Er verið að leyna stjórnvöld upplýsingum ?

Það er ein mikilvæg spurning sem kemur fram í kjölfarið á Wikileaks lekanum þann 30. Júlí 2009, en það er sá möguleiki að það sé verið að leyna stjórnvöld um raunverulega stöðu mála í íslensku bönkunum. Sú kenning er ekki ósennileg, þar sem margir af þeim sem eru ábyrgir beint fyrir hruninu starfa ennþá í nýju og gömlu bönkunum.

Það þarf ekki snilling til þess að sjá að þeir munu vernda sína hagsmuni óhikað. Þá sérstaklega með því að fela gögn, eða stinga þeim undan ef þurfa þykir. Það er því alveg augljóst að það þarf nýtt fólk í stjórn bankana nú þegar. þetta fólk þarf helst að koma erlendis frá, og það má alls ekki tengjast íslensku bönkunum á neinn hátt.