Goðsögnin um atvinnuleysið og ESB

Andstæðingar ESB halda áfram að bulla um atvinnuleysið og ESB. Þó svo að það sé margoft sé búið að leiðrétta vitleysuna sem kemur frá þeim um atvinnumál Íslendinga og hvað það þýðir ef við gögnum inn í ESB.

Staðreyndin er að það mun ekki gerast neitt, enda eru Íslendingar búnir að taka upp atvinnulöggjöf ESB eins og hún leggur sig.

EVRÓPUSAMBANDIÐ OG ATVINNULEYSI

[…]

Aðild að Evrópusambandinu eitt og sér hefur ekki áhrif á atvinnustig á Íslandi. Fyrir því eru tvær megin ástæður:

Í fyrsta lagi vegna þess að ekki er til neitt samræmt atvinnustig í ESB, til að mynda [er] viðvarandi atvinnuleysi á Spáni og í Frakklandi en skortur á vinnufúsum höndum í Hollandi og Lúxemborg svo dæmi sé tekið.

Í öðru lagi vegna þess að Ísland er nú þegar virkur þátttakandi á innri markaði ESB í gegnum EES-samninginn og áhrif ESB-aðildar á vinnumarkað [eru] nú þegar komin fram hér á landi.

Evrópusambandsaðild eykur því ekki atvinnuleysi, – fremur en að við hana hækki hitastig á Fróni, jafnvel þótt meðahitastig í ESB sé mun hærra en hér.

Á hinn bóginn; ef Ísland myndi einnig taka upp evru, þá þarf að vera hægt að mæta áföllum í efnahagslífinu með nafnlaunalækkunum í stað þess að færa raunlaun niður í gegnum verðbólgu eins og jafnan hefur verið á Íslandi.

Án svoleiðis sveigjanleika, að geta lækkað nafnlaun í frjálsum samningum á vinnumarkaði, gæti evran mögulega haft í för með sér aukið atvinnuleysi.

En þá er líka við lélega stjórnmálamenn að sakast, en ekki gjaldmiðilinn, – sem ætti samkvæmt reynslu annarra ríkja að auka til muna aga í innlendri hagstjórn.

– Eiríkur Bergmann

[…]

Svona eru staðreyndir málsins. Sama hvað andstæðingar ESB bulla út í loftið.