Yfirvofandi hrun kaupfélagsveldisins í Skagafirði

Kaupfélagsveldið í Skagafirði er að hruni komið, þökk sé spillingu og græðgi innan kaupfélagsins sjálft (umfjöllun DV er að finna hérna). Þetta hrun er yfirvofandi, það er ekki hafið og mun væntanlega ekki skella á fyrr en ný efnahagskreppa hefst á Íslandi eftir nokkur ár. Í dag er Kaupfélag Skagfirðinga á toppnum, alveg eins og þegar Ísland var á toppnum árið 2007. Ári síðar var allt saman hrunið og mikil efnahagsvandræði komin af stað á Íslandi, efnahagsvandræði sem ekki sér fyrir endan á ennþá.

Í dag er Kaupfélag Skagfirðinga gífurlega valdamikið, er með Utanríkisráðherra í vasanum. Enda er Gunnar Bragi (sjá hérna) innanbúðarmaður KS á Sauðárkróki og því er stutt fyrir forstjóra KS að hringja og fá sínum hagsmunamálum framgengt. Eitt af þessum málum var stöðuvun aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Enda geta Bændasamtök Íslands, Kaupfélag Skagfirðinga og LÍÚ ekki hugsað sér frjálsa samkeppni á Íslandi með fisk og landbúnaðarvörur. Þetta verður nefnileg allt saman að vera innan þeirrar einokunar sem þessir aðildar halda uppi á Íslandi í þessum vöruflokkum. Enda er Kaupfélag Skagfirðinga síðasta kaupfélagið í einokunarveldi SÍS sem hrundi árið 1992.

Áhrif Kaupfélags Skagfirðinga byggja á spillingu, frændskap og ættartengslum. Slíkt er afskaplega óheilbrigt og er alltaf grunnur af efnahagslegu hruni og spillingu, enda er spillingin nú þegar komin fram hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og það er grunnurinn að hruni þeirra eftir örfá ár. Við þetta hrun þá munu völd KS einnig hrynja og það verður áhugavert að sjá hvernig það valdahrun mun koma fram á Íslandi, bæði til styttri og lengri tíma.

Yfirlýsingar Grunnars Braga um Evrópusambandið einkennast af vanþekkingu og viljanum til þess að blekkja og ljúga að fólki. Gott dæmi um þetta er sú fullyrðing Gunnars Braga að „[…] Spurt var um traust til sambandsins og var niðurstaðan sú að 60% treysta ekki sambandinu. Svo afgerandi lýsing á vantrausti hlýtur að valda stjórnendum ESB áhyggjum.[…]“ Vitnar Gunnar Bragi í frétt Daily Mail máli sínu til stuðnings. Sem er eiginlega vonlaust dæmi, þar sem Daily Mail er þekkt fyrir þá hegðun að skálda upp hlutina ef það hentar þeim.

Vor könnun Eurobarmeter sýnir að traust til Evrópusambandsins er lágt, en á sama tíma er traust til ríkisstjórna og þjóðþinga almennt lágt á sama tíma og þetta tvennt fer saman. Samkvæmt vorkönnun Eurobarmeter þá er 30% íbúa Evrópusambandsins með jákvæða mynd af því, á meðan 29% af fólki er með neikvæða mynd af Evrópusambandinu. Fólk með hlutlausa mynd af Evrópusambandinu er 39% samkvæmt vorkönnun Eurobarmeter. Þannig að fullyrðing Gunnars Braga (og Daily Mail) er því röng og ekki byggð á neinum staðreyndum. Slíkt kemur mér lítið á óvart, enda hafa Evrópuandstæðingar á Íslandi ekki verið þekktir fyrir að fara rétt með staðreyndir ef slíkt hentar þeim ekki.

Þegar þjóðin verður laus við Gunnar Braga, framsóknarflokkin og sjálfstæðisflokkinn. Þá mun íslenska þjóðin ganga í Evrópusambandið, taka upp evruna og hugsa til með hryllingi þegar þjóðin lét menn eins og Gunnar Braga, Sigmund Davíð og Bjarna Ben ljúga að sér og blekkja sig með stöðugum rangfærslum og lygum um Evrópusambandið.

Bloggfærsla uppfærð þann 18-Ágúst-2013 klukkan 23:56.

