Morgunblaðið er óvinur frjálsa skoðanaskipta á Íslandi

Morgunblaðið, sem á og rekur blog.is er óvinur lýðræðis og frjálsra skoðannaskipta á Íslandi. Þetta varð ljóst eftir síðustu ákvörðun Morgunblaðsins að takmarka nafnlausa bloggara á blog.is, meðal annars með því að koma í veg fyrir að blogg þeirra birtist á vefsíðum mbl.is og blog.is. Enda er þetta ekkert nema ritskoðun, það skiptir engu hvað fólk kallar þetta. Rétt nafn á þetta er ritskoðun. Morgunblaðið er núna örstutt frá því að banna alla nafnlausa bloggara á blog.is, enda er svona þöggun alltaf tekin í smáum skrefum. Fyrst takmarka þeir nafnlausa bloggara, næst banna þeir þá.

Morgunblaðið er núna orðið blað ritskoðunar og skoðanakúgunar, ekki frelsis og lýðræðis sem það þóttist vera hérna í eina tíðina. Blog.is er orðin ómarktækur vefur, enda birtir hann ekki alla þá bloggara sem eru þar, enda er nafnlausum bloggurum bannað að birta sínar skoðanir opinberlega. Með því að taka nafnlaus blogg út af blog.is, þá er Morgunblaðið í raun að banna og ritskoða nafnlausa bloggara.

Morgunblaðinu ber skilda til þess að afturkalla þessa ákvörðun hjá sér nú þegar, ef þeir vilja njóta einhverrar virðingar í þjóðfélaginu í framtíðinni. Annars eiga þeir það skilið að fara á hausinn að mínu mati. Enda eiga dagblöð og fyrirtæki sem stunda ritskoðun ekki að fá að þrífast hérna á landi, enda á Ísland að vera lýðræðisríki. Ekki fasistaríki þar sem að ritskoðun er stunduð af fjölmiðlum til þess að þóknast eigendum þeirra (Björgólfur kemur inní þessa umræðu hérna).

Ég hvet alla þá sem eru með áskrift hjá Morgunblaðinu að segja henni upp. Ennfremur hvet ég fólk til þess að hætta á blog.is þangað til að Morgunblaðið hættir að ritskoða nafnlausa bloggara.

Ég hér með lýsi því yfir að Morgunblaðið sé óvinur lýðræðis og frjálsra skoðanaskipta á Íslandi.