Sagan Evrópuandstöðunar á Íslandi, 1. Hluti (1962 – 1963)

Ég ætla að fara yfir sögu Evrópuandstöðunar á Íslandi. Alveg eins langt og ég kemst aftur og fram til dagsins í dag. Það er nefnilega nauðsynlegt að skoða söguna til þess að átta sig á nútímanum. Ég mun rifja upp söguna eins og ég get. Hlutir verða ekki endilega í tímaröð hjá mér, en þó mun ég geta heimilda. Þar sem þetta er unnið upp úr aðgengilegu efni á internetinu.

Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið á móti Evrópu. Þetta sást mjög vel þegar Framsóknarflokknum tókst að koma í veg fyrir að íslendingar gengu inn í EBE árið 1957 með pólitískum bolabrögðum og svikum. Eins og þessi frétt Morgunblaðsins frá árinu 1957 ber með sér. Þá var þetta mikið deilumál. Augljóst má vera að Framsóknarflokkurinn skipti um skoðun þegar þjóðernisöfgar náðu völdum innan flokksins þetta sama ár. Fyrir utan örstutt tímabil árið 2008 til ársins 2009. Þá hafa þessar öfgar haldið völdum í Framsóknarflokknum til dagsins í dag. Hægt er að lesa alla fréttina á tímarit.is hérna.

Framboðslisti Framsóknarflokksins árið 1963 bar þess einnig merki hvað hafði gerst innan flokksins. Þjóðrembuöfgar voru einnig orðnar almennar innan flokksins á þessum tíma. Hægt er að lesa þetta hérna á tímarit.is.

Það hefur aldrei vantað öfgafólkið í þessa umræðu á Íslandi. Eins og má sjá hérna. Hægt er að sjá þetta í heild sinni á vefsíðunni tímarit.is hérna.

Af þessu má augljóslega sjá að andstaðan við Evrópusamvinnu á sér langa sögu á Íslandi. Sú saga endurspeglar þá andstöðu sem er við Evrópusambands umsókn Íslands í dag. Það er ennfremur staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur almennt ekki verið á móti Evrópusamvinnu og þáttöku Íslands að henni. Það var ekki fyrr en öfga-nýfrjálshyggjufólkið tók við völdum innan Sjálfstæðisflokksins að sú afstaða breyttist.

Hannes Hólmsteinn og bílbeltin

Fyrir mörgum árum síðan var Hannes Hólmsteinn að skrifa um bílbelti og þá skyldu sem þá var komin í lög að þeir sem aka bíl skuli nú nota bílbelti eða ella sæta 5000 kr sekt. Útaf einhverjum ástæðum, sem eru mér gjörsamlega fyrirmunað að skilja. Þetta hefði átt að vera sjálfsagt öryggismál í huga Hannesar Hólmsteins, en var það augljóslega ekki. Ég vona bara að hann hafi skipt um skoðun síðan hann skrifaði þessa grein í DV. Aftur á móti er ég ekkert sérstaklega vongóður um það.


Hannes Hólmsteinn í DV árið 1994. Höfundarréttur DV/365 miðlar. Tekið héðan af vefsíðu Tímarit.is. Smellið á myndina fyrir fulla stærð.

Þessi afstaða sem Hannes Hólmsteinn notar þarna er nákvæmlega sama afstaða og sjálfstæðismenn almennt nota til þess að réttlæta andstöðu sína við flest mál á Íslandi. Hvort sem um er að ræða umsókn Íslands að Evrópusambandinu, evrunni eða fiskveiðfrumvarpi ríkisstjórnar Íslands. Öll þau fáránlegustu rök sem hægt er að finna, til þess að réttlæta andstöðuna eru notuð eða einfaldlega skálduð upp ef til þess kemur. Af þessu má læra það að þegar sjálfstæðismenn eru á móti einhverju. Þá er það réttlæt á allan mögulegan hátt. Hvort sem það stenst skoðun eða ekki, og hvort sem mótrökin eru fáránleg eða ekki. Þessa aðferð hafa síðan sjálfstæðismenn notað með þeim mikla árangri að á Íslandi varð efnahagshrun árið 2008. Í dag nota sjálfstæðismenn þessa aðferð til þess að réttlæta málþóf sitt gegn lýðræði á Íslandi og betri og nútímalegri stjórnsýslu.

Gömul og ný íslensk króna

Það virðist vanta talsvert mikið upp á söguþekkinguna hjá Lilju Mósesdóttur. Staðreyndin er sú að íslendingar eru búnir að reyna þessa aðferð. Enda var tekin upp ný króna á Íslandi þegar tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1982. Niðurstaðan af þeirri tilraun er sú að íslenska krónan hefur fallið stöðugt frá þeim tíma. Ástæðan eru kerfisbundnar gengisfellingar íslenskra stjórnvalda á þessum tíma, og síðan hrun íslensku krónunar árið 2008.