Viðskipti yfir landamæri á norðurlöndunum

Það eru settar fram ýmsar afsakanir af hálfu andstæðinga Evrópusambandsins á Íslandi varðandi verslun yfir landamærin. Það að líta slíkt jákvæðum augum virðist vera bannað hjá þeim. Enda er verslun yfir landamæri eitt af því sem Evrópusambandið stendur fyrir. Slíkt eykur samkeppni, lækkar verðlag og bíður fólki upp á hagstæðari verslun. Enda er það svo að danir versla talsvert í Svíþjóð og Þýskalandi vegna þess að vsk á matvæli er lægri þar (ásamt öðrum sköttum) en í Danmörku. Aftur á móti fara svíar talsvert til Danmerkur til þess að kaupa áfengi, eins og danir fara talsvert til Þýskalands til þess að kaupa áfengi líka. Til merkis um skilningsleysi andstæðinga Evrópusambandsins á þessu atriði. Þá er einn blaðamaður á Morgunblaðinu sem heldur því fram að þetta snúist bara um gengi gjaldmiðla hjá dönum og svíum. Þetta er ekki rétt hjá honum. Þar sem það er ekkert svo mikill munur á gengi dönsku krónunar og sænsku krónunar. Í dag er skiptagengið á þessum tveim gjaldmiðlum þetta hérna, 1 SEK = 0.835098 DKK 1 DKK = 1.19746 SEK, 1 DKK = 1.02244 NOK 1 NOK = 0.978048 DKK, 1 NOK = 1.17104 SEK 1 SEK = 0.853943 NOK, gengið er fengið af vefsíðunni XE. Eins og hérna má sjá. Þá munar ekkert svo miklu á gengi norrænu gjaldmiðlana. Nema íslensku krónunar sem ég tel ekki upp. Enda er hægt að skoða gengi íslensku krónunar á vef Seðlabanka Íslands.

Verðmunur á milli Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og síðan Þýskalands (að Danmörku) kemur til útaf tollum, vsk og fleiri gjöldum eins og áður nefnir. Hæst eru gjöldin í Noregi. Þar sem Noregur, eins og Ísland innheimtir tolla og gjöld af þeim vörum sem eru fluttar inn frá öðrum ríkjum. Þar á meðal Íslandi. Þetta á ekki við í Svíþjóð og Danmörku. Þar sem bæði löndin eru í Evrópusambandinu og tilheyra því sama tollasvæði, og vöruflutningur er tollfrjáls á milli þessara ríkja (að mestu leiti, það geta verið sér-reglur til staðar án þess að ég þekki til þeirra).

Verslun yfir landamæri yrði aldrei eins á Íslandi og á Norðurlöndunum vegna landfræðilegra aðstæðna. Aftur á móti yrði sú verslun sem á sér nú þegar stað einfölduð til muna við aðild að Evrópusambandinu. Þar sem tollar mundu falla niður og aðeins vsk verða rukkaður. Reikna má með að þessi verslun mundi aukast til muna á Íslandi við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Íslendingum til hagsbóta.

Frétt Pressunar af þessu máli

ESB andstæðingar ósáttir við RÚV: Fábjánar skrifa fréttirnar – Viðundur sem mylja undir ESB-sinna

Frétt DR um lægravöruverð í Svíþjóð.

Dagligvarer koster det halve i Sverige

Bloggfærsla uppfærð klukkan 20:37 UTC þann 10.04.2012.

Viðskiptasiðferði hjá Símanum

Í dag hefur talsvert verið fjallað um þá sekt sem Síminn er að fá hjá Samkeppniseftirlitsins. Þessi sekt sem Síminn fékk er mjög há, eða í kringum 440 milljónir króna fyrir brot gegn samkeppnislögum á árunum 2001 til árins 2007. Ástæða þess að þetta mál kom til var kæra NOVA til Samkeppniseftirlitsins. Þar sem að notendur NOVA, Vodafone og annara nýrra fjarskiptafyrirtækja þurftu að borga hærra gjald þegar áskrifendur þeirra (í frelsi og reglulegri áskrift) hringdu til Símans. Þetta gerði Síminn til þess að hvetja fólk óbeint til þess að vera í viðskiptum við sig, frekar en að vera hjá keppinautum sínum. Það sem mér þykir þó verst er sú staðreynd að Síminn vísvitandi tafði fyrir málinu, með því að neita gefa upplýsingar. Það tafði þessa rannsókn Samkeppniseftirlitsins. Enda er Síminn sektaður um heilar 50 milljónir fyrir þá hegðun. Síminn hefur áfríað þessu máli, eins og er þeirra réttur. Þó er áhugavert hvernig forstjóri Símans sver þetta brot af sér. Eins og Síminn hefur reyndar gert með önnur samkeppnislagabrot sem hafa átt sér stað á síðustu árum hjá Símanum.

