Lygar Bændablaðsins um ESB

Sérhagsmunasamtök Bænda, sem kallast í daglegu tali Bændasamtökin hafa lýst sig andsnúin inngöngu Íslands í ESB. Eins og venjulega, þá eru ástæðurnar fyrir andstöðunni við inngöngu í ESB frekar óljósar og erfitt að henda reiður á þær. Þó virðist andstaða bænda vera á svipuðum grunni og þegar andstaðan við EES samninginn var sem mest.

Í fjölmiðlum hefur komið fram að bændur telji sig hafa aðgang að innri markaði ESB með sínar vörur, þá í gegnum EES samninginn. Þetta er ekki rétt, hið rétta er að EES samningurinn fjallar ekki um landbúnaðarvörur eða sjávarútvegsvörur. Vegna þessa, þá hafa Íslenskir bændur nánast ekki nein markaðstækifæri á markaði ESB ríkjanna. Þetta breytist auðvitað ef við göngum inn í ESB. Þá opnast markaður 497 milljóna manna fyrir Íslenskar landbúnaðarvörur. Rekstrarskilyrði Íslenskra bænda munu einnig batna við inngöngu í ESB. Vegna þess að efnahagskerfi Íslendinga mun verða stöðugra og bændur losna við verðtryggð lán sem eru allt að drepa hjá þeim.

Í Bændablaðinu er varað við skrifræði vegna inngöngu í ESB. Þessi fullyrðing er að mínu mati röng, í dag eru Íslenskir bændur á mjög svipuðu stigi hvað skriffinnsku varðar og aðrar þjóðir í evrópu. Hjá ESB er átak í gangi til þess að draga út skriffinnsku og spara peninga í leiðinni. Í dag hefur ESB tekist að draga úr skriffinnsku um 25% og þeir stefna á að draga meira úr skriffinnsku á næstunni.

Í greinum Bændablaðsins er oft haldið eintómri þvælu um ESB, og Bændablaðið virðist hafa gert sérstaklega út á það að finna bændur sem eru á móti ESB. Sérstaklega þá sem eru frá Finnlandi og öðrum ríkjum. Allt til þess að búa til eins neikvæða mynd af ESB og hægt er. Það eru örugglega gallar við landbúnaðarstefnu ESB, en það eru líka gallar við landbúnaðarstefnu Íslands. Þegar bændur eru óánægðir með eitthvað í landbúnaðarstefnu Íslands, þá reyna þeir að fá því breytt. Sama gildir um landbúnaðarstefnu ESB, ef bændur í ESB ríkjum eru óánægðir með eitthvað sem er að finna í landbúnaðarstefnu ESB, þá reyna þeir að fá því breytt. Við inngöngu í ESB, þá munu Íslenskir bændur getað haft áhrif á stefnu ESB í landbúnaðarmálum eins og allir aðrir bændur innan ESB.

Það er einnig staðreynd að breytingar á alþjóðasamningum (doha viðræðunar), þá munu Íslenskir bændur finna fyrir áhrifum landbúnaðarstefnu ESB fyrr en seinna. Það er því nauðsynlegt fyrir Íslendinga og Íslenska bændur að ganga í ESB, svo að hægt sé að hafa áhrif á þessi málefni í krafti aðildarinnar í ESB. Það er staðreynd að Íslendingar einir og sér munu ekki geta haft mikil áhrif á alþjóðaviðræður eins og doha viðræðunar.

Íslenskir bændur eiga að styðja aðild að ESB til þess að geta haft áhrif á hagsmunamál sín, ekki bara á Íslandi. Heldur á hinum alþjóðlega markaði. Sérstaklega ef Íslenskir bændur vilja verða útflutningsgrein á Íslandi.

Það er staðreynd að Íslenskir bændur standa ekki vel í dag. Ég er þess fullviss að staða Íslenskra bænda mun stórbatna við inngöngu í ESB og það er ekkert að óttast í þeim efnum.

One Reply to “Lygar Bændablaðsins um ESB”

Lokað er fyrir athugasemdir.