Forseti Íslands í Rannsóknarskýrslu Alþingis

Forseti Ísland er ekki eins saklaus af efnahagshruninu á Íslandi og hann lætur í veðri vaka. Enda er það staðreynd að Foresti Íslands var á fullu að taka þátt í útrásinni á sínum tíma. Eins og stendur í Rannsóknarskýrslu Alþingis.

[…]

Í uppgangi áranna eftir aldamótin 2000 var vinsælt að tala um „nýja hagkerfið“
eða hagkerfi 21. aldarinnar. „Nýja hagkerfinu“ fylgdu nýir siðir sem
ekki geta talist beinlínis umhverfisvænir. Margir forsvarsmenn fyrirtækjanna
komu sér upp bækistöðvum erlendis til að sinna auknum umsvifum
þar, en árið 2004 birti Frjáls verslun frétt um að fjöldi íslenskra athafnamanna
væri fluttur til London.281 Nokkrir íslensku auðmannanna keyptu
sér einkaþotur til þess að fara á milli landa. Björgólfur Thor reið á vaðið
2005 og keypti sér einkaþotu sem kostaði á annan milljarð króna ef marka
má fjölmiðla.282 Stofnað var sérstakt leiguflugfélag til að þjóna skottúrum
auðmanna.283 Sumarið 2006 lentu einkaþotur um fjögur hundruð sinnum
á Reykjavíkurflugvelli en ekki er þar með sagt að allar hafi verið í eigu eða
þjónustu Íslendinga.284 Í frétt í einu dagblaðanna árið 2007 kemur fram að þá
stóðu ellefu einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli.285 Ýmsir fengu að fljóta með
í ferðum auðmanna, t.d. forseti Íslands og kona hans, eins og fram kemur
á öðrum stað í skýrslu þessari. Þá voru þess dæmi að auðmenn keyptu sér
þyrlur til að ferðast um innan lands.286

[…]

Bls, 83. Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir

Þetta er þó bara byrjunin.

[…]

Forseti Íslands og forsetaritari flugu 4. maí 2007 með Ingibjörgu
Pálmadóttur
og Skarphéðni Steinarssyni hjá Baugi frá Kaupmannahöfn til
Reykjavíkur. Leigð var einkaþota til fararinnar. Það má hafa til marks um
ónákvæmni þeirra gagna sem vinnuhópurinn hafði undir höndum að forsetinn
sást ekki á fleiri farþegalistum. Snemma árs 2009 sendi Fréttablaðið fyrirspurn
til forsetaembættisins um það hversu oft forsetinn hefði flogið með
einkaþotum í eigu eða leigu íslenskra fyrirtækja á tímabilinu 2005–2008.
Samkvæmt svari embættisins flaug forsetinn níu sinnum með slíkum aðilum
til ýmissa landa, þar á meðal til Kína og Búlgaríu. Vélarnar voru meðal
annars í eigu eða leigu Kaupþings, Actavis, Glitnis, Novator, FL Group og
Eimskipafélags Íslands.727
Að sögn flugmanns, sem sá mikið um einkaflug á vegum bankanna, kemur
það ekki á óvart að stjórnmálamenn sjáist nær ekkert á farþegalistum; farþegar
hafi langmest verið bankamenn og félagar þeirra úr fjármálageiranum.728

[…]

Bls 167 – 168. Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir

[…]

Í bókinni Sögu af forseta eftir Guðjón Friðriksson sagnfræðing segir: „Ólafur Ragnar Grímsson hefur í forsetatíð
sinni haldið fjölda fyrirlestra og talað um íslensku útrásina í viðtölum við
fjölmarga fulltrúa erlendra fjölmiðla, blaða, sjónvarpsstöðva, útvarpsstöðva
og viðskiptatímarita.“731 Þegar rauðu ljósin tóku að blikka árið 2006 og svo af
auknum krafti 2007 og í upphafi árs 2008 var forsetinn einn þeirra sem taldi
gagnrýni á íslenskt viðskiptalíf og hættumerkin sem bent var á orðum aukin,
Íslendingar yrðu að kynna málstað sinn betur, endurtók hann margsinnis og
lagði áfram sitt af mörkum í ferðum og ræðum í þágu útrásarinnar.732
Í kjölfar hruns íslensks efnahagslífs hljóta að vakna margar spurningar
um hlut forsetaembættisins í útrásarsögunni, ekki síst í ljósi endaloka sumra
þeirra fyrirtækja sem fremst voru í flokki og þess sem fram hefur komið um
starfsemi þeirra. Var embætti forseta Íslands misnotað í þágu útrásarinnar
til að gera einstaka forkólfa og fyrirtæki trúverðug gagnvart erlendum fjárfestum?
Var það hlutverk sem forsetinn tók að sér eðlilegt þar sem átti í hlut
þjóðhöfðingi sem á að vera sameiningartákn þjóðarinnar? Hver var þáttur
forsetans við að halda á lofti gagnrýnislausri lofgjörð um yfirburði íslenskra
athafnamanna eða „athafnaskálda“, eins og hann kallaði þá margsinnis í ræðum
og fyrirlestrum heima sem erlendis? Hverjum var forsetinn og embætti hans
að þjóna og hvert á hlutverk forseta Íslands að vera?

