem þær eru óþægilegar eða þægilegar. Það breytir mig engu. Staðreynd er staðreynd, og ef ég tel að hún eigi erindi við fólk. Þá segi ég frá henni umbúðarlaust ef svo ber undir. Af tilfinningaástæðum. Þá held ég aftur af mér þegar það kemur af staðreyndum um fólk. Slíkt er eingöngu gert til þess að halda friðinn frekar en eitthvað annað. Enda sé ég enga ástæðu til þess að gera fólk af óvinum útaf engri ástæðu. Þá er betra að þegja oft á tíðum.

Það hefur gerst núna með skömmu tímabili af mér hefur sagt að, bæði beint og óbeint að ég óþægilegur einstaklingur. Einnig sem að sú afsökun var notuð það væri óþægilegt að tala við mig. Þar sem ég væri „óþægilegt að tala við ókunnunga“ yfir internetið. Sú afsökun er eitthvað sem gengur ekki upp hjá mér. Þar sem ég var búinn að tala við viðkomandi lengi þar á undan, og taldi að gengi vel. Aftur á móti verða viðkomandi einstaklingar að fá ráða þessu sjálfir. Þetta er þeirra líf og þeirra ákvörðun. Ég lofaði hinsvegar viðkomandi að ég mundi ekki hafa samband við þá aftur. Það er loforð sem ég mun standa við að fullu. Enda reyni ég alltaf að standa við það sem ég segi ef ég mögulega get og í mínu valdi að gera slíkt. Hvaða einstaklingar hérna er um að ræða mun ég ekki segja frá. Enda kemur engum það við nema mér.

Aftur á móti er punkturinn sá að mér er gert nærri því ómögurlegt að vera ég sjálfur. Vegna þess að fólki annaðhvort líkar ekki við það, eða hreinlega vill ekki heyra af því. Ást mín á staðreyndum heimsins er ekki að fara neitt. Ég mun halda áfram að kynna mér hluti í framtíðinni og læra meira um heiminn. Hvað er næst á dagskránni mun bara koma í ljós með tímanum. Ég get verið ég sjálfur. Svo lengi sem það er samþykkt af fólkinu sem ég hef samskipti við. Mér þykja þetta vera ljótur raunveruleiki fyrir mig til þess að lifa við.

Þegar hlutir ganga ekki upp í fyrstu tilraun

Fyrir ári síðan þá var ég að undirbúa flutning til Danmerkur á fullu. Pakka saman í kassa búslóðinni og allt þetta sem fylgir því að flytja til Danmerkur. Ástæður mínar fyrir því að flytja til Danmerkur eru efnahagslegar og félagslegar. Enda er það mitt mat að ég á mjög lítið sameiginlegt með íslenskri menninu. Hvort sem það er í þröngum eða víðum skilningi þess orðs. Af þeim sökum þá tók ég þá ákvörðun árið 2010 að flytja til Danmerkur. Sú áætlun er reyndar eldri en að ég hafi tekið þessa ákvörðun árið 2010. Ég hafði verið að skipuleggja þetta í rólegheitum frá árinu 2007, þegar ég skrapp í smá ferð til Danmerkur og fann það út að ég kunni bara mjög vel við mig þar. Af margvíslegum ástæðum þá ákvað ég hinsvegar ekki að koma þessari áætlun af stað fyrr en haustið 2010. Þegar ég hafði fengið meira en nóg af íslenskri menningu, íslenskum hugsunarhætti og íslensku þjóðfélagi. Ég gat ekki, og ég get ekki ennþá í dag lifað sáttur á Íslandi. Einnig er það þannig að menntamál verða væntanlega einfaldari fyrir mig í Danmörku en á Íslandi. Enda reikna ég með að klára framhaldsskólan og allt mitt háskólanám í Danmörku á næstu árum. Hversu langan tíma þetta tekur veit ég ekki ennþá. Það mun koma niðurstaða í það þegar ég er kominn til Danmerkur og Sønderborg-ar.