Það er alveg ljóst að taka upp nýja íslenska krónu mun ekki leysa nein vandamál. Enda er búið að reyna þá leið, og sú leið mistókst gjörsamlega árið 2008. Lilju Mósesdóttur er auðvitað frjálst að endurtaka tilraunina með íslensku krónuna aftur komist hún í ríkisstjórn. Aftur á móti er ljóst að sú tilraun mun mistakast aftur, á svipuðum tímaramma og sú fyrr. Sá tímarammi er rúmlega 30 ár.

Fréttir af þessum bjánaskap.

Vill kasta krónunni og búa til Nýkrónu (Vísir.is)
Samstaða leggur fram Nýkrónur (DV.is)

Verðbólga í boði andstöðunar við Evrópusambands-aðild Íslands

Það nýjasta á Íslandi er núna að 54% íslendinga er á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, en aðeins 27,5% íslendinga vilja ganga í Evrópusambandið. Þessi andstaða er að mestu leiti tilkomin vegna stöðugs lygaáróðurs í öllum íslenskum fjölmiðlum um stöðu mála í Evrópusambandinu sem heild, og aðildarríkjum þess. Á sama tíma gleyma íslendingar því að þeir þurftu sjálfir að leita til Alþjóðlega Gjaldeyrissjóðsins (IMF) árið 2008 þegar allt saman hrundi á Íslandi

Mikil verðbólga á Íslandi er mjög gömul saga, sem nær alveg til stofnunar íslensku krónunar árið 1918. Enda er það svo að fljótlega eftir stofnun íslensku krónunar fór að bera á gjaldeyrishöftum, innflutningshöftum og fleira í þeim dúr. Svo slæmt var ástandið á tímabili að fólk gat ekki einu sinni steypt gangstétt hjá sér án þess að fá leyfi frá yfirvöldum. Svo djúp var kreppan á tímabili um miðja síðustu 20 öld. Síðan má ekki gleyma gjaldeyrishöftum og innflutningshöftum sem fylgdu í kjölfarið á slíku tímabili. Ásamt kerfisbundnum gengisfellum á Íslandi með reglulegu millibili.

Andstaða fólks við Evrópusambandsaðild byggir eingöngu á þeim lyga áróðri sem hefur komið frá sjálfstæðisflokknum, framsóknarflokknum og Vinstri Grænum, ásamt öðrum smáum stjórnmálaflokkum á Íslandi sem hafa verið stofnaðir undanfarið. Síðan má ekki gleyma þeim áróðri sem er rekin af LÍÚ gegn Evrópusambandinu með Morgunblaðinu. Ásamt því að fréttir frá Evrópu eru mjög lélegar og neikvæðar á Íslandi. Almennt séð er Evrópa alltaf sýnd í neikvæðu ljósi á Íslandi í fréttum. Hugmyndir fólks um Evrópusambandið á Íslandi eru því rangar, og byggja ekki á neinni raunverulegri stöðu mála. Almennt séð þá kallast svona hegðun cherry picking upp á enskuna. Það er að velja aðeins það neikvæða til þess að styðja þau rök sem viðkomandi hefur sett fram. Í þessu tilfelli þá eru andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi að velja eingöngu það neikvæða, og það sem hentar þeirra málstað. Andstæðingar Evrópusambandsins fást ekki einu sinni til þess að játa eitthvað jákvætt við Evrópusambandið.

Það er vissulega kreppa í Evrópu, en það er líka kreppa á Íslandi og í Bandaríkjunum. Engu að síður fá íslendingar ekki nærri því það magn af neikvæðum fréttum af afleiðingum kreppunar í Bandaríkjunum og í Evrópu.

Íslendingar geta þó haldið áfram að ræða verðbólguna og verið á móti Evrópusambandinu. Enda hafa íslendingar verið að ræða verðbólgu og gengisfall síðustu 60 ár eða svo, og eru komnir í mikla þjálfun í því umræðuefni.

Fréttir af óskynsamlegri andstöðu íslendinga við Evrópusambandsaðild

Meirihluti landsmanna á móti ESB aðild (vb.is)
Tæp 54% mótfallin inngöngu í ESB (Vísir.is)
Mikill meirihluti vill ekki í ESB (mbl.is)
54 prósent andvíg ESB-aðild (Rúv.is)

Bloggfærsla uppfærð klukkan 00:53 CEST þann 28. Apríl 2012.