Ræður forsetans
Árið 2000 var forseti Íslands farinn að láta verulega til sín taka í þágu viðskiptalífsins,
m.a. var hann það ár viðstaddur opnun útibús Kaupþings í
Lúxemborg sem var fyrsta útibú íslensks banka erlendis.733 Sama ár flutti
hann ræðu í hádegisverði íslensk-ameríska viðskiptaráðsins í Los Angeles þar
sem fram koma nokkur þau leiðarstef sem síðar urðu einkennandi fyrir málflutning
hans.734 Með heimsókn sinni til Rússlands í apríl 2002 tók forsetinn
fyrir alvöru að mynda tengsl við rísandi stjörnur í íslensku viðskiptalífi. Í
kjölfarið hóf hann að flytja fyrirlestra um íslenskt viðskiptalíf. Í heimsókninni
til Rússlands kynntist forsetinn Björgólfi Thor Björgólfssyni sem átti í
miklum viðskiptum þar og notaði hann þá tækifærið og kynnti Björgólf fyrir
rússneskum ráðamönnum.735
Mánuði síðar hélt forsetinn erindi við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum
um tækifæri smárra ríkja á tímum alþjóðavæðingar. Erindið er athyglisvert
vegna þess að þar er kenningin um sérstöðu íslenskra athafnamanna tekin að
mótast fyrir alvöru. Forsetinn var ákaflega jákvæður í garð alþjóðavæðingarinnar
og minntist ekkert á skuggahliðar hennar og gagnrýni á hana eða að
eitthvað bæri að varast. Forsetinn talaði um „hagkerfi 21. aldarinnar“ sem
nýtt fyrirbæri sem gæfi fyrirtækjum frá smáríkjum kost á að verða risastór
og smáríkjum tækifæri til að beita sér og leggja heiminum ýmislegt til. Ísland
væri kjörið dæmi um slíkt með sinn öfluga sjávarútveg, velferðarkerfi og vel
menntað fólk. Forsetinn rifjaði upp hvernig stjórnvöldum (sem hann hafði
tilheyrt sem fjármálaráðherra) hefði ásamt aðilum vinnumarkaðarins tekist
að ná tökum á verðbólgu og skapa stöðugleika um 1990: „Samkeppni,
gegnsæið og persónutengslin sem smæðin skapar höfðu án efa veruleg áhrif á að með samræmdum aðgerðum tókst að varðveita stöðugleikann. Smáríki
geta því með agaðri hagstjórn náð jafnvæginu sem nauðsynlegt er til að geta
til lengdar notið farsældar í efnahagslífi.“736 Síðan nefndi forsetinn hvernig
Íslendingar hefðu nýtt sér tækifærin: „Alþjóðavæðingin getur fært smáríkjum
nýtt blómaskeið ef hagstjórnin tekur á agaðan hátt mið af þeim kröfum sem
opnun hagkerfanna felur í sér.“737 Þá vék forsetinn að útrásinni og rakti hvernig
íslenskir athafnamenn væru að kaupa upp verslunarkeðjur í Bandaríkjunum
og Bretlandi.
Við vitum nú að „nálægðin“ var allt of mikil og „gegnsæið“ var lítið sem
ekkert. Forsetinn sagði einnig: „Vinnumenningin frá tímum sjósóknar og
búskapar á fyrri öldum þegar keppst var við að bjarga aflanum og heyfengnum
hvað sem tímanum leið hefur greinilega umbreyst í athafnaanda á hörðum velli
heimsviðskiptanna, rætur íslenskrar menningar skapa nú frumkvöðulsvilja og
framtakssemi sem fellur vel að þörfum hins alþjóðlega markaðar. Fámennið á
fyrri tíð færir okkur þannig ávinning á tímum hnattvæðingar.“738 Slíkir menn
væru athafnaskáld, sagði forseti Íslands í Harvard-háskóla. Orðræða forsetans
var ákaflega karlmiðuð, vísað var til sjómanna og bænda, athafnaanda,
frumkvöðulsvilja, framtakssemi og vinnusemi dásömuð. Allt eru þetta eiginleikar
sem tengdir hafa verið sérstaklega við karlmennsku.739 Forsetinn taldi
vinnumenningu innan fjármálafyrirtækja til fyrirmyndar en spyrja má hversu
fjölskylduvænt það vinnuumhverfi var. Vinnuálag var gífurlegt og vinnutími
langur um leið og laun voru árangurstengd og þeir umsvifalaust látnir víkja
sem ekki þóttu standa sig nógu vel, hvað þá ef þeir voru á annarri skoðun en
þeir sem stýrðu fyrirtækjunum.740
Í október 2003 hélt forsetinn ávarp á fjárfestingarráðstefnu í Kaupmannahöfn.
Þá kynnti hann erlendum þátttakendum í fyrsta sinn kenningu
sína um þá þætti sem skiptu sköpum við að tryggja velgengni íslensks viðskiptalífs
á erlendri grundu. Þessum þáttum, sem voru sex talsins, átti eftir
að fjölga. Í fyrsta lagi nefndi forsetinn að mikil samskipti væru milli manna
innan viðskiptalífsins, þvert á fyrirtæki og greinar. Í öðru lagi væri viðskiptalífið
mjög árangursmiðað, gengið væri hreint til verks við að leysa verkefnin
og minnisblöð og fundargerðir væru ekki að þvælast fyrir. Í þriðja lagi væri
íslensk framkvæmdagleði laus við skriffinnskuaðferðir, hugsanlega vegna
mannfæðar, en um leið fengju athafnamenn aukið frelsi. Í fjórða lagi væru
samskipti mjög persónuleg, þau byggðust á trausti milli manna í fornum anda.
Það gæfi færi á meiri hraða við ákvarðanatöku. Í fimmta lagi hefði frumkvöðlahugarfar
þróast um aldir við veiðar og landbúnað þar sem frumkvæði
einstaklingsins skipti sköpum í baráttu við náttúruöflin. Þetta hugarfar væri
nú orðið drifkraftur í nútímaviðskiptum. Í sjötta lagi væri svo sköpunarkrafturinn.
Íslendingar hefðu ætíð dáðst að skáldum sínum og sköpun þeirra,
krafturinn væri nú „athafnaskáldanna“ sem nytu virðingar.741

