Ekkert ferðaveður í nágrenni Hvammstanga

Það er víst ekkert ferðaveður í nágrenni Hvammstanga. En hérna á Hvammstanga er óveður með snjókomu og skafhríð, þetta veður er einnig ríkjandi annarstaðar á norðurlandi og færð mjög slæm. Samkvæmt fréttum þá er björgunarsveitin á staðnum að bjarga fólki ofan af Holtavörðuheiði þessa stundina. Hérna er frétt mbl.is um ófærðina á heiðinni og ástandið annarstaðar á norðurlandi.

Uppfært: Veður hefur núna skánað á svæðinu í kringum Hvammstanga (þetta er skrifað klukkan 17:45 þann 28 Mars). Bent er á fréttir fyrir nýjar upplýsingar um færð og veður eða á vef Veðurstofunnar eða vef Vegagerðarinnar.

3 Replies to “Ekkert ferðaveður í nágrenni Hvammstanga”

  1. Sæll frændi. Flott síða hjá þér. Ef það kemur hjá þér þörf að hreyfa þig(út í vonda veðrið) þá er gott ráð að leggja sig of bíða þar til þörfin er liðin hjá;)

  2. „á ekkert að fjalla um sólmyrkvan?“

    Ég hef nú ekkert spáð í það. Það var fjallað um þennan sólmyrkva í fréttum og annarstaðar. En það getur svo sem verið að ég taki saman síður þar sem hægt er að sjá myndir af þessum sólmyrkva.

Lokað er fyrir athugasemdir.