Hækkanir og lækkanir á olíu og bensíni hérna á landi

Það er alveg stórmerkilegt með verð á olíu og bensíni hérna á landi. Það hækkar um leið og aðstæður breytast.

Dæmi 1: Um leiðin og gengi krónunnar lækkaði þá hækkaði verð á bensíni um leið. En þegar það gekk til örlítið til baka, þá lækkaði verð á olíu mjög lítið eða einfaldlega ekki neitt.

Dæmi 2: Um leið og olíuverð hækkar erlendis, þá hækkar verð á bensíni hérna á landi um leið. En lækkar ekki neitt eða mjög lítið þegar olíuverð lækkar í verði.

Þegar olíufélögin eru spurð hvað valdi þessu, þá eru svörin lítil og léleg. Ég skrifa þessar hækkanir á bensíni og olíu á tvo gráðuna aðlila. En þessir gráðugu aðilar eru olíufélögin hérna á landi og síðan er það íslenska ríkið sem er gráðugt. En skattlagning er gífurleg á bensíni og olíu hérna á landi. Og Sjálfstæðisflokkurinn neitar að lækka álögur á bensín og olíur hérna á landi. Þrátt fyrir auknar tekjur ríkisins af hækkandi olíu og bensínverði.