Því miður varð það svo að þetta gekk ekki upp hjá mér í fyrstu tilraun. Þannig að ég þurfti að flytja aftur til Íslands í Júní 2011. Þó hafði ég eingöngu skipulagt þann flutning þannig að ég ætlaði mér eingöngu að lifa eins ódýrt og hægt væri á meðan ég væri á Íslandi. Enda var ástæða þess að ég þurfti að flytja aftur til Íslands skuldir, og ekkert annað. Ég ákvað því við flutningin til Íslands núna í Júní 2011 að borga niður allar mínar skuldir og flytja síðan aftur til Danmerkur. Það tókst hjá mér, og næsta skref er núna í fullum undirbúningi. Það skerf er að flytja aftur til Danmerkur. Ég reikna fastlega með að því skrefi verði endanlega lokið á tímabilinu Maí til Júlí. Það veltur samt á því hvenar ég fæ íbúð í Sønderborg, þar sem ég ætla mér að búa. Í þetta skiptið þá tryggi ég að þetta mun ganga upp hjá mér. Ég reikna hinsvegar alls ekki með að þetta verði einfalt. Reyndar reikna ég með að þetta verði þrælerfitt og vel það. Enda er ég ennþá að mestu leiti eingöngu með örorkubætur sem tekjur, og oft á tíðum ekkert annað og örorkubætur eru ekki miklar tekjur í dag. Sérstaklega í dönskum krónum talið.

Pressuprenni stökkbreytist í hrokagikk og leiðindamanneskju

Það er eitt afl umfram annað sem mótar fólk og það er mótlæti. Hvort sem það eru skoðanir eða annað sem maður lendir í á lífsleiðinni. Fólk sem lendir ekki í einhverskonar mótlæti verður værukært og lætur sér litlu skipta hvað gerist í umhverfi sínu og tekur því illa þegar hlutirnir breytast. Fólk sem verður ennfremur ekki fyrir mótlæti þolir ekki mótlæti þegar það lendir í því.

Þetta gildir líka um skoðanir og þá sem eru þér ekki alveg sammála og hafa jafnvel eitthvað útá málflutning þinn að setja. Ég persónulega sætti mig við alla þá gagnrýni sem ég fæ og gott betur. Enda er ég óhræddur við gagnrýni og að gagnrýna. Ég get ekki sagt það sama um margt fólk á Íslandi. Ég ætla hérna aftur að fjalla örlítið um Pressuhöfundinn Sigrún Einars, sem ég hef fjallað um áður þegar hún sakaði mig um að hafa beitt sig andlegu ofbeldi vegna þess að ég var henni ekki sammála. Hluti af því að vera á Facebook er að þola gagnrýni (þó svo að ég hafi persónulega ekki alltaf gert það sjálfur. Þá hef ég samt sem áður ákveðið að sætta mig við þetta, og takast á við gagnrýnina algerlega óháð því hversu mikið hún pirrar mig og hversu ósammála ég er. Ég er hættur að loka á fólk með aðrar skoðanir eins og ég gerði. Vegna þess að slíkt veikir mína stöðu að mínu mati. Ég banna þó ennþá tröllaskap af mínum vefjum og af Facebook.) og aðrar skoðanir og mótrök. Þetta er eitthvað sem Sigrún Einars gerir ekki, enda er hún núna búinn að loka á þann möguleika að ég geti skrifað athugasemdir við það sem hún setur inn á Facebook hjá sér (hvernig veit ég það. Annað fólk getur sett inn athugasemdir hjá henni án vandamála). Fyrir ekki svo löngu síðan lokaði hún á að fólk gæti sett inná vegginn hennar. Þá er hún kominn í heim sem er kúla og snýst eingöngu um hennar eigin skoðanir.

