Bóndi á móti almenningi III

Það er ekki að spurja að bóndanum á Alþingi. Hann er ennþá að vinna gegn hagsmunum almennings á Íslandi. Núna er hann að vinna í því að reyna tefja aðildarumsókn Íslands að ESB eins lengi og hægt er, núna í samvinnu við sjálfstæðisflokkinn og andstæðinga ESB sem þá er að finna á Alþingi.

Þessi þingsályktunartillaga bóndans (VG) og sjálfstæðisflokksins gengur útá það að halda tvöfalt þjóðaratkvæði um ESB, eitt þjóðaratkvæði um umsóknina og síðan annað um samninginn. Það þarf ennfremur ekki að kjósa hvort að það eigi að fara í aðildarviðræður, það er ákvörðun Alþingis gefa heimild fyrir slíkum samningaviðræðum, og síðan er það þjóðarinnar að samþykkja eða hafna aðildarsamingi þegar hann liggur fyrir. Enda er þá hægt að ræða málið út frá þeim grundvelli og innihaldi aðildarsamnings við ESB.

Þetta er ekkert nema ósvífin tilraun til þess að koma í veg fyrir aðildarviðræður við ESB, eins og þær leggja sig. Slíkt er auðvitað óþolandi, þegar haft er í huga að komið hefur verið í veg fyrir aðildarumsókn að ESB frá árinu 1994, eða frá þeim tíma þegar Ísland gekk í EES.

Úr frétt Fréttablaðsins.

Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, mun standa að þingmannatillögunni ásamt sjálfstæðismönnum, og hugsanlega fleiri þingmenn Vinstri grænna. Sjálfstæðismenn reyndu á fundi í gærkvöldi að fá jafnframt fulltrúa Framsóknarflokks og Borgarahreyfingar til fylgilags við sig en þegar blaðið fór í prentun lá ekki fyrir hverjir flutningsmenn tillögunnar yrðu.

Þarna sést vel hvar hollusta Ásmundar liggur, og hún er ekki við almenning á Íslandi og réttindi hans til þess að fá að taka ákvörðun um tilbúinn aðildarsamning ESB, til samþykktar eða höfnunar.

Ásmundur virðist vera lýðskrumari mikill. Störf hans hingað til lofa ekki góðu upp á framtíðina að gera. Það er mín skoðun, og ólíklegt að hún breytist á næstunni.

Tengist frétt Fréttablaðsins.

Miklar líkur á meirihluta fyrir umsókn