Þöggun fjölmiðla

Það er ótrúlegt til þess að vita að fjölmiðlar á Íslandi skuli þagga svona atvik niður. Erlendis hefði viðkomandi ráðamaður verið tekinn á beinið af fjölmiðlum og umrætt atvik stanslaust sýnt í sjónvarpi og fjallað um það í blöðunum.

Hérna á landi er þagað um svona og síðan verða fjölmiðlar hissa þegar upp kemst um spillingu stjórnvalda og ráðamanna hérna á landi. Þessi spilling ríkir hérna vegna þess að fjölmiðlar sinna ekki eftirlitshlutverki sínu og birta ekki þau atvik sem þeir lenda í hjá ráðamönnum þjóðarinnar. Enda er ófært að Forsætisráðherra skuli getað hagað sér svona í garð fréttamanna sem eru að afla svara og upplýsinga fyrir almenning.

Stöð 2 er alveg jafn sek í þessu máli eins og Rúv, þeirra fréttamenn hefðu getað fjallað um þetta mál einnig, en gerðu ekki.

Það þarf að birta fleiri svona atvik sem hafa komið upp þegar ráðamenn þjóðarinnar neita að svara og eru með hroka í garð fjölmiðlamanna og alls almennings. Enda á það ekki að líðast að ráðherrar, þingmenn og aðrir yfirmenn almannastofnana hagi sér svona.

Það er kannski kominn tími til þess að henda eggjum og súrmjólk í fjölmiðla landsins. Það lítur út fyrir að þeir eigi það fullkomnlega skilið miðað við þá vanhæfni sem þeir hafa sýnt af sér síðustu ár og áratugina.

Fjölmiðlar sem gangrýna ekki eru ónýtir og gagnslausir með öllu.

Tengist frétt: Krafa um að viðtali við Geir verði skilað