Loftkastalar evrópuandstæðinga

Á Íslandi er stór hópur sem berst gegn Evrópusambands aðild Íslands, þessir hópar hafa það sameiginlegt að vera sérhagsmunahópar, vera í einokunarstöðu og stýðir af fólki sem er mjög þröngsýnt og með alvarlegan skort á framtíðarsýn. Eina framtíðarsýnin sem evrópuandstæðingar á Íslandi hafa er fátækt, verðbólga og lægri kaupmáttur íslendinga. Ásamt óstöðugleika í hagkerfi Íslands með tilheyrandi vandamálum, samdrætti og krepputímabilum. Þetta er stórt atriði sem evrópuandstæðingar einfaldlega horfa fram hjá í umræðunni, láta sem það skipti ekki máli og halda síðan áfram að tala illa um evruna og Evrópusambandið. Á meðan hæla þeir íslensku krónunni fyrir að hafa „bjargað“ íslenskum efnahag á krepputímum og hag íslensku þjóðarinnar, á meðan staðreyndin er sú að íslenska krónan hefur aldrei þjónað íslendingum jafn illa og núna í dag.

Loftkastalar um að íslenska krónan hafi bjargað íslendingum eru nákvæmlega það og ekkert annað. Staðreyndin er sú að íslenska krónan bjargði ekki íslendingum og hefur aldrei gert það, þessi örgjaldmiðill íslendinga ber ábyrgð á lágum launum, skertum kaupmætti íslendinga. Árið 2008 voru laun íslendinga lækkuð um meira en 50% í upphafi kreppunar, reyndar var á tímabilið ástandið þannig að íslendingar voru fátækasta þjóð í allri Evrópu þó víðar væri leitað vegna íslensku krónunnar. Það hefur með gjaldeyrishöftum og öðrum aðgerðum tekst að draga úr þessum mun og er íslenska krónan þessa dagana á genginu 20 til 23 kr gagnvart dönsku krónunni (sem ég miða alltaf við þar sem ég er búsettur í Danmörku).

Daumsýn evrópuandstæðinga er nákvæmlega það sem hún er, draumsýn sem byggir ekki á neinu nema hugmyndafræði einangrunar og draumsýn um að Ísland geti staðið eitt fyrir utan hnattræn viðskipti og stefnur. Staðreyndin er sú að engar þjóðir geta leyft sér að standa fyrir utan viðskiptabandalög, enda hentar slíkt ekki neinum þjóðum og er gegn hagsmunum þeirra. Enda er það staðreynd að heimurinn hefur verið að skipta sér upp í svæðisbundin viðskiptabandalög sem stunda viðskipti sín á milli. Hérna er ágætt yfirlit yfir þau viðskiptabandalög sem eru nú þegar til staðar í heiminum.

Það er því til marks um ótrúlega skammsýni og þröngsýni að fara fram á viðræðuslit eins og Heimssýn vill núna að stjórnvöld geri. Það er einnig til marks um þröngsýni og skammsýni að báðir stjórnarflokkanir skuli vera á móti Evrópusambands aðild Íslands. Þetta ætti reyndar ekki að koma á óvart, yfirstéttin á Íslandi hefur alltaf verið bæði hrokafull, þröngsýn og heimsk svo öldum skiptir og það er ekkert að fara breytast á næstunni. Frekar láta þeir alla íslendinga lepja dauðan úr skel frekar en að skipta um skoðun. Síðan koma hinir íslensku sérhagmunir inn í Evrópusambands málið, á meðan LÍÚ gerir upp í evrum að mestum hluta (einhverjir gera upp í bandarískum dollurum), þá borga þeir starfsmönnum sínum í íslenskum krónum fyrir aðeins brot af þeim hagnaði sem uppgjör þeirra í evrum skilar sér. Enda sleppa fyrirtækin innan LÍÚ við kerfisbundin óstöðugleika íslensku krónunar með því að gera upp í evrum eins og núna er gert. Fyrirtækin græða en almenningur situr uppi með reikninginn endalausa á Íslandi.