Mér hinsvegar ofbýður svona hegðun. Enda hef ég ákveðið að færa viðskipti mín frá Símanum til annara fyrirtækja. Hvort að það verður varanlegt verður bara að koma í ljós með tímanum. Aftur á móti er ljóst að neytendur geta refsað fyrirtækjum sem haga sér svona. Þá með því að færa viðskipti sín annað, þá annaðhvort í hluta eða heild. Staðan er reyndar sú á Íslandi að á mörgum stöðum er ekki hægt að komast hjá því að versla við Síman með einum eða öðrum hætti.

Úrskurður Samkeppniseftirlitins

Samkeppniseftirlitið leggur 440 mkr. sekt á Símann fyrir brot á samkeppnislögum

Fréttir af þessu máli

440 milljóna sekt lögð á Símann (Vísir.is)
Síminn áfrýjar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins (Vísir.is)
Leggur 440 milljóna sekt á Símann (mbl.is)
Síminn áfrýjar niðurstöðu Samkeppniseftirlits (mbl.is)
Símanum gert að greiða háar sektir (Rúv.is)

Íslenska þjóðin sem fær það sem hún biður um

Íslendingar hafa gjarnan hrósað sér fyrir að vera bestir í hinu og þessu. Alla jafnan alveg óverðskuldað og alla jafna byggt á sögusögnum nútímans sem íslendingar hafa sjálfir skapað í gegnum tíðina. Ein stærsta sjálfsblekking íslendinga síðustu ár er sú blekking að á Íslandi sé grundvöllur fyrir efnahagslífi sem getur staðið fyrir utan hið alþjóðlega kerfi. Ennfremur er það mjög sterk sjálfsblekking að íslendingar geti rekið gjaldmiðil sinn svo vel sé. Þá er ég að tala um íslensku krónuna, sem síðan árið 1918 hefur fallið um 2200 danskar krónur á 94 árum. Enda var það svo að íslenska krónan og hin danska skildu jafnar árið 1918 á genginu 1:1. Á þessum tíma hefur danska krónan sjálf tapað einhverju af verðgildi sínu, enda er hætt að nota 10 og 25 aura í Danmörku.

Íslendingar hafa síðan árið 2008 kvartað mikið yfir því ástandi sem hefur skapast á Íslandi í kjölfarið á efnahagskreppunni, sem kom til vegna banka-sjálfsblekkingarinnar á Íslandi. Þar sem íslendingar trúðu því að hægt væri að stórt bankakerfi á ónýtum grunni sem hin íslenska króna vissulega er, og hefur alltaf verið. Þegar það litla sem hélt hinu íslenska bankakerfi uppi fór að gefa sig árin fyrir efnahagshrunið á Íslandi. Þá var slíkt alla jafna blásið af sem öfundsýki, árásir á íslenskt efnahagslíf og þar fram eftir götunum. Jafnvel var svo langt gengið af ráðherrum, þingmönnum og fleirum að allir þeir sem voguðu sér að benda á ónýtar undirstöður voru kallaðir öllum illum nöfnum, og að þeir jafnvel vissu ekkert hvað þeir væru að tala um. Enda var litið á það sem svo að á Íslandi væri ekkert að efnahagnum og allt í blóma.