[…]
maí 2005 flutti forsetinn ræðu í Walbrook-klúbbnum í London sem oft
hefur verið vitnað til. Eins og í fyrri ræðum fór forsetinn yfir áhrif alþjóðavæðingar,
upplýsingatækninnar og möguleika smáríkja í „nýja hagkerfinu“.
Hann fór yfir helstu fyrirtækin í útrásinni, allt frá Baugi til Bakkavarar og
Kaupþings og dró saman þrettán helstu einkenni íslensku útrásarinnar.
Þegar þessi þættir legðust saman yrði til samkeppnishæft umhverfi sem gæfi
færi á sigrum og ávinningum.744 Til að gera langa sögu stutta má segja að
Walbrook-ræðan hafi verið endurtekin margsinnis á næstu árum, m.a. að
hluta til í Kínaferð forsetans nokkrum vikum síðar. Þangað hélt forsetinn
með um það bil 100 fulltrúa íslenskra fyrirtækja og nokkra fulltrúa íslenskra
háskóla.

Víkur þá sögunni að fyrirlestri þeim sem forsetinn flutti hjá Sagnfræðingafélaginu
í janúar 2006 en þá var að hefjast fyrirlestraröð undir yfirskriftinni:
Hvað er útrás? Fyrirlesturinn var fluttur í þann mund sem gagnrýnin
umræða var að hefjast í erlendum blöðum, t.d. í Danmörku, um íslensku
útrásina. Fyrirlesturinn var að kjarna til Walbrook-ræðan en að þessu sinni
flutt á íslensku. Þarna fengu Íslendingar fyrir alvöru að kynnast málflutningi
forsetans og kenningu hans um sérkenni Íslendinga hér heima og á eigin
tungu. Forsetinn sagði m.a.: „Útrásin er byggð á hæfni og getu, þjálfun og
þroska sem einstaklingarnir hafa hlotið og samtakamætti sem löngum hefur
verið styrkur okkar Íslendinga […]. Lykillinn að árangrinum sem útrásin
hefur skilað er fólginn í menningunni, arfleifðinni sem nýjar kynslóðir hlutu
í vöggugjöf, samfélaginu sem lífsbarátta fyrri alda færði okkur, viðhorfum
og venjum sem eru kjarninn í siðmenningu Íslendinga.“745 Forsetinn fór yfir
kenninguna um þættina sem mótuðu íslenska andann, að þessu sinni nefndi
hann tíu atriði. Forsetinn klykkti út með því að líkja íslensku samfélagi við
ítalska endurreisn, renaissans, „þar sem blómaskeiðið byggðist jöfnum hönd-um á viðskiptum, vísindum, listum og samfélagi fólks sem skarar framúr á
ólíkum sviðum.“746 Forsetinn hafði einnig uppi almenn varnaðarorð um að
útrásarmenn glötuðu ekki tengslum við samfélagið.
Þessi fyrirlestur féll ekki í góðan jarðveg. Fjöldi sagnfræðinga gagnrýndi
forsetann harðlega fyrir alhæfingar, þjóðernishroka og úreltar gamaldags
túlkanir á sögunni sem ekki byggðust á nútímarannsóknum hvað þá nútímakenningum
í sagnfræði.747
Forsetinn lét gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og endurtók ræðu
sína á næstu tveimur árum, m.a. í maí 2006 á málþingi sem Kaupþing hélt
í Helsinki, á fundi í The Bource Club í sömu borg og svo skömmu síðar í
London á ráðstefnunni Ísland í London – samvinna til árangurs. Þá hafði
íslenska „efnahagsundrið“ sætt mikilli gagnrýni greinenda og fjölmiðla, ekki
síst í Danmörku. Þeir bentu á að þessi útþensla gæti ekki staðist til lengdar.
Einu af erindum forsetans í ferðunum til Finnlands og Englands var greinilega
ætlað að slá á slíkar gagnrýnisraddir. Hann var því í hópi þeirra ráðamanna
sem héldu í víking útrásinni til varnar. Á þessu tímabili sagði forsetinn
um bankana: „Yes, the future does indeed offer fascinating opportunities
– and the growing strength of the Icelandic banking sector will, as before,
play a crucial role, both in itself and by providing valuable connections to
the international
banking community […] Somehow the nature
of banking
seems to offer small states favourable opportunities, giving them competitive
advantage both now and in earlier times.“748 Forsetinn taldi greiningar og
gagnrýni erlendra aðila storm í vatnsglasi og sagði eins og fleiri að Íslendingar
yrðu að kynna málstað sinn betur. Allir þeir sem kynntu sér rækilega hvað
gerst hefði á Íslandi fylltust bjartsýni og jákvæðni í garð íslenskra athafnamanna.
749
Í upphafi árs 2008 var orðið ljóst að mikill vandi var framundan þótt
ráðamenn gerðu lítið úr honum. Um leið og forsetinn hélt áfram að mæra
útrásina tók hann einnig að draga í land. Í nýársávarpi 1. janúar 2008 sagði
hann: „Þanþolið í hagkerfinu hefur á köflum reynst ótrúlegt en nú bendir
margt til að hollt sé að ganga hægar um gleðinnar dyr, nema staðar um stund
og hugleiða hvað skiptir mestu.“750

[…]

