Gunnar Waage bannaður af jonfr.com

Ég hef bannað Gunnar Waage af mínum vef (jonfr.com) um óákveðin tíma fyrir skítkast, lygar og annað slíkt í minn garð. Síðasta athugasemd frá honum hljóðaði svona.

Gunnar Waage says:
August 17, 2010 at 18:26 (Edit)

Mér koma þín veikindi eða ástand ekki við Jón Frímann og vil biðja þig um að fá atvinnumenn á því sviði þér til aðstoðar í þeim efnum.

Í millitíðinni þarft þú að funkera í samfélagi við sæmilega heilbrigt fólk. Athugaðu bara þinn gang og ræddu við lækni eða starfsmann þarna þar sem þú býrð.

Ert búin að skíta á þig í þessari umræðu http://jonfr.com/?p=4431#comments

Treystir þér ekki til að halda henni áfram en volar yfir Asberger og hótar að’ loka á athugasemdir. Þú ert alvarlega pathetic vinur. Kallaðu nú á hjúkrunarkonu.

Tekið héðan (jonfr.com).

Allar tilraunir Gunnars Waage til þess að komast inná þennan vef með öðrum IP tölum munu einnig enda í banni.

Afsakið niðurtímann

Ég afsaka þann óvænta niðurtíma sem varð á jonfr.com, en samkvæmt hýsingaraðilanum sem ég er hjá þá varð netkerfavandamál til þess að vefsíðan datt út af internetinu í nokkuð marga klukkutíma í gær og fyrradag.

Færsla á jonfr.com og niðurskurður

Það eru fleiri en ríkið sem þurfa að skera niður. Vegna óhagstæðs gengis íslensku krónunnar þá hef ég neyðst til þess að lækka kostnaðinn hjá mér á vefhýsingunni. Einnig sem ég færði hýsinguna til Bretlands hjá því hrýsingarfyrirtæki sem ég nota (vefsíðan þeirra er hérna, ef fólk hefur áhuga). Ég vona að þessi ódýra vefhýsing sem ég er að nota í augnablikinu komi ekki niður á hraða vefsins þegar mikil umferð er inná hann.

Vefurinn svarar talsvert betur í dag, þar sem hann er nær Íslandi á internetinu. Sú staða mun vera uppi svo lengi sem ég nota þessa ódýru vefhýsingu, sem mun ríkja þangað til að gengi Íslensku krónunnar verður orðið skynsamlegt á ný.

Búinn að opna spjallborð

Ég er loksins búinn að opna spjallborð á léni sem ég hef átt í lengri tíma núna. Spjallborðið er að finna á vefsíðunni net303.net. Þetta borð er ennþá í uppsetningu, en ég er búinn að stofna nokkra umræðuflokka nú þegar. Fleiri umræðuflokkar bætast við á næstu dögum og vikum.

Uppfærsla á jonfr.com

Ég er nýbúinn að uppfæra jonfr.com wordpress bloggkerfið. Með þessari nýju uppfærslu munu koma inn margir nýjir fídusar og annað áhugavert. Þetta mun vonandi gera bloggið hjá mér áhugaverðara, sérstaklega fyrir lesendur þessa bloggs.

Farinn í frí

Ég er að fara í frí sem hefst í dag og stendur eitthvað fram eftir næstu viku. Vegna þess munu ekki koma neinar uppfærslur inná þetta blogg á þeim tíma. Ef það verða einhverjir stórir atburðir á jarðfræðisvæðinu, jarðskjálfti eða eldgos þá mun ég skrifa um það þegar ég kem úr þessu fríi í næstu viku.

Uppfærsla á jonfr.com

Fyrr í kvöld var jonfr.com uppfærður, vegna þess lá vefurinn niðri í um klukkutíma. Fylgjandi þessari uppfærslu var sett inn nýtt þema og amazon.com auglýsingin færð frá toppi vefsíðunar yfir á hliðarbar, þar sem flokkanir eru.

Bloggið orðið ársgamalt

Þetta blogg hjá mér er orðið ársgamalt fyrir nokkru síðan. Því miður láðist mér að skrifa um það á sjálfan “afmælisdaginn”. En þetta blogg byrjaði þann 21 September 2005. Á þessu eina ári hefur bloggið hjá mér vaxið örlítið, bæði í flokkum og því sem ég skrifa um.