Órói fellur í Grímsfjalli

Það er ennþá óvíst hvað var gerðist í Grímsfjalli sem jók óróan á nærliggjandi SIL stöðvum. Hinsvegar er óróinn að minnka þessa stundina. Hvað olli þessum aukna óróa er óþekkt á þessari stundu. Hinsvegar er ljóst að þetta virðist ekki tengjast eldvirkni eða líklega ekki einhverju sem er í sjálfri eldstöðinni. Hver svo sem raunveruleg ástæða þessa aukna óróa er. Þá er óróinn að minnka þessa stundina.

Það hefur einnig komið fram í fréttum að jökulflóðið frá Grímsvötnum er núna í rénun. Þetta jökulflóð varð aldrei neitt stórt miðað við önnur jökulflóð sem koma frá Grímsvötnum. Enda var síðasta flóð úr Grímsvötnum í Janúar á þessu ári.

Óvíst hvað er að gerast í Grímsfjalli þessa stundina

Þessa stundina er óvíst hvað er að gerast í Grímsfjalli. Óróinn heldur áfram að aukast í eldstöðinni eftir að jökulvatn hljóp úr Grímsvötnum á Miðvikudaginn. Ekkert hefur komið frá Veðurstofu Íslands um þennan aukna óróa ennþá. Engir jarðskjálftar hafa fylgt þessum aukna óróa, og ennþá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé hafið í Grímsfjalli. Það kann þó að vera rangt. Sérstaklega ef eldgosið er mjög lítið, sem getur alveg verið raunin í þessu tilfelli. Það er mjög erfitt að staðfesta svona lítil eldgos undir jökli. Þar sem þau ná ekki að brjóta sér leið upp úr jöklinum.


Óróinn í Grímsfjalli núna í morgun. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun halda áfram að fylgjast með framvindu mála í Grímsfjalli núna í dag.

Óróapúls frá Hamrinum í Vatnajökli

Í kvöld um klukkan 19:00 UTC hófst óróapúls í Hamrinum í Vatnajökli. Þarna er eldstöð og er hún nátengd eldstöðinni Bárðarbunga. Hvað er nákvæmlega í gangi þarna þessa stundina veit ég ekki. Aftur á móti er óróinn að aukast núna þessa stundina. Umtalsvert síðan ég byrjaði að fylgjast með þessum atburðum um klukkan 19:00 UTC. Sem stendur þá virðist þessi órói vera ennþá að aukast. Þarna átti sér stað lítið eldgos í Júlí 2011. Það eldgos olli jökulflóði en sást ekki á yfirborði Vatnajökuls.


Óróapúlsinn þar sem hann er sterkastur á SIL kerfi Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróapúlsinn sést einnig á Skrokkalda SIL stöðinni. Þó minna en á stöðinni fyrir ofan. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróapúlsinn er einnig farinn að sjást á Grímsfjalli SIL stöðinni. Þó svo að það sé mjög veikt ennþá. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mér sýnist á öllu að þetta sé líklega ekki veður sem er þarna á ferðinni. Enda er vindur rólegur á umræddu svæði í kringum Vatnajökul, og þessi órói hagar sér ekki eins og vindhávaði gerir almennt. Þetta er líklega kvikuinnskot sem er þarna á ferðinni. Það er ólíklegt að það muni valda eldgosi á þessu svæði. Það er hinsvegar ekki hægt að útiloka slíkan atburð. Það eina sem er hægt að gera er að bíða og sjá hvað gerist á næstu klukkutímum.

Stór jarðskjálfti í Kötlu

Í nótt klukkan 02:50 UTC varð jarðskjálfti upp á ML3.9 samkvæmt sjálfvirku kerfi Veðurstofu Íslands. Þessi jarðskjálfti varð í Kötlu og í sjálfri öskjunni. Á þessari stundu veit ég ekki hvort að eldgos sé að hefjast eða ekki. Það ætti þó að verða ljóst innan stundar eða svo. Forskjálfti varð klukkan 02:45 UTC og síðan hefur komið talsverður fjöldi af eftirskjálftum í kjölfarið á þessum stóra jarðskjálfta.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar ef þess verður þörf.

