Útí sveit

Jæja, þá er maður kominn útí sveit. Allavega í nokkra klukkutíma í dag. Það varð víst eitthvað lítið úr stóðréttum hérna í Vesturhópinu vegna snjókomu, en einhverjum hrossum var smalað saman í réttina að mér skilst. En því miður gleymdist að sækja mig fyrir það, en ég er nefnilega bílaus og þarf því alltaf að fá far ef að ég ætla fara eitthvað útí sveit og lengra en Hvammstangi.

Það hefur aukið í snjóin heima hjá mér síðan í gær, enda kemur snjókoman með svona hléum. En þetta minnir meira á hríð á tímabili en rólegheita snjókomu.

Meira úr sveitinni seinna…