Bændasamtök Íslands eru einnig á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, enda geta þau ekki hugsað sér samkeppni á Íslandi eða leyft íslenskum bændum að komast upp úr þeirri fátækt sem þeir lifa við. Bændasamtök Íslands geta ekki hugsað sér samkeppni og það geta verslanir á Íslandi ekki heldur, þar sem þá er ekki hægt að hækka verðlag upp úr öllu valdi reglulega og mokgræða á því í leiðinni. Samkeppni eykur einnig þjónustu og gæði verslunar, slíkt má ekki sjást í dag á Íslandi. Þjónustan er öll eins lítil og hægt er að komast upp með og eins ódýr og hægt er að komast upp með það. Þetta er eitthvað sem Bændasamtök Íslands geta ekki hugsað sér að gerist, og verslun á Íslandi ekki heldur þegar á reynir. Til hvers að selja fólki góða vöru þegar hægt er að selja almenningi á Íslandi vonda vöru á dýru verði.

Á meðan evrópuandstæðingar stjórna umræðunni þá mun umræðan alltaf verða byggð á loftköstulum og draumsýn íslendinga um eigið ágæti og hæfileika. Það er hinsvegar lítið hægt að treysta á þessa draumsýn og loftkastala, enda er næsta víst að þeir muni hvorki koma með peninga í kassan eða bæta lífsgæði íslendinga á næstu árum og áratugum.

Lettland fær að taka upp evruna þann 1. Janúar 2014

Það hefur lítið farið þessum fréttum á Íslandi, en samkvæmt DR.dk þá fær Lettland að taka upp evruna þann 1. Janúar 2014. Þessi stækkun á evrusvæðinu þýðir að Lettland verður 18. ríkið í evrópusambandinu til þess að taka upp evruna sem gjaldmiðil.

Það er ekki búið að samþykkja þessa ákvörðun formlega, það mun ekki gerast fyrr en í Júlí á fundi leiðtoga Evrópusambandsins og ráðamanna á evrusvæðinu.

Nánar á frétt DR.dk.

Letland får grønt lys for euromedlemskab (dr.dk)

Mynd frá Evrópusambandinu þann 15. Maí 2013

Hérna er mynd úr Evrópusambandinu þann 15. Maí 2013, myndin er tekin í Flensburg, Þýskalandi rúmlega 8 km frá Danmörku (ESB, en ekki evrusvæðið). Þessi mynd sínir bara ágætlega stöðu mála í Þýskalandi. Þrátt fyrir efnahagskreppu og önnur vandamál sem eru til komin vegna kreppunar.

2013-05-15-133
Í Flensburg, Þýskalandi þann 15. Maí 2013. Þetta er sveitamarkaður sem þarna var til staðar. Smella má á myndina fyrir fulla stærð. Höfundaréttur Jón Frímann Jónsson.

Það ástand sem ESB andstæðingar á Íslandi lýsa er einfaldlega ekki til í Evrópu. Jafnvel þótt svo að vandamálin séu bæði mörg og stór núna dag hjá mörgum ríkjum innan Evrópusambandsins í dag vegna efnahagskreppunar og bóluhagkerfa sem hafa sprungið á undanförnum árum.

Kvart-milljón verðbólga framsóknarflokksins

Það sem tillögur framsóknarflokksins og í raun kosningaloforð þeirra boðar er mjög einfalt. Verðbólgu og meiri verðbólgu. Svo miklli verðbólgu í reynd að verðlagið mun líklega tuttugufaldast á 8 klukkustunda fresti. Enda er framsóknarflokkurinn að tala um að setja 300 milljarða inn í hagkerfið án þess að því sé fylgt eftir með viðeigandi hagvexti og atvinnustigi á sama tíma. Þetta tvennt er alltaf tengt þessari tegund af verðbólgu. Þessi tegund verðbólgu kallast óðaverðbólga, enskt heiti er Hyperinflation.

Þetta er það sem mun gerast ef framsóknarflokkurinn fær að setja 300 milljarða af íslenskum krónum í íslenskt hagkerfi sem getur ekki stutt slíkt umframmagn af peningum. Afleiðinganar mundu auðvitað verða skelfilegar fyrir almenning á Íslandi eins og augljóst má vera. Bæði verðlag og atvinnuleysi mundi fara úr böndunum með tilheyrandi vandamálum.

