Þöggun fjölmiðla

Það er eitthvað undarlegt í gangi með stærstu fjölmiðla landsins. Umfjöllun þeirra um bankahrunið og afleiðingar þess hefur stórbreyst núna á síðustu dögum.

Það er lítið talað um ábyrgð ríkisstjórinnar og lítið tekið á þeim sem settu Ísland á hausinn. Verið að eltast við einhver smámál hér og til þess að draga athyglinga frá stóru málunum. Umfjöllun um þá spillingu sem er hérna uppi ætti að vera meiri og grimmari. Einnig vantar algerlega umfjöllun um vanhæfni Seðlabankastjóranna, sérstaklega Davíðs Oddssonar. Ennfremur vantar gagnrýna umfjöllun á Seðlabankaráð, þar sem vanhæfnin og spillingin virðist ríkja.

Á meðan umfjöllun fjölmiðla er svona geld hérna á landi, þá breytist ekki neitt.

Umfjöllun fjölmiðla um vikuleg mótmæli fyrir framan Alþingishúsið hefur verið til skammar. Þar virðist hafa verið vísvitandi dregið úr fjölda þáttakanenda í fréttaflutningi. Þannig að mótmælin virðast vera minni en þau raunverulega eru.

Fjölmiðlar á Íslandi eiga að gera uppreisn gegn valdinu og taka á málunum með festu og ákveðni. Valdhafanir komast eingöngu eins langt og þeim er leyft að komast og í dag er þeim leyft alltof mikið af fjölmiðlum og fólkinu í landinu. Því verður að breyta nú þegar.

Það er hlutverk fjölmiðla að gagnrýna, enda eiga þeir að vera rödd almennings. Ekki valdhafana og sérvalinna auðmanna sem nota þá til þess að mýkja ímynd sína. Almenningur á Íslandi á að krefjast þess að fjölmiðlar láti valdhafana ekki valta yfir sig. Ég allavegana krefst þess.