Forseta Íslands var boðið til Kína og hann fór í sína fyrstu Kínaför sem
forseti árið 2005. Um hundrað manns voru með í för, þar á meðal allir helstu
aðalleikararnir í útrásinni, frá fjárfestunum Björgólfi Thor Björgólfssyni, Jóni
Ásgeiri Jóhannessyni og Hannesi Smárasyni til bankastjóranna Hreiðars Más
Sigurðssonar og Sigurjóns Þ. Árnasonar. Forsetinn fór aftur til Kína árið
2007, að þessu sinni í einkaþotu og var flugið kostað af Glitni. Ferðin var farin
í þágu athafnaskáldanna og var forsetinn m.a. viðstaddur opnun kæligeymslu
í eigu Eimskips.757
Útibúum banka fjölgaði. Á árunum 2005–2007 var forsetinn viðstaddur
opnanir nokkurra bankaútibúa og tók þá um leið þátt í ráðstefnum þar sem
hann flutti fyrrnefndar ræður um yfirburði Íslendinga. Í nóvember 2005 var
hann viðstaddur opnun á útibúi Glitnis í London og 2006 var hann á viðskiptaþingum
í Helsinki og London í boði Kaupþings.
Í september 2007 var
forsetinn viðstaddur opnun útibús Glitnis í New York og tók þátt í ráðstefnu
um orkumál sem kostuð var af Glitni. Árið 2007 heimsótti forsetinn útibú
Glitnis og Kaupþings í Osló og sama ár var hann viðstaddur opnun útibús
Landsbankans í Winnipeg.758 Forsetinn þjónaði því öllum stóru bönkunum.

Bls 173 – 175 (endir). Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir

[…]

Bréfin
Tekið skal fram að forsetinn hefur
sinnt þeirri kurteisi að þakka fólki fyrir móttökur og aðstoð en bréfin sýna
að hann tók einnig þátt í fyrirgreiðslu í þágu ýmissa aðila. Forsetaembættið
afhenti alls 18 bréf og verða gerð að umtalsefni þau bréf sem varpa ljósi á hlut
forsetans í þjónustu við stóru útrásarfyrirtækin.
11. júlí 2002 skrifaði forsetinn bréf til Björgólfs Thors Björgólfssonar í
kjölfar fyrrnefndrar heimsóknar til Rússlands. Hann skrifaði: „Heimsóknin
(til Rússlands) staðfesti nýja tíma í samskiptum Rússa og Íslendinga á öllum
sviðum. Á vettvangi viðskipta eiga þú og aðrir frumherjar ríka hlutdeild í
glæsilegri sókn íslenskra fyrirtækja og rússneskra samstarfsaðila þeirra á
fjölmörgum sviðum atvinnulífs í Rússlandi.“
10. janúar 2005 skrifaði forsetinn til krónprins Aleksanders og krónprinsessu
Katarinu í Belgrad í Serbíu til að mæla með Björgólfi Thor: „We hope
that you will continue the contact with Björgólfur Thor Björgólfsson since,
as we told you, both his personality and his business success could make him
a great asset as well as a good friend to you personally as well as to your
country.“ Síðar sama ár skrifaði forsetinn einnig allítarlegt meðmælabréf fyrir
Björgólf Thor til forseta Búlgaríu.

Leiðir íslenskra fjármálafyrirtækja lágu til allra átta. 12. janúar 2006
skrifaði forsetinn til Nursultans A. Nazarbeyev, forseta Kazakstan, í þágu
Creditinfo: „As an example of the positive and successful cooperation
between Iceland and Kazakstan, I would like to draw your attention to the
cooperation between First Credit Bureau of Kazakstan and Creditinfo Group
Ltd., a leading Icelandic credit management company, mainly owned by the
largest Icelandic banks, Kaupthing Bank and the National Bank of Iceland.“
28. janúar 2007 skrifaði forsetinn til Als Gore, fyrrverandi varaforseta
Bandaríkjanna, vegna væntanlegrar þátttöku sinnar í ráðstefnu á vegum
Gores: „The President‘s Lecture will be sponsored by Glitnir Bank (www.
glitnir.is) The bank has in recent years made clear energy investments one of
its three main portfolios.“
Í tengslum við heimsókn forsetans til Kína í júní 2007 skrifaði forsetinn
bréf til Hus Jinto, forseta Kína, 1. ágúst 2007: „In the meeting I had on the
12th of June with the delegation from the Chinese energy company Sinopec,
I expressed
strong support for the Sinopec proposal to create in cooperation
with Icelandic partners, including Glitnir Bank, more geothermal energy
projects
in China in order to enable China to achieve a growth of green energy.“
Undir lok útrásarskeiðsins fóru fjármálamenn að beina sjónum til olíuríkjanna
við Persaflóann, bæði til að opna útibú og til að leita að fjárfestum,
raunverulegum eða óraunverulegum. Forsetinn lét ekki sitt eftir liggja til að
greiða þeim för. Hann skrifaði kurteisisbréf til emírsins af Katar 4. febrúar
2008, rétt í þann mund sem Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, kom heim eftir
erfiða fundi með fulltrúum breskra fjármálafyrirtækja.
23. apríl 2008 skrifaði forsetinn bréf til krónprinsins í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum, Sheiks Mohammed Bin Zayed Al Nahyan. Þar segir:
„In this respect I was very pleased to learn from my friend Mr. Sigurdur
Einarsson, the Chairman of Kaupthing Bank, the largest Icelandic bank, that
it had been selected by Masdar and Mubadala as one of the candidate banks
for the role of Strategic Financial Advisor to the Masdar City development.“

Enn skrifaði forsetinn í þágu Sigurðar Einarssonar, sem hann vísaði til
sem vinar síns í síðastnefndu bréfi, nú til manns sem síðar kom við sögu
Kaupþings. 22. maí 2008 skrifaði forsetinn til emírsins Hamads Bin Khalifa
Al Thani í Katar og sagði: „As I emphasized in our discussion on Tuesday,
there are now three main pillars in the evolution of our growing cooperation:
1. Banking and finance where the negotiations with Kaupthing Bank have a
priority role.“ Forseti Íslands átti samkvæmt bréfinu fund eða samtal við Al
Thani sem keypti hlutabréf í Kaupþingi með peningum frá Kaupþingi en það
er önnur saga.