Síðan má einnig minna á þá staðreynd að í kreppunni á árinum 1920 til 1930 var gengi gjaldmiðla heimsins mjög óstöðugt og gengisfellingar mjög algengar. Enda var uppi sá hugsunarháttur þá að gengisfelling mundi bjarga efnahag viðkomandi ríkja. Það auðvitað gekk ekki eftir og afleiðinganar voru oft skelfilegar í kjölfarið fyrir almenning. Þetta er líka það sem framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn vilja gera í reynd. Jafnvel þó svo að þeir tali ekki um það í kosningabaráttunni. Enda er sá hugsunarháttur hjá þessum tveim stjórnmálaflokkum að slíkt sé skynsamlegt. Jafnvel þó svo að öll rök bendi til annars. Síðast var gengi íslensku krónunar fellt með handafli árið 1993 undir því yfirskyni að þá þrengdi að sjávarútvegi og útflutningi íslendinga. Eins og hægt er að lesa um hérna.

Money_Fort
Verðbólga framsóknarflokksins. Myndin er fengin héðan.

Fjármálablekkingin um íslensku krónuna

Þessi grein hérna (hun.is) hefur farið nokkrar umferðir á Facebook nú þegar. Þessi grein er að mínu mati kjaftæði að hluta til. Einu sönnu punktanir í henni eru þeir að maður safnar skuldum þegar maður eyðir meira en maður hefur í tekjur. Það eiginlega segir sig bara sjálft.

Það sem er ekki talað um í þessari grein er sú staðreynd að verðbólga brennir upp sparnað fólks á Íslandi og hefur alltaf gert það. Mesti bruni á sparnaði fólks átti sér stað á árunum í kringum 1970 til árins 1982 þegar verðbólgan fór upp í rúmlega 100% á tímabili og verðlag hækkaði stöðugt á Íslandi (ásamt launum). Þegar tekin voru 2 núll af íslensku krónunni til þess að auka verðgildi hennar á ný (5000 gISK = 50 ISK dagsins í dag). Eftir að tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1982 jafngildi 1 ISK = 1 DKK. Í dag er gengið 1 DKK = 23 ISK. Gengisfelling á þessum tíma hefur verið rosalega mikil og langt yfir 100% sýnist mér.

Verðtrygging er í raun ekkert nema vextir, eins og bent er vel og vandlega á í þessari grein hérna (dv.is). Á Íslandi virkar verðtrygging húsnæðislána þannig að verðtrygging (vextir) eru lagðir ofan höfuðstól húsnæðisláns. Það þýðir í raun að afborgun lánsins hækkar með hverri afborgun á meðan þessu stendur. Það er yfirleitt 50 til 60% af lánstímanum sem þetta er svona (hægt að sjá þetta í rauntölum í reiknivél bankanna). Gott dæmi um þetta er að ég notaði bara sjálfgefnar tölur sem komu upp í reiknivél Landbankans.

Ég miðaði við 5,20 verðbólgu yfir 40 ára tímabil sem er ekkert of mikið að mínu mati. Lánstíminn er 40 ár. Um er að ræða jafnar greiðslur.

Lánið er 17.000.000.
Markaðsvirði fasteignar er 25.000.000.

Fyrsta greiðsla þessa láns er 68.839 kr.
Lokagreiðsla þessa láns er því 519.963 kr.

Heildargreiðsla þessa láns eftir 40 ár er því 107.141.553 kr.

Til samanburðar. Þá eru hérna tölur úr láni með sömu fjárhæðum. Nema óverðtryggt og með breytilegum vöxtum upp á 6,75% (miðað við stýrivexti þann 22.02.2013). Um er að ræða jafnar greiðslur í þessu dæmi.

Lánið er 17.000.000.
Markaðsvirði fasteignar er 25.000.000.

Fyrsta greiðsla þessa láns er 102.691 kr.
Lokagreiðsla þessa láns er 102.691 kr.

Heildargreiðsla þessa láns eftir 40 ár er því 49.291.483 kr.

Það sem gæti breytt þessari upphæð er auðvitað stýrivaxtabreiting hjá Seðlabanka Íslands. Hvort sem er upp eða niður. Verðbólga hefur ekki mikil áhrif á þetta dæmi.

Þarna munar meira en helming og það breytir í raun engu þó svo að laun hafi hækkað umfram verðlag síðan árið 1989 eins og haldið er fram í greinni sem ég vísa í hérna að ofan. Greiðslubyrðin af verðtryggðum lánum verður óbærileg hjá fólki eftir minna en helminginn af lánstímanum þegar um er að ræða verðtryggð lán á Íslandi. Það breytir engu hversu varlega fólk fer peningalega í þessu dæmi. Verðtryggingin mun alltaf valta yfir fjárhaginn hjá fólki og leggja hann í rúst. Þetta er staðreynd og hún er ekkert að fara breytast.