Ég lenti aftur í rökræðum við Sigrúnu Einars á Facebook. Núna var umræðuefnið sá hræðslufréttastíll sem hefur verið í gangi á Íslandi um menn, sem eiga að hafa verið að lokka börn upp í svarta bíla við grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki nóg með að þessi fréttaflutningur sé í æsifréttastíl. Heldur stökkbreytast þessar sögur mjög reglulega í fréttum á Íslandi og það sem meira er. Það hefur ennþá enginn maður ennþá fundist (og engir bílar heldur) (nema maðurinn sem ruglaðist á börnum í fyrra og baðst afsökunar á því) sem var að reyna að lokka börn upp í bíla með sælgæti eða legokubbum eins og er talað um í fréttinni. Fréttina er hægt að lesa hérna í heild sinni.

Hérna er allur þráðurinn í heild sinni. Smellið á myndirnar til að fá læsilega stærð.Það er alveg augljóst að með þessu áframhaldi þá er ljóst að Sigrún Einars mun þurfa að gera eitthvað annað en að skrifa á Pressuna. Vegna þess að það nennir engin að lesa fólk sem hagar sér eins og Sigrún Einars til lengri tíma. Enda verður svona hegðun augljóst að mjög fljótt þreytt. Enda eru lesendur fljótir að fara ef þeir sem skrifa verða hrokagikkir og leiðinlegir eins og hefur gerst með Sigrúnu Einars.

Þar sem Sigrún Einars hefur lokað á það að ég geti skrifað inná Facebook hjá henni við það sem hún setur inná Facebook hjá sér (það er ekki hægt að skrifa inn athugasemdir inná Pressuna, enda er það framsóknargreni). Þá er bara eitt að gera hjá mér, eyða henni útaf Facebook hjá mér og ég mun ekki sjá eftir því eina sekúndu. Ef einhver var að velta því fyrir sér. Þá var ég að hrauna yfir Sigrúnu Einars og ég geri það núna og finnst nákvæmlega ekkert að því. Enda er Sigrún Einars ekki hafin yfir gagnrýni frekar en aðrir sem skrifa á internetið í dag. Jafnvel þó svo að hún vilji ekki heyra gagnrýnina.

Sigrúnu Einars er ennfremur frjálst að skrifa inn athugasemdir hingað inn. Þó efast ég um að hún muni skrifa inn athugasemd hingað inn.

Prímadonnan Sigrún Einars og andlegt ofbeldi

Í nýlegri grein á Pressunni þá lýsir pistlahöfundurinn Sigrún Einars því yfir að hún sé Prímadonna og finnist ekkert að því. Í þessum pistli þá hefur hún eftir eftirtalda setningu frá mér þar sem ég sagði henni að ef hún ætlaði að gera kröfur, þá yrði hún að eiga inni fyrir því. Þessu tók Sigrún Einars frekar illa. Enda rangtúlkaði hún þetta upp og niður eins og henni virðist einni vera lagið og að auki setur hún tekur orð mín úr samhengi við þá umræðu sem þau voru sögð við.

Ummæli Sigrúnar Einars í nýlegum pistli hennar.

[…]

Bláókunnugur maður sagði við mig um daginn að ef ég ætlaði að vera með einhverjar kröfur þá yrði ég að eiga innistæðu fyrir því. Maður sem hefur ekki hugmynd um hvaða kostum og göllum ég er gædd og enn minni hugmynd um hvaða kröfur ég geri. Mér fannst þessi yfirlýsing hans jaðra við andlegt ofbeldi, til þess fallin að berja niður sjálfstraust mitt og fá mig til að finnast ég ekki vera nógu góð fyrir neitt meira en bara það sem mér býðst og það fauk í mig, satt að segja. […]

Ummæli mín voru sett í þessu hérna samhengi, við orð sem hún lét sjálf falla um sjálfan sig. Mér þykir augljóst að hún lét þessi orð ekki falla í gríni. Þó svo að Sigrún Einars haldi kannski öðru fram núna.