[…]

Bls 175 – 177. Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir

Það eru kannski íslendingar sem vilja svona Forseta á Íslandi. Ég vil hinsvegar ekki sjá svona spilltan einstakling í embætti Forseta Íslands. Hver sá sem kýs Ólaf Ragnar er að kjósa svona hegðun aftur yfir sig. Enda má ljóst vera að Ólafur Ragnar hefur ekkert breyst síðan árið 2008. Jafnvel þó svo að hann sé að leika eitthvað annað í fjölmiðlum Íslands.

Íslenska þjóðin sem fær það sem hún biður um

Íslendingar hafa gjarnan hrósað sér fyrir að vera bestir í hinu og þessu. Alla jafnan alveg óverðskuldað og alla jafna byggt á sögusögnum nútímans sem íslendingar hafa sjálfir skapað í gegnum tíðina. Ein stærsta sjálfsblekking íslendinga síðustu ár er sú blekking að á Íslandi sé grundvöllur fyrir efnahagslífi sem getur staðið fyrir utan hið alþjóðlega kerfi. Ennfremur er það mjög sterk sjálfsblekking að íslendingar geti rekið gjaldmiðil sinn svo vel sé. Þá er ég að tala um íslensku krónuna, sem síðan árið 1918 hefur fallið um 2200 danskar krónur á 94 árum. Enda var það svo að íslenska krónan og hin danska skildu jafnar árið 1918 á genginu 1:1. Á þessum tíma hefur danska krónan sjálf tapað einhverju af verðgildi sínu, enda er hætt að nota 10 og 25 aura í Danmörku.

Íslendingar hafa síðan árið 2008 kvartað mikið yfir því ástandi sem hefur skapast á Íslandi í kjölfarið á efnahagskreppunni, sem kom til vegna banka-sjálfsblekkingarinnar á Íslandi. Þar sem íslendingar trúðu því að hægt væri að stórt bankakerfi á ónýtum grunni sem hin íslenska króna vissulega er, og hefur alltaf verið. Þegar það litla sem hélt hinu íslenska bankakerfi uppi fór að gefa sig árin fyrir efnahagshrunið á Íslandi. Þá var slíkt alla jafna blásið af sem öfundsýki, árásir á íslenskt efnahagslíf og þar fram eftir götunum. Jafnvel var svo langt gengið af ráðherrum, þingmönnum og fleirum að allir þeir sem voguðu sér að benda á ónýtar undirstöður voru kallaðir öllum illum nöfnum, og að þeir jafnvel vissu ekkert hvað þeir væru að tala um. Enda var litið á það sem svo að á Íslandi væri ekkert að efnahagnum og allt í blóma.

Allt þetta hrundi í Október 2008 með látum þegar allt fjármálakerfið á Íslandi varð gjaldþrota. Bankanir og flest allir sparisjóðirnir á Íslandi. Einu sparisjóðirnir sem lifðu efnahagshrunið af voru þeir sparisjóðir þar sem ekki var verið að eltast við stofnbréfin í þeim, og síðan þeir sparisjóðir þar sem hluthafar samþykktu ekki söluna á stofnbréfum í viðkomandi sparisjóði. Áhrifin af þeirri blekkingu að hægt væri að græða á loftinu eru alvarlegar. Þá helst fyrir það fólk sem lét blekkja sig til þessara kaupa. Enda er margt af þessu fólki stórskuldugt í dag og hugsanlega er engin lausn fyrir það í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru með meirihlutavald með beinum og óbeinum hætti í öllum fjölmiðlum á Íslandi. Hvort sem það er staðarblaðið á Ísarfirði eða Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig mikil óbein völd á fréttablaðinu. Þrátt fyrir áróður um annað. Það sem munar er bara að þetta er annar armur sjálfstæðisflokksins, en sjálfstæðisflokkurinn er þetta engu að síður. Restin er síðan framsóknarflokkurinn með, þar sem því er við komið. Hugsanlega er vikublaðið DV eina blaðið sem er tiltölulega laust við áhrif þessara tveggja stjórnmálaflokka. Þess í stað tel ég hinsvegar að DV sé meira undir áhrif af Vinstri Grænum og tengdum aðilum. Ég álít pólitísk tengsl dagblaða eins og þau koma fram á Íslandi núna í dag vera stórt vandamál, og það fer aðeins versnandi.

Tengsl hagsmunaaðila við stjórnmálaflokka á Íslandi er stórt vandamál, enda bíður það upp á spillingu og valdníðslu. Eins og hefur verið að gerast á undanförnum árum. Þetta er hluti af vandamálinu á Íslandi, og mun halda áfram að grafa undan efnahag Íslands og stjórnkerfinu nema að þessu verði breytt.

Það þýðir lítið að tala um efnahagsmál við íslendinga. Til þess eru þeir of stoltir til þess að hlusta, og láta hagsmunaaðila sem berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa of mikil áhrif á sig. Á meðan svo er munu íslendingar vera með ónýtan gjaldmiðil og síðan sveiflukennt efnahagslíf með tilheyrandi vandamálum. Mér þykir ljóst að íslendingar þurf að fara alveg á botninn áður en það verður breyting hjá Íslensku þjóðinni. Íslendingar munu þurfa að fara svipað á botninn og Grikkir hafa verið gera undanfarið. Það sem mun lærast verður bæði erfitt og dýrt fyrir íslendinga, en alveg þess virði þegar fram líða stundir fyrir íslenska þjóð.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup þá er sjálfstæðisflokkurinn kominn með 33% fylgi, og framsóknarflokkurinn 13% fylgi. Það er því ekki langt að bíða þangað til að nýr botn næst á Íslandi í efnahagsmálum og vandræðum þeim tengdum.

