Norræn velferð er í ESB

Ég veit ekki hvort að Vinstri Grænir hafa tekið eftir því, en norræn velferð er í ESB. Flest öll norðurlöndin eru nú þegar í ESB, þessi lönd eru Danmörk, Svíþjóð og Finnland. Noregur er ekki í ESB, en hefur þó sótt nokkrum sinnum um aðild að sambandinu.

Íslendingar eru ekki í ESB og hafa aldrei sótt um aðild. Þar skerum við okkur úr við hin norðurlödin, við höfum aldrei sótt um aðild að ESB. Af þeim orsökum, þá vita Íslendingar ekki hvað er í boði fyrir þá.

Það er eitt sem Vinstri Grænir athuga ekki, það er engin velferð í að lifa í fátækt. Það er nefnilega það sem mun gerast ef Íslendingar ganga ekki í ESB. Tilraunir Vinstri Græna til þess að koma Íslandi úr EES samningum eru ekki til þess fallnar að auka hagsæld á Íslandi. Hvorki til lengri eða skemmri tíma.

Heimurinn hefur farið minnkandi undanfarna áratugi. Útlendingafælni og fordómar Vinstri Grænna í garð ESB og annarar alþjóðasamvinnu er til háborinnar skammar. Mitt álit er að stjórnmálaflokkar sem haga sér eins og Vinstri Grænir eigi ekki að fá að þrífast á Íslandi, enda er hagsmunum Íslendinga best borgið með því að taka þátt í samvinnu norðurlandanna og evrópulandanna í gegnum ESB.

Ég hvet því alla til þess að kjósa Samfylkinguna til þess að tryggja aðildarviðræður við ESB. Ég tek það fram að ég er Samfylkingunni og ég er búinn að kjósa þá.