Skjáskot af ummælum mínum til sönnunar, ásamt svari Sigrúnar Einars. Þar sem það er nauðsynlegt að sjá í hvaða samhengi ég setti inn þessi ummæli. Smellið á myndinar til þess að fá þær í fulla stærð.

Hérna er það sem Sigrún Einars setti inn í upphafi.

Ég svara tvisvar.

Ég svaraði síðan aftur. Ég reyndar svara eftir þetta, en það kemur þessu ekki beint við.

Þarna sést vel í hvaða samhengi þessi ummæli mín voru framsett. Ég kem með þetta þó svo að Sigrún Einars nefni mig ekki á nafn í sínum nýjasta pistli.

Þarna var ég ekki að beita Sigrúnu Einars andlegu ofbeldi eins og hún segir að ég hafi verið að gera, sem er í raun ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta. Vegna þess að ég er móðgaður útí þessi ummæli hennar og ég læt hana ekki komast upp með svona rugl um það sem ég var að segja þarna.

Þetta er ekkert flókið og hefur í raun aldrei verið það. Fólk sem gerir kröfur á fólkið í kringum sig verður að sætta sig við þá staðreynd að taka við kröfum frá öðrum. Ef fólk getur ekki gert það. Þá hefur það ekki innistæðu fyrir því að gera kröfum á aðra. Það var það sem ég átti við og ég stend við þetta álit mitt þrátt fyrir innantómar ásakanir Sigrúnar Einars í minn garð um að hafa beitt hana andlegu ofbeldi. Svo að það sé á hreinu. Þá er svona ásökun mjög alvarleg og það á að aldrei að setja svona fram eins og þarna er gert. Enda minnkar þetta vægi þessara orða og afleiðingar þeirra.

Hvað prímaddoma stæla Sigrúnar Einars varðar. Þá er gott að hafa að Prímadonna hefur yfir sér lýsingu sem bendir til þess að umræddar manneskjur séu Narcissism og ófærir um að mynda eðlileg sambönd við fólkið í kringum sig.

Samkvæmt Wikipedia um Narcissism (mig vantar íslenskt orð) þá eru þetta höfuð einkennin hjá fólki sem þjást af þessu.

Campbell and Foster (2007)[14] review the literature on narcissism. They argue that narcissists possess the following „basic ingredients“:

* Positive: Narcissists think they are better than others.[15]
* Inflated: Narcissists’ views tend to be contrary to reality. In measures that compare self-report to objective measures, narcissists’ self-views tend to be greatly exaggerated.[16]
* Agentic: Narcissists’ views tend to be most exaggerated in the agentic domain, relative to the communion domain.[15][16]
* Special: Narcissists perceive themselves to be unique and special people.[17]
* Selfish: Research upon narcissists’ behaviour in resource dilemmas supports the case for narcissists as being selfish.[18]
* Oriented toward success: Narcissists are oriented towards success by being, for example, approach oriented.[19]

Narcissists tend to demonstrate a lack of interest in warm and caring interpersonal relationships. Campbell and Forster (2007)[14] There are several ongoing controversies within narcissism literature, namely whether narcissism is healthy or unhealthy, a personality disorder, a discrete or continuous variable, defensive or offensive, the same across genders, the same across cultures, and changeable or unchangeable.

Campbell and Foster (2007) argue that self-regulatory strategies are of paramount importance to understanding narcissism.[14] Self-regulation in narcissists involves such things as striving to make one’s self look and feel positive, special, successful and important. It comes in both intra-psychic, such as blaming a situation rather than self for failure, and interpersonal forms, such as using a relationship to serve one’s own self. Some differences in self-regulation between narcissists and non-narcissists can be seen with Campbell, Reeder, Sedikides & Elliot (2000)[20] who conducted a study with two experiments. In each experiment, participants took part in an achievement task, following which they were provided with false feedback; it was either bogus success or failure. The study found that both narcissists and non-narcissists self-enhanced, but non-narcissists showed more flexibility in doing so. Participants were measured on both a comparative and a non-comparative self-enhancement strategy. Both narcissists and non-narcissists employed the non-comparative strategy similarly; however, narcissists were found to be more self-serving with the comparative strategy, employing it far more than non-narcissists, suggesting a greater rigidity in their self-enhancement. When narcissists receive negative feedback that threatens the self, they self-enhance at all costs, but non-narcissists tend to have limits.