Úr Rannsóknarskýrslu Alþingis, Einkavæðing Íslensku bankanna

Eftirtalið er úr Rannsóknarskýrslu Alþingis sem var gefin út árið 2010.

„Ljóst er að vinna við sölu ríkisfyrirtækja og önnur einkavæðing mun halda áfram á næstu árum. Stór fyrirtæki eru ennþá í eigu ríkisins. Nægir þar að nefna viðskiptabanka og fjárfestingalánasjóði.“
Úr inngangi Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, að ritinu Einkavæðing á Íslandi, árið 1997.

6.2 Fyrstu skref í einkavæðingu bankanna
6.2.1 Lagasetningin vorið 1997 og fyrsta salan á hlutafé
Einkavæðing ríkisfyrirtækja var liður í stefnu þeirra ríkisstjórna Sjálf­ tæðis­
s
flokks og Framsóknarflokks sem voru við völd á Íslandi frá og með árinu
1995 og með endurnýjuðu ríkisstjórnarsamstarfi til loka þess tímabils sem
hér hefur þýðingu. Þau áform beindust einnig að ríkisbönkunum. Um það
má t.d. vísa til orða Davíð Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, í inngangi
að greinasafni um einkavæðingu á Íslandi sem gefið var út í febrúar 1997, sbr.
tilvitnun hér til hliðar.3
Einkavæðing ríkisbankanna átti sér stað í nokkrum skrefum. Vorið 1997
voru sett lög um stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka
Íslands nr. 50/1997. Þar var mælt fyrir um stofnun hlutafélaga um bankana
en við stofnun þeirra skyldi allt hlutafé vera í eigu ríkissjóðs. Sala á hlutafé rík-
issjóðs var óheimil án samþykkis Alþingis en ráðherra fékk þó vald til að heim-
ila útboð á nýju hlutafé til að styrkja eiginfjárstöðu bankanna. Samanlagður
eignarhlutur annarra aðila en ríkissjóðs mátti ekki verða hærri en 35% af
heildarfjárhæð hlutafjár í hvorum bankanna um sig. Vorið 1997 voru einn-
ig sett lög um stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. nr. 60/1997
(FBA). Hinn 1. janúar 1998 tók bankinn við öllum eignum, skuldum og
skuldbindingum Fiskveiðasjóðs Íslands, Iðnlánasjóðs, Útflutningslánasjóðs og
Iðnþróunarsjóðs, öðrum en þeim sem ráðstafað var með öðrum hætti sam-
kvæmt lögum um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins. Ríkissjóður var eigandi alls
hlutafjár í bankanum við stofnun hans en heimilt var samkvæmt 6. gr. að selja
allt að 49% hlutafjárins og skyldu iðnaðarráðherra og sjávarútvegsráðherra
þegar eftir gildistöku laganna hefja undirbúning að sölu hlutafjár.
Hinn 28. ágúst 1998 samþykkti ríkisstjórnin stefnumótun um sölu hluta-
fjár í bönkunum þremur. Haustið 1998 var heimildin í lögum nr. 50/1997
til útboðs á nýju hlutafé í Landsbankanum og Búnaðarbankanum nýtt. Þá var
boðið út nýtt hlutafé sem nam 15% af heildarhlutafé hvors banka um sig.
Fjöldi áskrifenda í útboðinu hjá Landsbankanum var 12.112, söluandvirðið
1,7 milljarðar króna og gengið í útboði til almennings 1,90.4 Fjöldi áskrifenda
í útboðinu hjá Búnaðarbankanum var rúmlega 93.000, söluandvirðið um einn
milljarður og gengið í útboðinu 2,15.5 Í byrjun nóvember 1998 var heimildin
til sölu á 49% hlutafjár ríkissjóðs í FBA jafnframt nýtt. Alls skráðu 10.734
einstaklingar sig í útboðinu fyrir um 18,9 milljarða króna en útboðsgengið
var 1,4. Til sölu voru hins vegar aðeins 4,665 milljarðar kr. og því kom til
skerðingar á hlut hvers og eins.6 Í framangreindum tilvikum var starfsmönn-
um gefinn kostur á kaupum á sérstöku gengi og í kjölfar sölunnar voru bréf
bankanna skráð á Verðbréfaþingi Íslands.

Þetta er tekið af blaðsíðu 229, 1. Bindi Rannsóknarskýrslu Alþingis.

Rannsóknarskýrslan, bindi 7

Eftirtalið er úr Rannsóknarskýrslu Alþingis. Þetta er bein tilvitnun.

