Ennþá snjóar

Ég er kominn úr sveitinni. Svo að það sé á hreinu. Hinsvegar er það nú svo að núna er gífurlega snjókoma í gangi þar sem ég bý. Og það hafði kyngt niður snjó í gær, þannig að náði uppí ökkla. Einnig sem það var farið að skafa og færð farin að spillast, og fæstir komnir á vetrardekk og hálkan orðin mikil. Það er spurning hvort að það sé skollin á vetur, eða þá að hvort að þetta sé svona hressilegt hausthret. Enda er maður ekki vanur því að sjá snjókomu í September. En einu sinni er allt fyrst.