Það er aftur á móti staðreynd að íslendingar eru ekkert að fara losna við íslensku krónuna og verðtrygginguna núna á næstunni. Upptaka annars gjaldmiðils einhliða á Íslandi er eitthvað sem ekki er hægt eins og er þessa dagana. Ef íslendingar vilja losna við verðtrygginguna og þær sveiflur sem fylgja íslensku krónunni (sem hefur áhrif á verðlag, vexti og verðbólgu á Íslandi). Þá verða íslendingar að stefna á inngöngu í Evrópusambandið með upptöku evrunnar. Þetta ferli verður hvorki einfalt eða auðvelt. Enda eru íslendingar búnir að skapa sér sitt eigið sjálfskaparhelvíti með núverandi peningastefnu og efnahagsstefnu sem setur allt í þrot reglulega á Íslandi.

Þeir sem eru að tala fyrir íslensku krónunni eru í raun bara að tala fyrir óbreyttu efnahagsástandi á Íslandi og staðreyndin er sú að þetta fólk hefur ekki neinar lausnir. Innganga í Evrópusambandið og upptaka evrunnar er þó allavegna lausn á hluta af þeim vandamálum sem íslendingar eru að kljást við.

Lettland stefnir að upptöku evrunar 1. Janúar 2014

Það var lítil fréttin á Rúv um upptöku Lettlands á evrunni þann 1. Janúar 2014. Það hefur verið lengi á dagskrá hjá lettum að sækja um evruna. Hinsvegar hefur efnahagskreppan gert þeim þetta erfitt fyrir. Enda kom efnahagskreppan mjög illa niður á Lettlandi of varð efnahagskreppan einna djúpust í Lettlandi af eystrasaltslöndunum.

Ef að Lettland uppfyllir allar kröfunar sem gerðar eru til þess að þeir fái að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Þá mun Lettland að öllu jöfnu taka upp evruna þann 1. Janúar 2014 og verður þar með 18 evruríkið. Lönd eins og Pólland og Litháen fari einnig að huga upptöku evrunar á næstu árum.

Nánar um þetta

Latvia and the euro (ESB)
Latvia 2014 Euro Goal Backed by EU Commission, ECB, Eurasia Says (Bloomberg)
Latvia passes laws crucial for euro switch (Reuters)
Latvia to apply for eurozone membership within weeks (The Guardian)

Engin virðing borin fyrir kjörum almennings á Íslandi

Á Íslandi er barist gegn hagsmunum almennings. Alla daga, allt árið um kring. Þessi baráttumenn gegn hagsmunum almennings. Ég er ekki að tala um lægra matvælaverð á Íslandi. Ég er ekki að tala um lægri vexti á Íslandi. Ég er að tala um viðskipti íslendinga við útlönd. Þessi viðskipti skipta íslendinga miklu máli. Reynar svo miklu máli að allt annað virðist ganga fyrir hjá íslendingum.

Það er líka þar sem hugmyndafræði íslendinga virkar mjög illa. Hugmyndafræði íslendinga er nefnilega sú að best sé að stunda viðskipti við önnur lönd án viðskiptasamninga. Í mesta lagi að hafa viðskiptasamningana í formi fríverslunarsamninga (Free Trade Agreements). Gallin við FTA samninga er að þeir eru takmarkaðir, viðhalda tollmúrum og þjóna eingöngu fyrirtækjum að stórum hluta, en almenningur græðir mjög lítið á svona samningum almennt séð.

Fríverslunarsamningar þjóna fyrirtækjum en ekki almenningi. Enda er það svo að verðlækkanir á vörum eru takmarkaðar í fríverslunarsamningum eins og þeim sem EFTA gerir fyrir hönd Íslands. Auk þeirra samninga sem íslendingar gera sjálfir við önnur ríki. Á innfluttum vörum þarf almenningur hinsvegar ennþá að borga tolla (t.d vegna verslunar af internetinu). Staðreyndin er sú að almenningur á Íslandi græðir afskaplega lítið á því að íslendingar séu í EFTA+EES. Þó svo að EES samningurinn hafi fært íslendingum kjarabætur og miklar lagaumbætur á undanförnum áratug. Þá er augljóst að alltaf má gera betur.