Allt þetta hrundi í Október 2008 með látum þegar allt fjármálakerfið á Íslandi varð gjaldþrota. Bankanir og flest allir sparisjóðirnir á Íslandi. Einu sparisjóðirnir sem lifðu efnahagshrunið af voru þeir sparisjóðir þar sem ekki var verið að eltast við stofnbréfin í þeim, og síðan þeir sparisjóðir þar sem hluthafar samþykktu ekki söluna á stofnbréfum í viðkomandi sparisjóði. Áhrifin af þeirri blekkingu að hægt væri að græða á loftinu eru alvarlegar. Þá helst fyrir það fólk sem lét blekkja sig til þessara kaupa. Enda er margt af þessu fólki stórskuldugt í dag og hugsanlega er engin lausn fyrir það í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru með meirihlutavald með beinum og óbeinum hætti í öllum fjölmiðlum á Íslandi. Hvort sem það er staðarblaðið á Ísarfirði eða Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig mikil óbein völd á fréttablaðinu. Þrátt fyrir áróður um annað. Það sem munar er bara að þetta er annar armur sjálfstæðisflokksins, en sjálfstæðisflokkurinn er þetta engu að síður. Restin er síðan framsóknarflokkurinn með, þar sem því er við komið. Hugsanlega er vikublaðið DV eina blaðið sem er tiltölulega laust við áhrif þessara tveggja stjórnmálaflokka. Þess í stað tel ég hinsvegar að DV sé meira undir áhrif af Vinstri Grænum og tengdum aðilum. Ég álít pólitísk tengsl dagblaða eins og þau koma fram á Íslandi núna í dag vera stórt vandamál, og það fer aðeins versnandi.

Tengsl hagsmunaaðila við stjórnmálaflokka á Íslandi er stórt vandamál, enda bíður það upp á spillingu og valdníðslu. Eins og hefur verið að gerast á undanförnum árum. Þetta er hluti af vandamálinu á Íslandi, og mun halda áfram að grafa undan efnahag Íslands og stjórnkerfinu nema að þessu verði breytt.

Það þýðir lítið að tala um efnahagsmál við íslendinga. Til þess eru þeir of stoltir til þess að hlusta, og láta hagsmunaaðila sem berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa of mikil áhrif á sig. Á meðan svo er munu íslendingar vera með ónýtan gjaldmiðil og síðan sveiflukennt efnahagslíf með tilheyrandi vandamálum. Mér þykir ljóst að íslendingar þurf að fara alveg á botninn áður en það verður breyting hjá Íslensku þjóðinni. Íslendingar munu þurfa að fara svipað á botninn og Grikkir hafa verið gera undanfarið. Það sem mun lærast verður bæði erfitt og dýrt fyrir íslendinga, en alveg þess virði þegar fram líða stundir fyrir íslenska þjóð.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup þá er sjálfstæðisflokkurinn kominn með 33% fylgi, og framsóknarflokkurinn 13% fylgi. Það er því ekki langt að bíða þangað til að nýr botn næst á Íslandi í efnahagsmálum og vandræðum þeim tengdum.

Hin gjörspilltu samtök höfundarrétthafa

Það er til marks um heimsku og þröngsýni samtaka eins og STEF og Smáís að núna ætla þau sér að fara láta vefsíðum á internetinu eftir þeirra hentugleika. Allt saman er þetta að Bandarískri fyrirmynd, þar sem að samtök höfundarrétthafa (stórfyrirtækja, ekki einstakra höfunda) hafa verið að reyna koma svipaðri löggjöf í gegnum Bandaríska þingið, en gengur illa (kallast SOPA og PROTECT IP Act). Eins og í Bandaríkjunum er krafan sú að aðgangi vefsíðum verði lokað. Þá án réttmætar málsmeðferðar eða sönnunargagna.

Það er þó ennfremur bara staðreynd að svona aðgerðir munu ekki virka, og munu frekar hvetja til þess að DNS kerfi sem er ekki undir stjórn ICANN verði almennilega komið á lagginar. Þá munu svona lokanir hafa nákvæmlega ekkert vægi og þjóna nákvæmlega engum tilgangi. Enda munu hinir betur að sér í tölvum og internetinu komast þangað sem þeir vilja án nokkura vandamála. Það er ennfremur sannað og hefur sýnt sig að þetta virkar ekki og mun aldrei gera það. Enda notar margir í dag Google DNS og OpenDNS, sem gera svona lokanir gjörsamlega tilgangslausar með öllu. Enda er ekki hægt að loka á IP tölur. Þar sem margar vefsíður eru oft hýstar á sömu IP tölunni.