21.4.2 Ríkisstjórnin

Fyrir liggur að í ríkisstjórn Íslands var lítið rætt um stöðu bankanna og lausa-
fjárkreppuna sem hófst undir loks sumars 2007 og ágerðist eftir því sem á
leið. Hvorki verður séð af fundargerðum ríkisstjórnarinnar né frásögnum
þeirra sem gáfu skýrslur fyrir rannsóknarnefnd Alþingis að þeir ráðherrar rík-
isstjórnarinnar sem fóru með efnahagsmál (forsætisráðherra), bankamál (við-
skiptaráðherra) eða fjármál ríkisins (fjármálaráðherra) hafi gefið ríkisstjórn-
inni sérstaka skýrslu um vanda bankanna eða hugsanleg áhrif hans á efnahag
og fjármál ríkisins frá því að þrengja tók að bönkunum og þar til bankakerfið
riðaði til falls í október 2008. Á tímabilinu hafði þó birst neikvæð umfjöllun
um bankana í innlendum sem erlendum fjölmiðlum, íslenska krónan hafði veikst verulega auk þess sem skuldatryggingarálag bankanna fór hækkandi.
Frá því í byrjun árs 2008 höfðu oddvitar ríkisstjórnarflokkanna fengið upp-
lýsingar um vanda fjármálafyrirtækja landsins á fundum með bankastjórn
Seðlabanka Íslands. Þá fengu þeir ráðherrar sem áttu fulltrúa í samráðshópi
stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað upplýsingar um að hvaða
verkefnum samráðshópurinn vann á hverjum tíma en áhyggjur af stöðu
íslensku fjármálafyrirtækjanna og umræður um nauðsyn viðbúnaðaráætlunar
vegna fjármálaáfalls fóru vaxandi á þeim vettvangi.
Til skýringar á því að málefni bankanna hafi ekki verið tekin upp í rík-
isstjórn hefur rannsóknarnefndin m.a. fengið þær athugasemdir frá Geir H.
Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í bréfi, dags. 24. febrúar 2010, að þau hafi
verið viðkvæm trúnaðarmál. Hefðu upplýsingar um þau borist út af fundum
ríkisstjórnar, eða jafnvel aðeins frést að þau væru rædd þar sérstaklega, hefði
það getað valdið tjóni. Málefni bankanna hafi því ekki verið tekin á formlega
dagskrá ríkisstjórnarfunda en verið reifuð undir liðnum „önnur mál“ eða utan
dagskrár þegar við átti eða einhver ráðherra óskaði þess. Samkvæmt gamal­
gróinni venju hafi slíkar umræður ekki verið færðar til bókar. Af þessu tilefni
tekur rannsóknarnefnd fram að hvað sem leið störfum ríkisstjórnarinnar fram
á sumar 2008 virðist þessi venja ekki hafa staðið í vegi fyrir því að bókað væri
í fundargerð ríkisstjórnar 12. ágúst 2008 að viðskiptaráðherra hefði lagt fram
minnisblað, dags. sama dag, um skipan nefndar um fjármálastöðugleika og lagt
til að ríkisstjórnin féllist á þær tillögur sem þar voru settar fram. Tillaga við-
skiptaráðherra fékk engar undirtektir í ríkisstjórn og var málinu frestað.
Rannsóknarnefndin tekur fram að almennt er ekki um það deilt að
neikvæðar fregnir eða orðrómur sem kvisast út um afstöðu eða fyrirhugaðar
aðgerðir opinberra aðila á vettvangi fjármálamarkaðar geti orðið til þess að
hreyfa við aðilum á markaðnum og jafnvel auka á þann vanda sem við er að
etja. Það hlýtur þó að heyra til skyldna ráðherra sjálfra, og þá einkum forsæt-
isráðherra, að búa svo um hnútana í skipulagi og starfi ríkisstjórnar að hægt
sé að ræða þar í trúnaði um viðkvæm mál sem varða mikilsverða og knýj-
andi almannahagsmuni. Hvað sem öðru líður hlýtur sú aðstaða að veikja starf
stjórnvalda verulega ef vantraust veldur því að slík málefni komi yfirhöfuð
ekki með neinum raunhæfum hætti fram á vettvangi ríkisstjórnar. Rétt er að
benda á ákvæði 17. gr. stjórnarskrárinnar í þessu sambandi. Samkvæmt þeim
er skylt að ræða nýmæli í lögum og „mikilvæg stjórnarmálefni“ á ráðherra-
fundum, eða ríkisstjórnarfundum eins og þeir kallast að jafnaði.
Enda þótt hver ráðherra fari sjálfstætt með málefni sem undir hann heyra
samkvæmt málefnaskiptingu innan stjórnarráðsins verður í samræmi við
stjórnarskrána að gera ráð fyrir að „mikilvæg stjórnarmálefni“ séu tekin til
umræðu í ríkisstjórn þannig að aðrir ráðherrar hafi tækifæri til að bregðast
við og hafa áhrif á stefnumörkun ríkisstjórnar og síns ráðuneytis. Hér þarf
líka að hafa í huga að það getur skipt máli hvað skráð er um mál í fundargerð
og gögn ríkisstjórnarinnar ef síðar reynir á hvort gerðar hafi verið viðhlítandi
ráðstafanir af hálfu ráðherra í tengslum við tiltekna stjórnarframkvæmd og
hverjir úr hópi ráðherra hafi átt þar hlut að máli.
Þrátt fyrir að stjórnarskráin geri ráð fyrir að ræða skuli á ríkisstjórn-
arfundum „mikilvæg stjórnarmálefni“ hefur þróunin orðið sú með sam-
steypustjórnum síðustu áratugi að óformlegir fundir og samráð formanna
ríkisstjórnarflokkanna, oddvita ríkisstjórnar á hverjum tíma, hafa fengið aukið
vægi við stefnumörkun og eiginlega ákvarðanatöku í starfi ríkisstjórnar.

[…]

Blaðsíða 259 – 260, Bindi 7.

Glæpamaðurinn Davíð Oddsson

Á Morgunblaðinu er ritstjóri að nafni Davíð Oddsson. Þessi maður er glæpamaður samkvæmt Rannsóknarskýrslu Alþingis, glæpi Davíðs Oddsonar má lesa í Rannsóknarskýrslu Alþingis og vegna þess ætla ég ekki að útlista þeim nánar hérna.

Núna er þessi glæpamaður ritstjóri Morgunblaðsins vegna þess það hentaði hans glæpastarfsemi að stjórna fjölmiðli til þess að getað hótað fólki og samtökum sem Davíð Oddsyni er illa við. Sérstaklega er Davíð að beita sér gegn núverandi stjórnvöldum, sem eru þó ekki að gera annað en að þrífa upp klúðrið og skemmdarverk Davíðs eftir stjórnmálasetu hans undanfarna áratugi.

