Jarðskjálftahrina í Eþjópíu

Ég hef verið að fylgjast með jarðskjálftahrinu í Eþjópíu sem hefur verið í gangi í nokkra daga núna. Stærstu jarðskjálftanir sem hafa orðið þarna hafa verið að ná stærðinni 5.1 á Ricther og þeir sem ég hef verið að sjá á vefnum hjá Emsc-Csem hafa lægst farið niður í 4.7 á Ricther. Ég hef verið að fylgjast með fréttum til að athuga hvort að einhverjar fréttir hafi borist af skemmdum þaðan, en ég reikna með að flest hús í bæjum sem eru nálægt þessari hrinu séu ekki nógu vel byggð til að þola álagið af svona stöðugum jarðskjálftum. End dýpi þessara skjálfta er í kringum 33 km þannig að þeir ættu að finnast á yfirborðinu. Og ég hef séð á kortum að það hafa orðið jarðskjálftar nálægt bæjum þarna. En af einhverjum ástæðum þá hefur ekkert komið í fréttum um ástandið á þessu svæði og hvað er nákvæmlega í gangi þarna.

Það er skortur á jarðskjáltamælum á svæðinu, þannig að minni skjálftar koma ekki fram. En ég tel víst að þeir verði þarna, allt frá 1 á Ricther og uppí 5.1 á Ricther. En skjálftar undir 4.5 á Ricther (allavega) virðast ekki mælast þarna. Það verður áhugavert að fylgjast með svæðinu næstu daga.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftum um heimin hérna