Ég tek það fram að ég er ekki sérfræðingur í svona og get því haft mjög rangt fyrir mér í þessu mati mínu. Þetta er þó bara byggt á mínu eigin mati á hegðun Sigrúnar Einars.

Ég hef ennfremur alveg ágæta mynd af því hvaða kostum og göllum Sigrún Einars hefur. Þar sem að hún er búinn að vera mjög dugleg að lýsa því fyrir heiminum hvaða kostum og göllum hún býr yfir á Pressunni og á Facebook. Þannig að mér finnst það undarleg fullyrðing hjá henni að ég viti ekki hvaða kostum og göllum hún býr yfir. Sérstaklega þar sem að hún er búinn að lýsa því yfir fyrir þjóðinni yfir hvaða kostum og göllum hún býr yfir.

Ég hefði tengt þessa blogg færslu hérna inná veggin hjá Sigrúnu Einars, en hún er búinn að loka honum fyrir fólki. Hvort að það er bara gagnvart mér eða öllum veit ég ekki. Það er þó ljóst að Sigrún Einars verður að sætta sig við þá staðreynd að hún er ekki yfir gagnrýni hafin frekar en annað fólk. Gildir þá einu hvað henni finnst um það.

Gleðilegt nýtt ár 2008

Ég óska lesendum mínum og öðrum gleðilegs nýs árs 2008. Ég vona að allir fari varlega með flugeldana um miðnætti og að þetta verði slysalaus áramót.

Haftyrðla á Hvammstanga

Ég fann í dag Haftyrðlu á Hvammstanga þegar á var á gangi heim úr sparisjóðnum. En fuglinn var kominn langt inní bæinn og gat ekki hafið sig til flugs af jörðinni. Enda er þetta sjávarfugl. En fuglinn var á götunni og var í stórhættu af bílum og köttum sem eru í bænum.

Ég fór með fuglinn heim, enda vissi ég ekki hvaða tegund þetta var. En þar sem ég heima í blokk þá stoppaði ég við hjá afa og sýndi honum fuglinn. En afi hafði séð þennan fugl í Morgunblaðinu og bar því strax kennsl á hann. Því var ákveðið að hann mundi skulta mér niður á höfn svo að ég gæti sleppt fulginum í sjóinn. Enda á fuglinn þar heima. Nokkrum mínótum síðar sleppti ég fuglinum í smábátahöfninni, enda best aðgengi þar og ég sá ekki betur en að fuglinn vær mjög ánægður með það að vera kominn aftur í sjóinn. En þar gat hann synt um og væntanlega fundið sér eitthvað ætilegt. En ég veit ekki hvað þessir fuglar borða.

Ég veit ekki hversu oft þessir fuglar hafa sést hérna á Hvammstanga, en þó væri gaman að fá að vita það. En samkvæmt fréttum þá hafa þessir fuglar verið að hrekjast hingað til lands, líklega undan vindi, frétt Rúv.is, Haftyrðlar á landinu.

Hérna er mynd af umræddri fuglategund. Myndin er af vef Rúv.is.

Haftyðla

Gleðileg Jól og blogg jólafrí

Ég óska lesendum mínum og öðrum gleðilegra jóla og vona að allir hafi það gott um jólin.
Ég ætla mér núna að taka mér frí frá blogginu fram yfir jól og áramót og hvíla mig á því að skrifa á blogginu. Ég mun þó skrifa um jarðskjálfta og eldgos ef svo ber undir.

En gleðileg jól til allra og hafið þið sem best.