Snjókoma og skafhríð

Eins og þetta lítur út hjá mér, þegar ég horfi útum gluggan þá. Þá virðist vera sem að það sé komin skafhríð með ofankomu (snjókomu). Enda virðist sem að það hafi bætt í vindinn og það sé einfaldlega farið að blása upp snjóinn sem kom niður fyrr í nótt, en þá var logn og snjóaði því slétt yfir allt saman. En þetta virðist vera farið að blása upp núna frá mínum bæjardyrum séð. En veðurspáin var ekki góð fyrir daginn sem er að koma, enda var veðurstofan að reikna með þessu um hádegisbilið í dag.

Spurning hvort að þetta veður versni þegar líður á daginn.