Þetta hefur einnig verið reynt í Danmörku, Finnlandi og fleiri Evrópulöndum. Niðurstaðan er alltaf sú sama. Þetta hefur engin áhrif á niðurhal. Hvorki á tónlist, kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Það sem hefur hinsvegar áhrif á þetta er þegar löglegir og almennilegir möguleikar koma fram sem bjóða fólki að kaupa þetta efni löglegt og nota það án takmarkana (DRM)

Höfundarétthafa hafa haldið því fram undanfarin rúmlega 100 árin að allar tækniframfair sem hafa komið fram á þessum tíma sé að drepa tónlist. Þessu hafa líka kvikmyndaframleiðendur haldið fram eftir að sú tækni kom fram. Allt frá myndbandstækjum og yfir í skrifanlega dvd diska áttu að drepa þetta listform með öllu. Staðreyndin er hinsvegar sú að dreifingarfyrirtækin og framleiðendur hafa oft á tíðum ekki grætt meira á nýrri tækni en sem nemur tapinu af þessu efni. Það er ennfremur staðreynd að hlutafallslega lítið af því efni sem er framleitt skilar hagnaði. Ástæðan er auðvitað sú að þessi markaður er tiltölulega mettaður og endurnýjun er mjög hröð þar að auki. Reikna má með að efni skili hagnaði eingöngu næstu fimm ár eftir útgáfudag (mitt eigið mat). Eftir það þá fellur hagnaður gífurlega, en kostnaður af útgáfu minnkar einnig eftir því sem minna er framleitt af viðkomandi tónlist, sjónvarpsþáttum eða kvikmynd. Engu að síður þá er hagnaður af því efni sem framleitt er og skilar hagnaði gífurlegur.

Mest af þessum hagnaði fer ekki til listamanna, tónlistarmannana og kvikmyndargerðarmannana. Flest af þessu fer beint til stórfyrirtækjana sem hirða mest af þessu upp í „kostnað“ og skilja síðan við sjálfa listamennina slippa og snauða eftir tónlist eða kvikmyndir (eða þættir) tapa vinsældum eins og mun gerast með allt það efni sem framleitt er. Eini hópurinn sem ég hef séð að hefur ekki farið þessa leið eru rithöfundar, sem hafa notað tæknina sér til framdráttar. Enda gefa margir út sitt efni sjálfir í e-bókarformi og fá því hagnaðin beint í sinn eigin vasa.

Það er óumflýjanleg staðreynd að aðferðir STEF og Smáís er röng. Þetta mun ekki virka og hefur ekki gert það hingað til. Allt tal þessara aðila um að ný tækni sé að drepa þessa miðla er tóm þvæla, og hefur verið það síðustu 100 árin.

Nánar.

Radio Is Killing Music (techdirt.com)
Making a Profit in Music: The Mick Jagger Meme and More (artandavarice.com)

Einokunarklúbbar Íslands

Á Íslandi eru starfræktir klúbbar sem hafa það eitt markmið að viðhalda einokun og háu vöruverði á Íslandi. Þessi klúbbar eru sjálfstæðisflokkurinn, framsóknarflokkurinn, Vinstri-Grænir, Heimssýn og síðan hópur sem kallast Evrópuvaktin. Allir þessir klúbbar hafa það eitt markmið viðhalda verslunar einokun fárra á Íslandi. Ásamt því að viðhalda háu vöruverði á Íslandi. Með fullþingi ráðherra Vinstri Grænna. Þá sérstaklega Jóns Bjarnarsonar, Ögmundar og fleiri aðilum í ráðherra og þingliði Vinstri Grænna.

Þessir klúbbar lifa í fornum heimi. Heimi sem var til á Íslandi árið 1947 til 1971 þar sem ríku höft af ýmsum toga, þegar loksins fór að losna um höftin sem þá voru við lýði á Íslandi. Höftin komu öll í einu, en voru ekki tekin af almennilega fyrr en árið 1971 þegar Ísland gekk í EFTA. Í andstöðu við marga stjórnmálaflokka og einstaklinga á Íslandi í dag. Í dag eru margir af þessum sömu einstaklingum sem voru á móti EFTA aðild Íslands á móti Evrópusambands aðild Íslands. Þetta fólk er enda algerlega blint á þau tækifæri sem þrífast í opnu og frjálsu markaðshagkerfi. Þar sem tollar eru ekki vandamál við helstu viðskiptalönd í Evrópu. Þetta fólk vill frekar kjósa að búa við höft, skammtanir og efnahagsleg vandamál. Allt saman vegna þess að það þráir gamla tíma og þetta fólk sér tækifæri í þessu öllu saman til þess að hagnast óheiðarlega á einhvern hátt. Hvort sem það er í gegnum spillingu eða einokun.

