Fullveldisdagurinn

Í dag, þann 1 Desember er Fullveldisdagur Íslendinga. Hvort að íslendingar muni um hvað þessi dagur er veit ég ekki. En fyrir þá sem þekkja söguna þá táknar þessi dagur merkan áfanga í baráttu íslendinga fyrir sjálfstæði landsins frá hinu danska nýlenduveldi.

En nóg um það. Þessi dagur táknar einnig að það eru bara 30 dagar þangað til að árið 2006 kemur. Og einnig það að árið 2005 flaug fram hjá manni án þess að maður raunverulega tæki eftir því.

Svona er lífið.