Icesave málið er ekki að fara neitt

Þetta hérna er smá áminning fyrir þá sem telja að það eigi að hafna Icesave ríkisábyrgðinni. Icesave er ekki að fara neitt, þó svo að þeirri ábyrgð verði hafnað af Alþingi íslendinga. Líklegra er þó að allt málið muni versna margfalt við höfnun Icesave og vandi þjóðarinnar muni aukast margfalt og vara til mun lengri tíma en núna er. Ef Iceave verður hafnað, þá verður tekin upp gamall siður á Íslandi. Siður skömmtunarmiðanna og vöruskorts, og annað í þeim dúr.

Ég ætla líka að minna á að ein af þeim sem talar gegn Icesave finnst allt í lagi að sparifé fólks brenni inni í verðbólgubálinu (frétt hérna). Viðkomandi hvetur fólk bara til þess að eyða meira. Slíkt er auðvitað ekkert nema ruddaleg hagfræði, sem kom íslendingum í núverandi vandræði, og er ekki lausnin útúr þeim vandræðum sem íslendingar eru í dag.

Icesave er ekki að fara neitt, og illu er best aflokið sem fyrst.