Ekkert eldgos að hefjast í Hamarinum

Mér þykir líklegt miðað við þann óróa sem er að koma fram á jarðskjálftamælum Veðurstofunar í kringum eldstöðina Hamarinn að eldgos sé að hefjast þar. Það eru allar líkur á því að þetta sé smá eldgos, en það gæti þó breyst án nokkurrar viðvörunar. Ég reikna með jökulflóði innan nokkura klukkutíma frá þessu svæði ef að vatnið sem bráðnar nær að brjóta sér leið undan jökli.

Hvar þetta eldgos er nákvæmlega hef ekki hugmynd um, en engir jarðskjálftar hafa komið fram ennþá sem gefa upp staðsetninguna á þessu eldgosi þessa stundina.

Eftir eina uppfærslu á óróanum á Skrokköldu SIL stöðinni. Þá er ljóst að ekkert eldgos er að hefjast í Hamarinum. Þetta er því bara fölsk viðvörun eins og þær gerast bestar.

Bloggfærlsa uppfærð klukkan 09:57 UTC þann 27. September 2011.

Óróapúls í Kötlu

Um klukkan 15:00 UTC þá hófst óróapúls í Kötlu. Þessi óróapúls er sá sterkasti síðan í Júlí sýnist mér. Hvort að þetta er upphafið af eldgosi er of snemmt að segja til um á þessari stundu. Ég veit ekki hverjar líkunar á flóði úr Kötlu eru, en mundi telja þær nokkuð miklar miðað við það sem er í gangi núna.

Þessi órói hófst eftir að síðustu jarðskjálftahrinu lauk í Kötlu um klukkan 14:00 UTC í dag.

Ég mun koma með frekari upplýsingar um leið og veit eitthvað meira um hvað er gerast í Kötlu.

Jarðskjálftahrina í Kötlu

Núna í morgun hófst á ný jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina er sú kröftugasta síðan í Júlí sýnist mér. Flestir jarðskjálftarnir eru litlir, en í nótt kom jarðskjálfti upp á allavegna ML2,6 sýnist mér. Ég veit ekki dýpið á þeim jarðskjálfta þessa stundina.

Mér þykir víst að þetta bendi til þess að það sé farið að styttast í að eldgos verði í Kötlu. Þó svo að ómögulegt sé að segja til um það á þessari stundu hvenær það gæti gerst. Jarðskjálftahrinan í Kötlu er ennþá í gangi, en dettur reglulega niður þrátt fyrir það.

Vaxandi órói í Kötlu

Það virðist vera sem svo að það sé vaxandi órói í eldstöðinni Kötlu. Hinsvegar rís og fellur þessi órói á víxl, og þessa stundina er óróinn fallandi. Þetta virðist vera svipaður órói og átti sér stað í Júlí þegar brúin yfir Múlakvísl fór í flóði. Þessa stundina hinsvegar er þessi órói ennþá minni en þá, en það er vonlaust að segja til um það hversu lengi það muni.

Þessi órói virðist vera í beinu samhengi við jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í Kötlu fyrr í gær. Það er sama staða og kom upp í Júlí fyrir óróann og flóðið sem kom niður Markarfljót þá.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að hefjast í Kötlu. Það gæti hinsvegar breyst mjög snögglega og án nokkurs fyrirvara. Hversu lengi núverandi ástand varir er ómögulegt að segja til um á þessari stundu. Það er hinsvegar ljóst að Katla er farin að hita undir fyrir eldgos, og núna virðist eldstöðin meina það af fullri alvöru.

Jarðskjálfti uppá ML3.2 í Kötlu

Í kvöld klukkan 18:44 UTC þá varð jarðskjálfti upp á ML3,2 (sjálfvirk stærð) í Kötlu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 2,9 km. Enginn órói hefur komið í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, en þessi jarðskjálfti varð í sjálfri öskju Kötlu. Þar sem hefur verið talsverð virkni undanfarið. Hinsvegar bendir ekkert til þess að eldgos sé að fara hefjast í Kötlu þessa stundina.

Snögg breyting á óróa í kringum Vatnajökull

Þegar þetta er skrifað þá hefur orðið snögg breyting á óróa á SIL mælum Veðurstofunar í kringum Vatnajökul. Ég er ekki viss um á þessari stundu hvað veldur þessari breytingu. Það er hugsanlegt að eldgos sé að hefjast. Það á þó eftir að koma í ljós. Ef að það er að hefjast eldgos, þá er möguleiki á því að það sé í Hamrinum, sem er eldstöð.

Ég mun koma með frekari upplýsingar þegar ég veit meira um hvað er í gangi í Vatnajökli.