Íslendingar verða að átta sig á því að svo lengi sem þeir láta glæpamannin Davíð Oddsson stjórna sér, þá mun ekkert breytast á Íslandi. Þessi stjórnun kom augljóslega í ljós þegar Davíð sagði að íslendingar ættu ekki að borga erlendar skuldir “óreiðumanna” sem hann studdi sjálfur og kom til áhrifa á Íslandi. Undir þessi orð Davíð var tekið í þjóðfélaginu með þeim afleiðingum að kreppan hefur lengst og heldur áfram að lengjast.þessa dagana.

Davíð er glæpamaður. Gallin er það er bara ekki búið að dæma Davíð fyrir þá glæpi sem hann hefur framið gegn íslensku þjóðinni undanfarin ár. Það er kominn tími á það að Davíð verði handtekinn og dæmur eins og hver annar glæpmaður hérna á landi.

Ég veit að margir íslendingar hugsa þetta, en enginn þorir að segja þetta. Ég ákvað að breyta því núna um alla framtíð.

Sigmundur Davíð jarðar framsóknarflokkinn í beinni

Það er búið að jarða framsóknarflokkinn, og sá sem jarðaði framsóknarflokkinn var Sigmundur Davíð, formaður framsóknarflokksins. Hann jarðaði framsóknarflokksins með því að neita að takast á við þá fortíð sem framsóknarflokkurinn hefur þegar það kemur að efnahagshruninu.

Framsóknarflokksins verður ekki saknað að minni hálfu.

Frétt Morgunblaðsins um þessa jarðarför framsóknarflokksins.

„Enginn flokkur stóð jafn dyggilega við útrásina“

Bankar og stjórnvöld saman í sæng strax árið 2006

Samkvæmt Rannsóknarskýrslunni þá voru stjórnvöld komin í sömu sæng með bönkunum strax árið 2006. Í Rannsóknarskýrslunni stendur meðal annars þetta hérna.

Bankarnir fóru í mikla ímyndarherferð með fulltingi stjórnvalda á árinu
2006 til þess að bregðast við því sem stjórnendur þeirra og ríkisins töldu
vera misskilning byggðan á skorti á upplýsingum um Ísland og íslensku bank-
ana. Viðskiptaráð Íslands fékk Fredrick Mishkin, prófessor við Columbia
háskóla, og Tryggva Þór Herbertsson, forstöðumann Hagfræðistofnunar
Háskóla Íslands, til þess að rita skýrslu um fjármálastöðugleika á Íslandi.44
Síðar virðist Mishkin hafa breytt nafninu á skýrslunni í „fjármálaóstöðugleika
á Íslandi“.45 Skýrslan kom út í byrjun maí 2006 en einmitt þá snerist sú
óheillaþróun sem verið hafði á íslenskum mörkuðum undangengna mánuði.
Skuldatryggingarálag íslensku bankanna lækkaði á ný. Bankarnir brugðust að
nokkru leyti við þeim ábendingum sem komið höfðu frá erlendum grein-
endum vorið 2006. Reynt var að draga úr krosseignarhaldi, meðal annars
var Exista skráð á markað einmitt í þessum tilgangi. Eignarhald bankanna var
einfaldað og dregið úr hlutabréfastöðum. Útgáfa skýrslu Mishkins og Tryggva
var ákveðinn vendipunktur fyrir íslensk fjármálafyrirtæki og efnahagslíf á
árinu 2006. Lánskjör íslensku bankanna tóku smám saman að lagast á ný þar
til um mitt ár 2007 þegar skuldatryggingarálagið var komið niður undir 20
punkta á nýjan leik.

4. KAFLI – EFNAHAGSLEGT UMHVERFI OG INNLEND EFNAHAGSSTJÓRNUN R ANNSÓKNARNEFND A LÞINGIS, Blaðsíða 74.

Nota gömlu brögðin til að verja sig

Á þeim viðtölum sem núna koma fram í fjölmiðlum á Íslandi núna. Þá er augljóst að fyrrverandi leiðtogar sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins ætla sér að nota gömlu brögðin til þess að komast upp með þetta siðleysi sem þeir stunduðu og varð valdur að hruni íslensku bankana og efnahagskerfisins.

það á ekki að taka mark á slíku, enda er þetta fólk eingöngu að verja sína stöðu eins og þau getur. Alveg eins og mátti reikna með. Málefnum þessa fólks á hinsvegar að vísa til viðkomandi dómsvalds, hvort sem það er landsdómur eða eitthvað annað dómsvald hérna á landi.

Formaður framsóknarflokksins úti að aka

Formaður framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð heldur því fram að íslenska Rannsóknarskýrslan eigi erindi við allan heiminn. Það sem Sigmundur Davíð fattar ekki, eða hreinlega veit ekki er að heimurinn hefur verið að semja svona rannsóknarskýrslur síðan efnahagskreppan hófst á sínum tíma, og í reynd verið að dæma þjófa og fjárhagsglæpamenn síðan efnahagskreppan skall á.

Sigmundur Davíð veit því ekkert um hvað hann talar þegar hann setur svona fram í fjölmiðlum, og það er augljóst að hann ætlar sér ekki að breyta neinu miðað við þessi orð hans. Enda er hérna á ferðinni sama þjóðernishyggja og felldi Ísland og íslendinga haustið 2008 og var spilað inná af gráðugum bankamönnum og stjórnmálamönnum.

Viðtal Morgunblaðið við formann framsóknarflokksins.

Skýrslan á erindi um allan heim

Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn búnir að vera á Íslandi

Miðað við efnisinnihald og það sem kemur fram í Rannsóknarskýrslunni þá er augljóst að sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru búnir að vera sem stjórnmálaafl á Íslandi. Það er ennfremur ljóst að Davíð Oddsson á ekki afturkvæmt í íslenska umræðu, eða aðrir stjórnmálamenn sem skýrslan fjallar um. Gildir þá einu í hvaða stjórnmálaflokki viðkomandi aðili er í.