Kerfisbundin óstöðuleiki í íslensku efnahagslífi

Á Íslandi er kerfisbundin óstöðugleiki í efnahagslífinu. Þessi kerfisbundi óstöðugleiki er ennfremur viljandi hafður til staðar svo að hægt sé með reglulegu millibili að lækka verðgildi íslensku krónunar til þess að hygla eigendum stórra útgerðarfyrirtækja ásamt öðrum stórum útflytjendum á Íslandi. Þetta er skipulagt og viljandi haft svona. Þetta óstöðuga efnahagslíf þjónar fáum fyrirtækjum og einstaklingum mjög vel. Enda tryggir endalaust gengisfall íslensku krónunar stöðugan hagnað þessara fyrirtækja. Jafnvel þó svo að tæknilega séu umrædd fyrirtæki jafnvel orðin löngu gjaldþrota vegna óráðsíu og vanhæfni stjórnenda þeirra. Þetta er ekkert ný saga. Eftir að íslenska krónan hafði verið gjaldfelld um tvö núll árið 1979 til 1981 vegna óðaverðbólgu og mjög hárra stýrivaxta þá var strax farið í að gjaldfella íslensku krónuna kerfisbundið reglulega. Þá í þágu útflytjenda. Þá var helst um að ræða LÍÚ og síðan Bændasamtök Íslands, sem standa á bak við fyrirtækjum sem flytja út landbúnaðarvörur.

Þessi kerfisbundna gjaldfelling íslensku krónunar hefur haft þau áhrif að gengi íslensku krónunar er í dag 19 til 24 kr gagnvart dönsku krónunni. Þegar tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1981 þá var íslenska krónan og sú danska næstum því á pari. Þessar kerfisbundnu gengisfellingar hafa skert lífskjör á Íslandi, minnkað kaupmátt og aukið verðbólgu svo um munar á þessu tímabili.
Gengisfelling íslensku krónunnar í upphafi árs 1983 til þess að þjóna útflytendum fisks. Heimild: Tímarit.is, upprunalegt blað er að finna hérna.

Andstaðan við Evrópusambands aðild Íslands

Andstaðan við Evrópusambands aðild Íslands þjónar eingöngu þeim sem hagnast á núverandi fyrirkomulagi. Almenningur sem er á móti Evrópusambandsaðild Íslands hefur ekki fengið réttar upplýsingar um stöðu mála, eða hefur einfaldlega lesið kerfisbundin áróður gegn Evrópusambandinu í Morgunblaðinu, Bændablaðinu eða öðrum fjölmiðlum á Íslandi. Enda er það svo að fjölmiðlar á Íslandi eru almennt mjög neikvæðir út í Evrópusambandið og flytja fréttir af málefnum þess í æsifréttastíl. Staðreyndir eru oftar en ekki virtar af vettugi af íslenskum fjölmiðlum. Þetta eru staðreyndir sem skipta máli fyrir umræðuna á Íslandi um Evrópusambandið. Þessar staðreyndir koma hinsvegar ekki fram vegna þess að íslenskir fjölmiðlar þjónkast við afstöðu LÍÚ, Bændasamtaka Íslands og annara aðila sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Launalækkanir í gegnum gengisfellingar, verðbólgu og hærri stýrivexti

Laun íslendinga eru bundin árstíðarsveiflum að hluta til. Það sem átt er hérna við er að gengi íslensku krónunar ræður kaupmætti íslendinga. Kaupmáttur íslendinga sveiflast því eftir árstíðum. Verstur er kaupmáttur íslendinga á tímabilinu Október til Mars í dag. Kaupmátturinn er sæmilegur frá Apríl til September. Þetta er svona rúmlega ferðamannatímabilið yfir sumarið á Íslandi. Sú kjaraskerðing sem verður til vegna verðbólgu er tengd beint því hvernig staða íslensku krónunar er hverju sinni. Verðbólga skerðir kjör fólks beint. Beinu áhrifin er það að verðlag hækkar (þar með hækkar verðtrygging einnig og verðtryggð lán fólks). Sú kjaraskerðing sem íslendingar verða til vegna hárra stýrivaxta er sú staðreynd að háir stýrivextir almennt hægja á hagvexti í eðlilegu hagkerfi. Hinsvegar er það áhugaverð staðreynd að íslenskt hagkerfi hagar sér ekki eins og venjulegt hagkerfi. Þar sem háir stýrivextir draga ekki úr þenslu og bólumyndun í hagkerfinu. Þetta virðist einkenni þess að íslenskt hagkerfi er hugsanlega alvarlega sjúkt vegna íslensku krónunar og allra þeirra hliðar áhrifa sem hún veldur í efnahagnum.