Íslenska krónan mun ekki bæta neitt

Þeir ætla sér seint að gefast upp aðdáendur íslensku krónunnar. Þetta er fólk sem er í öllum stjórnmálaflokkum Íslands, í öllum samfélagsstöðum á Íslandi. Íslenska krónan var aðskilin frá dönsku krónunni árið 1918 á skiptagenginu 1:1. Það þýðir að ein íslensk króna var jafngild einni danskri krónu að verðgildi. Árið 1922 kom síðan fyrsta íslenska myntin út. Þessi króna var notuð frá árinu 1918 til ársins 1982 þegar verðgildi íslensku krónunar var fellt hundraðfalt og íslenska krónan var aftur á pari við dönsku krónuna. Þó eingöngu rúmlega það.

Á þessum rúmlega 29 árum síðan gengi íslensku krónunar var fellt 100 falt á Íslandi. Þá hefur gengi íslensku krónunar lækkað 23 falt á þessum tíma. Það þýðir einfaldlega að fyrir hverja 1 danska krónu fást í dag rúmlega 23 íslenskar krónur. Það er hentugt að nota dönsku krónuna sem viðmið í þessari umræðu. Þar sem íslenska krónan var aðskilin frá dönsku krónunni á sínum tíma.

Það breytir ekki neinu hverju íslenskir stjórnmálamenn lofa varðandi íslensku krónuna. Íslenska krónan mun alltaf verða stærsta hagfræðivandamál íslendinga, og það mun ekkert breytast fyrr en annar gjaldmiðill verður tekinn upp á Íslandi. Það er auðvitað ómögurlegt að taka upp annan gjaldmiðil á Íslandi einhliða (íslendingar hafa ekki efni á því að taka upp anann gjaldmiðil einhliða). Þannig að íslendingar geta í raun aðeins tekið upp evruna sem gjaldmiðil með aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Allt tal um stöðuga íslenska krónu er ekkert nema draumórar. Enda er það svo að hvorki Seðlabanki Íslands eða íslenska ríkið hafa burði til þess að viðhalda stöðugleika íslensku krónunar. Þetta er orðið mjög augljóst af efnahagssögunni síðan árið 1918. Enda fór allt nánast í kaldakol þegar íslendingar fór að gefa út sína eigin mynt. Síðan þá hefur ferlið bara verið niður á við, og er það í raun ennþá. Þar sem að algert efnahagshrun vofir ennþá yfir Íslandi þrátt fyrir að allt bankakerfið á Íslandi hafi orðið gjaldþrota árið 2008 með hrikalegum efnahagslegum afleiðingum fyrir íslensku þjóðina.

Þeir sem tala fyrir íslensku krónunni sem lausn fyrir framtíðina eru eingöngu að tala fyrir höftum, bæði inn og útflutnings höftum og mjög óstöðugum efnahag á Íslandi. Annað standa talsmenn íslensku krónunnar ekki fyrir og hafa í raun aldrei gert annað.

Allt tal um að hægt sé að tala niður íslensku krónuna er ennfremur tóm þvæla. Eins og gert er hérna.

Bjarni: Óábyrgt að tala niður krónuna (vb.is)

Á móti EFTA, EES og ESB

Það er áhugavert að skoða sögu núverandi andstæðinga ESB. Sérstaklega í ljósi þess að elsta fólkið sem er á móti ESB í dag hefur einnig verið á móti EFTA og EES á sínum tíma. Í dag er þetta fólk á móti aðild Íslands. Öll þessi mál eiga það sameiginlegt að hagsmunir íslensks almennings hafa stórbatnað við inngöngu landsins fyrst í EFTA og síðar með inngöngu í EES.

Ragnar Arnalds stendur uppúr þegar það kemur að sögulegri andstöðu við aðild Íslands að alþjóðasamtökum. Það er nefnilega staðreynd að maðurinn var á móti EFTA og EES á sínum tíma. Í dag er Ragnar Arnalds á móti inngöngu Íslands í ESB og þeim hagsbótum sem það færa íslenskum almenningi.

Hérna eru tvær gamlar blaðagreinar þar sem Ragnar Arnalds er á móti aðild Íslands að EFTA og EES.

Ragnar Arnalds á móti inngöngu Íslands í EFTA. Greinin er hérna og er frá árinu 1969.
Ragnar Arnalds á móti inngöngu Íslands í EES. Greinin er hérna og er frá árinu 1992.

Það er staðreynd að sumt fólk er á móti öllum breytingum, gildir einu hvaða breytingar þær eru og þá skiptir litlu máli þó svo að viðkomandi breytingar séu til góðs fyrir allan almenning. Það á ennfremur ekki að gera svona hugsunarhætti hátt undir höfði í umræðunni, þar sem að svona hugarfar er skaðlegt og veldur því að þjóðfélög dragast aftur úr og svona hugarfar dregur úr lífsgæðum af sömu ástæðum.