Leiðin til þess að losna við IMF er með aðild Íslands að ESB

Samkvæmt fréttum, þá er IMF jafn slæmt og það hefur alltaf verið. Þar sem þeir taka rangar ákvarðanir og valda löndum meira tjóni, í staðinn fyrir að hjálpa þeim eins og tilgangurinn á að vera.

Ef Íslendingar vilja losna við IMF fljótt og örugglega, þá er besta leiðin að sækja um aðild að ESB, og upp úr því að ganga í ESB eins fljótt og hægt er. Með því að gera þetta, þá er hægt að skapa traustan grunn og losa sig síðan við IMF þegar núverandi samningstíma við þá líkur.

Ef þetta er ekki gert, þá er víst að Íslendingar sitji uppi með IMF næstu áratugina á meðan það er verið að laga til í fjármálum Íslands.