Staðreyndin er hinsvegar sú að í gegnum þetta allt saman þá borgar fólk fyrir þetta með launum sínum. Beint og óbeint. Beint með því að þurfa að borga meira fyrir nauðsynjavörur, þjónustu. Síðan óbeint með hærri stýrvöxtum, neikvæðum innlánsvöxtum á bankareiknum sínum. Ásamt stöðugt hækkandi lánum sem eru verðtryggð, þar sem verðbólgan tryggir það að höfuðstóll lána lækkar ekki þrátt fyrir reglulegar afborganir af þessum lánum. Þetta er þó það sem íslendingar virðast vilja. Miðað við mælda andstöðu íslendinga við inngöngu í Evrópusambandinu og upptöku evrunar, sem mundi leysa stóran hluta af þessum vandamálum sem ég hef nefnt hérna að ofan.

Síðan má nefna það að hinn almenni íslendingur á ekki neinn kvóta. Fjöldi kvótaeiganda er í kringum 166 manns á öllu Íslandi. Það er alveg ljóst að þeir eru ekki þjóðin og hafa aldrei verið það.

Skáldskapur skal það vera hjá ESB andstæðingum

Það er alþekkt að ESB andstæðingar skálda bara upp hluti til þess að nota gegn Evrópusambandinu þegar þeim dettur það í hug. Núna í dag eru íslenskir ESB andstæðingar að nota fréttaspuna frá Financial Times. Fréttaspuni FT gengur útá það að Finnar séu að fara af evrusvæðinu einhverntímann í framtíðinni. Þetta er auðvitað spuni. Þar sem að Finnar hafa engan áhuga á því að yfirgefa evrusvæðið. Slíkt þjónar ekki þeirra hagsmunum, og mun seint gera það.

Upphaflegur höfundur þessa skáldskapar er blaðamaðurinn Gillian Tett. Frétt hennar má lesa hérna (Paywall). Afhverju hún er að koma með svona skáldskap veit ég ekki. Það hefur margoft komið fram að Finnar hafa engan áhuga á því að yfirgefa evruna. Af mörgum ástæðum. Þó sérstaklega vegna Rússlands sem Finnland hefur landamæri að. Jafnvel bretar vita þetta, og margir hverjir sjá aldrei neitt gott við Evrópusambandið.

Það kemur því lítið á óvart þegar íslenskir ESB andstæðingar koma með svona skáldskap eins og er að finna á bloggsíðu Heimssýnar og á Evrópuvaktinni hans Styrmis og Björns Bjarnarsonar. Það eina sem Heimssýn og Evrópuvaktin eiga sameiginlegt er sú staðreynd að báðir vefinir eru undir stjórn öfgafullra fávita sem hafa enga þekkingu á Evrópusambandinu, evrunni og Evrópu almennt.

Why Anders Borg is wrong on Greece and the euro

I see the news that Anders Borg is calming that Greece is going to leave the euro in the next six months. To start with, Anders Borg is wrong and is going to be wrong. For Greece, leaving the euro would be a economic disaster on Icelandic scale. Dropping the value of the countries currency is not a fix. That is not even a temporary solution. Dropping the value of a country currency means that economic policies of that country have failed at some or all levels. While it makes export cheaper and increases it’s value in the terms of local concurrency. It also increases inflation, imported prices and interest rates. None of that are going help a country getting trough an recession like the one Greece is currently having. For Greece that would be getting from bad to worse in terms of economics stability and chance of recovery. Sure, there are going to be several bad months ahead for Greece. But then the pain is going to be over. As in breaking a leg always involves a pain before the damage can be recovered. But the responsibly of recovery lies with the Greece public. Not IMF or the EU. But with them self (same goes for Icelanders for example. But they are not getting it seems).

The problem with economists like Anders Borg is that there „science“ is wrong and it is adjusted to fit there newest models. Anders Borg is no exception it seems in this matter. So I am sure that he is going to be wrong. Greece is going to stay in the eurozone and get over the crises that way. I just hope that Anders Borg does not implode the Swedish krona while he is acting as a minister in Sweden.

Related news

Greece Will Probably Leave Euro Within Six Months, Borg Says (Bloomberg)

Why Economic Models Are Always Wrong (scientificamerican.com)