Framleiðsla í einokun

Ég sé í fréttum að mjólkurbændur á Vestfjörðum eru að hafa áhyggjur af því að Mjólkursamsalan muni gjörsamlega valta yfir þá og flytja alla framleiðslu suður. Staðreyndin er sú að þetta mun væntanlega gerast. Enda hefur Mjólkursamsalan verið að færa alla vinnslu á mjólk frá landsbyggðinni suður til Reykjavíkur í nafni hagræðingar. Eftir stendur ónýtt húsnæði og meira atvinnuleysi í þessum byggðarlögum þar sem mjólkurvinnslan er lögð niður.

Það sem er þó verst í þessu öllu saman er sú staðreynd að íslenskir mjólkurframleiðendur eru fastir með Mjólkursamsöluna. Þeir geta ekki farið eitthvað annað. Enda er ríkir einokun samkvæmt lögum á mjólkurmarkaðinum á Íslandi og hefur gert það síðan árið 1934 þegar Mjólkursamsalan var handvalin til þess að vera eini framleiðandi mjólkurvara á Íslandi. Samkvæmt eldri samkeppnislögum var Mjólkursamsalan undanþegin samkeppnislögum, ég veit hinsvegar ekki hvort að það er raunin núna í dag samkvæmt nýjum samkeppnislögum frá árinu 2005. Þar sem þau samkeppnislög eru byggð á EES/EFTA samningum. Það er hinsvegar staðreynd að landbúnaður eru undanþegin EES samningum og væntanlega einnig EFTA samningum, og þar að leiðandi er það nú bara þannig að Mjólkursamsalan er undanþegin samkeppnislögum eins og kemur fram í þessari hérna frétt (Vísir.is) frá árinu 2006. Þetta kemur einnig fram í ársskýrslu Mjólkursamsölunar frá árinu 2006.

Ég veit ekki hvernig eða hvar þessi undanþága frá samkeppnislögum er sett í lögum. Þetta er engu að síður staðreynd sem mjólkurbændur verða að lifa með og geta lítið gert í stöðu mála núna í dag varðandi þetta atriði.

Að þessu leiðir að íslenskir bændur þurfa að sætta sig við það sem Mjólkursamsalan gerir. Enda geta þeir ekki snúið sér með framleiðslu sína til samkeppnisaðila Mjólkursamsölunar. Vegna þess að það eru ekki neinir slíkir til staðar á Íslandi, og hafa ekki verið það síðan árið 1934. Mjólkurbændur skulu því búast við því að Mjólkursamsalan gjörsamlega hunsi kröfur þeirra þegar fram líða stundir, og að öll mjólkurvinnsla verði færður suður eins og hefur verið raunin undanfarin ár.

Frétt Morgunblaðsins af þessu einokunardæmi.

Bændur gagnrýna Mjólkursamsöluna

Útskýringar óskast frá andstæðingum Evrópusambandsaðildar á Íslandi

Það eru margir sem halda því fram að Samfylkingin hafi ekki neitt annað stefnumál en aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er rangt. Sérstaklega í ljósi þess að Samfylkingin er með mörg mál á stefnuskrá sinni, öll þessi stefnumál snúast um það að bæta lífsskilyrði og auka efnahagsstöðugleika á Íslandi. Sú mýta sem haldið er að almenningi á Íslandi að Samfylkingin sé bara með Evrópusambands aðild bara sem stefnumál er röng, aftur á móti skiptir Evrópusambands-aðild miklu máli við að ná fram þeim markmiðum sem Samfylkingin vill fá fram í íslensku þjóðfélagi.

Enda er stöðugleiki ekki ókeypis og það er erfitt að ná honum á Íslandi með ör-gjaldmiðil (320.000 manns standa undir íslensku krónunni), og örlítinn efnahag í samræmi við það. Það er söguleg staðreynd að ekki hefur tekist að halda vaxtastigi og gengi íslensku krónunnar stöðugu síðan íslenska krónan var stofnuð á pari við dönsku krónuna árið 1918. Það eru hvorki meira eða minna en 93 ár af efnahagslegum óstöðugleika á Íslandi (ef frá eru talin árin sem seinni heimsstyrjöldin stóð yfir og Ísland var einangrað frá heiminum). Þetta eru mörg ár af efnahagslegum óstöðugleika og kjararýrnun. Enda er það svo að margar kynslóðir íslendinga þekkja ekkert annað, og þær kynslóðir sem alast upp í dag þekkja ekkert annað en efnahagslega óstöðugleika og vandamál tengdum efnahag Íslands. Að öllu óbreyttu mun þetta ástand halda áfram, með tilheyrandi kjarnarýrnun og efnahagslegum vandræðum.

Það liggur fyrir að leiðin útúr þessum vítahring er aðild Íslands að Evrópusambandinu og upptaka evrunnar sem gjaldmiðils á Íslandi. Það er leiðin til þess að losna við óstöðugleika á Íslandi, svo lengi sem íslendingar standa sig og haldi rétt á málunum. Enda er það nú bara þannig að hægt er að klúðra öllu ef illa er staðið að þeim. Upptaka evrunar mundi þó koma í veg fyrir óstöðugleika í genginu og slíkt yrði strax mikil framför fyrir íslendinga.

Núna er það stóra málið, eftir þennan stutta formála.

Í málflutningi andstæðinga Evrópusambands aðildar Íslands. Þá hef ég aldrei heyrt þá nefna það eða útskýra hvernig þeir ætli sér að ná efnahagslegum stöðugleika á Íslandi. Það er ekki orð um þetta í málflutningi þeirra stjórnmálaflokka sem eru andstæðir Evrópusambandsaðildar Íslands á Alþingi. Ekki einn bókstafur um þessa staðreynd í málflutningi þeirra.

Reyndar er ekkert í málflutningi andstæðinga Evrópusambands aðildar á Íslandi sem útskýrir fyrir fólkinu á Íslandi hvernig það að standa fyrir utan Evrópusambandið bætir hag þess til framtíðar. Enda er það þannig að Ísland stendur núna fyrir utan Evrópusambandið og efnahagur almennings á Íslandi er ekkert góður, og fer ekki batnandi þessa dagana. Ég túlka þögn andstæðinga Evrópusamband aðildar Íslands um þetta atriði slíkt að þeir hafi ekki neinn áhuga á því að leysa þetta vandamál, sem lendir allt saman á íslenskum almenningi í dag og til framtíðar.

Það er ennfremur staðreynd að andstæðingar Evrópusambands aðildar Íslands tala málflutningi einokunar og sérhagsmunaraðild á Íslandi. Þar ber helst að nefna Bændasamtök Íslands og undirfélög, LÍÚ (sem réði Davíð Oddsson sem ritstjóra Morgunblaðsins), Mjólkursamsalan (sem er undanþegin samkeppnislögum á Íslandi).

Það er áhugaverð staðreynd að hvorki Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri Grænir hafa útskýrt fyrir almenningi á Íslandi hvernig þeir ætla sér viðhalda efnahagslegum stöðugleika og hagsæld á Íslandi. Jafnframt því að standa fyrir utan Evrópusambandsins og evrunnar á sama tíma. Sérstaklega í ljósi þess að reynsla síðustu áratuga að því að standa fyrir utan Evrópusambandið er ekkert voðalega góð fyrir almenning á Íslandi.

Andstæðingum Evrópusambands aðildar á Íslandi er að frjálst að útskýra fyrir mér hérna hvernig þeir ætla sér að viðhalda efnahagslegum stöðugleika á Íslandi, og á sama tíma að standa fyrir Evrópusambandið og evruna.

Ég tek það fram að ég er ekki meðlimur í Samfylkingunni og hef ekki verið það núna í lengri tíma.

Einokunarsamtök berjast gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Samtök afurðarstöðva í mjólk og kjöti (SMK) skuli berjast gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Það er staðreynd að mjólkurfyrirtæki eru undanþegin samkeppnislögum á Íslandi og hafa því algera einokunaraðstöðu á Íslandi. Kjötvinnslufyrirtæki eru ekki undanþegin samkeppnislögum á Íslandi, en fara mikið á svig við þau virðist vera.

Þetta eru helstu andstæðingar Evrópusambands aðildar á Íslandi. Sérhagsmunasamtök sem vilja viðhalda einokun sinni á Íslandi um alla framtíð. Enda mundi Evrópusambands aðild á Íslandi þýða endalok einokunar á ýmsum vöruflokkum á Íslandi.

Fréttir af þessu.

Vilja að fallið verði frá aðildarumsókn (mbl.is)
Segir aðildarumsóknina sundra þjóðinni (Vísir.is)